Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 27 DV Menning 119 smásögur frá Kristni Kristinn G. Harðarson hefur sent frá sér Qórar bækur sem alls innihalda 119 smásögur. Bækurnar nefnast Skyndileg fullvissa, Á fjarlægum stað, Ljóstaktur og Hversdagsheimur portsins. Kristinn gefur bæk- urnar sjálfur út í 100 árituðum eintökum. Hann hefúr áður gef- ið út ljóðabókina Eilífir sólar- geislar en Kristinn er betur þekktur sem myndlistarmaður. Smásögurnar spanna vítt svið, velflestar unnar upp úr dagbókum höfundar allt aftur til ársins 1983. Þetta eru draumar, hugleiðingar, umhverfis- og mannlýsingar, endursagnir, hugdettur, hversdagslegur við- burðir, ýmis konar innri upplif- anir og minningarbrot. Kristinn reynir að móta efnið þannig að eftir verði ein samþjöppuð stemmning. Ný bók frá Vfs- indafélagi íslands Út er komið fjórða ráðstefnu- rit Vísindafélags íslands og fjall- ar það um ís'lendinga, hafið og auðlindir þess. Ritstjóri bókar- innar er Unnsteinn Stefánsson, fyrrverandi prófessor. Bókin, sem gefin er út í samvinnu við Háskólaútgáfuna, inniheldur 15 erindi af 16 sem flutt voru á ráð- stefnu félagsins haustið 1992. Höfundar efnis eru alls 23. Erindin veita innsýn í stöðu íslenskra hafrannsókna og nið- urstöður eru margar hverjar mjög áhugaverðar og sýna að rannsóknum á íslandsmiðum hefur fleygt fram á síðustu árum. Vorhefti Skírnis komið út Vorhefti Skímis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags er komið út, 170. árgangur. Með- al efhis í þessu elsta tímariti á Norðurlöndum eru greinar um þjóðfræði og þjóðtrú, frelsi og mannréttindi, sagnfræði og sið- fræði, fornan kveðskap og nýj- an. Ritstjórar Skírnis eru Jón Karl Helgason og Róbert H. Har- aldsson en þess má geta að Hið íslenska bókmenntafélag fagnar 180 ára afmæli á þessu ári. Meðal höfunda í þessu Skím- ishefti eru Heimir Pálsson og Ólína Þorvarðardóttir, sem rita um Völuspá, Guðmundur Hálf- dánarson, sem ritar um íslenska þjóðernisvitund, Árni Bjöms- son, sem ritar um hjátrú íslend- inga, Atli Harðarson, sem skrif- ar um mannréttindi, Vilhjálmur Ámason, sem fjallar um frelsi mannsins, og Brynhiidur Ingv- arsdóttir, sem skrifar um nýleg- ar hræringar í erlendri sagn- fræði. Af ööru efni má nefna umfjöllun um ljóðabækur Sig- fúsar Bjartmarssonar. Skáld Skírnis að þessu sinni er ísak Harðarson sem á þrjú samstæð ljóð í heftinu en myndlistarmað- ur Skírnis er Ragnheiður Jóns- dóttir. Halldór Björn Runólfsson fjallar um ætingsmynd hennar sem prýðir kápu Skírnis. Harmóníkuferð til Danmerkur Félagar úr Harmóníkufélagi Reykjavíkur komu til landsins í gær eftir velheppnaða tónleika- ferð til Danmerkur um helgina. Ferðin hófst með tónleikum stórsveitar félagsins í Tívoli á fimmtudag. Síðan tóku við nokkrir tónleikar í Kaupmanna- höfn og nágrenni á fóstudag, laugardag og sunnudag. -bjb Óskin (Galdra-Loftur) hans Jóhanns Sigurjónssonar á Norræna leikhúsdaga í Kaupmannahöfn: Hlýtur að fá sér í glas og skála fyrir okkur - segir Páll Baldvin Baldvinsson, leikstjóri og höfundur leikgeröar Leikfélagi Reykjavíkur hefur ver- ið boðið á Norræna leikhúsdaga í Kaupmannahöfn í næsta mánuði með leikgerð Páls Baldvins Bald- vinssonar á leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar, Galdra-Lofti. Leikgerðin, , sem nefnist Óskin, var sýnd við mjög góðar viðtökur hjá LR vetur- inn 1994- 1995. Óskin verður opnun- arsýning hátíðarinnar 12. júní í Fol- keteatret en Norrænir leikhúsdagar hafa óvenju mikið vægi að þessu sinni þar sem að Kaupmannahöfn er Menningarborg Evrópu 1996. Æfingar hafa staðið yfir af fullum krafti að undanförnu. Sama fólkið stendur að sýningunni en leikarar eru Benedikt Erlingsson, sem leikur Loft, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sig- rún Edda Björnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Theodór Júlíusson og Árni Pétur Guðjónsson. Þess má geta að Benedikt og Margrét „depút- eruðu“ í Óskinni og það með eftir- minnilegum hætti. Söguþráður Óskarinnar og Galdra- Lofts er flestum kunnur. Verkið segir frá skólapiltinum Lofti sem er að ljúka námi við Hólaskóla. Faðir hans, ráðsmaðurinn, ætlar honum mikinn frama, auð og völd. Blindi maðurinn (Arni Pétur Guðjónsson) á