Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi forsetaframbjóðendanna: Ólafur enn með meiri- hluta en Pétur sækir á Ólafur Ragnar Grímsson nýtur enn fylgis meirihluta kjósenda sem næsti forseti íslands. Hann er með tvöfalt meira fylgi en næsti forseta- frambjóðandi á eftir sem er Pétur Kr. Hafstein. Pétur hefur sótt í sig veörið og Guðrún Agnarsdóttir hef- ur skotist upp fyrir nöfnu sína Pét- ursdóttur. Þetta eru helstu niður- stöður nýrrar skoðanakönnunar DV sem gerð var í gærkvöldi á fylgi forsetaframbjóðenda. Fimm frambjóðendur verða í slagnum um Bessastaði fyrir kosn- ingamar 29. júni nk. Auk ofan- greindra er það Ástþór Magnússon sem bættist í hópinn sl. föstudag. Hann hafnar I síðasta sæti í könn- uninni. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggöar, sem og kynja. Spurt var: „Fimm eru í framboði til embættis forseta íslands. Þeir eru, í stafrófs- röð: Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein. Hvem af þessum frambjóðendum kýst þú?“ Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 52,3 prósent Ólaf Ragnar, 26,6 pró- sent nefndu Pétur, 10,3 prósent sögðust styðja Guðrúnu Agnars- dóttur, 8,7 prósent Guðrúnu Pét- ursdóttur og 2,1 prósent nefndu Ástþór Magnússon. Aðrir voru að' sjálfsögðu ekki nefndir, enda ekki fleiri í framboði. Svipað hlutfall óákveðinna Alls tóku 71,3 prósent úrtaksins afstöðu i könnuninni sem þýðir að tæp 29 prósent era óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Þetta em svipuð hlutföll og í síð- ustu könnun DV 16. apríl sl. en enn meiri ákveðni en í marskönnun- inni þegar rúmur helmingur úr- taksins tók ekki afstöðu. Sé tekið mið af úrtakinu öllu þá fékk Ólafur Ragnar 37,3 prósenta fylgi, Pétur Kr. Hafstein 19 prósent, Guðrún Agnarsdóttir 7,3 prósent, Guörún Pétursdóttir 6,2 prósent og Ástþór Magnússon 1,5 prósent. Frá því DV gerði könnun í apríl sl. hefur aðeins framboð Ástþórs bæst við. Guðmundur Rafn Geirdal er sem kunnugt er ekki lengur inni í myndinni. Guðrún P. fellur um tvö sæti Miðað við síðustu könnun hefur forysta Ólafs Ragnars minnkað úr 61 prósenta fylgi í 52,3 prósent, samkvæmt þeim sem afstöðu tóku. Pétur Kr. Hafstein sækir mest í sig Guðrún Agnarsdóttir upp fyrir nöfnu sína Pétursdóttur Fylgi forsetaframbjóðendanna niðurstaða skoðanakönnunar DV - Skoðanakönnun mars '96 Skoðanakönnun apr. '96 veðrið og fer upp í annað sætið með 26 prósenta fylgi, var síðast með 11,5 prósent í þriðja sæti, þá nýbúinn að tilkynna framboð. Guð- rún Agnarsdóttir bætir við sig frá síðustu tveimur könnunum DV og fer upp fyrir nöfnu sína með ríflega 10 prósenta fylgi. Fall Guðrúnar Pétursdóttur frá síðustu könnun í apríl er hlutfallslega mest. Hún var þá með 14 prósenta fylgi en fer úr öðm í fjórða sæti með 8,7 prósenta fylgi. Ástþór kemur inn með 2 pró- sent en hefur aldrei áður mælst í könnunum DV. Kynin skipta um skoðun Sé litið á niðurstöður forseta- könnunar DV eftir kynjum njóta Ólafur Ragnar og Ástþór áberandi meira fylgis meðal kynbræðra sinna á meðan stuðningur við Pét- ur Kr. Hafstein og Guðrúnu Péturs- dóttur er svipaður. Konur eru fjöl- mennari í stuðningsmannahópum þeirra en karlar. Konur virðast helst ætla