Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 17
I>V ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 ★ * tilveran ' * & 17 Bakterían hefur náð tökum á knattspyrnuþjálfaranum: Þá er erfitt að hætta - segir Smári Guðjónsson, þjálfari á Skaganum Voru fyrst fimm systur í fótbolta: Erum bara tvær eftir - segir Erna Björg Gylfadóttir, 15 ára Skagastúlka DV, Akranesi:____________________ Til þess að félag nái góðum ár- angri í íþróttum þarf góður þjálfari að vera til staðar. Tilverunni lék forvitni á aö vita hvort ekki væri stressandi að vera þjálfari og hvort væri skemmtilegra að þjálfa stráka eða stúlkur. Fyrir svari varð Smári Guðjónsson, véltæknifræðingur á Grundartanga og þjálfari 2. flokks karla hjá ÍA, en hann hefur náð glæsilegum árangri sem þjálfari. „Ég var í stjórn knattspyrnufé- lagsins 1990 og þá vantaði þjálfara. Ég hljóp í skarðið og síðan hef ég þjálfað nær sleitulaust," segir Smári. Undir hans stjóm varð meistaraflokkur kvenna bikarmeist- ari 1991 og 1992 og 2. flokkur kvenna varð tvöfaldur meistari í fyrra. Þá varð 3. flokkur karla íslandsmeist- ari í innanhússknattspyrnu þegar Smári þjálfaði liðið. „Það er frábært að taka þátt í því að lið verður meistari. Þá gleymast allar erfiðu stundirnar. Þjálfunin er spennandi og getur verið mjög bind- andi en erfiðið skilar sér margfalt til baka þegar vel gengur.“ Smári segir erfitt að gera upp á milli og segja hvort skemmtilegra sé að þjálfa stráka eða stelpur. Hann segir mjög gaman að þjálfa metnað- arfulla stráka á ýmsum aldri og síð- an sé gaman að þjálfa í kvenna- flokkunum því þar sé skemmtileg blanda ungra stúlkna og allt upp í þrítugar tveggja bama mæður. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því með þau lið sem ég hef þjálfað að þau spili sóknarbolta og að hver einstaklingur fái að njóta sín i leiknum. Hér eru bestu aðstæður sem þekkjast á landinu og við slík- ar aðstæður er gaman að starfa. Það er vel búið að knattspymufólki hér og þegar svo er og meðan maður hefur bakteríuna í sér er ekki ann- að hægt en að halda áfram að þjálfa," segir Smári Guðjónsson. -DÓ Smári Guðjónsson þjálfar 2. flokk karla á Skaganum og segir að þar sé best búið að knattspyrnumönnum á landinu. DV-myndir DÓ Vinirnir Ægir og Kristinn, framtíðarknattspyrnumenn á Skaganum. DV-mynd DÓ Knattspyrnumenn framtíðarinnar: Halda með Manchester „Við erum stundum í fótbolta all- an daginn og okkur frnnst fótbolt- inn skemmtilegasta íþróttin," sögðu Skagamennirnir Ægir, 12 ára, og Kristinn, sem er að verða 10 ára, þegar Tilveran rakst á þá á göngu um Akranes á döguniun. Á Akranesi er gífurlegur áhugi á knattspyrnu og hvar sem auðan blett er að finna má sjá unga stráka á ferð með fótbolta. Ægir og Krist- inn voru að sjálfsögðu í fótbolta og sagðist Ægir fara í golf þegar hann væri ekki í fótbolta. Ægir og Kristinn sögðust halda með Manchester United í fótboltan- um og svo auðvitað Skagamönnum. -DÓ Heimir Berg Halldórsson. Heimir Berg Halldórsson: Skemmtilegt í fótbolta DV, Akranesi:______________________ „Ég er alltaf í fótbolta, alla daga allan daginn,“ segir Heimir Berg Halldórsson, 12 ára fótboltakappi á Skaganum. Hann segist einu sinni hafa æft körfubolta en ekki fundist það eins skemmtilegt og að vera í fótboltanum. Hann byrjaði að leika sér með boltann á túninu heima hjá sér og síðan fór hann að sækja æf- ingar hjá ÍA. „Þetta er langskemmtilegasta íþróttin og mér finnst að allir ættu að prófa hana,“ segir Heimir. -DÓ DV.Akranesi:_______ „Ástæðan fyrir því að ég byijaði að æfa knattspyrnu er sú að fjölskyldan var öll í þessu. Upphafið var bara þannig aö ég sló tfl og fór á æfingu með systur rninni," segir Erna Björg Gylfadóttir, 15 ára Skaga- stúlka, en TU- veran hitti hana að máli á æf- ingu hjá meist- araflokki kvenna á Skaganum. Erna var yngst í hópn- um. Erna segir að á sínum tíma hafi þær verið fimm systurnar að æfa með ÍA en nú séu þær bara tvær eftir. Ein systir Ernu, Halldóra, hef- Erna Björg hvetur stúlkur ur m.a. leikið fótbolta. Hreyfingin sé flölmarga félagsskapurinn. landsleiki fyrir íslands hönd og var mikill bar- áttujaxl í boltanum. „Það fer mikill tími í þetta því við erum að æfa fimm til sex sinnum í viku, hálfan annan tíma á dag og stundum meira. Ég er bara í fótbolta og get hiklaust mælt með þessu fyrir ungar stúlkur. Þær fá mikla hreyfingu út úr þessu og ekki skemmir að félagsskap- urinn er góð- ur.“ Aöspurð hvort henni finnist kven- fólkið sitja við sama borð og strákarnir á knattspymu- sviðinu segir hún svo ekki vera. „Strákarnir eru búnir að vera að æfa á grasinu í um mán- uð en við höfum fengið þrjár æfingar. Það er miklu til Þess að æfa meira gert fyr- góð, sem og ir þá á allan hátt,“ segir Erna. -DÓ VÖNDUÐ ÚTSKRIFTARGJÖF ifL ÍTloUfÍCG lOCfOÍX Switzerland Verðfrá 17.800. I/r oy s/tartyri/Hr Laugavegi 61 Sími 552 4900 Dömu- og herrastærð, eðalstál, 20 micro gylling, órispanlegt gler, 100 m vatnsþélt. Calypso” collection Verð og gæði í sérflokki, kr. 63.800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.