Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 t Fréttir Fjölskylda ítrekað ónáðuð af völdum nágranna að næturlagi: Dónaleg símtöl, leigubílar, pitsusendingar og vakning - starfsmaður Pósts og síma tók ekki við kvörtun og vildi svefnfrið því aö gefast upp. „Mér þótti þetta „Það var hringt heim til min mörgum sinnum síðastliðna nótt og viðhaft svo dónalegt oröbragð að það er ekki prenthæft. Það komu sex leigubílar heim til mín frá þremur leigubilastöðvum. Það komu tveir sendlar með pitsur frá tveimur pitsustöðum. Það var reyndar hringt heim til mín frá þriðja staðn- um til að kanna hvort við heföum pantað pitsu. Ósköpin enduðu svo með því að tvisvar var hringt frá Pósti og síma og talvél sagði: Þetta er símstöðin. Beöið hefur verið um upphringingu á þessum tíma.“ Þetta er frásögn heimilisföður á höfuðborgarsvæðinu af ónæði sem hann varð fyrir að næturlagi nú í vikunni. Hann hefur nú komist að því að það var nágranni hans sem stóð fyrir ónæðinu. Fjölskyldan hefur orðið fyrir símaónæði áður á þessu ári. „Ég pantaði þá rakningu á símann hjá Pósti og síma en hún var tekin af án þess að ég væri látinn vita og það er ég mest ósáttur við,“ segir heimilis- faðirinn. Enginn er á næturvakt hjá þeirri deild Pósts og síma sem sér um rakningu. Heimilisfaðirinn kveöst því hafa hringt til bilanatilkynn- inga. „Þar svaraði maður sem sagð- ist bara vilja halda áfram að sofa því að símaat væri ekki á hans könnu. Það þyrfti að útvíkka starfsvið þessa manns þannig að hann geti sett á rakningu þegar svona stendur á,“ bendir heimilisfaðirinn á en hann gafst að lokum upp og tók símtóliö af. En daginn eftir var hann ekki á helvíti hart. Það voru svo margir sem höfðu verið ónáðaðir í kringum þetta dæmi. Og ég ákvað að finna einhveija leið til að grafast fyrir um þetta úr því að Póstur og sími gat ekki hjálpað mér,“ segir heimilisfað- irinn. Hann hringdi í leigubílastöðvarn- ar til að athuga hvort þær gætu veitt honum liðsinni. í ljós kom að hjá einni þeirra eru símtölin tekin upp á segulband. „Við fórum öli fjöl- skyldan til að hlusta á upptökuna. Það hlustaði eitt í einu og skrifaði nafn á blað og síðan var blaðinu hvolft. í ljós kom að við höfðum öll skrifað sama nafnið. Við þekktum sem sé þann sem hringdi og það var nágrannapiltur frá virðulegri fjöl- skyldu. Ég hafði verið liðsstjóri hans í 4. flokki í fótbolta. Pilturinn hafði einnig oft fengið far með syni mínum í skóla. Það var mikill léttir að vita hver þessi drusla var. Áður var ég reiður út í alla. Ég vorkenni honum en ég ætla samt að kæra hann.“ -IBS I Yfirverkfræðingur Pósts og síma: Rakning bara í takmarkaðan tíma Bergþór Halldórsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og sima, segjr heimilisföðurinn, sem varð fyrir ónæðinu, ífklega ekki hafa fengið upplýsingar um það í upphafi hvaö rakning er höfð lengi á símanum. „í stafræna kerfinu virkar rakning þannig að þegar við erum búnir að setja hana á þarf að ýta á R-takk- ann og þá skrifast út hjá okkur hver hringdi. En rakningu höfum við ekki á nema í tiltölulega tak- markaðan tíma því það er afmark- aður fjöldi sem getur haft hana á í einu. Og ef einhver rekst til dæmis í gaffalinn þá eru stöðugar útskrift- ir hjá okkur," segir Bergþór. Hann getur þess að rætt hafi ver- ið um þann möguleika að setja númerabirtingartæki á vakningar- þjónustuna hjá Pósti og síma til að aðilar úti í bæ geti ekki pantað vakningu hjá öðrum. „Starfsmenn sjá þá hvaða númer pantar vakn- inguna. Að vísu getur sá sem hringir stimplað inn ákveðinn kóda og þá kemur númer hans ekki fram. Það er krafa frá tölvu- nefnd um að það eigi að vera hægt að hringja án þess að símanúmerið komi fram. En eftir að við erum búnir að taka upp skráningu á öll símtöl, eins og við ætlum að gera, liggja númerin hjá okkur og þá hættir fólk þessu.