Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Spurningin Áttu reiðhjól? Kristín Rós Egilsdóttir í skóla lífsins: Nei, ég á það ekki lengur, litli bróðir minn fékk það. Ásdís Hallgrímsdóttir nemi: Já, en ég nota það ekkert, það er bilað. Sigurður Rafn Gunnarsson, nemi í VÍ. Já, en ég nota það ekki lengur. Ég keypti mér línuskauta og fer minna ferða á þeim síðan. Elín Ólafsdóttir húsmóðir. Jahá, og ég hjóla mikið og hef gert í 20 til 30 ár. Elías Atlason, kennari eins og er: Já, ég nota það daglega, til þess er það. Lesendur Ríkisútvarpið - breytingar í vændum? Rök mæla með því að ríkið taki alfarið við rekstrinum á eign sinni, segir bréf- ritari. Konráð Friðfinnsson skrifar: Frá upphafsárum ríkisútvarps- ins hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og tækninni fleygt fram á sviði þessarar miðlunar. - í fyrstu var einungis sent út fáeinar stundir á dag en nú óma þessar stöðvar allar sólarhringinn. Reykjavíkursvæðið og nágrenni hefur úr a.m.k. 10 stöðvum að velja, sem flestar flytja þó áþekkt efni, nefnilega létttónlist. Og ein stöðin flytur aðallega kristi- legt efni í tali og tónum. Á dögunum var skýrsla gerð heyrinkunnug og fjallaði hún m.a. um að rétt væri að gera breytingar á fjáröflun ríkisútvarpsins. Leggur nefndin til að afnotagjöld verði lögð niður en þess í stað tekinn upp nef- skattur. Ér einnig bent á í skýrslu þessari að kippa megi ríkisútvarp- inu út af auglýsingamarkaðinum. - Ég er sammála tillögunum í skýrsl- unni. Einkum vegna þess að nú blasir við annað umhverfi en þekkt- ist fyrir svo sem 10-15 árum. Og varla er hægt að tala um ríkisrekið útvarp á meðan 30% tekna þess koma frá auglýsingum og svo annað eins í formi skylduáskriftar. í skýrslunni er bent á nefskatt. - Ég teldi hyggilegra að setja útvarp- ið á bein fjárlög og láta þar með þessa ríkisstofnun lúta sömu lög- málum og flestar aðrar stofnanir sem heyra undir íslensk stjórnvöld og þurfa að sætta sig við. En með þessu, segja menn, er verið að svipta stofnunina ákveðnu frelsi. Sem er kannski rétt. En þá má fólk ekki gleyma þvi að hér er verið að fjalla um stofnun sem ríkið á, og þær stofnanir bera ákveðinn bagga sem ekki er lagður á aðra í sam- bærilegum rekstri. Og er bara eðli ríkisapparata. Að mínu mati eru rök sem mæla með því að ríkið taki alfarið við rekstrinum á eign sinni. - Reyndar vil ég ganga þarna lengra og selja Rás 2. Án þess að ég hafi svo sem eitthvað á móti henni. En málið er að ríkinu nægir að eiga og reka Rás 1 og Sjónvarpið. Þessar stöðvar eru fullfærar um að sinna þeim öryggis- þáttum sem ætlast er til af þeim - náttúruhamförum og öðru álíka, sem upp kann að koma. Þetta segi ég vegna þess að nú þegar er búið að breyta lögunum sem vernda rekstur ríkisút- varps/sjónvarps. Enginn neitar því, held ég, með sanngirni að ríkis- reknu ljósvakamiðlarnir hafi ekki yfirburðaaðstöðu í dag. Þarna er því um sanngirnismál að ræða. Og við stöndum frammi fyrir gerðum hlut - sem er afnám einokunarlaganna. Biskupsmálin enn í óvissu Tómas Jónsson skrifar: Ekki hefur betur til tekist í um- flöllun málsaðila í svokölluðum biskupsmálum en svo að þau eru enn i fullkominni óvissu. Vígslu- biskupinn Bolli Gústavsson hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að trúnaðarbrot biskups sé alvarlegt og því getur þjóðin auðvitað ekki unað að látið sé þar við sitja. Tekur enda vígslubiskup fram að hann visi málinu á því stigi til ráðherra til frekari ákvörðunar. Ráðherra getur heldur ekki vísað málinu frá sér á þeirri forsendu að niðurstaða séra Bolla sé sú að „aðhafast ekki frekar í málinu". Sem er heldur ekki niðurstaða séra Bolla, því upp- lýst er að í siðareglum presta sé ekki ætlast til að alvarlegu broti sé skotið til biskups - heldur ráðherra. Og enn er svo beðið niðurstöðu ríkissaksóknara vegna hins hluta biskupsmálsins, kæru tveggja kvenna sem saka biskup um kyn- ferðislega áreitni. Allt er því bisk- upsmálið í hinni mestu klemmu fyr- ir stjórnsýsluna eins og einhver orðaði það í lesendadálkum ykkar á dögunum. Embættti forseta íslands - endanlega eyðilagt Hvern ætlar þú að kjósa - f kosningum til forseta íslands - Niöurstööur viðamikillar skoöanakönnunar Stúdentablaösins nýlega í skoðanakönnun Stúdentablaðsins um miðjan maí um forsetakjörið voru óákveðnir óvenjumargir. Guðmundur Stefánsson skrifar: Með því að nú hefur skapast al- veg sérstakt og að flestu leyti óvið- undandi