Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 11 DV Fréttir Nýtt aðalskipulag í vinnslu á Flateyri: Meginuppistaðan þétting byggðar neðar á eyrinni - engin íbúðarhús byggð í sumar DV, Flateyri: „Svæðið hefur talsvert verið hreinsað. Við höfum fengið hópa á kvöldin og um helgar úr nálægum björgunarsveitum til að vinna að hreinsunarstarfinu. Við erum núna að hreinsa síðustu flákana með höndum og erum að verða búin að fara í gegnum allt í rústunum," sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, í -samtali viö DV. Mikið hreinsunarstarf hefur ver- ið unnið að undanförnu í rústunum eftir snjóflóðið á Flateyri sl. haust þótt enn sé mikið verk þar óunnið. „Verkið stöðvaðist á meðan beðið var niðurstöðu úr viðræðum Ofan- flóðasjóðs og Viðlagatryggingar um uppgjör á þeim húsgrunnum sem hreinsa þarf burt. Við erum búnir að hreinsa þarna tvo sökkla sem við fengum leyfi fyrir. Fleira höfum við ekki fengið að eiga við og höfum því þurft að bíða með svæðið svona. Starfsmenn Græðis sf. vinna við að fjarlægja húsgrunn við Tjarnargötu á Flateyri. DV-mynd GS Lyíjaverslun opnuð í Glerárhverfi á Akureyri: Knýjandi þörf í hverfinu - segir Bergþór Haraldsson lyfsali „Þetta er geysistórt hverfi og það var einungis tímaspursmál hvenær menn opnuðu lyfjaverslun hér,“ seg- ir Bergþór Haraldsson en hann mun veita nýrri lyfjaverslun Kaupfélags- ins í Sunnuhlíð á Akureyri for- stöðu. Reiknað er með að hún verði opnuð í haust. Bergþór segir að lyfjaverslunin verði rekin í tengslum við kjörbúð KEA en verði þó með sérinngangi. Aðspurður um lyfjaverð sagði hann menn ekki vera farna að ræða það því nægur tími væri til stefnu. Hann sagði vöruverð á lyfjum hafa lækkað örlítið á Akureyri í kjölfar verðkönnunar DV á dögunum en þess má geta að KEA á stóran hlut í Stjörnuapóteki, öðru apótekinu í bænum. -sv Á fundi hreppsnefndar með full- trúum Ofanflóðasjóðs var ákveðið að fara þá leið að heimamenn til- nefndu einn matsmann og sjóður- inn annan til þess að meta verðgildi þess sem eftir er óbætt af húseign- um. Ætti því að fara að styttast i að endanlegt hreinsunarstarf komist á fullan skrið,“ sagði Kristján. GS Guðrún Agnarsdóttir forsetaframbjóðandi lagði leið sína til Flateyrar nú ný- lega. Hér skoðar hún afleiðingar snjóflóðsins á Flateyri undir leiðsögn Krist- jáns sveitarstjóra. Gœhjdýiorieicufinn ""“904 1750 Hringdu í síma 904 1750 og taktu þátt í léttum og skemmtilegum gœludýraleik. Allir sem hringja og svara þremur léttum spurningum fara í vinningspottinn. Fjórir heppnir þátttakendur fá veglega vöru- útekt frá eftirtöldum verslunum: Tokyo s Goggar og trýni Amazon Dýraríkið Tilkynnt verður um nöfn vinningshafa í DV fimmtudaginn 23. maí. Géða Hringdu I dma 9041750 Verð 39,90 mínútan. DV, Flateyri: „Við fjölluðum um tillögu að nýju aðalskipulagi á hreppsnefndarfundi 15. maí. Þar var lögð fram tillaga að skipulagi til ársins 2015. Hrepps- nefndin samþykkti að sú tillaga yrði fullunnin til auglýsingar og hefur verið kynnt skipulagsstjóra ríkis- ins. Unninn verður kynningarbæk- lingur og dreift inn á hvert heimili í þorpinu,1: sagði Kristján J. Jó- hannesson, sveitarstjóri á Flateyri. Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar var fengin strax eftir snjóflóðið í haust til að vinna tilllögur að nýju aðalskipulagi fyrir Flateyri þar sem þess yrði freistað að þétta byggðina neðst á eyrinni nóg til þess að koma fyrir íbúðum fyrir alla þá er búa vildu á staðnum. „Meginuppistaða þessa skipulags er þétting byggðar neðar á eyrinni með nýrri aðkomu inn í plássið sem verður til muna skemmtilegri en sú sem fyrir er. Svo koma snjóflóða- varnargarðarnir fram á þessum til- lögum. Það hefur aðeins verið spurst fyrir um lóðir hjá okkur en það er ekkert sem bendir til þess að byggð verði íbúðarhús hér í sum- ar,“ sagði Kristján. Hreinsunarstarf í fullum gangi á Flateyri: Erum að verða búin að fara í gegnum allt í rústunum - segir Kristján J. Jóhannesson sveitarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.