Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 28
^K -fr 36 FOSTUDAGUR 24. MAI 1996 Jón Baldvin hefur greinilega hrist upp í forsetakosningunum. Að finna upp Jón Baldvin „Ef íslensk stjórnmál hefðu ekki Jón Baldvin Hannibalsson þyrftum við að finna hann upp." Birglr Hermannsson, í DV. Hvaða skoðun hafa f orsetaframbj óðendur? „Ég tel að þjóðin eigi heimt- ingu á því að heyra hvaðforseta- frambjóðendur segja og hvaða skoðun þeir hafa. Þeir þurfa einnig að svara fyrir ýmislegt sem þeir hafa sagt." Einar K. Guðfinnsson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Fyrst og fremst mann- kostir „Það er verið að kjósa um hug- lægt mat á meintum mannkost- um einstaklinga í forsetakjöri fyrst og fremst." Lúðvík Bergvinsson, f Tímanum. Pólitískt blöff „Það eru bara pólitísk blöff á þessu þingi og menn eru orðnir hundleiðir á því." Birgir Björgvinsson, fulltrúi á ASÍ- þingi, íTímanum. Engar framfarir „Eg átti von á því að framfar- irnar hefðu orðið meiri. Ég sé sama og engan mun." Sigurður Grétarsson, knattspyrnuþjálf- ari og leikmaður, í DV. Hundar hafa reynst vel í heim- skautaferðum. Lengsta sleðaferðin Lengsta ferð á hundasleðum, sem algerlega var óháð öðrum farartækjum, var farin þvert yfir Grænland, frá vestri til austurs, 1738 km, 18. júní til 5. september 1934. Ferðalangarnir voru Mart- in Lindsay höfuðsmaður, sem seinna var aðlaður, Arthur S.T. Godfrey, Andrew N. Croft og hundar þeirra, 49 talsins. Blessuð veröldin Fyrsta hnattferð með viðkomu á báðum heimskautum Fyrstir til að sigla umhverfis heiminn með viðkomu á báðum heimskautum urðu Sir Randolph Fiennes og Charles Burton. Leið- angur þeirra, The British Trans- Globe expedition, lagði af stað frá Greenwich 2. september 1979, kom til suðurskautsins 17. des- ember 1980, norðurskautsins 11. apríl 1982 og aftur til Greenwich 29. ágúst 1982 og hafði leiðangur- inn þá lagt að baki 56.325 kíló- metra. Súld og skúrir Skammt norður af Skotlandi er 995 mb. lægð sem þokast norðaust- ur. í dag verður hæg breytileg' eða norðaustlæg átt. Dálítil súld verður með köflum við austurströndina, Veðrið í dag þokuloft við norðurströndina en annars þurrt að mestu, þó hætt við síðdegisskúrum suðvestanlands. Hiti 4 til 14 stig. A höfuðborgarsvæðinu er hæg breytileg átt, skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum. Hiti 6 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.08 Sólarupprás á morgun: 3.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.19 Árdegisflóð á morgun: 11.56 Veðriö kl 6 í morgun: Akureyri alskýjao 5 Akurnes skýjaö 8 Bergsstaðir þoka i grennd 6 Bolungarvík skýjaó 5 Egilsstaöir rigning og súld 4 Keflavíkurflúgv. þoka í grennd 8 Kirkjubkl. léttskýjaó 3 Raufarhófn þokumóöa 4 Reykjavík skýjað 7 Stórhöfði rign. á síö.klst. 6 Helsinki léttskýjað 14 Kaupmannah. rigning 9 Ósló súld 9 Stokkhólmur léttskýjaö 10 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam rign. á sío.klst. 13 Barcelona heiðskírt 15 Chicago léttskýjaö 9 Frankfurt skýjað 14 Glasgow mistur 9 Hamborg rign. á síð.klst. 12 London rigning 12 Los Angeles hálfskýjað 17 Lúxemborg þokumóóa 12 Madríd heiðskírt 12 París skýjað 13 Róm Valencia heiðskirt 12 New York alskýjað 20 Nuuk skýjað 5 Vín skýjaö 14 Washington alskýjaó 23 Winnipeg Heiðskírt 3 Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÚA: Hef verið talsmaður færri og stærri eininga í atvinnulífinu DV, Akuieyri: . „Eúis og staðan er í fyrirtækinu þessa dagana er alls ekki hægt að tala um normalt ástand. Þar spila bæði inn í fyrirhuguð sala á hluta- bréfum bæjarins í fyrirtækinu og einnig viðræðurnar við Samherja um samneiningarmálin," segir Björgólfur Jóhannsson, fjármála- stjóri og settur framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Maður dagsins Björgólfur er Grenvíkingur