Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 5
+ FÖSTUDAGUR 24. MAI 1996 Fréttir + Akureyri: UA kaupir mikið af ísfiski frá Noregi Akureyri: „Þetta er mjög spennandi verk- efhi og fyrsti farmurinn kemur til landsins í næstu viku," segir Björ- gólfur Jóhannsson, framkvæmda- srjóri Útgerðarfélags Akureyringa, um innflutning fyrirtækisins á ís- fiski frá Noregi til vinnslu á Akur- eyri. ÚA hefur leigt skipið Hrísey af Samherja hf. og er það nú að sækja fyrsta farminn til Noregs þar sem UA kaupir af einum aðila sem safh- ar ísfiski frá bátum víðs vegar að, þorsk, ýsu og ufsa. „Þetta getur orð- ið mjög mikið ef allt gengur vel, 200-300 tonn á viku, og skiptir því geysilegu máli fyrir vinnsluna hjá okkur." Björgólfur segir að fiskurinn verði langt frá því að vera of gamall þegar komið verður með hann til Akureyrar. Fiskurinn ætti að geta verið á bilinu 5-7 daga gamall upp úr sjó og því tilvalið hráefni. „Þetta er því mjög spennandi mál og virð- ist ekki hafa mætt neinni andstöðu í Noregi," segir Björgólfur. Um það hvað greitt væri fyrir fiskinn vildi hann ekkert segja annað en hann teldi það verð í lagi og viðskiptin gætu skilað af sér hagnaði. -gk Vörur „frjósa" inni: Tölvukerfið hjá tollinum í ólagi Starfsemi nokkurra fyrirtækja hefur verið hálflömuð þar sem tölvukerfið hjá tollinum hefur verið í ólagi undanfarna tíu daga, að sögn óánægðra viðskiptavina. Verið var að auka við beintengingar í kerfinu en vegna ónógrar afkastagetu hafa ekki allar farmskrár komist inn í það. Ef farmskrá er ekki komin imr i kerfið er ekki hægt að tollafgreiða skýrslur sem eiga við einhver tiltek- in farmskrárnúmer. Ekki er hægt að handafgreiða neitt lengur. Þess eru dæmi að farmskrá hafi verið þrjá til fjóra daga að komast inn í kerfið en undir venjulegum kringumstæðum kemst hún. sam- dægurs. Afgreiðslan hefur því geng- ið skrykkjótt og vörur „frosið" inni, að því er viðskiptavinir greina frá. „Það er viss skýring á þessu. Við vorum að fjölga vissum beinteng- ingum og það reyndist meiri massi sem fór eftir þeirri leið en við áttum von án. Kerfið hefur ekki alveg þol- að þetta," segir Karl Garðarsson deildarstjóri hjá Ríkistollstjóraemb- ættinu. „Það hefur verið flökt í þessu undanfarna daga. Það hafa komið upp tilvik þar sem sendingar hafa misfarist en þetta eru bara einstök tilvik. Það er verið að bæta úr þessu, þetta er nánast komið í lag," segir Karl. Ríkistollstjóraembættið kaupir tölvuþjónustu af Skýrr. -IBS Vestmannaeyj ar: Miklar skemmdir á íbúð Miklar skemmur urðu í eldi í íbúð við Túngötu í Vestmannaeyj- um í gær. Kom eldurinn upp á tí- unda tímanum og hafði kraumað nokkurn tíma þegar slökkviliðið kom á staðinn. íbúðin er í kjallara og er innbú mikið skemmt en ekki urðu skemmdir á öðrum hæðum í hús- inu. Enginn var heima þegar eldur- inn kom upp. Ljóst þykir að kvikn- að hafi í út frá hljómtækjasam- stæðu. -GK 1+ Úukíiftarstffttrwm Falleg 14 k stjarna fyrir útskriftina. Falleg gjöf á góðu verði. Verð aðeins kr. 3.400 með festi Laugavegi 49 • S. 561 7740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.