Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Sviðsljós Whoopi Gold- berg í réttarsal Er veríð að plata mig eða er ekki verið að plata mig? Þessarar spurningar spyr bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg sig margoft í nýju myndinni sem hún leikur í um þessar mundir, Lily White. Þar fer Whoopi með hlut- verk lögfræðings sem veltir því fyrir sér hvort skjólstæðingur hennar, sem er ákærður fyrir morð, sé að spila með hana. Það kemur svo í ljós hvort svo er. Mel og Jodie í leikhúsið Leikarinn, leikstjórinn og barnakarlinn Mel Gibson brá sér í leikhúsið um daginn í fylgd gáfukonunnar, leikkonunnar og leikstýrunnar Jodie Foster. Þau fóru að sjá vinsælasta stykkið á Broadway þessa dagana, söngleik- inn Rent sem er nútímavæðing hinnar kunnu óperu La Boheme. Að jýningu lokinni fóru hjúin baksviðs og spjölluðu aðeins við leikarana. Nigel Hawthorne gerir það gott í nýjustu mynd Arthurs Penns: Leikur sadíska löggu sem pyntar fanga sína „Þegar kynþáttaaðskilnaðarstefn- an leið undir lok langaði mig til að snúa áftur heim til að vinna. Auk þess kunni ég ákaflega vel að meta það að sagan er nánast spegilmynd af ástandinu eins og það er i dag,“ segir leikarinn Nigel Hawthorne, betur þekktur sem sör Hutnphrey Appleby í bresku járáðherraþáttun- um í sjónvarpinu forðum daga. Hann er að tala um nýjustu kvik- myndina sína, Inside, sem gerist í Suður-Afríku, bæði á tímum kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunnar og að henni genginni. Nigel, sem er fædd- ur og uppalinn í Suður-Afríku, leik- ur sadískan lögregluþjón sem hefur hið mesta yndi af því að pynta fanga sína, bæði andlega og líkamlega. Þar kemur þó að hann verður að svara til saka fyrir öll ódæðisverkin sem hann vann. Leikstjóri Inside er sá bandaríski Arthur Penn sem hefur gert margar frábærar kvikmyndir um dagana. Nægir þar að nefna Bonnie og Clyde og Little Big Man. Penn vUdi að allt yrði sem eðlilegast og líkast raun- veruleikanum í kvikmyndinni. Þeg- ar hann fór fram á að fangaklefinn, þar sem hluti myndarinnar gerist væri nákvæm eftirlíking raunveru- legs suður-afrísks fangaklefa, full- vissaði leikmyndahönnuðurinn hann um að svo yrði. Hann hafði nefnUega sjálfur dúsað sex mánuðí í einum slíkúm. „Myndin fjallar um endalok kyn- Nigel Hawthorne þykir góður í hlut- verki sadistans. þáttaaðskilnaðarstefnunnar en í rauninni er hún um algjöran fasista sem reynir að brjóta niður frjáls- lyndan menntamann og hvernig endaskipti verða á hlutverkunum," segir Penn. Inside var sýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes sem lauk í gær, en utan aðalkeppninnar. Handritið var skrifað af Bima Stagg, ungum Bandaríkjamanni sem bjó í Suður- Afríku í áratug og varð vitni að hruni kynþáttaaðskilnaðarstefn- unnar. Penn segir að myndatakan hafi gengið mjög vel í Suður-Afríku og að ekki hafi komið til neinna árekstra við stjórnvöld. Auk Nigels Hawthornes fara þeir Eric Stoltz og Louis Gossett Jr. með stór hlutverk í þessu pólitíska drama. Bandaríski kvikmyndaleikarinn Al Pacino var kátur þegar hann kom á kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum til að kynna kvikmynd sína, í leit að Ríkharði. Myndin var sýnd utan aðalkeppninnar, í flokki sem kallaður er Un Certain Regard og þar sem er að finna myndir sem fyrir einhverra hluta sakir teljast merki- legar. Símamynd Reuter Aukablað um MUS Miðvikudaginn 5. júní mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: Fánastangir, hellulagnir, grjót í görðum, sumar blómakörfur og ker, leiktæki, vatn í garðinum. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugið ab síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 30. maí. ryjfjl Auglýsingar Æ Sími 550 5000. bi Sími 550 5000, bréfasími 550-5727 talska klámdrottningin fyrrverandi, La Cicciolina, lét sig ekki vanta í kvik- myndaborgina Cannes. Hún tók þar við heiðursverðlaunum klámhundanna sem sýna myndir sfnar um leið og kvikmyndahátíðin merkilega fer fram. Mað- urinn sem starir svona á drottninguna er lífvörður hennar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.