Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 Neytendur Svava Jónsdóttir. Almannatryggingar: Spurt og svarað 1. Er það rétt að ellilífeyris- þegi, sem fær 30 þúsund krónur úr lífeyrssjóði, missi tekjutrygginguna hjá al- mannatryggingum? Ef þetta er rétt, hvers vegna er það svo? Ef ellilífeyrisþegi fær 30 þús- und krónur úr lífeyrissjóði og hefur engar aðrar tekjur þá missir hann ekki tekjutrygging- una. Hún lækkar úr 24.605 kr. í 22.944 kr. Ef lífeyrisþeginn hef- ur að auki tekjur annars staðar frá eöa er í sambúð og maki hef- ur tekjur þá geta þær skert tekjutrygginguna. Slysa- trygging 2. Ungur maður hringdi og sagðist ætla með vinnufélög- unum til Benidorm í sumar. Hann spyr hvort hann þurfi að kaupa sér slysatryggingu hjá tryggingafélagi eða hvort hann sé nægilega tryggður hjá Tryggingastofnun. Þú skalt fá þér vottorð Elll sem fæst hjá sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar, Laugavegi 114. Það veitir þér sama rétt og þeir hafa sem búa á Spáni til læknisþjónustu sem þú þarft að fá án tafar. Þetta þýðir að ef þú fótbrotnar átt þú rétt á læknishjálp á sjúkrahús- um og hjá læknum sem eru með samning við spænska sjúkra- tryggingakerfxð. Þar greiðirðu sama gjald og Spánveijar greiða almennt. Flestar lækna- stofur og mörg sjúkrahús á Spáni eru einkarekin og tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði vegna þjónustu þeirra. Hún greiðir heldur ekki kostn- að vegna heimferðar ef á þarf að halda vegna slyss eða sjúk- dóms. Þess vegna borgar sig fyrir þig að fá þér tryggingu sem veitir meiri réttindi en fást í gegnum almannatrygginga- kertiö. Hvað viltu vita? Ef þið hafið spumingar um eitthvað varðandi komugjöld á sjúkrahús, greiðslu ferðakostn- aðar vegna ferða til lækna inn- anlands, ellilífeyri, öryrkjalíf- eyri, slysabætur eða annað sem varðar greiðslur Trygginga- stofnunar þá sendiö þær til Neytendasíöu DV i síma 550- 5000 og 550-5814 eða í bréfasíma 550-5020. Svala Jónsdóttir eða Ingibjörg Stefánsdóttir hjá fræðslu- og upplýsingadeild Tryggingastofnunar munu síð- an svara spumingunum hér í blaðinu. -sv I>V ^ DV kannar verð á sumarblómum: Odýrast að kaupa stjúpurnar í bökkum - fást 24 í bakka á 432 kr. í Grænu höndinni í Hveragerði Tími sumarblómanna er genginn í garð og er fólk þessa dagana farið að huga að því að koma þeim fyrir í beðum og svalapottum. DV kannaði verð á algengum sumarblómum á nokkrum stöðum í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag- inn og svo virðist sem hagkvæmast sé að kaupa stjúpur í bökkum, 20 til 30 stk. Þannig getur munurinn ver- ið allt að tvöfaldur á dýrasta og ódýrasta blóminu. Neytendasíðan fór af stað með fimm algengar tegundir í huga: morgunfrúr, stjúpur, hádegisblóm ljónsmunna og nemesíur. Á flestum stöðunum voru allar tegundirnar til, sums staðar var ein ókomin og annars staðar meira um aðrar teg- undir. Þar sem öll þessi blóm eru á sama verði er farin sú leið að flokka ekki niður eftir tegundum. Staðirnir, sem teknir voru með í verðkönnunina á höfuðborgarsvæð- inu voru Gróðrarstöðin Mörk í Stjörnugróf, Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi í Kópavogi, Gróðrar- stöðin Birkihlíð, Dalvegi 32, Garða- mold, Hörgatúni 25, og Blómaval í Sigtúni. Fréttaritari DV í Hvera- gerði, Sigrún Lovísa, fór meðcd ann- ars í Blómaborg, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Grænu höndina og Snæfell. í Mörk kostar stykkið af sumar- blómunum 38 krónur en stjúpurnar eru seldar 24 í kassa á 790 kr., 32,90 stykkið. Birkiðhlíð er sömuleiðis með stykkið á 38 kr. en ekkert bakkaverð. Garðamold selur stykk- ið á 35 kr. en 20 stjúpur í bakka fást á 600 kr., 30 kr. stykkið. í Gróðrar- stöðinni Skuld kostar stykkið 40 kr. og þar er ekki bakkaverð. Blómaval selur stykkið af sumarblómunum á 38 