Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Page 15
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 15 Ólafur Ragnar - trúverðugur og hugaður frambjóðandi mars sl. um refsiaðgerðir Samein- uðu þjóðanna gegn írak. í þættinum komu fram nokkrir mætir menn, þar á meðal úr við- skiptalífinu. Flestir þeirra höfðu einhverjar efasemdir um réttmæti þessara refsiaðgerða, sem að sögn Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa þegar kostað líf 500.000 barna En kappinn okkar sýndi engan bilbug á sér og mælti kokhraustur með áframhaldandi þátttöku íslands í þessum aðgerð- um. Börnin í írak, þ.e.a.s. þau sem enn eru á lífi, ætlast auðvitað ekki til þess að prófessorinn og forseta- frambjóðandinn fómi sjálfum sér í baráttunni gegn Saddam Hussein. Þau hljóta að þakka Ólafi fyrir að mega deyja í þágu góðs málstaðar og í nafni Sameinuðu þjóðanna. Ég nefndi aðeins tvö dæmi um hetjudáðir og trúverðugleika frambjóðanda okkar. Ég hvet alla sem meta framlag Ólafs Ragnars Grímssonar í þágu hinna gildu afla að kjósa hann til forseta. Ég hef þegar skorað á ríkissaksókn- ara að finna Ólafi Ragnari verðug- an sess meðal jafningja. Elías Davíðsson Ólafur Ragnar Grímsson í framboöi til forseta íslands. - ....hef þegar skorað á ríkissaksóknara að finna Ólafi Ragnari verðugan sess meðal jafningja," segir Elías í lok greinar sinnar. Margir efast um kosti Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta. Mér finnst þó ekki maklegt að núa honum um nasir að hafa byggt upp frama sinn innan Alþýðu- bandalagsins. Er Alþýðubandalag- ið eitthvað verri stökkpallur fyrir höfðingja en önnur samtök? Sum- ir telja honum einnig til lasts aö hafa hitt Ceaucescu hinn ill- ræmda. En var Ceaucescu dug- minni glæpamaður en aðrir stjórnmálaleiðtogar um víða ver- öld? Þar sem Ólafur er litillátur mað- ur, fellur það í hlut okkar hinna að greina frá afrekum hans í þágu vestrænna gilda. Eftirfarandi dæmi ættu að sanna svo ekki verð- ur um villst að Ólafi Ragnari sé fulltreystandi til að þjóna hinum gildu öflum. Kjallarinn Elfas Davíðsson tónskáld „Ólafur Ragnar hugsar stórt, eins og heimsborgara er tamt. íslenska þjóðin er að vísu gagnlegur stökkpallur til þess að verða forseti, en hún má ekki þvælast fyr- ir hernaðarhagsmunum NATÓ.“ Varnarskjöldur Ólafur Ragnar hefur m.a. beitt sér fyrir því að aðeins trúverðug ríki ráði yfir kjarnorkuvopnum. Af skiljanlegum ástæðum og af einskærri hógværð hafði hann ekki hátt um þessi góðverk. Hann tjáði mér þó fyrir nokkru ótta sinn um að kjarnorkuvopn kynnu að verða útlæg ger með úrskurði Al- þjóðadómstólsins í Haag (málið er þar nú til meðferðar). Allir vita að kjarnorkuvopn eru mannúðlegri en önnur tortímingarvopn. íbú- arnir i Hiroshima og Nagasaki hljóta að dásama Ólaf fyrir fram- lag sitt til friðarmála. Hann virðist einnig óttast að ís- land kunni að banna umferð kjarnorkuknúinna kafbáta á Norð- ur-Atlantshafinu. Þröngsýnir menn hugsa aðeins um hagsmuni þjóðar sinnar, t.d. ef kjarnorkuslys á höfum úti skyldi eyðileggja fiski- mið íslendinga. Ólafur Ragnar hugsar stórt, eins og heimsborg- ara er tamt. íslenska þjóðin er að vísu gagnlegur stökkpallur til þess að verða forseti en hún má ekki þvælast