Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 Útlönd Þroskaheftur verðlaunahafi frá Cannes: Vill fá að leika með Gérard Depardieu Þroskahefti belgíski leikarinn Pascal Duquenne, sem var verð- launaður á kvikmyndahátíðinni í Cannes á mánudag, tilkynnti við heimkomuna til Belgíu í gær að hann vildi halda áfram að leika. „Mig langar til að vinna með Gérard Depardieu," sagði Duquenne á fundi með frétta- mönnum og var þar að vísa til einhvers þekktasta og virtasta leikara Frakklands. Duquenne deildi leikaraverð- laununum með Frakkanum Dani- el Auteuil en 'þeir leika báðir í myndinni Áttunda deginum, sem fjallar um það þegar yfirstressað- ur forstjóri hittir ungan mann með downs heilkennið. Pascal Duquenne hefur starfaö sem leikari ffá árinu 1985 í menn- ingarmiðstöð fyrir geðfatlaða ein- staklinga í Brussel og hann fer með aðalhlutverkið í nýju leikriti sem verður sett upp í lok mánað- arins. En fyrst á dagskránni hjá hon- um er að hvíla sig. „Ég er orðinn þreyttur á blaðamannafundum,“ sagði Duquenne, sem á í erfiðleik- um með að tala. Áttundi dagurinn hefur notið gifurlegra vinsælda í Frakklandi og Belgíu og hún verður frum- sýnd í Bandaríkjunum í nóvem- ber. Reuter GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Þessi nýi bíll kostar 5.100.000 en vegna hagkvæmra innkaupa selst hann nú á 4.750.000 stgr. íTulli’ijiu1 stúdenlaqjafu‘ Nauöungarsala á lausafjármunum Á nauðunarsölu, sem fram á að fara við Bílageymslu BG, Skemmu v/F!ugvallarveg í Keflavík, föstudaginn 31. maí 1996 kl. 16.00 hefur að kröfu ýmissa lögmanna verið krafist nauðungarsölu á eftirtöldum bifreiðum og öðru lausafé: A-4856 AJ-043 BF-436 DP-952 DÖ-894 FF-553 FU-578 FZ-421 FÞ-163 FÞ-317 G-13376 G-9105 GD-548 GE-739 GF-964 GH-519 GK-362 GL-704 GN-220 GO-567 GP-104 GP-250 GT-288 GT-791 GU-010 GU-358 GU-373 GU-509 GU-674 GU-703 GV-930 GY-332 GÞ-745 HB-155 HG-707 HH-871 HK-994 HN-868 HO-749 HS-056 HT-146 HT-629 HT-819 HV-547 HX-863 HZ-168 HZ-314 IC-259 ID-781 IF-501 IG-527 II-732 IJ-526 IL-440 IL-766 IM-681 IM-876 IN-553 IP-059 IP-325 IP-394 IR-307 IR-672 IT-194 IT-805 IX-870 IX-984 IZ-152 IZ-681 IÞ-666 IÖ-400 JA-740 JB-784 JB-994 JC-303 JF-109 JH-650 JL-520 JM-703 JN-732 JP-448 JS-918 JÖ-842 KA-082 KB-510 KB-850 KD-039 KD-935 KE-861 KE-902 KS-759 KT-573 KU-891 LD-455 LH-150 MB-097 MB-501 MO-711 MS-409 NA-868 NE-345 N1-571 NT-590 NU-316 OD-233 OF-086 OX-955 OZ-281 PI-494 PY-167 R-22810 R-70747 R-77834 RD-257 RK-113 TJ-811 TM-752 UJ-061 VF-594 XP-278 Y-18640 Y-4974 YS-510 YV-326 ZX-675 Ö-10292 Ö-2827 Ö-4011 Ö-6451 Greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Keflavík DV Spenna og gagnkvæmar ásakanir um landhelgisrof á Kóreuskaga: Flúði til suðurs í orrustuþotu sinni Mikil spenna er í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu en hinir fyrrnefndu tilkynntu í gær um átta herskip Suður-Kóreu sem rofið hefðu landhelgi sína á Gulahafi. Norðanmenn létu hins vegar vera að minnast orði á flótta eins orr- ustuflugmanna sinna en sá flúði í gær til suðurs á MiG-19 orrustuflug- vél. í útvarpi Norður-Kóreu mátti í nótt heyra frásagnir af ögrandi her- æfingum Suður-Kóreu á Gulahafi og hvernig hópur skipa hefði rofið landhelgi þeirra. í gær höfðu sunn- anmenn hins vegar komið með svip- aðar frásagnir af fimm skipum norðanmanna sem hrakin hefðu verið í burt af suður-kóreskum her- skipum. í útvarpi Norður-Kóreu mátti heyra að það hefði verið þolinmóð- um og sjálfsöguðum hermönnum þeirra að þakka að ekki kom til átaka á Gulahafi. Sunnanmenn sögðu fréttir