Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 Afmæli Hilmir Jóhannesson Hilmir Jóhannesson, bókavörður við Sjúkrahús Skagfirðinga, Víði- grund 3, Sauðárkróki, er sextugm1 í dag. Starfsferill Hilmir er fæddur á Húsavík og ólst þar upp. Hann lærði mjólkur- fræði á Húsavík og í Danmörku 1961-62. Hilmir starfaði við mjólkuriðnað á Húsavík til 1964, í Borgamesi 1964-72 og á Sauðárkróki 1972-77. Hann fór þá að vinna við Sjúkra- samlag Sauðárkróks og starfaði þar til 1990 og hefur veriö bókavörður við Sjúkrahús Skagflrðinga frá 1991. Hilmir hefur verið í ýmsum nefndum Sauðárkrókskaupstaðar frá árinu 1978. Hann hefur verið bæjarfulltrúi fyrir K-listann, óháð ffamboð, frá 1990. Hilmir hefúr fengist töluvert við skemmtiþátta- gerð og leikritasmíð og liggja eftir hann mörg verk: Sláturhúsið hrað- ar hendur, Ósköp er að vita þetta, Gullskipið, Karlmenning- arneysla, Hinn þögli meirihluti, Hvað held- urðu maður, Það sem aldrei hefur skeð og Sjálfslýsing. Þessi verk hafa flest verið sýnd á Sauðárkróki en sum þeirra á ýmsum öðram stöðum á landinu. Fjölskylda Hilmir kvæntist 27.12. 1957 Huldu Jónsdóttur, f. Hilmir Jóhannesson. 3.4. 1937, húsfreyju og dagmömmu. Foreldrar hennar: Jón Guðmunds- son, f. 13.1. 1904, síðar skrifstofu- maður hjá Samvinnufelagi útgerð- armanna i Neskaupstað, og Guðrún Pétursdóttir, f. 25.12. 1897, húsfreyja og verkakona. Þau skildu, Guðrún bjó á Húsavík. Þau era bæði látin. Böm Hilmis og Huldu: Guðrún Sigríður Hilmisdóttir, f. 22.3. 1956, verkfræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, hennar maður er Gunnar Sigurjónsson, starfsmað- ur Einkaleyfisstofnunar, þau eru búsett í Reykja- vík og eru böm þeirra Elínborg Hufda og Jó- hannes Hilmir; Jóhannes, f. 2.12. 1959, tæknifræð- ingur hjá Ericsson, hans kona er Ásta Emma Ing- ólfsdóttir tæknifræðing- ur, þau era búsett í Kaup- mannahöfn og er dóttir þeirra Telma Huld; Eirík- ur, f. 5.4. 1963, tónlistar- maður og kennari, hans kona er Bergrún Ingimarsdóttir, starfsmaður í apóteki, þau eru bú- sett á Sauðárkróki og eru börn þeirra Bríet Arna Jóhannesdóttir, Ingimar Heiðar, Hilmir Örn og Ma- len Rún. Systur Hilmis: Kristín Jóhannes- dóttir, látin, húsfreyja, hennar mað- ur var Þorlákur Guðgeirsson, lát- inn, bólstrari, þau vora búsett í Reykjavík og eignuðust fimm böm; Svanhildur Jóhannesdóttir, hús- freyja og verkakona, hennar maður var Jón Hannesson, flugvirki og verkamaður, þau skildu, þau eiga einn son, Svanhildur er búsett í Reykjavík; Guðrún Jóhannesdóttir, húsfreyja, hennar maður er Jón Guðgeirsson læknir, þau er búsett í Garðabæ og eiga fjögur böm; Ingi- björg Jóhannesdóttir, fyrrverandi ráðskona, hennar maður er Gísli Gíslason hrúarsmiður, þau eru bú- sett á Mið-Grund í Blönduhlíð, Akrahreppi í Skagafirði, þau eiga eina dóttur. Foreldrar Hilmis: Jóhannes Ár- mannsson, f. 1900, d. 1959, verka- maður, og Ása Stefánsdóttir, f. 1896, d. 1972, húsmóðir. Þu bjuggu á Húsavík. Hilmir tekur á móti gestum í Tjarnarbæ á Sauðárkróki frá kl. 20 á afmælisdaginn, fostudaginn 24. maí Helga Gimnlaugsdóttir Helga Gunnlaugsdóttir húsmóðir, Dvalarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, áður til heimilis að Geislagötu 39 á Akureyri og siðar Laugargötu 3 á Akureyri, er níræð í dag. Fjölskylda Helga er fædd í Klaufhabrekku- koti í Svarfaðardal og ólst þar upp i foreldrahúsum. Hún fluttist með foreldrum sínum til Ólafsfjarðar þegar hún var 17 ára. Helga giftist 23.12. 1928 Sveini Tómassyni, f. 30.7. 1904 á Bústöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði, fyrrverandi slökkviliðsstjóra á Ak- ureyri. Foreldrar hans: íómas Páls- son, bóndi á Bústöðum, og kona hans, Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir húsfreyja. Börn Helgu og Sveins: Anna Þórey Sveinsdóttir, f. 16.9.1929, hús- móðir, gift Hreini Hreinssyni, f. 6.6. 