kr. en stjúpurnar fást 20 í bakka á 699 kr„ 34,95 kr. stk., og 30 í bakka á 999 kr., 33,33 kr. stk. Snæfell og Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hvera- gerði eru með stykkið af sumar- blómunum á 37 kr. en hjá Ingi- björgu fást stjúpurnar 10 og 20 sam- an í bökkum á 35 kr. stykkið. Græna höndin er með ódýrasta bakkann af stjúpunum en þar fást þær 24 í bakka á 432 kr. eða 18 kr. stykkið. í stykkjatali kosta þær 37 kr. Garðyrkjustöðin Borg er með stykkið á 32 kr. en ekkert bakka- verð. -sv Sumarblóm Ó. Johnson og Kaaber. Nýjar umbúðir á afmælisári í tilefni af 90 ára afmæli Ó. John- son & Kaaber hefur fyrirtækið feng- iö helstu sérfræðinga í blöndun, smökkun og framleiðslu kaffis til fulltingis við sig til þess að gera við- eigandi úrbætur. Effir að gæðaátak- inu í framleiðslunni lauk hefur ver- ið unnið að því að bæta markaðs- færsluna. Nokkrar kannanir voru gerðar á framsetningarhæfi gamla pakkans og smekk neytenda og niö- urstaðan varð að hannaður hefur verið nýr pakki. Hann varð að hafa samnefnara fyrir allar tegundirnar, hafa eitthvert einkenni sem var sér- kenni Kaaber og höfðað hefur til viðskiptavina þess, pakkinn varð að sýna að innihaldið væri gæðakaffi, Nýjar umbúðir voru kynntar á fundi í vikunni. DV-mynd S hann varð aö bera af í útstillingu og vera í sýnilegum ytri umbúðum og þannig gerðum að auðvelt væri að pakka þeim. -sv Tími sumarblómanna er hafinn og voru garðyrkjumenn borgarinnar að skreyta fyrir sumarið þegar Ijósmyndari DV var á ferð á Austurvelli í vikunni. Hægt er að fá sumarblómin á mismunandi verði, ódýrast er að kaupa stjúp- ur, 20 til 30 stykki í bakka, og fást þær þannig á allt niður í 18 krónur stykk- ið. DV skoðaði verð á sumarblómum í Hveragerði og á höfuðborgarsvæð- inu. DV-mynd BG Fimm skammtar af grænmeti og ávöxtum á dag: Dregur úr hættu á hjartasjúkdómum - og mörgum tegundum af krabbameini „Rannsóknir síðustu ára hafa meðal annars sýnt að með því að borða ríflega af grænmeti og ávöxt- um megi draga úr hættu á hjarta- sjúkdómum og mörgum tegundum af krabbameini." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjarta- vernd, Krabbameinsfélaginu og Manneldisráði sem samein- ast nú í átaki til að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum. íslendingar borða mun minna af þessum vörum en æskilegt getur talist, hvort sem miðað er við ráðleggingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eða inn- lend manneldismarkmið. Hollusta þessara matvara er óumdeild. Meðalstór ávöxtur „Með yfirskrift átaks þ'essa, Borð- um grænmeti og ávexti - 5 á dag, er átt við að æskilegt sé að að borða að minnsta kosti 5 skammta af græn- meti, ávöxtum og kartöflum á dag. Hver skammtur er skilgreindur sem einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti (1 dl), 2-3 kartöflur eða 1 glas af hreinum ávaxtasafa. Hægt er að uppfylla skilyrðin um fimm skammta á dag á marga mismun- andi vegu, t.d. með því að fá sér glas af ávaxtasafa með morgunverðin- um, grænmetissalat með hádegis- verði, ávöxt síðdegis og soðnar kart- öflur og gulrætur eða annað grænmeti með kvöldverðin- um. Einnig má benda á að ekki sakar að borða meira af þessum matvörum og fá sér t.d. ávexti í eftirrétt. Bætiefni Hollusta grænmetis og ávaxta er meðal annars fólgin i ríkulegu magni af einstökum bætiefnum, einkum A-, C- og E- vítamínum og B-vítamíninu fólasíni, auk trefjaefna. Þessi efni eru öll tal- in eiga þátt í verndandi áhrifum þessara matvara gegn langvinnum sjúkdómum. Mikilvægi fólasíns fyr- ir konur á barneignaraldri hefur auk þess komið skýrar í Ijós hin síð- ustu ár þar sem rannsóknir hafa sýnt að rífleg fólasínneysla kvenna minnkar verulega líkur á alvarleg- um fósturskaða, hryggrauf eða heilaleysu. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.