Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI1996 Afmæli Guðríður Guðbrandsdóttir Guðríður Guðbrandsdóttir hús- freyja, Furugerði 1, Reykjavík, verð- ur níræð nk. fimmtudag, 23. maí. Starfsferill Guðríður er fædd að Spágilsstöð- um, Laxárdal, Dalasýslu, og ólst þar upp í foreldrahúsum. Guðríður var húsfreyja í Búðar- dal frá 1933 til 1953 en eftir það í Reykjavík. Á yngri árum sínum í Dölum tók hún mikinn þátt í starfi Ungmenna- félagsins Ólafur Pá, einkum í leik- listarstarfi á vegum félagsins. Eftir að Guðríður fluttist til Reykjavíkur tók hún virkan þátt í starfsemi Breiðfirðingafélagsins. Hún er mik- il hannyrðakona. Fjölskylda Guðríður giftist 4.9.1932 Þorsteini Jóhannssyni, f. 19.5. 1907, d. 23.7. 1985, verslunarmanni. Foreldrar hans: Jóhann B. Jensson, hrepp- stjóri í Haukadalshreppi í Dölum, og kona hans, Halldóra Ólafsdóttir, þau voru búsett að tflíðarenda. Dóttir Guðríðar og Þorsteins: Gyða . Þor- steinsdóttir, f. 2.4. 1942, húsfreyja í Kópavogi, hennar maður er Guð- mundur Á. Bjarnason, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Fósturbörn Guðríðar og Þorsteins: Sigurður Markússon, f. 16.9. 1929, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Reykjavík, hans kona er Inga Árnadóttir, þau eiga fjögur börn, sjö barna- börn og eitt barnabarna- barn; Halldóra Kristjánsdóttir, f. 26.5. 1931, húsfreyja í Kópavogi, hennar maður er Hannes Alfonsson, þau eiga fjögur börn og átta barna- börn. Systkini Guðríðar: Sigrún Guð- brandsdóttir, f. 1900, d. 1968, hús- freyja að Neðri-Hundadal í Miðdöl- um; Guðmundur Guðbrandsson, f. 1901, d. 1932, til heimilis að Spágils- stöðum; Markús Guðbrandsson, f. 1902, d. 1966, bóndi að Spágilsstöð- um; Ása Guðbrandsdóttir, f. 1903, d. 1972, húsfreyja í Reykjavík; Hinrik Guðríöur Guðbrands dóttir. Guðbrandsson, f. 1905, d. 1940, bóndi að Spágils- stöðum; Jón Guðbrands- son, f. 1907, d. 1931, til heimilis að Spágilsstóð- um; Kristmundur Guð- brandsson, f. 1909, fyrr- verandi bóndi að Skógskoti í Miðdölum, nú á hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Reykhól- um; Guðrún Guðbrands- dóttir, f. 1912, fyrrver- andi ljósmóðir í Dölum, áður búsett að Spágils- stöðum en nú í Reykja- vík; Sigurbjörn Guðbrandsson, f. 1913, vann lengi að búi fóreldra sinna á Spágilsstöðum, nú búsettur í Reykjavík; Sigurður Guðbrands- son, f. 1915, d. 1932, búsettur á Spágilsstöðum. Foreldrar Guðríðar: Guðbrandur Jönsson, f. 30.8. 1873, d. 9.9. 1944, bóndi að Spágilsstöðum, og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 7.2. 1876, d. 14.3. 1946, húsfreyja að Spá- gilsstöðum. Ætt Faðir Guðbrands Jónssonaír var Jón Markússon, bóndi á Spágils- stöðum. Hann var sonur Markúsar Magnússonar, bónda á Svarfhóli í Laxárdal. Móðir Guðbrands var Guðríður Jónsdóttir frá Geitastekk í Hörðudal, Ólafssonar, en hún var seinni kona Jóns Markússonar. Foreldrar Sigriðar Margrétar Sig- urbjörnsdóttur voru Sigurbjörn Guðmundsson, bóndi á Hömrum í Laxárdal, og fyrri kona hans, Guð- rún Jóhannesdóttir frá Sauðhúsum í Laxárdal, Jónssonar. Sigurbjörn fluttist til Kanada með konu sinni og tveimur dætrum en þriðja dóttir- in, Sigríður, varð eftir heima. