Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 Spurningin Tekur þú lýsi eða vítamín? Jón Björnsson málarameistari: Nei, hvorugt. Anna Brynja Smáradóttir nemi: Ég tek lýsi reglulega. Agla Egilsson nemi: Ég tek fjölvít- a-mín. Margrét G. Andrésdóttir nemi: Ég tek vítamín. Guðjón Ingi Hauksson, grafískur hönnuður: Ég tek vítamín. Pálína Benjaminsdóttir, vinnur á veitingahúsi: Nei, hvorugt. Lesendur ASÍ-þingiö - marklaus skvaldursamkoma ASÍ-þing að störfum - síöasta marklausa skvaldursamkoman? Einar Kristjánsson skrifar: Það virðist ætla að taka íslenska launþega langan tíma að átta sig á því aö þeirra eigin samtök hafa ekki gert þeim lífíð bærilegra í kjaramál- um. í áratugi hefur sami lofsöngur- inn verið sunginn: launin skulu hækkuð og jöfnuður komast á milli atvinnugreina. Ekkert af þessu hef- ur gengið eftir. Fiskvinnslukonur og láglaunað afgreiðslufólk er nán- ast í sömu sporum. Iðnaðarmenn og sjómenn á stóru skipunum eru þeir einu í hópi púlsmanna sem standa upp úr launalega, enda í nánu sam- floti við vinnuveitendur sína um samninga alla og skiptakjör. Enn er haldið Alþýðusambands- þing. Efst á dagskrá er ekki lau- naumræða nema að litlu leyti held- ur kosning forseta ASÍ - svo mikiö hitamál að kæla verður þingheim niður með því að fara i hópferð á Austurvöll til að gera aðsúg að for- seta Alþingis og félagsmálaráð- herra. Menn hrópuðu köpuryrði að félagsmálaráðherra sem unnið hef- ur ýmis afrek í félagsmálakerfinu á skömmum tíma. Það er goldið með hrópum og hlátrasköllum úr miðj- um múgnum fyrir framan Alþingi. ASÍ-forustan gerir sér náttúrlega enga grein fyrir því að hún er á launum hjá umbjóöendunum, launafólki í landinu, sem geldur sína tíund hvort sem það hefur efni á eða ekki. Þar er ekki spurt um miða sem möguleika heldur einfald- lega sagt: Borgið, spyrjið svo - ef þið þorið. Og ASÍ-forustan er einfald- lega svo heppin að það eru fáir sem þora. Þess vegna gengur forkólfum launþegasamtakanna allt í haginn, gagnstætt hinum almennu launa- mönnum. Réttlát lagasetning á Alþingi um nýskipan í vinnumálalögjöfinni verður kveikjan að svívirðingum og hatrömmum ádeilum launþegafor- ustunnar á ríkisstjórnina. ASÍ-for- ustan veit sem er að þarna er verið að sýna hinum almennu launþegum lykilinn að frelsinu, undan áþján- inni sem hefur skyldað menn til að fara í verkföll að skipun fámennra stjórna verkalýðsfélaganna. Allar líkur eru á því að það ASÍ- þing sem nú situr og t.d. kýs gegn því að taka fyrir kosninga- og kjör- dæmamál, sem einn fulltrúinn af Austurlandi vjldi láta reyna á með tillöguflutningi á þinginu, verði síð- asta marklausa skvaldursamkoman af þessu tagi. Það rennur upp nýr tími og breyttur nái rikisstjórnin því markmiði að breyta ástandinu á vinnumarkaðinum í takt við það sem gildir í vestrænum ríkjum þar sem laun greiðast í samræmi við af- köst og launamenn njóta verka sinna i formi verðmæta sem skila sér til þeirra sjálfra, ekki til heillar hersveitar forustumanna fangabúða sem kallast verkalýðsfélög. ísland án kjarnorkuvopna Linda Lundbergsd. skrifar: Mörg undanfarin ár hefur það verið fastur liður í tilverunni að þegar ríkisstjórnir hafa verið mynd- aðar hefur nýr utanríkisráðherra skotist suður á Keflavíkurflugvöll og komið svo þaðan með þau tíðindi aö þar séu engin kjarnorkuvopn. Að vísu hef ég ekki orðið vör við þessa yfirlýsingu frá núverandi utanríkis- ráðherra, en hann hlýtur að hafa skroppið i bíltúr suður eftir eins og forverar hans. Og þar sem Halldór Ásgrímsson er með fádæmum traustur maður dreg ég ekki í efa aö hann hafi leitað af sér allan grun. En það er ekki nóg að stjórnmála- menn trúi því að ísland sé kjamor- kulaust land. Kjarnorkuvopn eru í eðli sínu slík ógnun gegn öllu lífi og siðmenningu að okkur ber skylda til, jafnt gagnvart sjálfum okkur sem öðrum, að berjast gegn tilveru þeirra með oddi og egg. Það sætir því nokkurri furðu að árið 1994 skuli fulltrúi íslands á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna hafa greitt atkvæði gegn tillögu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar í þá veru að tilvist kjarnorkuvopna yrði tekin til meðferðar hjá Alþjóðadóm- stólnum í Haag. Rökin fyrir tillög- unni voru þau að mannkyni stafaði slík hætta. af kjarnorkuvopnum að úr því þyrfti að fá skorið hvort til- vera þeirra sem slík væri ekki brot á mannréttindum allra jarðarbúa. Upplýsingar um það hvernig