umhverfi í kringum kom- andi forsetakosningar, hef ég tekið þá ákvörðun að ganga ekki að kjör- borði í þessum kosningum. Ég reikna með að svo verði um fleiri, því samkvæmt skoðanakönnunum hafa frá 25-43% aöspurðra verið óá- kveðin. Það segir sína sögu. Það hefur smám saman verið að kvarnast utan af þessu æðsta emb- ætti okkar íslendinga. Eitt með öðru er það aga- og eftirlitsleysi sem ríkir í fjárveitingum til embættisins og fréttum um að ár hvert sé farið verulega fram úr fjárveitingu til þess, án þess að viðurlögum eða áminningu sé beitt. Þetta embætti hlýtur að verða að þola aðhald eins og önnur opinber embætti. Og eftir höfðinu dansa limirnir, því önnur embætti í stjórnsýslunni hafa talið sig örugg í skjóli þessa eftirlitsleys- is. Nú virðast komnir fram sérstakir hópar í þjóðfélaginu sem ætla að koma „sínum manni“ í forsetaemb- ættið. Það er líka áberandi hve þess- ir hópar virðast ganga fast að veikri siðferðiskennd almennings til að ná sínu fram. - Ég tel hins vegar að embætti forseta íslands hafi nú ver- ið endanlega eyðilagt. Það á því að leggja niður í núverandi mynd og sameina það embætti forsætisráð- herra eða forseta Alþingis. Hvernig sem þessar forsetakosn- ingar fara að lokum verður það að öllum líkindum í síðasta sinn sem þær fara fram, því nauðsyn ber til að láta ekki aðra umferð slíkrar kosningabaráttu eiga sér stað að fjórum árum liðnum. Ég skora á alla heilbrigða landa mína að láta forsetakosningar lönd og leið að þessu sinni. Best verður það gert með því að sitja heima, en til vara - að skila auðum kjörseðlinum. Laugardagar á Aðalstöðinni R.J. skrifar: Mig langar tU að vekja athygli á mjög skemmtilegri laugardags- dagskrá á Aðalstöðinni. Frá því fyrir hádegi og fram á kvöld er úrvalsefni í boði. Gallinn er þó sá að Aðalstöðin næst ekki á Ak- ureyri, en þangað fer ég stund- um um helgar og finnst slæmt að missa af fjörinu. - KafFi-Gurrí, sem er eftir hádegi þessa daga, kemur mér alltaf í gott skap, hún er ein sú fyndnasta í útvarpi í dag og spUar mjög góð lög. Get- raunin hjá henni er líka afar skemmtUeg. Hún mætti vera oft- ar í útvarpinu með bjartsýnina sína. Uppáhaldið mitt er svo Kári Waage, sem er eftir kl. 4 á laugardögum. Fundvís á gamla tónlist og skemmtilega sem mað- ur var búinn að gleyma að væri tU. Ég þakka Aðalstöðinni fyrir þessa skemmtilegu laugardaga. Þið berið af hinum stöðvunum. Gengilbeina - ambátt eða förukona Þorsteinn hringdi: Mánudaginn 20. þ.m. vitnar Ósk tU útvarpsþáttar þar sem viðmælandi sagðist ekki vita tvær konur sem líktust minna gengUbeinum en konu sína og Bryndísi Schram. Ósk er stjörf af tilhugsuninni og spyr hvort kon- ur sendiherra og ráðherra þurfi ekki oft að bregða sér í gervi gengilbeinu, sem hún viröist ein- dregið ætla að sé hið sama og þerna eða framreiðslustúlka. Ósk virðist hins vegar ekki vita frummerkingu orðsins gengil- beina: fórukona, beiningakona og jafnvel ambátt og því raunar líklegt að neöidur viðmælandi í útvarpinu teldi ekki þessa sam- líkingu viðunandi likingu við konu sína eða Bryndísi Schram. Bílastæði fýrir fatlaða Þórður skrifar: Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því, m.a. í Víkveija Mbl., að æ algengara sé að ökumenn leggi bUum sínum í bUastæði merkt fotiuðum. Auðvitað á fullfrískt fólk ekki að misnota þessi bUa- stæði. Ég er þó ekki alveg viss um að öU þau merktu bUastæði fyrir fatlaöa séu sannleikanum samkvæm, engu að síður verður maður að ætia að svo sé. Hitt er verra, að alltof margir íslending- ar hafa lagst svo lágt að gera sér upp örorku af litlu sem engu til- efni. Og það er mikU lágkúra. Ruslið við Vest- urberg Jón Magnússon hringdi: Það er orðið áberandi mikið rusl sem safnast hefur saman inni á milli runna og trjáa hér við Vesturbergið, einkum í grennd við sundlaugina, skólann og íþróttahúsið. Þarna hefur borgin ekki hreinsað í þrjú ár. í fyrra voru krakkar látnir sópa það mesta burtu af stéttum og stæðum, en ruslið hefur ekki verið hreyft. Orðið mjög áber- andi og lýti á umhverfinu. Herskip um all- an heim F.P.H. skrifar: Engin ástæða er til að ör- vænta þótt ekki verði keyptur Vædderen af Dönum fyrir Land- helgisgæsluna. Það er aUtof dýrt skip þótt gott sé. Nóg er til af herskipum (tundurspillum og hraðskreiðum freigátum) sem væru mjög heppileg skip fyrir okkur. Og það sem best er; verð- ið er hreint ótrúlega lágt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.