“ Að sögn Bergþórs er talsvert um að fólk biðji um rakningu en það sé hins vegar fátítt að lögreglan biðji um upplýsingarnar. „Þær eru ekki notaðar því fólk fer ekki svo langt að það kæri.“ -IBS Margar athyglisverðar myndir bárust til dómnefndar sem var skip- uð fulltrúum aðstandenda en þeir voru menntamálaráðuneyti, Um- ferðarráð, Sjóvá-Almennar, Kodak Express og DV. Myndval var frjálst og voru viðfangsefni fjölbreytt. Markmið keppninnar var að opna augu nemenda enn betur fyrir um- ferðinni og efla víðsýni þeirra sem vegfarenda. Mynd Óla Hauks Mýrdals sem hlaut 1. verðlaun: Gamli og nýi tíminn. Bílstjóri sem unglingar í dag taka sér ekki til fyrirmyndar. Nokkrir verðlaunahafanna í Ijósmyndasamkeppni grunnskóla um umferðar- mál. Frá vinstri Óli Haukur Mýrdal, Holtaskóla, Tómas Jónasson, Folda- skóla, Silja Kristjánsdóttir, Vogaskóla, Bára Gunnarsdóttir, Snælandsskóla, Sigurbjörg Dóra Ragnarsdóttir, Húsaskóla, Guðjón Örn Guðmundsson, Ein- holtsskóla, og Arnfríður Mathiesen, Hvaleyrarskóla. DV-mynd GVA Úrslit í ljósmyndasamkeppni grunnskólanemenda: Nemandi í Holtaskóla hlaut fyrstu verðlaun Fyrstu verðlaun 1 ljósmyndasam- keppni 9. og 10. bekkjar grunnskóla um umferðarmál 1996 hlaut Óli Haukur Mýrdal í Holtaskóla. í öðru sæti varð Tómas Jónsson i Folda- skóla og í þriðja sæti varð Silja Kristjánsdóttir í Vogaskóla. 1. til 3. verðlaun voru bílpróf og frítt ökun- ám sem Sjóvá-Almennar gaf. 4. til 10. verðlaun voru Canon myndavél- ar sem Kodak Express gaf. MdMHkS</2j í) |v 1995 og'96 8 VESTFIRÐIR 4,9 4,9 5,6 ]4,5 I 4,4 5,4 lJl! norðurl. vestra VESTURLAND 5^57 6,1 Íri9 I " Éfí 11 HOFUÐ- ■IU BORGARSV. SUÐURLAND NORÐURL. EYSTRA AUSTURLAND I 4,4 1995 1996 SUÐURNES Atvinnuleysið síðustu þrettán mánuðina á landinu öllu - í prósentum - Atvinnuástandið í apríl: Atvinnu- lausir færri en í fyrra - útlit fyrir minna atvinnuleysi í þessum mánuði Atvinnuleysið í apríl síðastliðn- um mældist 5,1 prósent sem jafn- gildir þvi að 6.628 manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í mánuð- inum. Miðað við mánuðinn á undan fjölgaöi atvinnulausum um 215 en miðað við apríl í fyrra fækkaði at- vinnulausum um 492. Síðasta virka dag aprílmánaðar voru 6.945 manns á atvinnuleysis- skrá á landinu öllu en það er 121 færri en í lok marsmánaðar. Síðast- liðna 12 mánuði voru 6.199 manns að meðaltali atvinnulausir eða 4,7 prósent en árið 1995 voru 6.538 manns að meðaltali atvinnulausir eða 5 prósent. í gögnum frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að at- vinnuleysi hafi ekki aukist frá mars til apríl síðan 1986. Aukningin nú skýrist fyrst og fremst af verulega minni afla, bæði með tilliti til mán- aðarins á undan og apríl 1995. At- vinnulausum fjölgar í heild að með- altali um 3,3 prósent frá marsmán- uði en hefur fækkað um 7 prósent frá apríl í fyrra. Atvinnuástandið .breytist lítið víðast hvar á landinu frá því í mars en aukningin er mest á Suðurnesj- um og á höfuðborgarsvæðinu. Fækkunin er mest á Norðurlandi eystra og á Suðurlandi. Hlutfallslegt atvinnuleýsi er nú mest á höfuð- borgarsvæðinu en minnst á Vest- fjörðum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi minnki nokkuð víðast hvar á land- inu í maí og geti orðið á bilinu 4,2 prósent til 4,7 prósent. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.