sem lauk stútendtsprófi frá MA árið 1977 og prófi á endurskoðunar- braut viðskiptafræðideildar Há- skóla íslands árið 1982. Hann varð löggiltur endurskoðandi og starf- aði við slík störf tíl ársins 1992 er hann réðst til ÚA. Um sameiningarviðræðurnar við dótturfyrirtæki Samherja seg- ir Björgólfur að menn séu aUtaf að Björgólfur Jóhannsson. DV-mynd gk hittast og ræða málin og hann sé bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila jákvæðum árangri. „Ég hef verið talsmaður færri og stærri eininga í atvinnulífinu og þetta gæti verið einn þáttur í slikri þró- un," segir Björgólfur. Hann viðurkennir fúslega að vera svokallað „félagsmálafrík". „Ég var mikið í knattspyrnu og siðan í blaki sem leikmaður, þjálf- ari og dómari og þjálfaði m.a. bæði landsliðin okkar auk þess að vera formaður Blaksambandsins um tíma. Síðan söðlaði ég um, settist í byggingarnefnd KA þegar ráðist var í byggingu íþróttahússins, settist í aðalstjórn og er nú for- maður handknattleiksdeildar fé- lagsins. Það er ekki tími fyrir meira en þó stunda ég svolítið stangaveiði á sumrin. Mest veiði ég í Laxá í Aðaldal með góöum veiðifélaga, Árna Pálssyni, og konan mín fer einnig með stundum. Hún heitir Málfríður Pálsdóttir, heimavinn- andi kennari, og við eigum tvær dætur, Sólveigu Kristínu, 6 ára, og Steinunni Helgu, 4 ára. Myndgátan Island vann öruggan sigur á Lúx- emborg í fyrrakvöld og er myndin frá þeim leik. ísland-írland í körfubolta Keppni i forriðli í Evrópu- meistarmótinu í körfubolta held- ur áfram og eru þrír leikir á dag- skrá. Siðastur leikjanna í dag er viðureign íslands og írlands sem hefst kl. 20.00. Bæði þessi lið stefna að áframhaldandi þátt- töku þannig að það verður ör- ugglega um spennandi viöureign að ræða. Riðlakeppninni hér á landi lýkur á sunnudaginn. íþróttir Það verður mikið um að vera í fótboltanum í kvöld. í 1. deild kvenna fara fram þrlr leikir. Á Akranesvelli leika ÍA og ÍBA, í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Breiðblik og á Valsvelli leika Valur og KR, þessir leikir hefjast allir kl. 20.00. Þá verða leiknir tíu leikir í mjólkurbikarnum og fara þeir fram vítt og breitt um landið. Bridge í síðasta mánuði var spilað Dan- merkurmót kvenna í tvímenningi og næsta öruggir sigurvegarar voru Anne Britze og Marianne Rasmus- sen. Þær fengu 357 stig í plús en parið í öðru sæti 266 stig í plús. Sig- ur þeirra kom nokkuð á óvart, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess að Anne Britze hafði ætlað sér að spila í keppninni með öðrum spila- félaga, Inger Jarnit. Daginn fyrir mótið forfallaðist Inger og Mari- anna hljóp í skarðið með nánast engum fyrirvara. Menn höfðu á orði að Anne og Marianne hefðu á stund- um grætt á því hve lítið þær hefðu rætt saman um ýmsar stöður. í danska bridgeblaðinu er þetta spil úr keppninni tilgreint sem dæmi. Sagnir gengu þannig með Danmerk- urmeistarana í AV, NS á hættu og suður gjafari: * 97652 » K8732 * G * 52 * KD4 » DG104 * ÁD1052 * D N * ÁG1083 *Á9 ?73 * G863 Er á hælum innbrotsþjófs Myndgátan hér að ofan lýsir orötaki "65 ? K9864 * ÁK10974 Suður Vestur Norður Austur pass 14- pass 1* 2* Dobl p/h Anne Britze sat i vestur og dobl- ' aði tveggja laufa sögn suðurs til að sýna þriggja spila stuðning i spaða („support double"). Rasmussen taldi að doblið væri til refsingar og pass- aði samstundjs. Útspil vesturs var spaðakóngur sem sagnhafi trompaði og spilaði strax tígli. Anne drap á drottninguna, spilaði trompdrottn- ingunni og tryggði þannig að spilið færi tvo niður. Vörnin fékk tvo hjartaslagi, þrjá tígulslagi, tígul- trompun og einn til viðbótar á tromp. Þar sem NS voru á hættu, gaf 500 fyrir AV hreinan topp þar sem það var betri tala en AV gátu fehgið fyrir úttektarsamning (game). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.