Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Augiýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Losaralegt ráðuneyti Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu í utanrík- isráðuneytinu sýnir, að hvort tveggja var rétt, sem sagt var hér og í öðrum fjölmiðlum á sínum tíma, að starfs- hættir ráðuneytisins væru of losaralegir og hefðu versn- að í ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. í sex skipti af fjórtán hafði ráðherrann frumkvæði að skipun embættismanna, þar af sumra án menntunar eða reynslu og án hæfnisflokkunar í ráðuneytinu. Þekktasta dæmið er skipun búksláttarfræðings sem sendifiilltrúa og siðan eins konar viðlagasendiherra í London. Sumt af göflum ráðuneytisins er gamalkunnugt. Sendi- herrar hafa ekki skýr fyrirmæli um störf og stefnu, held- ur móta hver starf sitt að töluverðu leyti að eigin höfði. Þegar þeir eru leystir af, eru ekki til skýr fyrirmæli um verksvið og verkefni þeirra heima í ráðuneytinu. Einnig kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, að sendimenn erlendis tregðast við að koma heim til starfa í ráðuneytinu, af því að þá missa þeir skattfrjálsar stað- aruppbætur, sem eru breytilegar og geta verið miklar. Sumir sendimenn ílendast hreinlega erlendis. Risna sendiráðanna beinist í of miklum mæli inn á við. Sendiráðin leggja sig fram um að gera vel við gest- komandi stjórnmála- og embættismenn að heiman, þótt sú risna gagnist ríkinu ekki út á við. Hana má minnka án þess að það komi niður á hagsmunum ríkisins. Ekki kemur fram í skýrslunni, að töluvert af þeirri risnu, sem snýr að erlendum aðilum, gagnast ríkinu ekki heldur. Þar er um að ræða hefðbundinn sirkus, sem hefst, þegar nýr sendiherra kemur í borgina og þarf að þiggja hjá og veita öllum sendiherrunum, sem fyrir eru. Fræg er skýrsla, sem sendiherra íslands í Bretlandi gaf einu sinni um afhendingu trúnaðarbréfs sem sendi- herra í Indlandi. Hún fór víða og var höfö í flimtingum, því að sendiherrann fór einlæglega og að tilefnislitlu gegnum allan risnuferilinn fyrir mifljónir króna. Ekki kemur fram í skýrslunni, að staðsetning sendi- ráða er sumpart tilviljanakennd og sumpart sagnfræði- leg. Við höfum til dæmis ekkert sendiráð í Japan, sem er mikilvægt viðskiptaríki okkar, en aftur á móti sendiráð í Kína, þar sem viðskipti eru lítfl og léleg. Æskilegt væri að nota skýrslu Ríkisendurskoðunar til að stokka upp sendiþjónustu ráðuneytisins. Að svo miklu leyti, sem um er að ræða hversdagslega þjónustu við íslendinga í útlöndum, er unnt að nýta betur ágætt kerfi kjörræðismanna, sem er ódýrt í rekstri og gefst vel. Ræðismenn íslands eru oft auðugir menn, sem geta rekið skrifstofu á eigin kostnað, en fá í staðinn virðing- arstöðu, sem veitir þeim aðgang að samkvæmum fina fólksins á viðkomandi stað. Þetta er þægilegt fyrirkomu- lag, þegar íslendingar þurfa aðstoð í útlöndum. Raunveruleg sendiráð þurfum við fyrst og fremst í löndum, þar sem við eigum mikilla hagsmuna að gæta, oftast vegna fjölþjóðlegra stofnana, sem við þurfum að vera í nánu sambandi við. Lykilstaðir af því tagi eru Brussel, Genf og París, þar sem framtíð Evrópu ræðst. Við neyðumst af sagnfræðilegum ástæðum til að hafa lágmarkssendiráð á Norðurlöndum og við verðum vegna mikilla viðskiptahagsmuna að hafa sendiráð í