Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 32
Alla laugardaga Vertu viðbúin(n) vinningi! Vinnh 23 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu e&a vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tókum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 24. MAI 1996 Akureyri: Bóndinn laus úr gæsluvarðhaldi Akureyri: Ábúandinn að Steinsstöðum í "'Öxnadal, sem setið hefur i gæslu- varðhaldi á Akureyri undanfarnar vikur vegna gruns um aðild að and- láti systur sinnar, var látinn laus í gær. Sl. föstudag krafðist sýslumanns- embættið á Akureyri mánaðarfram- lengingar varðhalds yfir bóndanum auk þess sem honum yrði gert að sæta geðrannsókn. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði manninn í varðhald til dagsins í dag og hafnaði kröfunni um geðrann- sókn. Þeiiri úrskurði var áfrýjað til hæstaréttar en þar var ákvörðun héraðsdóms staðfest. Bóndinn mun ávallt við yfir- heyrslur hafa neitað aðild að and- láti systur sinnar sem lést á heimili hans. Samkvæmt heimildum DV voru áverkar á höfði konunnar hins vegar þesg eðlis að grunur beindist að því að bróðir hennar hefði átt þátt í andlátí hennar. Málið mun verða sent ríkissaksóknara sem tek- ur ákvörðun um áframhaldandi málsmeðferð. -gk Reykjanesbraut: Tekinn á 136 Keflavíkurlögreglan tók i gær fjóra ökumenn sem höfðu freistast til að aka of hratt á Reykjanesbraut- inni. Sá sem greiðast ók var á 136 kílómetra hraða, hinir þrír voru á yfir 120 kílómetra hraða. -GK Ólafur Ragnar Grímsson: Afþakkar boð um að tína rusl og f laka fisk Allir forsetaframbjóðendur nema Ólafur Ragnar Grímsson munu hefja umhverfisátak Ungmennafé- -^-4ags íslands laugardaginn 1. júní nk. með sófnun rusls í Grafarvogi. Á sama tíma gangsetur Vigdís Finn- bogadóttir átakið á Álftanesi. Ólafur Ragnar afþakkaði boð UMFÍ þar sem hann verður á kynningarferð um Snæfellsnes þennan dag. Forsetaframbjóðendunum barst einnig boð um að hefja árlega fisk- flökunarkeppni á hafnarbakkanum i Reykjavík á vegum Fisktækni hf. Keppnin hefst að morgni laugar- dagsins 1. júní. Vegna ferðarinnar um Snæfellsnes hefur Ólafur Ragn- ar sömuleiðis afþakkað boð Fisk- tækni. Forráðamenn fyrirtækisins ákváðu því að aflýsa þátttöku fram- bjóðenda í upphafi keppninnar en , -^eir áttu að etja kappi saman í fisk- ílökun. -bjb ÞEIR VERÐA ÞÁ ALLIR RUSLI NEMA OLAFUR RAGNAR! <^s L O K I Alþýðusambandið rambar á barmi klofnings: Vona að menn átti sig - segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur „Auðvitað óttast ég að til klofn- ings ASÍ geti komið ef menn átta sig ekki á þvl að andstæðingarnir eru ekki í okkar röðum heldur vinnuveitenda. Ef menn átta sig ekki á þessu er Alþýðusambandið í mikilli hættu. En vissulega vona ég að menn átti sig og að til klofn- ings komi ekki," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, í samtali við DV í morgun vegna þeirra at- burða sem áttu sér stað í gær þeg- ar reynt var að ýta verslúnar- mönnum út úr öllum ráðum og nefndum á þingi sambandsins. „Ég vona að það fólk sem hefur verið með miður góð vinnubrögð á þinginu átti sig á því þegar 70 pró- sent þingfulltrúa taka undir þau sjónarmið sem ég var að kynna í ræðu minni, þegar upp úr sauð og mælirinn var fullur með kjörinu í varamiðsrjórn, að svona vinnu- brögð ganga ekki. Þetta er verst fyrir verkalýðshreyfinguna sjálfa," sagði Magnús L. Magnús segir að þessi hópur, sem vinnur gegn verslunarmönn- um á þinginu, sé fulltrúar félaga Verkamannasambandsins. Það