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Vígholtsstöðum í Laxárdal, Sigríði Bjarnadóttur og Guðmundi Tómas- syni. Guðríður tekur á móti gestum á afmælisdaginn, fimmtudaginn 23. maí, frá kl. 19.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Díana Sigurðardóttir Díana Sigurðardóttir leik- skólasrjóri, Bauganesi 13, Reykjavík, er fertug í dag. Fjölskylda Díana er fædd í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hún útskrifaðist úr Fóstruskóla íslands árið 1985 og hefur rekið leikskólann Skerjakot frá árinu 1989. Díana giftist 5.7. 1986 Kristni Inga Jónssyni, f. 7.9. 1963. Foreldrar hans: Hulda Ingibergsdóttir, búsett í Skelja- granda, og Jón Eyjólfur Sæmunds- son, stýrimaður í Grindavík, en kona hans er Unnur Har- aldsdóttir. Synir Díönu: ívar Örn Reynisson, f. 7.6. 1975, iðnaðarmaður, sam- býliskona hans er Björk Jónsdóttir, f. 25.2.1975, starfsmaður á dagheimili, dóttir þeirra er Sunna Björk ívarsdóttir, f. 29.1. 1994; Hlynur Freyr Ólafsson, f. 2.9. 1978, nemi í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla. Börn Díönu og Kristins Inga: Díana Sigurðardóttir. Jón Unnar, f. 21.12.1987; Díana Rut, f. 7.8. 1991. Systkini Díönu: Jón Rúnar, f. 6.3. 1941, járnsmiður og starfsmaður í Gluggasmiðjunni, sambýliskona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfsmaður í Nóa-Síríusi, Jón Rún- ar á fjögur börn og þrjú fósturbörn, Ingibjörg á tvö börn, þau eru búsett í Reykjavík; Sigrún Birgit, f. 23.11. 1946, sölumaður hjá Mjólkursamsöl- unni, eiginmaður hennar er Friðrik Ólafur Guðjónssson járnsmiður, þau eru búsett í Hafharfirði og eiga tvö börn; Eðvald, f. 19.7. 1951, húsa- smiður og nú við störf á Herjólfi, eiginkona hans er Þórunn Ingvars- dóttir, þau eru búsett í Vestmanna- eyjum og eiga tvö börn; Vignir, f. 23.3. 1954, skógræktarfræðingur og starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, eiginkona hans er Hanna Björk Reynisdóttir, húsmóð- ir og veiðivörður, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn. Foreldrar Díönu: Sigurður Sigur- jónsson, f. 20.4. 1908, d. 16.7. 1979, vélstjóri og Aðalheiður Jónsdóttir, f. 8.10.1921, húsfreyja í Vestmannaeyj- um og í Reykjavík frá 1979. Díana er að heiman á afmælisdag- inn. Fréttir Rusladagur á Höfn DV, Höín: „Þetta er liður í umhverfis- fræðslu. Krakkarnir skilja betur að ekki á að henda rusli hvar sem er og til hvers rusladöllum er komið fyrir við götur," sagði Albert Ey- mundsson, skólastjóri Hafharskóla. Rusladagurinn er fastur liður hjá nemendum í Hafnarskóla. Þá fara þeir með kennurum sínum drag- andi svarta plastpoka og hreinsa upp allt laustlegt rusl með fram götum og á auðum svæðum bæjar- ins. Að loknu verki var kominn stór haugur af fullum ruslapokum og þá var efnt til grillveislu þar sem pyls- ur voru aðalmaturinn. Auðvitað var svo tekið til eftir hana. -JI Sigríður Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdótt- ir húsmóðir, Laugarásvegi 23, Reykjavík, er sjötug í dag. Fjölskylda Sigríður er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún útskrifaðist úr Versl- unarskóla íslands árið 1944. Sigríður giftist 27.4. 