Þýzkal- andi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ekki er því unnt að fækka sendiráðum okkar neitt, sem heitið geti. Kostnaður utanríkisþjónustunnar mundi nýtast betur með nýjum reglum og áherzlum, svo og með því að ófyr- irleitnir ráðherrar trufli ekki gangverk hennar. Jónas Kristjánsson Ólafur Ragnar Grímsson, Davíö Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson - feiknalega kappsamir stjórnmála- menn. Pólitískt vald hin æðsta nautn, ástarinnar elixír, segir Árni m.a. í grein sinni. Flóttinn til Bessastaða Sigur Funklistans í bæjarstjórn- arkosningum í ísafjarðarbæ hefur orðið til þess, að menn hafa hátt um að þar komi skýrt fram pólit- ísk þreyta fólks. Það sé orðið hundleitt á gömlu flokkunum og flýi þá eins og fætur toga. Og gömlu flokkarnir taka fúslega und- ir þessa skoðun af sannri sjálf- spyntingargleði. Þetta getur vel verið rétt. En annað dæmi um pólitískan leiða er ekki síður áber- andi og merkilegt. Það er sá leiði og sú þreyta sem rekur stjóm- málamenn frá stjórnmálum. Valdfúsir í valdleysu? Þetta kemur furðu skýrt fram í aðdraganda forsetakosninga. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, Davíð Odds- son og Jón Baldvin Hannibalsson eiga það allir sameiginlegt að vera feiknalega kappsamir stjórnmála- menn. Stjórnmál eru þeirra ær og kýr, hrútar og lömb. Sjálft hið pólitíska tafl er þeirra tilveru- grundvöllur og réttlæting. Póli- tískt vald hin æðsta nautn, ástar- innar elixír. Svo gerast þau undur, að allir þessir pólitísku garpar sýna ótrúlegan áhuga á hinu valdalausa embætti forseta ís- lands. Ólafur Ragnar er í kjöri, það munaði minnstu að Davíð færi í framboð - og þegar þessar línur eru skrifaðar er beðið eftir því að Jón Baldvin lýsi framboði sínu. - Hvað á þetta að þýöa? Sumir halda, að þessir menn vilji gjörbreyta forsetaembættinu. Það er ekki víst, enda hægara sagt en gjört. Ég hallast heldur að þeirri kenningu að hér sé á ferð vitnisburður um sár vonbrigði stjórnmálamanna með stjórnmál. Þau ættu reyndar að vera hverj- um manni skiljanleg. Pólitískir oddvitar og almenningur eru í samsæri um að láta sem stjóm- málamenn ráði öllu. Þeim sé allt gott að þakka og allt illt að kenna. En í rauninni lifum við tíma mjög þverrandi möguleika stjórn- málamanna til að gjöra það sem þeir helst vilja, hvort sem öðrum þykir það til ills eða góðs. Valdið er annars staðar. Það er hjá Eim- Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur skip eða VSÍ, í Brússel eða hjá Deutsche Bank. Ríkjandi hug- myndafræði segir, að markaðslög- málin skuli ráða öllu - sem hlýtur að vekja strax upp þá spurningu, hvað sé þá eftir skilið handa stjómmálamönnum. Svarið er oftar en ekki á þá leið, að þeir skuli gera sem allra minnst, og ef eitthvað þá helst það að þjóna fyrirtækjunum - lækka á þeim skatta og skyldur, lána þeim fé, ala upp fyrir þau vel sérhæft vinnuafl ókeypis, selja afurðir þeirra erlendis ef svo ber undir. En það er enginn friður með þetta þjónustuhlutverk heldur. Fólkið í landinu vill lika fá eitthvað fyrir sinn snúð (atkvæði), og síðan stendur upp á menn eilíft ergelsi út af því hve mikið skal gert fyrir hvern, en verstir eru þó hælbít- arnir grimmu, eigin flokksmenn sem aldrei eru til friðs. Útgönguleið í undirvitund Og þegar menn eru orðnir nógu þreyttir á því að þurfa að sýnast gjöra sem mest en mega í