1929 í Hrísey, skipstjóra, þau eru búsett í Reykjavík og eiga fimm börn, Lenu Maríu, Helgu, Hrein Andrés, Svein Birgi og Ernu Báru; Gunnlaugur Búi, f. 24.2. 1932, varð- stjóri á Slökkvistöð Akureyrar, kvæntur Signu Hallberg Hallsdótt- ur, f. 4.8. 1933, skrifstofumanni á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, þau eru búsett á Akureyri og eiga þrjú böm, Ólaf Búa, Höllu Sigurlin og Helgu Hólmfriði; Tómas Heiðar, f. 13.2. 1941, viðskiptafræðingur, kvæntur Rannveigu Sigurðardóttur, f. 6.4.1940, kennari, þau eru búsett í Sviþjóð og eiga tvö böm, Maríu og Tómas Breka. Helga á tuttugu og eitt langömmubam og eitt langa- langömmubam. Systkini Helgu: Guðlaug, látin, húsfreyja, hennar maður var Magnús Ingimundar- son, látinn, þau voru bú- sett á Ólafsflrði og eign- uðust þrjú böm; Jón, lát- inn, vélstjóri á Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og víðar en síðast í Reykjavík, hans kona er Guöbjörg Magnúsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, þau eiga tvö böm en Jón átti eitt bam fyrir; Björn, starfsmaður i frystihúsinu á Dalvík, hans kona var Ingibjörg Valdimarsdóttir, látin, húsfreyja, þau eignuðust fjögur börn, Björn er búsettur á Dal- vík; Anna, dó ung, ógift og barnlaus; Halldór, bifreiðarstjóri og lögreglu- maður á Dalvík, hans kona var Snólaug Valdimarsdóttir (systir Helga Gunnlaugsdóttir. Ingibjargar, konu Björns), látin, húsfreyja, þau eignuðust þrjú böm, Halldór er búsettur á Dalvík; Pálína, hús- freyja, hennar maður er Marinó Viborg, verk- stjóri, þau eru búsett í Reykjavík og eiga einn son. Foreldrar Helgu voru Gunnlaugur Jónsson, bóndi í Klaufabrekkna- koti í Svarfaðardal, og kona hans, Hólmfríður Björnsdóttir, þau bjuggu síðar á Ólafsfirði. Helga tekur á móti gestum að Dvalarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17 á Akureyri, laugardaginn 25. mai frá kl. 14.30. Elsie Sigurðardóttir í afmælistilkynningu um Elsie Sigurðardóttur í DV í gær var farið rangt með skírnarnafn eig- inmanns hennar. Hið rétta er að hann heitir Teitur Jensson. Hlutaðeigendur era beðnir vel- virðingar. Bragi Jónsson Bragi Jónsson verslunarmaður, Akraseli 39, Reykjavík, er sjötugur í dag. Fjölskylda Bragi er fæddur að Brekku í Að- aldal og ólst þar upp. Hann gekk í Laugaskóla. Bragi starfaði hjá Hörpu í þrjú ár og í þrjátíij og flmm ára vann hann hjá Sambandinu. Kona Braga er Guðrún Magnús- dóttir, f. 16.5. 1924, starfsmaður í mötuneyti Frjálsar fjölmiðlunar, DV. Foreldrar hénnar: Magnús Árnason járnsmiður, Litladal i Eyjafirði og síðar á Akureyri, og Snæbjörg Aðalmundardóttir hús- freyja, þau eru bæði látin. Synir Braga og Guðrúnar: Ragnar Bragason, rafvirki, hans kona er Kristín Ólafsdóttir, þau era húsett í Reykjavík; Magnús Jón Bragason bifreiðarstjóri, hann er búsettur í Reykjavík; Ómar Geir Bragason bif- reiðarstjóri, hann er búsettur í Reykjavík. Stjúpsonur Braga og sonur Guðrúnar: Bjartmar Hrafn Sigurðsson verkamaður, hann er búsettur í Reykjavík. Bragi og Guð- rún eiga þrjú barnabörn. Systkini Braga: Ingvi Karl; Tryggvi; Elín Rannveig; Guðrún; Þórður; Kristján; Bergvin, látinn; Áslaug Nanna, látin. Foreldrar Braga: Jón Bergvins- son, bóndi, Brekku, Aðaldal, og Margrét Sigurtryggvadóttir hús- móðir. Ætt Jón er sonur Bergvins, b. á Brekku, Þórðarsonar, b. á Hrauni, Jóhannessonar, b. á Geiteyjar- strönd, Þorsteinssonar, bróður Hans, langafa Dóru Þórhallsdóttur, eiginkonu Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta og móður Þórhalls Ásgeirsson- ar