að kjósa Guðrúnu Agn- arsdóttur og mælast rúm 60 pró- sent af hennar liði. Þetta em tals- verðar breytingar frá aprílkönnun- inni. Þá naut Pétur afgerandi meiri stuðnings á meðal karla og Guðrún Pétursdóttir hjá konum. Þá vom konur sömuleiðis fjölmennari á bak við Guðrúnu Agnars. Körlum í liði Ólafs Ragnars hefur fjölgað um Fylgi frambjóðenda eftir kynjum cf cf Karlar Konur Ólafur Ragnar ,>sg Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guörún Agnarsdóttir Guörún Pétursdóttir Cf Astþór Magnússon 22%^ , 78% ■yn 4 ov Stuttar fréttir leið og konum hefur þar fækkað. Munur á fylgi frambjóðendanna eftir búsetu kjósenda er varla marktækur nema þó helst hjá Ólafi Ragnari, sem nýtur meiri stuðn- ings á landsbyggðinni. Þá em óá- kveðnir mun fleiri á höfuðborgar- svæðinu. -bjb Stuttar fréttir Hagsmunafélag Konur í Félagi háskólakennara hafa stofnað hagsmunafélag. Þær mótmæla ójafnri stöðu prófessora og annarra kennara í háskólan- um. Útvarpið greindi frá. íslendingar í forystu? Stjómarformaður skosku um- hverfisstofnunarinnar telur ís- lendinga geta gegnt forystu í um- hverfisvemd, skv. RÚV. Hátíð í Manitoba íslendingadagurinn er haldinn hátiðlegur í ágúst í Manitoba. Vonast er til að fólk flykkist héðan á hátíðina, skv. RÚV. -GHS Ráðistá fjóra Finna Fjórir unglingar réðust í nótt á fjóra finnska ferðamenn þar sem þeir voru á göngu á Laugavegi nærri Snælandsvídeói. Viðist sem árásin hafl verið til- efnislaus en íjórmenningarnir voru handteknir eftir lýsingu vitnis og verða yfirheyrðir í dag. Finnamir hlutu allir minni háttar meiðsl. -GK Tekinn á 143 Átján ára gamall ökumaður var í nótt tekinn á Reykjanesbraut á 143 kílómetra hraða. Var hann þegar sviptur ökuréttindum. -GK NIÐURSTAÐA g, jf i ‘] \ HaldaSkagamenn íslands- uciuo meistaratítlinum ífótbolta? I ULi\0IMO 904-1600 Nei iá Vilja samstarf við Unun Þrjár stærstu hljómplötusam- steypur heims vilja útgáfusamn- ing við Unun. Hann getur fært Unun 20' milljónir í tekjur, skv. Stöð 2. Norskur ísfiskur betri Framkvæmdastjóri ÚA telur norskan ísflsk geta komið í stað Rússafisks. Hann segir fiskinn ferskari og betra hráefni, að sögn Sjónvarps. Kvótasamningar nást? Ráðuneytisstjóri ESB telur að samningar muni nást milli Norð- manna, Rússa, íslendinga og ESB um kvóta í Síldarsmugu, skv. RÚV. Kaupmáttur eykst Kaupmáttur eykst tvöfalt meira á þessu ári en spáð hefur verið. Hann hefur hækkað um 8 prósent á tveimur ámm. Sjón- varpið sagði frá. Nefndir sameinaðar? Stjómkerfisnefnd Reykjavíkur hefur skilað áliti. Lagt er tO að nefndir verði sameinaðar. Óljóst er hvort nefndarmönnum verður fækkað, að sögn Útvarps. Stúlkan á batavegi Stúlkan, sem lenti í fallhlífa- slysi nýlega, hefur verið flutt af gjörgæsludeild og hafa framfarir hennar verið miklar. Stöð 2 greindi frá. Ríkið greiði aðgerð íslénska ríkið hefur verið dæmt til að greiða kostnað af bandarískri lýtaaðgerð því lækn- ir hér hafi ekki sinnt upplýsinga- skyldu sinni. Moggi sagði frá. Endurvinnsla hjólbarða Endurvinnsla á hjólbörðum nemur 15% og er því stærsti hlut- inn urðaður. Talið er að auka megi endumýtingu um helming, að sögn RÚV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.