Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Fréttir __ Hörö gagnrýni stjórnarandstöðu á tekjuskattsfrumvarpið: Frumvarp um lækkun skatta stóreignamanna - en ekki um fjármagnstekjuskatt, segir Sighvatur Björgvinsson „Verði þetta frumvarp um fjár- magnstekjuskatt, sem svo er kallað, að lögum er þar um að ræða mestu tilfærslu fjármuna til stóreigna- manna sem orðið hefur í þessu þjóð- félagi. Þetta er ekki frumvarp um fjármagnstekjuskatt. Þetta er frum- varp um stórlækkun skatta hjá stór- eignamönnum og þeirra sem hafa tekjur sínar af að braska með verð- bréf og skuldabréf. Og það er með ólíkindum að samtök erfiðisfólks, eins og ASÍ, skuli láta orða sig við þessa skattalækkun stóreigna- manna eins og nú er,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson alþingismaður um fjármagnstekjuskattsfrumvarp- ið sem meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar hefur afgreitt úr nefndinni og búist er við að tekið verði til umræðu á morgun. „Ef við tökum dæmi af stóreigna- fyrirtæki sem á mikið lausafé, þá hefur vandamál eigenda slíkra fyr- irtækja verið að ekki hefur verið hægt að greiða út skattfrjálsan arð nema 10 prósent af nafnvirði hluta- bréfanna. Sú upphæð er síðan skatt- lögð hjá eigendum fyrirtækjanna með almennum tekjuskattsreglum, sem eru 41 til 47 prósent. Þess vegna hafa sum fyrirtæki ekki greitt út arð til eigenda sinna heldur safnað fé. Nú gerist það að breytingar verða á þessu með þessu frumvarpi að lög- um um fjármagnstekjuskatt. Fyrir- tækjum verður heimilt að uppfæra til jöfnunar nafnverð fyrirtækja til markaðsverðs. Markaðsverð hluta- bréfanna er í flestum tilfellum langtum hærra en nafnverð þeirra. Síðan mega þau borga út skattfrjáls- an arð sem samsvarar 7 prósentum af hinu uppfærða nafnverði án þess að borga af því skatta. Viðtakendur arðsins þurfa ekki lengur að borga nema 10 prósent í skatta samkvæmt frumvarpinu í stað 41 til 47 prósenta því um er að ræða flata 10 prósenta skattprósentu á fjármagnstekjur,“ segir Sighvatur.. Hann segir að þarna sé því um að ræða gríðarlegar eignatiífærslur í bréf. Segjum að árlegur söluhagnað- ur þeirra sé 6 milljónir króna. Af þessum 6 milljónum munu þau greiða 10 þúsund krónur í skatt. Ástæðan er sú að skattleysis- mörkin i þessu tilviki eru 5,9 millj- ónir króna á ári. Þau greiða því ekki skatt af nema 100 þúsund krón- um og fjármagnstekjuskatturinn verður 10 prósent. Það er sett þak á þetta þannig að hjón mega ekki hafa meira en 6 milljónir á ári í sölutekj- ur af eignum sínum eða verðbréf- um. Ef þau hafa meira í tekjur á að skattleggja það sem umfram er með þessu venjulega tekjuskattshlutfalli. En sett er undir þennan leka á öðrum stað með því að gefa hjónun- um kost á því að fresta slíkri skatt- greiðslu í tvö ár. Ef þau innan þess tíma eru búin að selja hluta- eða verðbréfin sem þau áttu og kaupa sér ný geta þau framlengt óendan- lega skattfrelsið," segir Sighvatur Björgvinsson. -S.dór þjóðfélaginu. Síðan sé annað sem kemur inn en það er í sambandi við meðferð söluhagnaðar. „Ég skal nefna dæmi sem skýrir þetta mjög vel. Tökum dæmi af hjónum með söluhagnað af verð- bréfaeign, eins og gengur með stór- eignafólk sem kaupir og selur verð- Alþingi stóð til miðnættis. Hér sjást sessunautarnir Guðný Guðmundsdóttir og Svavar Gestsson. DV mynd -GS Alþingi: Ovíst hvenær eldhús- dagsumræðurnar verða „Það er stefnt að því aö eldhús- dagsumræðurnar verði á fimmtu- dagskvöld en það er ekki víst að það takist,“ sagði Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, í gær. Ástæða þessarar óvissu er sú að gert var ráð fyrir að þinglok yrðu á laugardaginn kemur og þá hefðu eldhúsdagsumræðurnar orðið á fimmtudag. Nú er útlit fyrir að þingstörfin dragist fram í næstu viku og jafnvel til 15. júní og ef svo fer seinkar eldhúsdagsumræðun- um vegna þess að þær eru alltaf rétt fyrir þinglokin. -S.dór „ Alþingi:^ ^ Morg stormal bíða afgreiðslu Mörg stórmál bíða afgreiðslu á Alþingi. Því er útlit fyrir að þinglok dragist fram yfir það sem áætlað var. Sem dæmi