Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 36
L«TT« Vinningstölur 20.5/96 15) (20) (28) KÍN FRETTASKOTIB SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI 1996 Hafnarfjörður: Sameining Hlífar og Framtíðar- innar - viðræður hafnar Viðræður eru hafnar milli for- ystufólks Verkamannafélagsins Hlifar og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði um sameiningu félaganna. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, og Guðríður Elíasdóttir, for- maður Framtiðarinnar, sögðu í samtali við DV í gær að unnið yrði áfram að málinu og stefnt að því að sameiningin gæti átt sér stað á (næsta ári. Félögin eru svipað stór. í Hlif eru um 1400 félagar en í Framtíðinni um 1200. -S.dór Landhelgisgæslan: Sótti konu á Akranes Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöld konu sem fallið hafði af hestbaki á Akranesi. Hún hlaút ein- hver höfuðmeiðsl en ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um eðli þeirra hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur í morgun. -sv Jón líklega ekki í framboð Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni- balsson í morgun en samkvæmt heimildum úr innsta hring Alþýðu- flokksins fer hann ekki í framboð til ' l^^mbættis forseta íslands. Reiknað er með yfirlýsingu þess efnis frá hon- um í dag því á morgun fer hann til Vilníus í Litháen þar sem hann verður gerður heiðursborgari og gata nefnd eftir honum. Jón hefur viljað bíða eftir Bryn- dísi konu sinni frá Cannes áður en hann gæfi út yfirlýsingu. Bryndís kom til landsins í gærkvöldi. Sam- kvæmt helmildum DV hefur Jón verið undir miklum þrýstingi frá sínum flokksmönnum að fara ekki í framboð og vegur það þyngra en skoðanakönnun sem hann lét gera um hugsanlegt forsetafylgi. Könnun- in sýndi talsvert minna fylgi en Ólafur Ragnar hefur haft en þó áber- andi meira en aðrir frambjóðendur, samkvæmt heimildum DV. -bjb Frumvarpið um stjórn fiskveiða: Fast i sjávarútvegs- nefnd vegna deilu stjórnarflokkanna - deilt um samkomulag ráðherra við trillukarla „Ég get staðfest að frumvarpið um stjóm fiskveiða er í biðstöðu í sjávarútvegsnefnd vegna þess að stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um hvernig það á að vera. Um efnislegar deilur þeirra verður þú að ræða við stjórnarliöa," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, aðspurður hvað liði afgreiðslu þessa frumvarps. Hér er fyrst og fremst um að ræða samkomulag það sem Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra gerði við smábátaeigendur. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur farið hamförum vegna þessa samkomulags og kraf-, ist breytinga. , „Við framsóknarmnenn viljum að stjórnun fiskveiða verði skoðuð í heild sinni. Ekki bara hvað við- kemur smábátum heldur öllum fiskiskipaflotanum. Og þótt það yrði gert tel ég ekki aö breyta þurfi samkomulaginu við smá- bátaeigendur," sagöi Hjálmar Árnason alþingismaður í morgun. Samkvæmt heimildum DV vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki að gerðar verði neinar breyt- ingar á þessu frumvarpi né hliðar- málum eins og línutvöfölduninni. HeUdarskoðun, eins og Hjálmar talar um, er heldur ekki á þeirra dagskrá. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, er kominn í þetta mál. Hann hefur sagt opinberlega að hann telji að breyta þurfi frum- varpinu. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur sagt að hann telji að það eigi ekki að gera. Ekki náðist í Stefán Guðmunds- son alþingismann í morgun. Hann á sæti i sjávarútvegsnefnd Alþing- is og mun honum hafa mislíkað margt í vinnubröðum sjálfstæðis- manna í þessum málum. Ýmsir þingmenn, sem DV hefur rætt við, segja að þessi hnútur verði ekki auðleystur hjá stjórnarflokkunum. -S.dór ÍWi. . *jSi.ru smrn f r r 'V*»vr i Sumarblíðan hefur góð áhrif bæði á andlega og líkamlega heilsu landans eins og glöggt mátti sjá í Sundlaug Kefla- víkur í gær. Þar var hlaupinn galsi í mannskapinn og ungviðið tókst á með látum í grunnu lauginni. DV-mynd Brynjar Gauti Canada 3000: Uppistand þegar farþegi hvarf í I Farþegi hvarf úr vél Canada 3000 sem millilenti í Keflavík á leið til Lundúna í gærdag. Starfsfólk hóf þegar óformlega leit að sprengju í vélinni og fólk var fengið til þess að bera kennsl á farangur sinn. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanns á Keflavíkurflugvelli í morgun barst tilkynning frá flugfélaginu ytra skömmu eftir að leitin hófst um að um væri að ræða íslending og að hann hefði verið farangurslaus. „Þetta kallar á nokkurt uppistand og er mjög óþægilegt fyrir alla aðila. Það hefði verið eðlflegt af þessum farþega að láta vita af sér og spara okkur vinnu og óþægindi. Canada 3000 hefur ekki leyfi til þess að fljúga með farþega til landsins nema á ákveðnum dögum og það leyfi var ekki fyrir hendi í gær,“ sagði starfs- maðurinn. -sv Dyntótt eins og embættismaður „Hún er dyntótt og erfltt að hitta á hana. Það er helst um hádaginn að hún gefur sig,“ sagði Valentínus Óla- son, stýrimaður á Höfrungi AK, í samtali við DV í morgun. Þeir á Höfrungi hafa einnig mátt þola dynti embættismanna síðustu daga því um helgina var þeim vísað út úr lögsögunni við Jan Mayen vegna þess að embættismönnum í Noregi og á íslandi hafði ekki unnist timi til að gefa út leyfi til veiðanna. Höfrungur var með um 900 tonn sem landað verður á Akranesi. Síldin fékkst i þremur köstum um 15 mílur suður af lögsögumörkunum við Jan Mayen, inni í Síldarsmugunni. Er síldin átufull og fer í bræðslu. í gær var endanlega gengið frá reglum varðandi veiðar íslensku bát- anna við Jan Mayen og verður að til- kynna með minnst sex tíma fyrirvari ætli menn þar inn í landhelgi. -GK Nýtt varðskip: Danska nefndin farin heim Þriggja manna sendinefnd Dana hélt af landi brott í gær eftir að hafa átt fundi með fulltrúum Landhelgis- gæslunnar og kynnt þeir tæknilega kosti varðskipa eins og danska varðskipsins Vædderen. Ekki var rætt um verð á slíku skipi. Að sögn viðskiptafulltrúa danska sendiráðsins hafa Danir mikinn áhuga á að selja skip af þessu tagi til íslands og var fulltrúi skipa- smíðastöðvarinnar, sem smíðaði Vædderen fyrir þremur árum, með í fór. -GK Veðrið á mor^un: Aðgerðalítið veður Gert er ráð fyrir austlægri eða norðaustlægri átt. Dálítil súld eða rigning verður með suðaustur- og austurströndinni en annars staðar að mestu þurrt og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 3 til 5 stig á Norðaustur- og Austur- landi en 7 til 13 stig annars staðar. Veöriö í dag er á bls. 36 HANN FÆR ÞÓ GÖTU- NAFN í SÁRABÆTUR FYRIR BESSASTADI! Niðurrif stálskipa 581-4757 BlSpHHRINGRÁS HF. ENDURVINNSLA brother |& tölvu- límmiða- ^ prentari Nýbýlavegi 28 - Slmi 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.