Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. r.i, vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lyfjanotkun hefnir sín Eyðni var uppgötvuð snemma á níunda áratugnum og hefur farið sem logi yfir akur. Tæplega fimmtán árum síðar eru 20 milljónir manna þjáðar af sjúkdómnum og ein milljón lézt úr honum árið 1995, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Það er fyrst á þessu ári, að vonir eru að vakna um, að fundizt hafi lyf, sem haldi eyðni niðri eða fresti fram- gangi hennar. Hinn langi tími, sem leið í þessu tilviki frá tilkomu nýs sjúkdóms til fyrstu skrefanna í lyfjameðferð gegn honum er þó engan veginn neitt einsdæmi. Smitandi blæðingarhiti, sem nefndur er ebola, uppgöt- vaðist árið 1977 og hefur farið hægar yfir. 245 manns í Saír dóu úr þeim sjúkdómi í fyrra. Engin ráð hafa enn fundizt gegn honum. Ekki heldur gegn krabbameinsvald- andi C-lifrarveiru, sem kom í ljós árið 1989. Einnig hafa gamlir sjúkdómar verið að birtast í nýjum og hættulegri myndum en áður. Til dæmis eru tvær lungnabólguveirur, ennfremur malaríuveirur og berkl- aveirur farnar að birtast í útgáfum, sem þola lyf. Harð- gerðar veirur uppgötvast hraðar en ný lyf eru fundin upp. Kólera og gula eru farin að stinga upp kollinum á svæðum, sem áður voru talin hrein af þessum sjúkdóm- um. Að öllu samanlögðu eru sjúkdómar farnir að snúa vörn í sókn að mati Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinn- ar, sem varar í skýrslunni við ótæpilegri lyflagjöf. „Við stöndum á brún hengiflugs í smitsjúkdómum,“ segir Hiroshi Nakajima, forstjóri stofnunarinnar í heil- brigðisskýrslu ársins 1996. Hann segir þrjátíu banvæna sjúkdóma hafa litið dagsins ljós á síðustu tveimur ára- tugum og býst við að enn aðrir eigi eftir að koma í ljós. Athuglisverðast við skýrsluna er áherzlan, sem þar er lögð á, að ofnotuð lyf eigi mikinn þátt í vandræðunum. Fúkalyf, sem rjúfa ónæmiskerfi líkamans, eru að mati stofnunarinnar notuð „af of mörgum, gegn röngum sjúk- dómum, í röngu magni og í rangan tíma“. Mikil notkun fúkalyfla til framleiðsluaukningar í land- búnaði hefur magnað vandann. Hún framkallar lyfja- þolna gerla, sem enda á borðum neytenda og brjóta nið- ur ónæmiskerfi þeirra. Þannig hefnist okkur fyrir mis- notkun náttúrunnar alveg eins og misnotkun lyíjanna. Við þekkjum mörg dæmi um, að lyf og eiturlyf eru oft sami hluturinn, bara í mismunandi magni. Þannig má flokka alkóhól, nikótín, kofíín og sykur. Og hér á landi er alþekkt, að margir fíklar sækjast meira eftir lyfseðlum en öðrum leiðum til að komast í vímu. Hversdagsleg lyf eru ekki síður hættuleg en alkóhól, nikótín, kofíin eða sykur. Þeir, sem hafa vald til að dreifa lyflum = eiturlyfjum, þurfa að fara miklu varlegar í sak- imar en nú er gert. Lyfjagjöf á að vera algert neyðarúr- ræði, en ekki það fyrsta, sem mönnum dettur í hug. Ekki er nóg með, að læknar og aðrir dreifingaraðilar lyfja raski efnafræðilegu jafnvægi sjúklinganna, heldur stuðla þeir að stökkbreytingum sýkla yfir í hættulegri út- gáfur, sem valda einnig vandræðum öllum hinum, er forðast bæði lyf og eiturlyf sem framast er kostur. Þegar Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin hefur kveðið fast að orði í skýrslu ársins 1996, má vænta þess, að land- læknir og yfirmenn heilbrigðismála taki fastar á lyfja- notkuninni en hingað til hefur verið gert og hafi að leið- arljósi, að öll lyfjanotkun er í rauninni misnotkun. Einnig þarf að stöðva fjárhagslegan vítahring, er felst í, að á hverju ári koma fram ný og ofsadýr lyf, sem sjáif- virkt hækka sjúkdómakostnað þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson wt 1 I i P< r~ já r ' . ' j"-, ' l'* -■ j ypn fi" „Ríkjandi viðhorf - m.a. hjá alþingismönnum - er að hinn þjóðkjörni forseti eigi að vera skoðanalaus og valda- laus, án alls frumkvæðis..." segir m.a. í greininni. Að kjósa kóng eða drottningu? Ef íslensk stjórnmál hefðu ekki Jón Baldvin Hannibalsson þyrft- um við að finna hann upp - svo gamalt orðatiltæki frá Voltaire sé staðfært. Fyrir nokkru fékk hópur fólks þá snjöllu hugmynd að gera Jón Baldvin að forseta. Jón Bald- vin hefur nú gefið sitt svar: ég hef ekki áhuga á því að verða forseti og ég hef ekki áhuga á kosninga- baráttu þar sem engin eru málefn- in að berjast fyrir. Öllu saman fylgir nákvæm greinargerð sem allt í senn rök- styður ákvörðun Jóns Baldvins, gagnrýnir íslenska stjórnkerfið, skammar Alþingi fyrir að endur- skoða ekki stjórnarskrána og - síð- ast en ekki síst - setur umræðu um forsetakosningarnar í nýjan farveg. Hvaða