Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 27 íþróttir KSI-klúbburinn KSÍ-klúbburinn, sem er fé- lagsskapur til stuðnings íslenska landsliðinu í knattspyrnu, ætlar að hittast fyrir leik íslendinga og Makedónlu sem fram fer á Laug- ardalsvelli 1. júnl. Klúbbburinn er opinn ölum góðum knatt- spyrnuáhugamönnum og í ár verður mikið um dýrðir hjá klúbbnum. Skráning í KSÍ-klúbbinn og all- ar nánari upplýsingar veita Þór- ir Jónsson í síma 569 9347 og GSM 89.6 1625 og Steinar Guð- geirsson í síma 587 0771. Húsasmiðjuhlaup FH Húsasmiðjuhlaup FH fer fram á laugardag. Keppt verður í hálf- maraþoni, 10 km hlaupi, klukk- an 12.15 við Húsasmiðjuna og einnig verður boðið upp á 3,5 km skemmtiskokk frá sama stað klukkan 13 og frá Húsasmiðj- unni Skútahrauni í Hafnarfirði frá klukkan 14. Allir fá verðlaunapening og boð- ið er upp á veitingar. Skráning er frá klukkan 10 á hlaupadag. Elin fær styrk Nokkur fyrirtæki í Hafnar- firði, Sundsamband íslands, Sundfélag Hafnarfjarðar og ólympíunefnd íslands hafa ákveðið að fjármagna undirbún- ing Elínar Sigurðardóttur, sund- konu úr Hafnarfirði, til að gera henni kleift að ná lágmörkum fyrir ólympíuleikana í sumar. Stuðningurinn nemur 730.000 krónum. Fyrirtækin sem styðja Elínu eru: Hafnarfjarðarbær, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Vélsmiðja Péturs Auðunssonar, Glerborg, Fjöru- kráin og íslensk matvæli. England sigraði Englendingar lögðu Kíverja að velli, 0-3, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Pek- ing i gær. Nick Barmby opnaði marka- reikning sinn með enska lands- liðinu og skoraði tvívegis og Paul Gascoigne skoraði þriðja markið. Grant úr leik Nú er ljóst að Horace Grant leikur ekki meira með Orlando í úrslitakeppni NBA. Grant meiddist á olnboga í fyrsta leikn- um gegn Chicago og þarf að hvíl- ast til að fá sig góðan. Þriðji leikur Chicago og Or- lando fer fram í Orlando annað kvöld en í nótt leika Utah og Seattle á heimavelli Utah. All Star liðin All Star liðin í NBA voru út- nefnd í gær. í liði eitt eru: Mich- ael Jordan og Scottie Pippen frá Chicago, Anfernee Hardaway, Orlando, Karl Malone, Utah og Davið Robinson, SA Spurs. í liði númer 2 eru: Shawn Kemp, Seattle, Grant Hill, Detroit, Hakeem Olajuwon, Houston, Gary Payton, Seattle og John Stockton, Utah. íþriðja liðinu voru menn eins og Charles Barkley, Phoenix og Shaquiile O'Neal, Orlando./ AIK bikarmeistari AIK tryggði sér í gær sigur í sænsku bikarkeppninni þegar liðið lagði Malmö, 1-0. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 en AIK gerði út um leik- inn eftir 12 mlnútna leik I bráða- bana. Pasta á undan öllum mat Það skiptir miklu máli hvað íþróttamenn setja ofan í sig. Mörg lið eru oft með sérþarfir þegar matur er annars vegar. Kýpurmenn eru engin undantekning I þeim efhum. Þeir vih'a pasta I öll mál á undan aðalmálsverðinum. Jón Arnar Ingvarsson og félagar hans í íslenska iandsliðinu unnu mikilvægan sigur á Kýpur f Laugardalshöllinni í gærkvöld. Jón Arnar komst ágætlega frá sínu í leiknum og átti nokkrar gullfallegar sendingar sem gáfu stig í lokin. I kvöld mæta íslendingar íruin og er ástæöa til aö hvetja fólk til aö fjölmenna og styöja viö bakiö á liöinu. Meö sigri ætti liöiö aö veröp í góöum málum fyrir leikina sem veröa um helgina. DV-mynd Brynjar Gauti Stórleikur Teits á lokakaflanum - þegar ísland vann mikilvægan sigur á Kýpur, 70-61 íslenska landsliðið I körfuknatt- leik stendur vel að vígi þegar tveim- ur umferðum er lokið á Evrópumót- inu í Laugardalshöllinni. í gær- kvöld sigruðu íslendingar lið Kýpur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokakaflanum. Lokatölur urðu 70-61 eftir að staðan I hálfleik var jöfn, 29-29. Þar með hafa íslendingar unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu og lofar framhaldið góðu. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik gegn Kýpur eftir sig- ur þeirra gegn írum í fyrrakvöld. Fyrri hálfleikur var einkennilegur og um leið leiðinlegur á að horfa. Kýpurmenn voru sökudólgarnir en þeir héngu á boltanum og nýttu sér 30 sekúndurnar til hins ýtrasta. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að svæfa Islendinga og virtist það ætla að takast en íslendingum tókst að snúa við blaðinu áður en I óefhi fór. Bæðin liðin léku sterkar varnir lengstum en þó hefðu íslendingar mátt vera grimmari í varnarfráköst- unum. íslendingar byrjuðu leikinn með tveimur þriggja stiga körfum en eftir það var löng bið að sjá slík skot rata ofan í körfuna. Leikurinn var I járnum frá byrj- un og það var ekki fyrr en á lokamínútum hans að leiðir skildi. Þegar íslendingar keyrðu upp hrað- ann voru Kýpurmenn skildir eftir. Það var meira en þeir réðu við. Teitur Örlygsson skoraði sjö stig á mikilvægum kafla og kom þar með sigrinum í örugga höfn. Mikilvægur leikur gegn írum í kvöld Sigur íslenska liðsins var sál- fræðilegur sterkur og hlýtur að hvetja menn til dáða I næstu leikj- um. í kvöld mætir liðið írum og með sigri er liðið í góðum málum. Það er þvi brýn ástæða fyrir áhorf- endur að fjölmenna í Höllina I kvöld og hvetja íslendinga til sigurs. Teitur Örlygsson hafði sig lítið I frammi framan af en sýndi síðan glæsileg tilþrif á lokakaflanum. Guðmundur Bragason var einnig drjúgur og Jón Arnar Ingvarsson átti frábærar sendingar á kaflanum margumrædda. Skytturnar héldu sig á motrunni lengstum, kannski að spara sig fyrir leikinn i kvöld. -JKS Island-Kýpur (29-29) 70-61 0-2, 6-4, 6-10, 15-10, 15-18, 25-21, 26-24, 29-27, (29-29). 33-35, 35-39, 39^3, 41-47, 45-50, 51-51, 58-54, 61-59, 65-59, 69-60, 70-61. Stig íslands: Teitur Örlygs- son 16, Guðmundur Bragason 15, Hjörtur Harðarson 11, Herbert Arnarson 8, Guðjón Skúlason 6, Jón Arnar Ingvarsson 6, Helgi Jónas Guðfinnsson 5, Hermann Hauksson 3. Villur: Island 22, Kýpur 25. Skotnýting: ísland 57%, Kyp- ur 56%. 3ja stiga körfur: ísland 19/6, Kýpur 13/3. Fráköst: ísland 31, Kýpur 29. Dómarar: Hengel, Lúxem- borg, Fassen, Hollandi, ágætir. Áhorfendur: Um 250 Stórsigur Dana á Lúxemborg Danir voru ekki í vandræðum með Lúxemborg og sigruðu þá stórt, 105-72. Danir hafa unnið báða leiki sína á mótinu eins og íslendingar en hafa betra stiga- hlutfall. írar lentu í erfiðleikum gegn Albaníu en höfðu þó sigur, 97-77. Þriðja umferð verður leikin I dag. Lúxemborg-Albanía kl. 16, Danmörk-Kýpur kl. 18 og Is- land-írland kl. 20. -JKS Staðan Danmörk 2 2 0 204-137 Island 2 2 0 166-124 4 írland 2 1 1 169-161 2 Kýpur 2 1 1 145-143 2 Albanía 2 0 2 142-195 0 Lúxemborg 2 0 2 135-201 0 Stórlið fylgjast með í Höllinni Evrópumótið í Höllinni er eina stórmót ársins á vegum FIBA. Útsendarar nokkurra liða. í Evrópu hafa boðað komu sína á mótið til að fylgjast með leik- mönnum. Aðstoðarþjálfari ný- bakaðra Evrópumeistara Pan- athinaikos var á leikjum í Höll- inni í gærkvöld. -JKS Mótið kostar fimm milljónir Að halda stórmót á borð við Evrópumótið í körfubolta kostar sitt. Að sögn Péturs Sigurösson- ar, framkvæmdastjóra KKÍ, kost- ar mótshal'Hð sambandið I kringum fimm milljónir. Á móti kemur einhver styrkur frá Al- þjóðasambandinu. -JKS Sjálfboðaliðar koma við sögu Það þarf vaskan hóp sjálfboða- liða til ýmissa verkefha á Evr- ópumótinu í körfubolta. Stór hluti þeirra vinnur við tölfræði sem er mjög vel unnin í alla staði. Þeir sem að henni koma eiga lof fyrir góða vinnu. Alls vinna um 35 sjálfboðaliðar á mótinu. -JKS „Erfið fæðing" Þetta var erfið fæðing en Kýp- urmenn héngu á boltanum og gerðu leikinn leiðinlegan. Það var varla að maður svitnaði í fyrri hálfleik. Leikskipulag þeirra fór í taugarnar á okkur en þar var fyrir öllu að hrista þá af sér í lokin," sagði Teitur Örlygs- son eftir leikinn. „Þetta var sætur sígur en leik- urinn í kvöld við íra verður hreinn úrslitaleikur upp á fram- haldið. Kýpurmenn léku leiðin- legan bolta gegn okkur," sagði Jón Kr. Gísláson þjálfari. „Þaö var gott að vinna en mótherjinn var ekki skemmtileg- ur. Það skiptir mestu að leika hratt gegn svona liði og það tókst undir lokin," sagði Herbert Arnarson eftir leikinn. -JKS OPIÐ GOLFMÓT Opna Grindavíkurmótið veröur haldið á Húsatóftavelli í Grindavík sunnudaginn 26. júní. Fyrirkomulag: Punktakeppni 7/8 punktar. Verölaun verða veitt fyrir fimm efstu sætin. Nándarverölaun verða á 9/18 holu. Einnig verðlaun fyrir lengsta teighögg «.>,. á1/10. Skráning er hafin í síma 426-8720 Styrktaraöili: Sportbúö Óskars Verið velkomin Mótanefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.