um mál sem eftir er að afgreiða má nefna frumvörpin um úthafsveiðar, veiðar krókabáta, réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, stéttarfélög og vinnudeilur, breytingar á vörugjaldi, vörugjald af ökutækjum, sem gárungar nefna „jeppafrumvarpið“ vegna þess að með því lækkar verð á dýrustu jepp- unum, auk fjölmargra annarra mála sem ekki eru jafn fyrirferðarmikil og þau fyrrnefndu. í gær stóðu umræður á Alþingi til miðnættis. Og meðal mála sem af- greidd voru eftir 3. umræðu í gær- kvöldi var frumvarpið um fram- haldsskóla -S.dór Dagfari Villir hann, stillir hann Ólafur Ragnar Grímsson mætti í yfirheyrslu hjá þeim Merði og Hannesi á dögunum. Þá hafði fram- bjóðandinn enn einu sinni mælst með stuðning helmings þjóðarinn- ar á bak við sig. Frambjóðandinn var vel greiddur að vanda, virðu- legur og þó látlaus, yfirlætislaus og vandaður í allri framgöngu. Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann. Jæja, Ólafur, ert þú í felum? Það ánægjulega við þetta forseta- framboð er hve margt fólk gefur sig fram úr öllum landshlutum, starfsstéttum og stjórnmálaflokk- um til að lýsa yfir stuðningi við okkur hjónin. Ég hef mætt á fjölda- mörgum fundum, svo sem á Þórs- höfn og Súgandafirði og þar hafa komið þúsundir manna til að hlýða á mál mitt og svo er viðtal við mig í Degi og varla er hægt að segja að ég sé í felum á meðan ég hef þessi tengsl við almenning. Nú er sagt að frambjóðendur hafi engar skoðanir og forseti Is- lands sé valdalaus? Það ánægjulega við þetta forseta- framboð er að fólk hefur tugum og hundruðum saman gert sér grein fyrir hvað embættið gengur út á og mér hefur fundist það ánægjulegt og uppörvandi að fólk sér mig í þessu embætti vegna skoðana minna og framgöngu. Hefur forseti íslands þá einhver völd? Það ánægjulega við embætti for- seta íslands er að hann beitir ekki völdum sínum nema í neyðartilvik- um, enda hef ég bent á það í kennslu minni við Háskóla íslands að völd forseta séu fólgin í því að beita ekki völdum sínum. Þannig mun ég haga mér ef ég verð forseti, þegar ég verð forseti. Getur þú starfað með Davíð Oddssyni eftir að hafa sagt að hann sé með skítlegt eðli? Ég hef ekki lesið þingræður mín- ar og margt sem ég hef sagt er sagt í hita leiksins og ber ekki að taka alvarlega. Það ánægjulega við um- ræður í þinginu er einmitt að menn taka þær ekki alvarlega. En getið þið Davíð unnið saman? Ég hef átt ánægjuleg samskipti við Davíð Oddsson og við tölumst oft við og það ánægjulega við slík- ar samræður er að það kemur í ljós að menn geta talað saman sem ekki hafa áður talað saman. Að minnsta kosti tala ég við Davíð og ég á ekki von á öðru en hann svari mér þegar ég er orðinn forseti, ef ég verð forseti. En er hægt að treysta þér, Ólaf- ur, eftir að þú sveikst opinbera starfsmenn hér um árið? Svik mín við opinbera starfs- menn voru þung ákvörðun, en tek- in af fullri ábyrgð og það ánægju- lega við slík svik er að þau geym- ast í reynslusjóði sem kemur sé vel í kosningabaráttu um forsetaemb- ættið. Ég mun bera þennan kross það sem eftir er ævinnar, en reynslusjóður minn hefur dýpkað og skilningur minn á eðli svika af þessu tagi mun koma sér vel þegar ég er orðinn forseti, ef ég verð for- seti. En getur maður sem hefur verið í eldlínu stjórnmálanna orðið sameiningartákn? Það ánægjulega við þetta forseta- framboð er að hitta fólk úr öllum landshlutum, starfsstéttum og stjórnmálaflokkum og finna þá hlýju sem leggur frá þessu fólki og sjálfum hefur mér margoft hlýnað um hjartaræturnar og okkur hjón- um báðuni og ég er þakklátur þeirri samstöðu sem náðst hefur um framboð mitt, sem sýnir.að þátttaka mín í stjórnmálum er sá reynslusjóður sem forseti þarf á að halda og ég mun njóta þegar ég verð forseti, ef ég verð forseti. Hvað er þér efst í huga? Það ánægjulega við þessar kosn- ingar er sú vakning sem fer um þjóðina og mér er efst í huga þakk- læti til hennar fyrir þær ánægju- legu viðtökur sem við hjónin höf- um mætt. Villir hann, stillir hann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.