íslenskur stjórn- málamaður annar en Jón Baldvin hefði tekið upp á öðru eins? Málefnaleg kosningabar- átta Helsta áhugamál margra þessa dagana er hvernig hægt verði að stöðva Ólaf Ragnar. Að segja nei frekar en já. Umræðan um hugsan- legt framboð Jóns Baldvins skaðað- ist nokkuð af þessu. Jón Baldvin gat auðvitað ekki farið í framboð til þess eins að stöðva Ólaf Ragnar, enda með öllu óvíst að það hefði tekist. Jón Baldvin hefði farið fram á sínum eigin forsendum og sett málefni á oddinn. Jón hefði valdið viðlíka uppi- standi og refur í hænsnabúi og um- turnað kosningabaráttunni. Barátt- an hefði hætt að snúast um það hver treystir hverjum, hver talar hvað mörg tungumál, hver sé með flottustu hárgreiðsluna og glæsileg- asta makann; að ekki sé nú minnst á þá brýnu þörf að uppfræða lands- lýðinn um hvaða fólk sé yfirhöfuð í framboði. I stað þess að frambjóð- endur tyggi hver upp eftir öðrum innihaldslausa frasa um verndun Kjallarinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur tungunnar og menningarinnar hefði Jón Baldvin rætt um raun- veruleg málefni og gert lýðnum ljóst án allrar tæpitungu hvað hann stæði fyrir og hvað hann hyggðist gera í embætti. Kosningabarátta af þessu taginu er auðvitað áhættusöm fyrir stjórn- málamann og því skynsamlegt af Jóni að láta það eiga sig. Boltinn er nú hjá forsetaframbjóðendunum. Jón Baldvin hefur sent þeim áskor- un: skafið glansmyndina af fram- boði ykkar og ræðið um eitthvað sem máli skiptir fyrir þjóðina. Afstöðulaust embætti? ísland er lýðveldi með þjóðkjör- inn forseta. íslendingar hafa aldrei haft nennu eða vilja til að ræða af einhverju viti hvaða merkingu þetta hefur og hvaða ályktanir við eigum að draga af þessu fyrir stjórnkerfi okkar. Ríkj- andi viðhorf - m.a. hjá alþingis- mönnum - er að hinn þjóðkjörni forseti eigi að vera skoðanalaus og valdalaus, án alls frumkvæðis um eitt eða neitt. Forsetinn eigi sem sagt að vera eins konar kjörinn konungur eða drottning, eða tákn- ræn tignarstaða eins og Ólafur Jó- hannesson orðaði það. Það er skilj- anlegt að alþingismenn hugsi á þennan máta en er það þjóðinni til góðs? Er þetta það sem þjóðin raunverulega vill? Innihaldsleysi forsetaembættis- ins blasir við öllum sem sjá vilja. Ríkjandi hefð gerir hlutleysi emb- ættisins að afstöðuleysi um alla hluti. Það vill gleymast að forset- inn er þjóðkjörinn - ekki síður en Alþingi - og hann á því að standa fyrir eitthvað sem máli skiptir. Jón Baldvin Hannibalsson hefur komið þessu viðhorfi á dagskrá stjórnmálaumræðunnar svo eftir verður tekið. Forsetabrölt hans var því ekki til einskis þegar upp er staðið. Birgir Hermannsson „Innihaldsleysi forsetaembættisins blasir við öllum sem sjá vilja. Ríkjandi hefð ger- ir hlutleysi embættisins að afstöðuleysi um alla hluti. Það vill gleymast að forset- inn er þjóðkjörinn - ekki síður en Al- þingi.“ Skoðanir annarra Norðurheimskautsráðið Nú er ljóst að eftir um það bil mánuð verður skrif- að undir stofnskrá nýs Norðurheimskautsráðs sem yrði samstarfsvettvangur ríkja sem liggja að norður- heimskautinu ... Þegar hafa t.d. verið viðraðar hug- myndir um að fastaskrifstofa ráðsins verði á íslandi og hefur íslenski utanríkisráðherrann hreyft því við kollega sinn í Kanada. Aðalatriðið er þó að með heimskautsráðinu munu tengsl íslands við Banda- ríkin og Kanada styrkjast. ..“ Úr forystugrein Tímans 22. maí. Ný útvarpsrás? „Rásir hljóðvarps RÚV eru að fullu nýttar til út- sendingar að blánóttunni undanskilinni. Næturút- sendingar með sérdagskrá á hvorri rás meðan þorri landsmanna er í fastasvefni geta reynzt mjög drjúg- ar til að fjölga útsendum mínútum ef einhverjum er það kappsmál vegna skýrslugerðar og samanburðar við stöðvar í útlöndum. Það hefur hins vegar ekki verið forgangsverkefni. Og ekki hefur það verið á dagkrá íslenzkra stjórnvalda að fjölga rásum Ríkis- útvarpsins þannig að það gæti enn frekar bætt við Evrópumet í afköstum. Ný útvarpsrás fyrir 60% landsmanna væri hægðarleikur einn.“ Markús Örn Antonsson í Mbl. 22. mai. Flokkurinn þarfnast formanns síns „Alþýðuflokkurinn hafnar því að Jón Baldvin Hannibalsson verði sendur í pólitíska ófrjósemisað- gerð, kostaða af Sjálfstæðisflokknum, og settur í puntudúkkuhlutverk á Bessastöðum. Flokkurinn hefur vissulega fært margar fórnir á 80 ára ferli sín- um, en þessa fórn er hann engan veginn reiðubúinn að færa . . . Alþýðuflokkurinn þarfnast formanns síns. Svo einfalt er það.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Alþbl. 22. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.