Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 13 Fréttir Óánægja meö tilkynningakerfi smábáta: Sniðið fyrir sjómenn sem sjá veðrið út um eldhúsgluggann DV, Flateyri: „Þetta er algjört rugl. Það var til dæmis áttræður maður á ísafirði sem ekki átti að fá að róa trillunni sinni vegna þess að hann hafði ekki rétta gerð af síma. Það gengur ekki lengur að trillusjómann séu með skífusíma," sagði Jón Kristinsson skipstjóri á Þorbjörgu ÍS frá Flat- eyri. Mikil óánægja er með hið nýja til- kynningarkerti þar sem smábátasjó- mönnum er gert að tilkynna sig inn á talhólf hjá Fiskistofu. Það sem sjó- menn setja helst fyrir sig er að þurfa að tapa róðrardegi ef ekki reynist veður til veiða eftir að þeir eru búnir að tilkynna sig á sjó. Ein- ungis mega líða tvær klukkustundir frá því að bátur tilkynnir sig úr höfn og þar til hann verður að vera kominn þangað aftur ef ekki á að missa róðrardag fyrir. „Við hér á Flateyri erum klukku- tíma út úr firði og ef við kíkjum út á 4-6 mílur erum við 3-4 tíma í ferð- inni reynist ekki veiðiveður. Kerfið er sniðið fyrir staði eins og Ólafsvík þar sem menn sjá veðrið út um eld- húsgluggann hjá sér. Fyrir okkur þýðir þetta aö töpum einum róðrar- degi af þessum þrettán sem við höf- um á róðrartímabilinu. Það er ekk- ert réttlæti í þessu kerfi. Báturinn hjá mér gengur 5 mílur svo það sér hver maðlgreindur maður að þetta gengur ekki upp fyrir mig,“ sagði Jón. GS Skipstjórarnir Guðbjartur Jónsson og Jón Kristinsson við bryggju á Flateyri í rjómablíðu. DV-mynd GS Bingóflug fellt niður Verður allt með felldu í kvöld - segir Hilmar Kristjánsson Flug Bingóferða og dönsku ferðaskrifstofunnar Whilborg Rejser frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og aftur til haka var fellt niður sl. þriðjudagskvöld eins og sagt var frá í DV á miðvikudag. Ástæðan var sú að sögn Hilmars Kristjánssonar forstjóra Bingó- ferða að íslenska samgönguráðu- neytið viðurkenndi ekki rétt dönsku ferðaskrifstofunnar til að selja farmiða tif íslendinga á ís- landi, „þótt hún megi selja farmiða úti um allan heim,“ eins og Hilm- ar orðar það við DV. Whilborg Rejser hefur nú fengið leyfi til að reka útibú hér á íslandi að sögn Hilmars en þar sem það lá ekki fyrir í tæka tíö fyrir síðasta flug var vélin afpöntuð. Næsta flug verður í kvöld, fostudagskvöld og að sögn Hilmars verður það með eðlilegum hætti þar sem öll leyfi eru fengin. -SÁ NÁTTHAGI Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi Eigandi Ólafur Njálsson Mikið úrval aftrjám og runnumfyrir sumarbústaðalðnd, skjólbelti og garða. Einnig ýmsar spes plöntur eins og alparósir, klifurplðntur, berjarunnar o.fl. Sími 483 4840 Fax 483 4802 ______( V e I k o m i n 1 sveitasœlustöBin a~~)__ DANMORK KAUPMANNAHÖFN Takmarkaóur sætafjöldi \ / Kirkja vígö á Djúpavogi: Líkist helsta staðartákni Djúpavogs - Búlandstindi DV, Djúpavogi: Það var mikill hátíðisdagur á Djúpavogi sunnudaginn 19. maí þeg- ar biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, vígði nýja kirkju á staðn- um. Fjöldi fólks var viðstaddur at- höfnina víðs vegar að af landinu og fullt út úr dyrum, en kirkjan tekur 200 manns í sæti. Sóknarpresturinn, séra Sjöfn Jó- hannesdóttir, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Kór Djúpavogs- kirkju söng við undirleik og stjórn Ericu Jaszay. Erica og Lazlo Juhasz léku á gítar og fiðlu og Thorvald Gjorde á orgel. Vígsluathöfnin var þrungin stolti, kærleika og samhug. Það er ekki auðvelt fyrir lítinn söfnuð að koma upp svo glæsilegri kirkju eins og hér um ræðir en fyrir samstöðu íbúa og dugnað sóknarnefndar tókst það á tæpum fimm árum. t ræðu sóknarprests og frá sóknarnefnd komu fram sérstakar þakkir til biskups fyrir mikinn skilning og velvilja í garð Djúpavogskirkju. Kirkjan er teiknuð af Birni Krist- leifssyni arkitekt. Grunnflöturinn er 300 m2 og minnir lögun hennar á helsta staðartákn Djúpavogs, Bú- landstind. Allar innréttingar eru unnar hér í fjórðungnum. Má þar nefna altari, predikunarstól og hurðir sem unnið er úr lerki úr Hallormsstaðarskógi. Krossinn yfir altari er að hluta úr austfirsku bergi, unninn í Álfasteini, Borgar- firði. Úr gömlu kirkjunni koma skírnarfontur og númeratafla eftir listamanninn þekkta, Ríkarð Jóns- son. Safnaðarheimili er á lofti kirkj- unnar og eftir vígsluna fóru gestir þangað og þáðu veitingar sem kven- félagskonur reiddu fram af glæsi- brag. -HEB Kirkjukór Djúpavogskirkju og prestar sem voru við vígsluna - Davíð Baldursson prófastur, Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum, Vigfús Ingvarsson, Egilsstöðum, Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, Sigurður Kr. Sigurðsson, Höfn, séra Yrsa Þórðardóttir og Carlos Ferrer, Fáskrúðsfirði. DV-myndir Hafdís HVORA LEIÐ MEÐ FLUGVALLASKATTI NÚ SELT Á ÍSLANDI WIHLBORG REJSER, SÍMI: 567 8999 SUND JAKKINN eru kemnir VERSLUN SLYSAVARNAFÉLAGSINS OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 1 3:00 TIL 1 7:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.