fyrir hernaðarhagsmun- um NATÓ. Frelsishetja Ólafi Ragnari er einnig treystandi til að standa vörð um frelsi okkar. Nýlega sannaði hann staðfestu sína og djörfung þegar hann réðst með munnsöfnuði á Saddam Hussein. TO. þess þarf augsýnilega bæði yfirburðaþekk- ingu og talsvert hugrekki, einkum á íslandi. Þetta gerði hann í um- ræðuþætti í Ríkisútvarpinu 17. Sjúbídú í frumskógum Evrópu Ekki lentu íslendingar meðal efstu þjóðanna í Eurovision söngvakeppninni í ár. 13. sætið er ekki svo galið, en flestir höfðu þó eflaust vonast eftir meiru. Að mínu mati voru bæði lag og flutn- ingur með ágætum og hefði lagið átt að fafla í kramið í fleiri lönd- um en raun bar vitni. Úrslitin komu mér þó reyndar ekki á óvart. Ég held að lagið hefði feng- ið mun fleiri stig ef textinn hefði ekki skotið yfir markið. Hann sýn- ir að íslendingar eru rammvilltir í frumskógum Evrópu, þ.e. frum- skógum evrópskrar menningar. Herferð Evrópusambandsins Ég hef áður rakið mikilvægi þess að þekkja þjóðmenningu þeirra landa sem maður á við- skipti við og sést það vel á Eurovision söngvakeppninni. Ég tek það fram að eftir 2 ára búsetu í Bandaríkjunum er ég mjög hrif- inn af því landi og bandarískri popp- og djassmúsík. Það slær ef- laust í gegn á íslandi að syngja um bandarískar popp- og djassstjörn- ur fyrri tíma. Gallinn er bara sá að það slær ekki í gegn í Evrópu. I fyrsta lagi eru Evrópubúar margir hverjir næsta fáfróðir um bandaríska menningu og stór- stjörnur, a.m.k. miðað við okkur íslendinga. Bandarísk popptónlist er þar mun minna spiluð en á ís- landi og fæstir vita mikið um Hollywoodstjörnurnar. Ég ætlaði Kjallarinn Bjarki Jóhannesson áhugamaður um dægurtónlist og starfar í Svíþjóð að skipulagsmálum t.d. eitt sinn að slá um mig með því að segja sænskum vinnufélög- um mínum að íslendingur hefði keypt húsið af Roy Rogers. Andlit þeirra urðu eitt spurningarmerki. Þeir höfðu aldrei heyrt um Roy Rogers, átrúnaðargoð flestra ís- lenskra stráka á sjötta áratugnum. Ef ég vil lesa um amerískar stjöm- ur hefur mér reynst betra að fletta upp í íslenskum blöðum en t.d. sænskum eða breskrun. í öðru lagi hefur Evrópusam- bandið hafið mikla herferð til að styrkja evrópska menningu á kostnað þeirrar bandarísku, sem þykir fullumfangsmikil í evrópsku sjónvarpi. Hefur verið lagt til að a.m.k. helmingur alls sjónvarps- efnis í löndum ESB verði að vera evrópskur. Vert er að veita því at- hygli að íslenska lagið fékk ekkert stig frá Frakklandi, Hollandi eða Belgíu, þar sem stefnumál ESB eru keyrð hvað harðast. Hin „harölínulöndin", Þýskaland og Lúxemborg, voru ekki meðal kepp- enda. Ekki fékk ísland heldur stig frá Bretlandi, sem oft hefur gefið okk- ur mörg stig. Bretar eru að vísu ekki iðnir í að framfylgja reglum ESB, en þegar ég bjó þar varð ég var allmikillar andstöðu gegn bandarískri menningu. ísland og útlönd Við stílum upp á að fá stig frá sem flestum löndum, og eflaust var meiningin að setja fram al- þjóðlegan texta sem allir gætu skilið eitthvaö í. Stigagjöfin virð- ist þó oft ráðast af öðru en gæðum laganna, og þá er ekki nóg að skipta heiminum í ísland og út- lönd. í öllum viðskiptum verður að þekkja inn á menningu þeirra landa sem maður skiptir við og Eurovision er bara eitt dæmi um það. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að eltast við ein- hverja Eurovision lagaformúlu, enda er hún að mínu mati ekki til, eins og norski sigurinn í fyrra sýnir. Betra hefði hins vegar verið að minna hefði skflist af textanum, og vafalaust hefðu íslenskar stór- stjörnur á borð við Ragga Bjarna og Hauk Morthens sómt sér þar eins vel og bandarísku stórstjörn- urnar Frankie og Louis. Eflaust hefðu þeir einnig fært okkur fleiri stig. Bjarki Jóhannesson „Vert er aö veita því athygli að íslenska lagið fékk ekkert stig frá Frakklandi, Hollandi eða Belgíu, þar sem stefnumál ESB eru keyrð hvað harðast. Hin „harð- línulöndin“, Þýskaland og Lúxemborg, voru ekki meðal keppenda.“ Með og á móti Á að brjóta upp samkomu' lag sjávarútvegsráðherra við smábátaeigendur? Treysti Alþingi „Samkomulagið sem ráðherra gerði við smábátaútgerðina, án þess að ræða það við kóng eða prest, er undarlegt hafandi það í huga að smá- bátar hafa sí- fellt verið að sækja stærri hlut af kök- unni í tak- mörkuðum þorskkvóta á undanfömum árum. Kaka smábátaeig- gerðarstjórl. enda hefur stækkað og stækkað á meðan meira og meira hefur verið geng- ið á hlut þeirra sem hafa verið í aflamarki. Mér finnst með ólík- indum að ráðherra skuli hafa gert þetta samkomulag. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þess- um gjörningi. Maður veltir fyrir sér á hvaða ferðalagi hann er. Ég ætla að Alþingi muni hafa þrek og þroska til að stöðva þetta. Ef samkomulagið fer í gegnum þingið eins og ráðherrann lagöi þaö fyrir yrði það atlaga gagn- vart þeirri fiskveiðistjórnun sem við höfum búið við á undanförn- um árum. Ef það væri skoðað út í hörgul hvað smábátarnir hafa verið að draga til sín á undan- förnum árum, stærri og stærri hluta, yrði slíkt mjög fróðlegt fyrir flesta. Kerfið sem við lifum í er ekki flóknara en það að ef einn fær meira af þessari köku fær annar minna.“ Samkomulag um veiðar smábáta „Það er farsælast fyrir alla að- ila, fyrst málum er svo komið sem raun ber vitni, að samkomu- laginu verði í engu hróflað og Al- þingi afgreiði það með þeim hætti sem sjávarútvegsráðherra lagði þaö íyrir. Samkomulagið er enginn lokasannleikur eða end- anleg lausn allra mála. Það gerði sjávarútvegsráðherra sér fulla grein fyrir jafnt sem fulltrúar smábátaeig- enda þegar viðræðum lauk. Þær lag- færingar sem þarf að fram- kvæma er hægt að gera í rólegra and- rúmslofti síðar _ en það er ekkl formaður Lands- heillavænlegt sambands ís- að ætla að ^^rdaasmábá,a' ganga til þeirra verka með allan ofursæ- greifaaðalinn jamlandi og grenj- andi á þingmönnum. Ég ber fyllsta traust til Alþingis í mál- inu og trúi ekki öðru en að það fari óslasað í gegnum löggjafar- samkomuna. Það er risaskref í þá átt að ná friöi um deiluna um veiðar smábátaflotans. Þar er tekið á fjölmörgum atriðum sem við höfum bent á tfl fjölda ára að sé nauðsynlegt að breyta og bæta. Það skondna við öll lætin í ofursægreifunum er hins vegar að þeir hafa ekki bent á aöra lausn. Sú ábending þeirra að setja allar trillur á kvóta hittir þá sjálfa fyrir - sú lausn yrði þeim dýrari en samkomulagið." -Ótt Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.