Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 11 I>V Vinnumenn taka lagið í Sumrinu fyrir stríð hjá Leiktélagi Sauðárkróks. Mynd PIB Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins: Sumarið fyrir stríð hjá Leikfélagi Sauðárkróks - sýnt í Þjóðleikhúsinu 2. í hvítasunnu Sýning Leikfélags Sauðárkróks á nýju leikriti Jóns Ormars Ormsson- ar, Sumarið fyrir stríð, hefur af Þjóðleikhúsinu verið valin athyglis- verðasta áhugaleiksýning leikárs- ins. Af því tilefni hefur leikfélaginu verið boðið að sýna verkið á stóra sviði Þjóðleikhússins 27. maí, á 2. í hvítasunnu. Aðeins verður um eina sýningu að ræða. Þetta er þriðja árið í röð sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi að sýna á stóra sviðinu. Er þetta gert til að vekja athygli á þeirri merku starfsemi sem unnin er af áhugaleikfélögum um land allt. Alls sóttu 7 leikfélög um að koma til greina að þessu sinni. Dómnefnd- inni þótti sýningarnar allar bera vott um dugnað og metnað en var einróma samþykk að velja Sumarið fyrir stríð hjá Leikfélagi Sauðár- króks. Leikstjóri verksins er Edda V. Guðmundsdóttir en það var frumsýnt á Sæluviku Skagfirðinga í lok april sl. Sumarið fyrir stríð segir í söng og leik frá einu sumri i íslensku byggð- arlagi á þriðja og fjórða áratugnum. Þetta er fjölmenn sýning með mik- illi tónlist, sem Rögnvaldur Val- bergsson stýrir. í umsögn dóm- nefndar kemur m.a. fram að upp- færslan sé dæmi um sérlega vel heppnaða áhugamannasýningu á skemmtUegu leikriti, þar sem tekist hafi að virkja hæfUeika allra þátt- takenda. Sterkur heildarblær sé á sýningunni, frammistaða leikenda prýðUeg og ótrúlega jöfn, þegar tek- ið sé tUlit til fjölda þátttakenda. Ekki spiUi ánægjunni að þetta sé nýtt íslenskt leikrit, sprottið úr sögu og menningu staðarins án þess þó að það rýri almennt skemmtana- gildi sýningarinnar á neinn hátt. Þær sýningar sem áður hafa ver- ið valdar athyglisverðustu áhuga- leiksýningar ársins og sýndar á stóra sviðinu eru Djöflaeyjan í upp- færslu Leikfélags Hornafjarðar (1994) og Kvennaskólaævintýrið hjá Freyvangsleikhópnum (1995). Sýning Leikfélags Sauðárkróks verður sem fyrr segir á 2. í hvíta- sunnu og hefst kl. 20. Miðasala er hafin á þessa einu sýningu. -bjb Nú styttist í að Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóöur og Háðvör fari með hið geysivinsæla leikrit Árna Ibsens, Himnaríki - geðklofinn gamanleik, á leik- listarhátíðina Bonner Biennale í Bonn í Þýskalandi. Ein sýning er fyrirhuguð 6. júní nk. Á hátíðinni verður allt það besta sem í boði er f nútíma ieiklist f Evrópu. Hér er hópurinn í Himnaríki sem fer til Bonn. Menning Alltaf má fá annað skip Leikritið Alltaf má fá annað skip, eftir Kristján Kristjánsson, er komið út á fjölrituðu handriti. Verkið var frumsýnt af Skagaleik- flokknum vorið 1993 og gerði hann víðreist með uppfærsluna, sýndi m.a. á leiklistarhátíðum áhuga- manna bæði í Danmörku og Sví- þjóð. Leikurinn gerist um borð í báti og segir frá nokkrum örlagaríkum dögum í lífi bátsverjanna. Handrit- ið er 45 síður á stærð í takmörk- uðu upplagi. Þeir sem hafa áhuga á að eignast verkið gefa haft sam- band í síma 431-3271. Ert (dú aS fara aS gifta þig eSa er einhver sem þú þekkir í giftingarhugleiSingum? Þá getur þú tekið þátt í þessum skemmtilega brúðkaupsleik þar sem tilvonandi brúðhjón geta unnið glæsileg verðlaun. Þátttakendur þýði og staðfæri þessa vinsælu amerísku hjátrú eða hefð sem flestar brúðir á Islandi spá mikið i fyrir stóru stundina. Notast skal við orðin gamalt, nýtt, lánað og blátt og skal merkingin eiga við brúðkaupið. SometHing oCdandsomething nezu, sometfiing borroiued and sometfiing 6Cue. Glæsilegir vinningar fyrir þau heppnu. Brúðarförðun hjá Versluninni FACE, Kringlunni. -%■ Ráðgjöf og hármeðferð fyrir brúðkaupið fyrir brúðina og brúðgumann og einnig hárgreiðsla fyrir bæði á sjálfan brúðkaupsdaginn hjá hársnyrtistofunni Kristu í Kringlunni. ^ Undirföt á brúðina frá versluninni Selenu í Kringlunni ^ 18 mynda brúðarmyndataka á Ljósmyndastofu Sigríðar Bachman dfc- Rómantískur kvöldverður fyrir 2 í Skíðaskálanum í Hveradölum. FACE 1 KRISTA Nafn brúðar:___________________ Nafn brúðguma:_________________ Heimilisfang:_______________ Póstnúmer:_______________Sími: Sendandi:______________________ Þátttökuseðlum skal skila til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík fyrir 3. júní. Merkt: Brúðhjón. Nöfn vinningshafa verða birt í DV laugardaginn 8. júní. Verð stgr. C 48. Verð stgr. i GR 1400 H: 85 B: 51 D: 56 cm • Kælir: 140 I. GR1860 H:117 B: 50 D: 60 cm Kælir: 140 Itr. Frystir: 45 Itr. GR 2260 • H:140 B: 50 D: 60 cm • Kælir:l 80 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR 2600 H:152 B: 55 D: 60 cm Kælir: 187 Itr. Frystir: 67 Itr. GR 3300 H:170 B: 60 D:60cm Kælir: 225 Itr. Frystir: 75 Itr. „j eldhúsið og sumarbústaðinn. ____ BRÆÐURNIR momssoK Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Umboósmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestflröir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungan/ík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröi.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.