Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Fréttir Stykkishólmur: Togaraútgerð á ný eftir 30 ára hlé DV, Stykkishólmi: Tímamót uröu í útgerðarsögu Stykkishólms þegar togarinn Hamra-Svanur SH 201 bættist ný- lega í skipaflota útgerðarfyrirtækis Sigurður Ágústssonar ehf. Togarar hafa ekki verið gerðir út frá Stykk- ishólmi í um það bil 30 ár. Hamra-Svanur var smíðaður á Akureyri fyrir 10 árum, eitt af svo- kölluðum raðsmíðaskipum. Hann var í eigu Samherja hf. Þetta er 270 brúttórúmlesta frystiskip og eru í því vinnslulínur fyrir bolfisk og rækju. BB Hamra-Svanur við bryggju í Skipa- vík í Stykkishólmi. DV-mynd Birgitta Jara og Einar duttu í lukkupottinn! Jara og Einar voru svo heppin að vera valin úr fjölda umsœkjenda þegar DV auglýsti eftir fólki í brúðkaupshugleiðingum. Nú ó nœstunni munu þau Jara og Einar fara að skoða smáauglýsingarnar af fullri alvöru. Þau vilja eignast: sófaborð, sófasett, borðstofu- borð og stóla, hornskáp með gleri, fataskáp, náttborð, tölvuborð, baðskáp, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. Við munum fylgjast með þeim og upplýsa lesendur DV um árangur þeirra! Nú er tími til að selja! Þau hafa ákveðið brúðkaupsdaginn 17. ágúst nk. og hafa fest kaup á íbúð sem þau fá afhenta nú í júní. Jöru og Einar vantar allt milli himins og jarðar. DV œtlar að gefa þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Smáauglýsingar 550 5000 ASÍ og VSÍ: Skriflegir ráðn- ingarsamningar ASf og VSÍ hafa undirritað sam- komulag um skyldu vinnuveitenda til að ganga frá skriflegum ráðning-. arsamningi eða skriflegri staðfest- ingu ráðningar við starfsmenn. Efnt verður til námskeiða um gerð ráðn- ingarsamninga. -sv Komust Tveir tólf ára drengir voru heppnir að slasast ekki þegar þeir af kjána- skap klifruðu upp á listaverk fyrir framan Sjómannaskólann við Há- teigsveg fyrir helgina. Þeim gekk vel upp en brast kjark til að komast nið- ur. Drengirnir máttu dúsa uppi á listaverkinu í um það bil hálftíma eða þar til slökkviliðsmenn komu þeim til hjálpar. Mynd Jóhannes Benediktsson Verðmerkingar: Kaupmenn hvatt- ir til að merkja Samkeppnisstofnun er að hefja átak til að bæta ástand verðmerk- inga í sýningargluggum verslana. f því skini hefur verið gert tveggja mínútna myndband sem sýnt verð- ur í sjónvarpi, auk auglýsinga um sama efni. Kaupmannasamtök ís- lands hvetur kaupmenn sem fyrr til að sýna fagmennsku og virða lands- lög með því að verðmerkja vel hjá sér. -sv Umhverfisverð- laun fyrir bestu hreinsunina Ungmennafélag fslands og Um- hverfissjóður verslunarinnar hefja átak 1. júní nk. um allt land undir kjörorðinu, Elöggum hreinu landi 17. júní. Sérstök umhverfisverðlaun verða veitt fyrir besta árangur í hreinsun á rusli. Óskað er eftir að bent sé á verslunarfyrirtæki sem náð hefur góðum árangri á þessu sviði og væri verðugur fulltrúi at- vinnulífsins í hópi tilnefndra. Ábendingar skilist tfl UMFÍ í síma 568-2935. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.