1946 sigríður Pétri O. Nikulássyni, f. 6.7. dóttir. 1921, stórkaupmanni. For- eldrar hans: Nikulás Kr. Jónsson, skipstjóri, og Gróa Péturs- dóttir, formaður kvennadeildar Slysavarnafélags íslands. Börn Sigríðar og Péturs: Ingi- björg Ásta Pétursdóttir, f. 10.6. 1948, hún rekur eigin veisluþjónustu, Mensa, maður Ingibjargar Ástu er Þorsteinn Bergsson, þau eru búsett í Reykjavík og eru börn þeirra Niku- lás Pétur Blin, Kristín Blin og Bergur Þor- steinsson; Gróa Péturs- dóttir, f. 20.7. 1951, líf- fræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, hennar maður er Heimir Sig- urðsson, þau eru búsett í Reykjavík og eru böm þeirra Sigríður Nanna Heimisdóttir, Arnþór Heimisson og Pétur Oddbergur. Heimisson; Pjetur N. Pjetursson, f. 9.2. 1954, framkvæmdastjóri, hans kona er Elsa Magnúsdóttir, þau eru búsett í Kópavogi og er dóttir þeirra Sigríð- ur Pjetursdóttir. Systkini Sigríðar: Þórður Guð- mundsson, f. 10.7.1919, d. 19.5.1972; Guðmunds- Til hamingju ( með afmælið ( 21. maí ( 95 ára Áslaug Guðmundsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85ára Sigríður Pálsdóttir, Skúlagötu 80, Reykjavík. 80ára Jónheiður Níelsdót 1 ir, Njálsgötu 1, Reykjavik. Sigurður Helgason, Lárkoti, Eyrarsveit. i á 75 ára Sigríður Pálmadóttir, Oddeyrargötu 12, AkureyrL 4 60ára Þorsteinn L. Hjalta- son, i fólksvangs- Sm^í ¦ vörður i ¦EIR Bláfjöllum, ffl Whh- ; i Fljótaseli 2, Reykjavík. ^^fl Kona hans er Elín Einarsdóttir. ' Þau eru að heiman. 50 ára Jónína Þorsteinsdóttir, Reynimel 80, Reykjavík. Jón Eiríksson, 4 Hverafold 132, Reykjavik. ' Guðrún Helga Guðbjartsdóttir, 4 Vallarbarði 11, Hafnarfirði. Halla Hauksdóttir, Sólvallagötu 57, Reykjavík. Þorgils Þröstur Baldursson, 4 Mjölnisholti 14, Reykjavík. ^ Elinborg Kristjánsdóttir, Stallaseli 5, Reykjavík. M Ásta Sigurjónsdóttir, \ Hamrahlíð 44, Vopnafirði. 40 ára Garðar Harðarson, Skólabraut 7, Stöðvarfirði. Grétar Lárus Sigurðsson, Tjaldanesi, Mosfellsbæ. Einar Svavarsson, Hjallalandi, Sveinsstaðahreppi. Stefán Guðmundsson, Sólvallagötu 29, Reykjavík. Aðalheiður H. i Sighvatsdóttir, ] Kúrlandi 15, Reykjavík. « Mattbildur Sveinsdóttir, Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum. Jón Krisrjánsson, i Klapparstig 7, Sandgerði. Guðrún Guðmundsdóttir Faaberg, f. 26.8. 1921, d. 27.4. 1973. Foreldrar Sigríðar: Guðmundur Þórðarson, f. 8.11. 1886, d. 6.3. 1960, skrifstofustjóri frá Hóli, og Ingi- björg Á. Filippusdóttir, f. 12.5. 1898, d. 23.8.1982, húsmóðir. Þau bjuggu á Vesturgötu 39 i Reykjavík. Fimm hressir strákar með ruslapoka, f.v. Sverrir, Hlynur G., Daníel, Hlynur F. og Ágúst. DV-mynd Júlía JfÆa Áskrifendurfá J|J*ffr aukaafslátt a.f smáauglýsingum DV 5505000 auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.