Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 15
JLlV ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 (Hlveran 15 Sigríður Anna Þórðardóttir, 30 ára stúdent úr MA: Sigríður Anna með stúdentshúfuna fyrir 30 árum og Sigríður Anna á heimili sínu í Grafarvogi í gær. DV-mynd S Dóttirin útskrifast sem stúdent: Ég er stoltari nú en áður „Ég man þennan tíma rétt eins og hann hefði verið í gær. Þetta var yndislegur tími því maður gat allt og hafði mikla trú á sjálfum sér. Menntaskólinn á Akureyri er góður skóli og þar héldu menn fast í gaml- ar hefðir," segir Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður en hún heldur upp á 30 ára stúdentsafmæli sitt 17. júní næstkomandi. Sigríður segist alltaf hafa verið ákveðin í að halda áfram að læra eftir stúdentsprófið og að hún hafi átt sér draum um nám í arkitektúr eða að fara út í rannsóknarstörf. „Örlögin höguðu því þannig að ég eignaðist dóttur ári eftir að ég klár- aði Menntaskólann og það má kannski segja að aðeins einn draumur minn úr skólanum hafi ræst. Ég giftist bekkjarbróður mín- um, manninum sem ég elskaði," segir Sigríður. Sigríður Anna segir tvær dætur sínar hafa klárað stúdentspróf fyrir norðan og því liggur beinast við að spyrja hana hvort þetta hafi breyst á einhvern hátt: „Það er nefnilega svo skrýtið að þetta hefur ótrúlega lítið breyst. Þetta eru sömu vandamálin og sömu draumarnir sem ungt fólk er að glíma við. Það má kannski segja að við þurfum að leiðbeina nemend- unum og börnunum okkar betur um það hvaða leiðir eru færar. Það er örugglega erfiðara að gera það upp við sig hvað maður ætlar sér eftir stúdentsprófið í dag heldur en það var. í dag er úrvalið orðið svo mik- ið og það vex ungu fólki ekkert í augum að fara utan í framhaldsnám nú,“ segir Sigríður. -sv - segir Edda Valsdóttir Dögg væri á einhvern hátt að út- skrifast úr fleiru en bara skólanum, t.d. út í lífið og að heiman, sagði Edda að foreldrunum liði alls ekki þannig. „Þetta er aldur breytinga og Dögg ætlar t.d. út til Englands í haust til þess að læra ensku og vinna á hót- eli. I þessu felast vissulega breyting- ar og ég veit t.d. að yngri systkinin er þegar farin að þjarka um hvert þeirra eigi að fá herbergið hennar." Dögg á yngri systur sem var að ljúka grunnskólanámi og Edda seg- ir það allt öðruvisi, spennan sé minni og álagið minna, án þess að hún vilji gera lítið úr árangri þeirr- ar yngri. „Ég kláraði sjálf Fósturskólann 1992 og mér finnst ég skilja betur þá spennu sem myndast á heimilinu þegar taka þarf tillit til eins vegna þess að hann er í prófum. Mér finnst menntaskólaárin hafa verið mjög svipuð hjá Dögg og ég reiknaði með. Hún hefur verið mjög ötul í fé- lagsstarfinu og ég er ekki frá því að það sé næstum því eins lærdóms- ríkt og það sem lærist af bókinni," segir Edda. -sv „Við erum búin að ferma og skíra en mér finnst þetta á einhvern hátt vera allt öðruvísi. Mér finnst þetta vera mikill áfangi og ég er stoltari nú en áður,“ segir Edda Valsdóttir, móðir Daggar Gunnarsdóttur sem útskrifast sem stúdent úr MK á fóstudaginn, þegar Tilveran forvitn- aðist um hvemig foreldri væri inn- anbrjósts þegar barn þess stæði á tímamótum sem þessum. • Aðspurð hvort henni fyndist sem Edda Valsdóttir í vinnu sinni á leikskólanum í Fögrubrekku í Kópavogi. DV-mynd ÞÖK 14 k gullmen með ekta perlu, skemmtileg útskriftargjöf. Skemmtilegur skartgripur sem alltaf er hægt að nota. Verð aðeins kr. 5.700 ^uti (Sfföttin Laugovegi 49 • S. 561 7740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.