tali við Galdra-Loft (Benedikt Er- lingsson) í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Óskinni. DV-mynd BG Steinunn, vinnukona á setrinu, elskar Loft og vill öllu fórna fyrir ást sína. Dísa, biskupsdóttirin unga, ann honum ekki síður. Álengdar bíður Ólafur vinur hans átekta. En Loftur ætlar sér stóran hlut. Hann vill halda inn í dimmuna og beisla myrkrið. Páll Baldvin sagði í samtali við DV að uppfærslan að þessu sinni væri að mestu leyti óbreytt. Leik- myndin væri að vísu ný þar sem hún hefði verið rifin á sínum tíma. Stefnt er að a.m.k. einni sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins áður en farið verður til Kaupmannahafn- ar. „Það er skemmtileg tilviljun að þetta er í annað sinn sem Óskin verður leikin í Folketeatret. Hún var síðast flutt í desember árið 1915 af stórstjömu norræns leikhúss á þeim tíma, Viktors Sjöström. Hann kom með sína sviðssetningu á Galdra- Lofti,“ sagði Páll Baldvin. Aðspurður sagði Páll að vissulega væri það heiður fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera boðið að sýna opnunarverk hátíðarinnar. „Þetta verður veisla í júní í ýms- um skilningi. Skömmu áður en við förum út verður ópera Jóns Ásgeirs- sonar um Galdra-Loft frumsýnd á Listahátíð. Jóhann Sigurjónsson hlýtur því að fá sér í glas einhvers staðar og skála fyrir okkur,“ sagði Páll Baldvin Baldvinsson. -bjb Þjóðleikhúsið: Kynningarferð fyrir grunnskólabörn Grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að heim- sækja Þjóðleikhúsið í þessari viku og fara kynnisferð um húsið. Sérstök ferð verður far- in um leikmyndina úr Kardemommubænum og heilsað upp á ein- hverja íbúa bæjarins. Einnig verður skoðað baksviðs og farin skoð- unarferð á allar deildir leikhússins og starf- semi þeirra kynnt. Kynnisferðin er ætl- uð fyrir börn á aldrin- um 8-11 ára og stendur yfir á miðvikudag og Ræninginn Jesper verður meðal þeirra íbúa Kardemommu- bæjarins sem tekur á móti skólabörnum í Þjóðleikhúsinu. fimmtudag milli kl. 10 og 16. Að sögn Guðrúnar J. Bachmann er mikið um að skólabörn heimsæki Þjóðleikhúsið og nem- endur úr eldri bekkjum grunnskóla sækja fast eftir að koma í leikhús- ið í starfskynningar. „Starfsfólk leikhúss- ins kappkostar að taka sem best á móti öllum slíkum gestum en þau er sjaldan sem tækifæri gefst til þess að hafa jafn ítarlega kynningu og nú stendur til boða,“ segir Guðrún. -bjb Don Juan á há- tíð í Litháen Þrjátíu manna hópur úr Þjóðleik- húsinu er á leiðinni til Vil- nius í Litháen til að taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð. Þar verða tvær sýningar á Don Juan sem Þjóðleikhúsið var meö til sýninga í vetur. Sýningarnar verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldið. Uppselt er á þær báðar. Þjóðleikhúsið verður þarna í hópi fjölmargra leikhúsa víða frá Evrópu. Þetta er einhver umfangs- mesta leikferð sem Þjóðleikhús- iö hefur farið til útlanda. Leik- myndin var öll send út en hún er mjög fyrirferðarmikil. Að- standendur leiklistarhátíðarinn- ar greiða ferðir Þjóðleikhússins og ýmsan annan kostnað. Ann- ars heföi þessi ferð líklega ekki verið farin. -bjb Listahátið í Reykjavík 1996: Veglegur bæklingur kominn út Litprentaður og veglegur bæk- lingur upp á nærri 60 síður er kom- inn út þar sem allar upplýsingar um Listahátíð í Reykjavík 1996 eru gefn- ar. Með honum fylgir dagatal á plakati sem hengja má upp á vegg. Ritstjóri bæklingsins er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Ávörp rita Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri og Sigurður Björnsson, formaður framkvæmda- stjórnar Listahátíðar. Miðasala er hafin á hátíðina en hún verður sett í Listasafni íslands fóstudagskvöldið 31. maí nk. Lista- hátíð lýkur 2. júlí. Verndari hátíðar- innar er Vigdís Finnbogadóttir og heiðursforseti er Vladimir Ashken- azy. Framkvæmdastjóri er Signý Páisdóttir og fjölmiðlafulltrúi Ás- laug Dóra Eyjólfsdóttir. Aðrir starfsmenn eru Hulda G. Geirsdótt- ir og Einar Örn Benediktsson sem jafnframt sér um klúbb Listahátíð- ar. Bæklingur Listahátíðar ’96. Listahátíð hefur sett upp heima- síðu á Internetinu meö eftirfarandi veffangi: http://www.saga.is/artfest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.