Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 9 AEG fltlas Copco , I [Í J|P[Í fnl C Borvél 550w 12.599' 29.900, me2)/auka rafhlöftu VERÐ KR.: Hleösluborvel 12v msssmm VERÐ KR.: VERÐ KR. VERÐ KR Hitablásari 7500w AEG JltlasCopco Umbo&smenn um allt land Reykjavík: Ellingssen. Byggingavöruversl Nethyl Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirðir: Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. KEA Siglufirði. KEA Ólafsfirði. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Vopnfirðinga;VopnafirSi Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes,.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk. Utlönd Falleg 14 k sfjarna fyrir útskriftina. Falleg gjöf á góðu verði. Verð aðeins kr. 0.4®© með festi ^UÍI (dfföllin Laugavegi 49 • S. 561 7740 ^úðkaupsveislur — útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar — kynningar og fl. og fl. og fl. j iisfflffili - ^elsÍtsffiSd i ..og ýmsir fylgihlutir e# skÍDL w Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Iclsai sifeáttai ..meo skátum á heimavelli simi 562 1390 • fax 552 6377 Hann kallar nú ekki allt ömmu sína hann Derek Kuypers fré Calgary í Kanada sem hér sýnir listir sínar é ródeókeppni fyrir unglinga yngri en 16 ára. Þrátt fyrir góða tilburði féll Derek þó af baki áður en átta sekúndna lágmarkstím- inn var liðinn. Símamynd Reuter Mike Leigh fékk gullpálmann í Cannes í gær: •• Orvun fýrir myndir um venjulegt fólk Breski kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh, sem hlaut guilpálmann á kvik- myndahátíöinni í Cannes í gær fyrir kvikmynd sína Secrets and Lies, sagði að sigur sinn væri örvun fyrir „kvik- myndir um raunverulegt fólk“. „Þetta er yndislegt, þetta er dásam- legt, þetta er frábært," sagði hinn 53 ára gamli fúlskeggjaði Mike Leigh á fundi með fréttamönnum að verð- launaafhendingunni lokinni. Mynd hans öallar um leit svartrar konu að kynmóður sinni, sem reynist vera hvít. „Þetta er dásamleg hvatning fyrir kvikmyndir um venjulegt fólk, fyrir okkur sem gerum kvikmyndir sem ekki eru hversdagslegar heldur um innsta kjama tilverunnar," sagði Leigh, sem einnig vann til aðalverð- launanna í Cannes fyrir þremur árum fyrir myndina Nakinn. „Ég vona að þetta muni hvetja þá til dáða sem gera kvikmyndir um raunverulegt líf, ástríður og ást.“ Helsti keppinautur Leighs um gull- pálmann var danski leikstjórinn Lars von Trier sem fékk næstæðstu verð- laun hátíðarinnar, Grand Prix, fyrir myndina Breaking the Waves, sem var tekin upp í Skotlandi. Bandaríski leikstjórinn Joel Coen fékk leikstjóraverðlaunin fyrir mynd- ina Fargo, þá einu bandarísku sem fékk verðlaun að þessu sinni. Verðlaunin fyrir bestan leik karia komu að þessu sinni i hlut tveggja manna, Frakkans Daniels Auteuils og Belgans Pascals Duquennes, fyrir frammistöðu þeirra í hinni tilflnn- ingaþrungnu mynd Áttunda deginum eftir belgiska leikstjórann Jaco von Dormael. Hin breska Brenda Blethyn var valin besta leikkonan fyrir hlut- verk móðurinnar í verðlaunamynd Mikes Leighs. Umdeildustu verðlaunin, fyrir kjark og frumlegheit, komu í hlut kanadíska leikstjórans Davids Cronenbergs fyrir myndina Crash, sem fjallar um árekstra og kynlíf. Þegar Francis Ford Coppola, formaður dómnefndarinnar, kynnti valið, létu viðstaddir óánægju sína í Ijós með því að púa. Margir frægir stórleikstjórar kepptu í Cannes en fóru þaðan tóm- hentir, ekki minni menn en Bemardo Bertolucci og Robert Altman. Reuter Díana hyggst eyða meiri tíma í New York: Vill kaupa íbúð Jackie Onassis Díana prinsessa vonast til að geta keypt íbúðina sem Jackie Onassis heitin, fyrrum eiginkona Roberts F. Kennedys Bandaríkjaforseta og síðar eiginkona gríska auðkýfingsins Onass- is, átti í New York. Samkvæmt bresk- um blöðum er Díana reiðubúin að greiða um 500 milljónir króna fyrir íbúðina sem Jackie átti í 30 ár eftir morðið á Kennedy. Haft var eftir vinum Díönu að hana langaði að eyða meiri tíma vestanhafs en henni fyndist hún ekki metin að veröleikum heima í Bretlandi. Díana mun hafa sent aðstoðarkonu sína og ráðgjafa, Jane Atkinson, vestur um haf til að skoða íbúðina en hún er á Í5. hæð í íbúðarhúsi nálægt Central Park. íbúðin er vegleg, en í henni eru fimm svefnherbergi og þrjú herbergi fyrir þjónustufólk. íbúðin er nú í eigu óþekkts millj- arðamærings. Ef Díana getur ekki keypt hana vill hún gjaman komast yflr sams konar íbúð í sama húsi. Haft er eftir heimildarmönnum nærri Díönu að hún hafi hug á að lifa svolítið að hætti fyrrum forsetafrúar Bandaríkjanna sem þótti umvafin glæsileika. Hún mundi þó aldrei hverfa alveg vestur um haf meðan synir hennar, Vilhjálmur og Harry, væru enn í skóla. Er því haldið fram að heimili í New York muhi falla mjög vel að óskahlutverki Díönu sem al- þjóðlegs góðgjörðarsendiherra. Skilnaðarmál Díönu og Karls rikis- arfa er enn í hnút og virðast samning- ar ekki í sjónmáli. Reuter Kynlíf á þriggja daga fresti Bandaríkjamenn og Rússar eru mestu kyntröll í heimi samkvæmt nýrri könnun, en íbúar þessara landa hafa samfarir næstum helmingi oftar en hinir hófsömu Spánverjar. Sam- kvæmt könnuninni, sem smokka- framleiðandi lét gera og gerð var með- al 10 þúsund karla og kvenna í 15 löndum, eru Bretar, Kanadamenn og Mexíkanar nærgætnastir í ástarlíf- inu. Kom iram að þátttakendur í könnuninni nutu ásta að meðaltali 109 sinnum á ári eða á um þaö bil þriggja daga fresti. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.