eru einmitt þeir sömu menn sem ásaka Magnús L. og verslun- armenn um að hafa komið í veg fyrir að Hervar Gunnarsson færi í framboð til forseta. Magnús var spurður hvort atburðir gærdags- ins væru ekki bein afleiðing þessa. „Það voru ekki verslunarmenn sem stóðu að því að Hervar hætti við. Verslunarmenn komu ekki nálægt þeim deilum sem urðu vegna forsetakjörsins. Ég hafna því að hafa komið þar nærri, bendi raunar á að fulltrúi yerslun- armanna, Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir, var 1. varaforseti ASÍ en ég sætti mig við það í kjörnefndinni að hún færði sig í 2. sætið til að setja niður deilur sem voru uppi," sagðiMagnús L. „Það er hópur manna úr Verka- mannasambandinu sem opnar ekki munninn án þess að vera með skítkast í forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, auk -þess að hnýta í verslunarmenn. Þessir menn láta eins og andstæðingur verkalýðshreyfingarinnar sé ekki Vinnuveitendasambandið heldur forysta ASÍ. Þetta er stóra hættan fyrir samtökin," sagði Magnús L. Sveinsson. Sjá nánar á bls. 2 -S.dór Ær ein hjá Stefáni Aðalsteinssyni á Dj'úpavogi bar tveimur lömbum á dögunum en hafði alltaf áður verið einlembd. Þá brá svo við að ærin vildi ekki sjá annað lambið sem kallað er Botni. Stefán byrjaði þá að I gefa Botna pela. Á heimilinu er tíkin Tinna, fimm ára, sem hefur átt I hvolpa. Tinna fór að gefa sig að lambinu sem lauk með því að hún gekk Botna litla í móðurstað. Botni byrjaði á að sjúga Tinnu og er hreint stórkostlegt að sjá til þeirra. Tíkin stendur eins og ærnar gera og Botni fær sér sopa, Helgi Snær Ómarsson fylgist spenntur með. DV-myndir Hafdís Ástþór Magnússon: Tilkynnir framboð til forseta í dag Ástþór Magnússon hefur boðað til blaðamannafundar í Hótel Valhöll á Þingvöllum í hádeginu 1 dag. Sam- kvæmt heimildum DV mun hann tilkynna þá ákvörðun sina að fara í framboð til embættis forseta ís- lands. Ástþór vildi ekkert segja sjálfur um málið þegar DV ræddi við hann i gærkvöldi nema hvað að tilskilinn fjöldi meðmælenda væri kominn úr öllum kjördæmum. Ekk- ert væri því til fyrirstöðu að skila listunum til dómsmálaráðuneytis- ins i dag. Ástþór er fimmti frambjóðandinn og líklegt að þeir verði ekki fleiri þar sem Guðmundi Rafni Geirdal hefur gehgið. treglega að safna með- mælendum til þessa. -bjb Samræmdu prófm: Slakastur árang- ur á Vestfjörðum Meðaleinkunn í samræmdu próf- unum í ár er lægst á Vestfjörðum og hefur hún verið það að jafnaði und- anfarin fjögur ár, að þvi er fram kemur í upplýsingum frá Rann- sóknastofnun uppeldis- og mennta- mála. Bestur árangur í öllum náms- greinunum náðist í Reykjavík. Meðaleinkunn á landinu öllu var hæst í ensku eða 7, í íslensku var meðaleinkunnin 5,8, í dönsku 6,3 og í stærðfræði 5,5. Stúlkur standa sig betur en piltar í öllum námsgreinunum fjórum, ís- lensku, stærðfræði, dönsku og ensku. -IBS Veðrið á morgun: Skýjaö með köflum Horfur eru á hægri austlægri eða norðlægri átt. Þokusúld verður við norðaustur- og aust- urströndina en annars skýjað með köflum. Hætt er við síðdeg- isskúrum á Suðvesturlandi. Hiti verður 3 til 7 stig í þoku- loftinu við austur- og norðaust- urströndina en annars 6 til 14 stiga hiti, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands. Móttaka á brotajárni allan sólarhringinn ^Lsími 581-4757 ¦éölHRINGRÁS ¦ ~ ENDURVINNSLA brother tölvu-límmiöa-prentari Nýbýlavegi 28 - £ * >ORT imi &í>4-444. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.