Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 29. MAI 1996 I>V Fréttir Kona, sem féll af stól á heimili sinu, vinnur bótamál i Hæstarétti: Seljandi gallaðs stóls dæmdur til bótaábyrgðar gallinn kom ekki á daginn fyrr en rúmu ári eftir aö stóllinn var keyptur Kona sem féll harkalega í gólf og slasaðist þannig á heimili sínu að- faranótt nýársnætur árið 1993 hefur fengið viðurkennda skaðabóta- skyldu verslunarmanns sem seldi henni stólinn. Framleiðslugalli er talinn augljós ástæða þess að stóll- inn gaf sig með fyrrgreindum afleið- ingum. Niðurstaða dómsins sem liggur nú fyrir í Hæstarétti þýðir að seljandi hinnar gölluðu vöru ber skaðabótaábyrgð og getur konan því stefnt honum í skaðabótamáli ef ekki verður samið milli aðila. Þá mun liggja fyrir hve háar bætur hún fær i sinn hlut. Konan keypti fjóra stóla og eld- húsborð af versluninni Húsgagna- loftinu í október 1991. Verslunin hafði hins vegar keypt vörurnar af heildverslun einum mánuði fyrr. Ekki dró til tíðinda fyrr en á heim- ili konunnar á Flateyri aðfaranótt nýársnætur 1993. Hún settist þá á stólinn, sem var borinn af málm- grind, þegar þverbiti undir framan- verðri setunni losnaði á samskeyt- um og féll konan við þetta utan í borð og miðstöðvarofn. Af þessu hlaut hún meðal annars opið við- beinsbrot og áverka á augabrún. Þrátt fyrir aðgerð átti konan erfitt með að hreyfa aðra öxlina og varð m.a. óvinnufær. Hún var siðan met- in til órorku að hluta. Hæstiréttur telur að seljandi beri ábyrgð á gallanum gagnvart not- anda stólsins. Auk viðurkenningar á skaðabótaskyldu var Húsgagna- loftið dæmt til aðgreiða konunni 400 þúsund krónur í málskostnað fyrir Héraðsdómi Vesturlands og fyrir Hæstarétti. -Ótt Litla-Hraun Gestir fanga sendir í röntgenmyndatöku Tvær konur, sem voru að fara að heimsækja fanga á Litla- Hrauni fyrir helgi, voru handtekn- ar skömmu áður en þær komu að fangelsinu og fór lögreglan með þær á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem þær fóru í röntgenmyndatöku. Rökstuddur grunur var fyrir hendi um að konumar væru að fara með flkniefni til fanga. Sam- kvæmt upplýsingum DV er þetta í fyrsta skipti sem leitað er á gest- um fanga með þessum hætti. Konurnar heimiluðu sjálfar að leitað yrði á þeim. Rannsóknin leiddi hins vegar ekki í ljós neitt sem benti til að þær væru með fikniefni á sér. Lögreglan sleppti konunum þegar niðurstöður lágu fyrir. -Ótt Grétar tekinn við Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti ASÍ, tók formlega við hús- bóndavaldinu í höfuðstöðvum sam- bandsins við Grensásveg í gær- morgun. Bæði varaforsetar Grétars og fyrrverandi forseti Alþýðusam- bandsins skipa sér þétt að baki for- seta sínum eins og sést á myndinni. Frá vinstri standa Hervar Gunnars- son, fyrsti varaforseti, Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ, og Ingibjórg Á. Guðmundsdóttir, annar varaforseti, og fyrir framan þau situr svo forsetinn, Grétar Þor- steinsson. Fyrrverandi forseti ASI og báðir varaforsetar sambandsins stóöu þétt aö baki hins nýja forseta þegar hann tók viö í gær. DV mynd. BG HYURDni ILADA Greiðslukjjör til allt að 36 mánaða án útborgunar RENAULT GOÐIR NOTAÐIR BILAR BMW520iA2000'91, ssk., 4 d.'j grár, ek. 110 þús. km. Verö 1.860.000 VWGolf'91, ssk., 5 d., rauður, ek. 15 þús. km. Verö 820.000 Nissan Sunny 1600 '92, ssk., 4 d., svartur, ek. 55 þús. km. Verö 940.000 Renault Clio vsk., 1200'95, beinsk., hvítur, ek. 44 þús. km. Verö 840.000 3d., Honda Civic ESi 1600 '92, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verö 1.090.000 Renault Safrane ssk., 5 d., grár, ek. 11 þús. km. Verð 2.100.000 BMW 520i 2000 '88, beinsk., 4 d., grár, ek. 131 þús. km. Verð 1.090.000 Renault 19 GTS 1400 '90, beinsk., 5 d., grár, ek. 46 þús. km. Verð 620.000 Renault 19 RT 1800 '94, ssk., 4 d., grár, ek. 26 þús. km. Verð 1.200.000 Lj M É>->._. BMW316M600'89, beinsk., 2 d., rauður, ek. 98 þús. km. Verð 720.000 Renault19RN1400'94, beinsk. 4 d., grár, ek. 48 þús. km. Verö 930.000 MMC Lancer EXE '92, ssk., 4 d., blár, ek. 94 þús. km. Verð 890.000 Lada Samara 1500 '93, beinsk. 4 d., rauður, ek. 26 þús. km., Verð 470.000 Ford Bronco II '85, 6 cyl., ssk., 2 d., svartur, ek. þús. km. Verð 490.000 124 Opib virka daga frá kl. 9 - 18, laugardaga 10-14 MMCColt'91, ssk., 3 d., grár, ek. 30 þús. km. Verð 720.000 NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SiMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.