Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 11 Menning Vinnumenn taka lagið í Sumrinu fyrir strfð hjá Leikfélagi Sauöárkróks. Mynd PIB Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins: Sumarið fyrir stríð hjá Leikfélagi Sauðárkróks - sýnt í Þjóðleikhúsinu 2. í hvítasunnu Sýning Leikfélags Sauðárkróks á nýju leikriti Jóns Ormars Ormsson- ar, Sumarið fyrir stríð, hefur af Þjóðleikhúsinu verið valin athyglis- verðasta áhugaleiksýning leikárs- ins. Af því tilefni hefur leikfélaginu verið boðið að sýna verkið á stóra sviði Þjóðleikhússins 27. maí, á 2. 1 hvítasunnu. Aðeins verður um eina sýningu að ræða. Þetta er þriðja árið í röð sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi að sýna á stóra sviðinu. Er þetta gert til að vekja athygli á þeirri merku starfsemi sem unnin er af áhugaleikfélögum um land allt. Alls sóttu 7 leikfélög um að koma til greina að þessu sinni. Dómnefhd- inni þótti sýningarnar allar bera vott um dugnað og metnað en var einróma samþykk að velja Sumarið fyrir stríð hjá Leikfélagi Sauðár- króks. Leikstjóri verksins er Edda V. Guðmundsdóttir en það' var frumsýnt á Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl sl. Sumarið fyrir stríð segir í söng og leik frá einu sumri í íslensku byggð- arlagi á þriðja og fjórða áratugnum. Þetta er fjölmenn sýning með mik- illi tónlist, sem Rögnvaldur Val- bergsson stýrir. í umsögn dóm- nefndar kemur m.a. fram að upp- færslan sé dæmi um sérlega vel heppnaða áhugamannasýningu á skemmtilegu leikriti, þar sem tekist hafi að virkja hæfileika allra þátt- takenda. Sterkur heildarblær sé á sýningunni, frammistaða leikenda prýðileg og ótrúlega jöfn, þegar tek- ið sé tillit til fjölda þátttakenda. Ekki spilli ánægjunni að þetta sé nýtt íslenskt leikrit, sprottið úr sögu og menningu staðarins án þess þó að það rýri almennt skemmtana- gildi sýningarinnar á neinn hátt. Þær sýningar sem áður hafa ver- ið valdar athyglisverðustu áhuga- leiksýningar ársins og sýndar á stóra sviðinu eru Djöflaeyjan í upp- færslu Leikfélags Hornafjarðar (1994) og Kvennaskólaævintýrið hjá Freyvangsleikhópnum (1995). Sýning Leikfélags Sauðárkróks verður sem fyrr segir á 2. í hvíta- sunnu og hefst kl. 20. Miðasala er hafin á þessa einu sýningu. -bjb Nú styttist í að Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör fari með hið geysivinsæla leikrit Árna Ibsens, Himnaríki - geðklofinn gamanleik, á leik- listarhátíðina Bonner Biennale í Bonn í Þýskalandi. Ein sýning er fyrirhuguð 6. júní nk. Á hátíðinni veröur allt það besta sem í boði er í nútíma leiklist í Evrópu. Hér er hópurinn í Himnarfki sem fer til Bonn. Alltaf má fá annað skip Leikrítið Alltaf má fá annað skip, eftir Kristján Kristjánsson, er komið út á fjölrituðu handriti. Verkið var frumsýnt af Skagaleik- flokknum vorið 1993 og gerði hann víðreist með uppfærsluna, sýndi m.a. á leiklistarhátíðum áhuga- manna bæði í Danmörku og Sví- þjóð. Leikurinn gerist um borð í báti og segir frá nokkrum örlagaríkum dögum í lífi bátsverjanna. Handrit- ið er 45 síður á stærð í takmörk- uðu upplagi. Þeir sem hafa áhuga á að eignast verkið gefa haft sam- band í síma 431-3271. ~~ :<¦¦¦,.: ¦'¦¦: : 'Sríuflqiupsíeilqir Ert þú aS fara ao gifta roig eoa er einhver sem þú þekkir í giftingarhugleioingum? Þá getur þú tekið JDátt í þessum skemmtilega brúðkaupsleik þar sem tilvonandi brúðhjón geta unnið glæsileg verolaun. Þátttakendur þýði og staðfæri þessa vinsælu amerísku hjátrú eða hefð sem flestar brúðir á Islandi spá mikið í fyrir stóru stundina. Notast skal við orðin gamalt, nýtt, lánað og blátt og skal merkingin eiga við brúðkaupið. >*--'>'< $ömrtfiin£ oíáandsovutfiing neiv, sometfiing II borrowtáandsometfángbíui. Glæsilegir vinnmgar fynr þau heppnu. ^ Brúðarförðun hjá Versluninni FACE, Kringlunni. ¦%¦ RáSgjöf og hármeofero fyrir brúSkaupiS fyrir brúSina og brúogumann og einnig hárgreiSsla fyrir bæoi á sjálfqn brúokaupsdaginn hjá hársnyrtistofunni Krístu í Kringlunni. ^fí" Undirföt á brúðina frá versluninni Selenu í Kringlunni ^ 18 mynda brúSarmyndataka á Ljósmyndastofu Sigríðar Bachman ^ff Rómantískur kvöldverour fyrir 2 í Skíoaslcálanum í Hveradölum. FAŒ & ,v'" KRISTA frr?*-\ Skíðaskállnn í Hveradölum Nafn brúðar: f?r; Nafn brúðguma: Heimilisfang:___ Póstnúmer:____ Sendandi:_____ Sími: ÞátttökuseSlum skal skila til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík fyrir 3. júní. Merkt: Brúðhjón. Nöfn vinningshafa veröa birt í DV laugardaginn 8. júní. GR 1400 • H: 85 B: 51 D: 56 cm • Kælir: 1401. GR1860 •H:117B:50D:60cm • Kælir: UOltr. • Frystir: 45 Itr. GR 2260 •H:140B:50D:60cm • Kælir:180ltr. • Frystir: 45 Itr. ..Jeldhúsið ogsumarbústaðmn. BRÆÐ U R N 1 R GR2600 •H:152 B:55 D:60cm • Kælir: 187ltr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 •H:170B:60 D: 60 cm • Kælir: 225 Itr. • Frystir: 75 Itr. 30RMSS0N Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Umboösmenn um and a111 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Ásubúð,Búðardal Vestfiróir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvfk.Straumur.ísafirði. Noröurland: Kf.Steingrímsfiarðar,Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.SauÖárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka.Akureyri.KEA, Siglufirði.ólafsfirði og Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfirðinga.Vopnafirði. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vfk, Neskaupsstað. Kf.Fáskrúðsfirölnga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsveili. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík. _____ ______ _______ ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.