norðanmanna hins vegar ekki svaraverðar. Gagnkvæamr ásakanir ríkjanna eru nýjasta merki um þá spennu sem ríkir eftir að norðanmenn til- kynntu í apríl að þeir virtu ekki lengur friðarsamningana frá 1953 en þeir bundu enda á þriggja ára stríð á Kóreuskaga. í síðustu viku hunsuðu fimm norður-kóreskir hermenn ákvæði friðarsamninganna með því að fara inn á hlutlausa beltið sem umlykur landamæri ríkjanna. Þeir sneru hins vegar aftur þegar sunnanmenn skutu viðvörunarskotum. Sunnanmenn segja óvini sína í norðri staðráðna í að auka spenn- una milli ríkjanna í því augnamiði að koma af stað átökum. Reuter Hinn sextán ára Maxiomo Carrera Lopez bíður hér ásamt móður sinni á læknastofu í Mexíkó. Maximo þjáist af afar sjaldgæfum öldrunarsjúkdómi, Cockayne’s Syndrome, sem gerir að verkum að hann líkist sextugum manni en ekki unglingi. Ellefu börn í afskekktum fjallahéruðum Mexíkó þjást nú af þessum sjúkdómi, þar af sex í tveimur fjölskyld- um, en þau eru í hópi aðeins 140 manna í heiminum sem vitað er tii að fengið hafa sjúkdóminn frá árinu 1936. Símamynd Reuter Enn óljóst hversu margir fórust á Viktoríuvatni: Erlend aðstoð við að ná líkunum upp Stjórnvöld í Tansaníu segja að von sé á aðstoð erlendis frá við að ná upp líkum hugsanlega mörg hundruð farþega sem enn eru föst undir flaki ferju sem liggur á hvolfi á botni Viktoríuvatnsins. Rúmum sólarhring eftir versta skipskaða á Viktoríuvatni var enn óljóst hversu margir hefðu farist þegar ferjunni Bukoba hvolfdi og hún sökk. Meðal farþeganna voru skólabörn og kirkjukór. Sjónarvottar á slysstað segja að björgunaraðgerðir séu illa skipu- lagðar og að lítil ummerki þess að miklar aðgerðir séu í gangi sjáist í bænum Mwanza á strönd vatnsins. Embættismenn halda því hins vegar fram að verið sé aö gera allt sem hægt er við björgunarstörfin. Benjamin Mkapa, forseti Tansan- íu, sagði eftir bænasamkomu á íþróttaleikvangi Mwanza, að opin- ber rannsókn mundi fara fram á slysinu og að Tansaníumenn þyrftu aðstoð við að ná líkunum upp. „Ég hef skipað rannsóknarnefnd vegna slyssins og þeim sem bera ábyrgð á því verður refsað," sagði forsetinn eftir að hafa siglt út á stað- inn þar sem skipið sökk. Þar er nú kílómeterslöng olíubrák á bláu vatninu. „Ég bið fólk um að sýna still- ingu,“ bætti forsetinn við. Talsmaður eigenda ferjunnar sagði að skurðtæki væru á leiðinni frá Kenía. Hann sagði að 125 manns hefðu fundist á lífi og að 25 lík hefðu náðst. Þeir sem komust lifandi úr slys- inu sögðu að skipið hefði greinilega verið ofhlaðið, mikill veltingur hefði verið á því í margar klukku- stundir áður en því hvolfdi svo að lokum. Reuter Major myndar stríðsráðuneyti John Major, forsætisráðherra Breta, hefur myndað stríðsráðu- neyti sem ætlað er að trufla starf- semi Evrópusambandsins í þeim tilgangi að aðildarlöndin afnemi banu við útflutningi bresks nautakjöts. Major mun hitta Mal- kolm Rifkind utanríkisráðherra og Douglas Hogg landbúnaðar- ráðherra í dag til að samhæfa að- gerðir. Samkvæmt fréttum breska dagblaðsins Daily Tel- egraph munu aðgerðir Breta miða að því að hindra gildistöku sameiginlegrar Evrópumyntai;. Major kynnti herta stefnu sína gagnvart ESB á þriðjudag en út- flutningsbannið tók gildi í mars, þegar uppgötvaðist að möguleg tengsl væru milli kúariðu og samsvarandi sjúkdóms í mönn- um. Andstæðingar aukinnar Evr- ópusamvinnu meðal íhalds- manna eru afar kátir yfir stefhu Majors en um leið vonast hann til að styrkja eins þingsætis meiri- hluta sinn í þinginu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.