raun gjöra sem minnst - því þá ekki að opna sér í undirvitundinni ein- hverja útgönguleið til Bessastaða? Forsetaembættið losar pólitíkus- inn við margt argaþras því það er valdalaust. En það þarf samt ekki að vera áhrifalaust, eins og góð dæmi sanna. Þar að auki hefur embættið á sér yíirbragð valdsins, formlegan umbúnað þess: Því fylgir öll sú virðing sem vald upp vekur og sviðsett verður í ritúali, því fylgir félagsskapur við erlenda valdhafa, ræðustóll ágætur - og að auki sú sviðsljósadýrð sem var snar þáttur í hinu pólitíska tafli hvort sem var. í embætti forseta má smakka á mörgum eðalvínum valdaheims- ins, en losna við timburmennina sem þeim fylgja. - Gáum að þessu. En bæjarstjórnarkosningamar fyrir vestan - þær geta að sönnu einnig verið dæmi um pólitíska þreytu, sem kemur þá „að neðan“. En þær gætu líka verið mjór vísir að því, að ungt fólk færi að skipta sér aftur af pólitík, bæði með ærsl- um og í rammri alvöru. Vegna þess að það er að sönnu þrefalt erf- iðara að vera ungur í dag en fyrir 20-40 árum. Þessi munur kemur æ betur í ljós á okkar hávöxtuðu at- vinnuleysistímum og það væri meira en undarlegt ef hann fyndi sér ekki einhverja pólitíska útrás fyrr eða síðar. Árni Bergmann „Forsetaembættið losar pólitíkusinn við margt argaþras því það er valdalaust. En það þarf samt ekki að vera áhrifalaust, eins og góð dæmi sanna.“ Skoðanir annarra Gallup sjálfur „Niðurstöður nýjustu afurðarinnar hér á landi - skoðanakönnun „fyrir félagsmálaráðuneytið" um kjarasamninga og stéttarfélög - gefur tilefni til að vekja athygli á að Gallup stendur ekki lengur undir nafni. Spurningarnar í þessari skoðanakönnun eru svo leiðandi að furðu sætir. Ég spyr: Getur hver sem er fengið Gallup til að fá fram þá niðurstöðu sem óskað er eftir? Gerir Gallup engar athugasemdir við misvísandi orðaðar spurningar viðskiptavina sinna? Hefur Gallup ekki lágmarksskyldum að gegna hvað varðar vísindaleg vinnubrögð?...Gallup er gæðast- impill skoðanakannana víða um heim. Ég frábið mér fleiri trakteringar af þessu tagi frá hendi íslenska af- brigðisins, en til vara mælist ég til að ÍM-Gallup skipti um nafn ef í vændum er meira af svo góðu.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir í Mbl. 18. mai Menning er meira... „Evrópusöngvakeppnin í ár var óvenju afdrifarík innanhúss á sjónvarpinu hér heima. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar sagði upp í mótmæla- skyni við það að þurfa að taka þátt, en hann vildi nota þá peninga sem fara í keppnina í einhverja aðra dagskrárgerð...Menning er meira en sinfóníu- hljómsveitin og leikrit í útvarpi og sjónvarpi. Dæg- urlagakeppni á íslensku eða forkeppni fyrir Evrópu- söngvakeppnina getur verið gríðarlega þýðingar- mikið menningarlegt framlag við aö halda tungunni í fjölbreyttri notkun.“ Birgir Guðmundsson í Tímanum 18. maí. Upp úr öldudalnum „Þjóðarbúskapur okkar íslendinga er nú á hraðri leið upp úr öldudalnum eftir a.m.k. sex erfið kreppu- ár...Raunar má gera ráð fyrir, að nýtt vaxtar- og vel- megunarskeið sé framundan. Við þurfum að visu að gæta þess að missa ekki stjórn á þeirri hagsæld, sem framundan er, eins og stundum hefur gerzt áður...En ef rétt er á haldið er alveg ljóst, að bjartir tímar eru framundan." Úr forystugrein Mbl. 19. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.