Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 Aukablað um Miðvikudaginn 5. júní mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: Fánastangir, hellulagnir, grjót í görðum, sumar blómakörfur og ker, leiktæki, vatn í garðinum. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sehnu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugið ab síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 30. maí. TopP 4() Vllí| l r<i \ ÍSLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV Á HVERJUM LAUGARDEGi OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL.16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jon Axek Olafsson ÍSLENSKILISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á ÍSUNDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÓLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRAAFÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI USTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. (SLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT í VALI „WORLD CART“ SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS í LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ER í TÓNLISTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKK) AF BANDARlSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD. Menning Karlakórlnn Fóstbræður Fóstbræður á ellefu daga flakki Karlakórinn Fóstbræður hélt í gær utan í ellefu daga tónleika- ferö til Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Eistlands. Fjnstu tónleikarnir verða í kvöld í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þaðan er haldið til Sviþjóðar þar sem tónleikar verða í St. Jak- obs kirkju 2. í hvítasunnu og í Norrköping 28. maí. í Finnlandi verða tónleikar í Turku 30. maí og í Helsinki 1. júní. Síðustu tónleik- ar ferðarinnar verða svo í Tallin í Eistlandi 3. júní. Ethisskráin er að stærstum hluta íslensk, bæði sí- gild og nýrri tónlist en auk þess er sungið eftir skandinavísk, banda- rísk og japönsk tónskáld. Um þessar mundir er karlakór- inn Fóstbræður 80 ára en 70 ár eru síðan kórinn fór sína fyrstu söngför til útlanda vorið 1926. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson. Nýr Gangleri kominn út Tímaritið Gangleri, fyrra hefti 70. árgangs, er komiö út. Sem fyrr flytur Gangleri greinar um andleg og heim- spekileg mál. Alls eru 18 greinar í þessu hefti auk smáefnis. Timarit- ið hefur komið út sam- fellt frá árinu 1926. í vorheftinu eru m.a. greinar eftir Einar Að- alsteinsson um innri sátt, Steingrím Gaut Kristjánsson um tegerðarlist og zen, Yogi Amrit Desai um leyndarmál lífsham- ingjunnar, M.V. Nadiu um mannúðarstefnu gandhíismans og göm- ul grein eftir Sigvalda Hjálmarsson um gamla Sun. Norræn lestrarkeppni grunnskóla Nemendum grunnskóla á Norð- urlöndum verður boðið aö taka þátt í stóru norrænu lestrar- keppnini Mími. Markmið keppn- innar er að örva áhuga á norræn- um fagurbókmenntum meðal grunnskólanema á Norðurlönd- um. í október og nóvember verður keppt í hverju landi fyrir sig og sigurvegaramir keppa slðan til úrslita vorið 1997. Norræna ráð- herranefndin styrkir keppnina með 4,5 milljóna króna framlagi en Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt 2,5 milljónum í verk- efhið. Alþjóðlegi djassdagurinn á morgun - hátíö í Eyjum Alþjóðlegi djassdagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur á morgun í sjötta sinn. En það verður hins vegar í fyrsta sinn sem íslending- ar taka þátt í deginum með sér- stakri djasshátíð sem fram fer í Vestmannaeyjum annað kvöld. Þar verða saman komnir nokkrir af helstu djassgeggjurum lands- ,ins. Fram koma kvartett Ragnheið- ar Ólafsdóttir, kvartett Ómars Ax- elssonar, kvartett Hauks Grön- dals, tríó Ólafs Stephensens, tríó Tómasar R. Einarssonar, kvintett Steina Steingríms, Vinir Óla, hljómsveitin Bláin, Háeyrarkvin- tettinn og síðast en ekki síst kvar- tett Ann Farholt frá Danmörku. Ann er ein helsta djasssöngkona Norðurlanda. Ann og félagar munu svo leika og syngja í Leik- húskjallaranum í Reykjavík að kvöldi annars í hvítasunnu. Sumarsýning í Ásgrímssafni Opnuð hefur verið sumarsýn- ing í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Þar eru til sýnis 25 verk, olíumál- verk, vatnslitamyndir og teikn- ingar. I íbúð hans eru myndir við þjóðsögur eða með þjóðsagna- kenndu efni en í vinnustofu eru landslagsmyndir. Safnið verður opið á morgun en lokað á hvítasunnudag. Frá 1. júní verður þaö opið alia daga nema mánudaga, kl. 13-16, en frá 21. júní verður það einnig opið á mánudögum á sama tíma þar til sýningunni lýkur í lok ágúst. jr- . j Eitt málverka Ásgrfms Jónssonar, Eiríksjökull, málað f Borgarfirði 1947. Starfsstyrkir Hagþenkis til ritstarfa Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, hefur lokið veitingu starfsstyrkja og fyrri út- hlutun þóknana og ferða- og menntunarstyrkja sem félagið út- hlutar í ár. Starfsstyrkir tii ritstarfa voru veittir 17 höfundum upp á alls 2,3 milljónir króna en umsóknir bár- ust frá 27 höfundum um tæpar 6 milljónir króna. Tveir styrkir voru veittir til vinnslu fræðslu- og heimOdarmynda, alls 350 þúsund krónur. Hagþenkir hefur greitt 26 höfundum þóknun yegna ljósrit- unar úr verkum þeirra í skólum og 13 höfundar fengu ferða- og menntunarstyrki. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.