ís- lensk stjórnvöld vörðu í þessu til- felli atkvæði þjóðarinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum hafa ekki farið hátt, fyrr en nú að þær koma fram í bók Ástþórs Magnússonar, „Virkj- um Bessastaði". Hér var þó um svo mikilvæga tillögu að ræða að í raun hefði ríkisstjórn sú sem þá sat átt að leggja málið undir þjóðaratkvæði þannig að afstaða landsmanna mætti vera lýðum ljós. Ég efast ekki um það eitt andar- tak að sjónarmið þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar hefðu kolfallið í slíkri at- kvæðagreiöslu. Sennilega er þar fundin skýringin á því hversu leynt þetta mál fór. Ólafur Ragnar fyrir sjálfstæðismenn? Enginn í öllum Sjálfstæðisflokknum jafnoki Ólafs Ragnars? Gunnar Gíslason skrifar: Mér er minnisstætt lesendabréf eitt sem ég barði augum í DV ein- hvern tíma um miðjan síðasta mán- uð. Þar lét bréfritari að því liggja að Ólafur Ragnar Grímsson væri í for- setaframboði að undirlagi sjálfstæö- ismanna - hvorki meira né minna. Og athugi maður skoðanakannanir hlýtur nú eitthvað að vera til i þessu - a.m.k. sýnir fylgi frá 40-64% við Ólaf að allmargir kjósendur Sjálfstæðisflokksins styðja Ólaf til forseta. Eitt er þó víst: Sumir stjórnendur stórfyrirtækja hér á landi líta von- glaðir til Ólafs sem mun ekki verða síðri vöru- og þjónustukynnir fyrir íslenska framleiðslu en núverandi forseti. Það er þó með eindæmum að jafnoki úr hinum víðfeðma og sterka Sjálfstæðisflokki skuli ekki vera á lausu til að kljást við hinn væntanlega draumaprins á Bessa- stöðum. Mórallinn í kirkjunni H.J. skrifar: Eftir nýjustu útgáfu presta til fjölmiðla í hinu svonefnda bisk- upsmáli virðist sem mórallinn í kirkjunni sé sá að maður megi ekki bera hönd fyrir höfuð sér þótt hann sé borinn upplognum svívirðingum. Prestum verður tíðrætt um trúnaðarbrot. Að margra dómi er hið raunveru- lega trúnaðarbrot það að ráða- menn innan kirkjunnar demba til fjölmiðla ásökunum og óhróðri um yfirmann og samein- ingartákn þjóðkirkjunnar. Það sýnir ekki mikil heilindi gagn- vart samstarfsmanni og hefði verið sæmra að jafna ágreining þeirra innan eigin vébanda. Hvemig siðanefnd tekst svo að gera úlfalda úr mýflugu í dóm- arahlutverki sínu er sér kapít- uli. - Það er víst ekkert trúnað- arbrot að hennar dómi þegar kunnur prestur hér í borg held- ur einkafundi með aðila að þess- ari deilu? Nei, það mátti enginn um það vita! Allt er þetta mál hið undarlegasta og ekki til þess fallið að auka vegsemd kirkjunn- ar, og þaðan af síður hróður prestastéttarinnar. ESSO-skálinn á Seyöisfiröi Þorgeir G. Jónsson skrifar: Ekki vil ég trúa því að ESSO- skálanum hér á Seyðisfirði verði lokað. Ég er viss um að væri ekki Lottókassinn i SHELL-skál- anum hér í bæ þá væri óhætt að loka honum. - Ég reikna með að yfirmenn Olíuverslunar íslands gruni ekki hvaða þýðingu ESSO- skálinn hefur fýrir loðnu- og síldarsjómenn sem hingað koma. En málið er stærra. Það fólk sem missti vinnuna væri líkt og að segja upp svo sem 3000 manns í Reykjavík. Ennfremur: ísland er ekki bara Reykjavíkur-svæðið, því á landsbyggðinni býr þó fleira fólk en í Reykjavík einni. Og að lokum: Hvers vegna færir Olíuverslunin ekki aðalstöðvar sínar frá Reykjavík t.d. austur á Reyðarfjörð? Ómakleg ummæli Sighvatur hringdi: Ég er undrandi á þeim sem leggja því lið að ófrægja félags- málaráðherra, Pál Pétursson, einn ötulasta félagsmálaráð- herra hér um árabil og leysir mál þeirra sem minna mega sín bæði fijótt og vel. - í Alþýðublaö- inu sl. miðvikudag birtast á for- síðu eftirfarndi gífuryrði Frið- riks Sigurðssonar hjá Þroska- hjálp: „Væri gott að heyra frá Páli Péturssyni - ef hann er ekki of upptekinn við að stúta stéttar- félögum." - Ósmekkleg ummæli, ekki síst þegar ráðherrann tekur frumkvæði um framhaldsrekst- ur heimilis Þroskahjálpar. Jón hefði breytt miklu Gyða skrifar: Ég harma að Jón Baldvin Hannibalsson skyldi ekki fara í framboð til forseta íslands. Ég er viss um að framboð hans hefði breytt miklú, og alla vega dregið úr atkvæðafylgi Ólafs Ragnars Grímssonar, en það er einmitt brýn nauðsyn. Varla verður komið í veg fyrir það héðan af. Því miður. ■< Lýst eftir kvæöi Höskuldur hringdi: Hver man kvæði sem byrjar svona, eða inniheldur þessi vísu- orð: Sjö sinnum að sagt er mér/ syngi þetta versið hver/ þeim vil ég gefa sjö tunnur rauðagull? - Eða þá hvar þetta er á prenti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.