ráðuneytisstjóra. Móðir Jóns var Elínborg Jónsdóttir, b. á Björgum, Einarssonar, b. í Svartárkoti, Ás- mundssonar, bróður Helga á Skútu- stöðum, forfóður Skútustaðaættar- innar. Margrét er dóttir Sigurtryggva, b. á Litluvöllum í Bárðardal, bróður Friðriku, móður Jón Sigurgeirsson- ar, skólastjóra á Akureyri. Aukin aðsókn að námskeiðum íþrótta- og tómstundaráðs: Krakkar í biðröð allt að 4 tíma Hér skemmta hressir krakkar sér á einu af þeim fjölmörgu námskeiö- um sem boöiö er upp á hjá ÍTR í sumar. „Það hefur verið mikið spurt frá því að skráning hófst," sagði Skúli Skúlason hjá Iþrótta- og tómstunda- ráði. Skráning í sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar hófst síðastlið- inn laugardag. Hefur verið mikil aðsókn í ýmsa liði þess og dæmi eru um krakka sem biðu fjórar klukkustundir til þess að skrá sig á reiðnámskeið. Sumarstarflð er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 16 ára. Það samanstendur af ýmiss konar íþróttum, útivist og almennu æskulýðstarfl en einnig eru kynnt- ar skemmtisamkomur ungs fólks. Aldrei hefur verið meira fram- boð á námskeiðum og er talið að um 4000 pláss verði í heildina í sumar. Þá hafa ÍTR og Skólaskrif- stofa Reykjavíkurborgar tekið sam- an höndum um að samræma þjón- ustu sína fyrir böm á aldrinum 6 til 9 ára sem felst í eins konar sam- runa á heilsdagsskóla og leikja- námskeiðum. Gefinn hefur verið út bæklingur sem dreift er til foreldra barna sem fædd era 1980 til 1991 og koma þar fram allar helstu upplýsingar um námskeiðin svo aö enginn ætti að þurfa að vera aðgerðalaus í sumar. -SF Til hamingju með afmælið 24. maí 85 ára Jón Friðriksson, Miðstræti 24, Neskaupstað. 80 ára Halldór Kristinsson, Hombrekkuvegi 7, Ólafsflrði. 75 ára Finnbogi Ólafsson, Skólastíg 14a, Stykkishólms- bæ. 70 ára Elísabet Vigfúsdóttir, Klapparstíg 1, Hvammstanga. Anna Sigriður Vigfúsdóttir, Þiljuvöllum 30, Neskaupstað. Hrefna Jónsdóttir, Byggðavegi 138a, Akureyri. Þóra S, Þórðardóttir, Neshagá 10, Reykjavík. Ingibjörg Pála Jónsdóttir, Ásvallagötu 5, Reykjavík. Dóróthea Theódórsdóttir, Klausturhólum 2, Skaftár- hreppi. Jón Rafn Oddsson, Hlíðarvegi 34, ísaflrði. 60 ára Erla Guðrún Kristjánsdóttir, Engjavegi 26, Selfossi. Svavar Steingrímsson, Sóleyjargötu 10, Vestmanna- eyjum. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Seftjörn 20, Selfossi. Þórunn Ámadóttir húsmóðir, Efstasundi 77, Reykjavík. Hallbjöm R. Kristjánsson, Húnabraut 20, Blönduósi. Sveinn Björnsson, Reynimel 82, Reykjavík. 50 ára Birgir Davíðsson (á afmæli 26. 5.), verk- stjóri í Kassagerð Reykjavikur. Skipasundi 61, Reykjavík. Kona hans er Inga Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Rafveituheimilinu, Elliðaárdal, frá kl. 18 til 20 á afmælisdaginn. Álfheiður Erla Þórðardóttir, Holtabrún 8, Snæfellsbæ. Ásta Gottskálksdóttir, Réttarholti 5, Selfossi. Þorsteinn Bergmann Ein- arsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Sigríður Thoroddsen, Borgargeröi 18, Stöðvarflrði. Hreinn Kjartansson, Rangárseli 18, Reykjavík. HaHdór Ármannsson, Brekkugötu 19, Vogum. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 25. maí eftir kl. 18. Hallgerður Jónsdóttir, Hólabergi 80, Reykjavík. Ema Pétursdóttir, Fjarðarási 28, Reykjavík. Bryndís Gróa Jónsdóttir, Melteigi 22, Keflavík. Leifur Jóelsson (á afmæli 25. 5.), Vesturgötu 17, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 24. maí í húsi Geðhjálpar að Öldugötu 15 frá kl. 15 til 17. 40 ára Guðný Runólfsdóttir, Öldugötu 42, Hafnarfíröi. Marta Ámadóttir, Stigahlíð 37, Reykjavík. Unnur Árnadóttir, Sólvöllum 7, Akureyri. Rúnar Guðbrandsson, Ásvallagötu 16a, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.