Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 29. MAI 1996 Fréttir Óánægja meöal sjómanna eftir að togarinn Freri RE fór til veiða rétt fyrir sjómannadag: Eiga að vera í landi á hádegi á laugardag - segir Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandinu og segir að tekið verði á brotum „Viö gerum þeim auðvitað ekki upp brot fyrir fram en bæði lóg og kjarasamningar eru skýr í þessu efni. Skipið á að vera komið í land á hádegi laugardaginn fyrir sjó- mannadag," segir Hólmgeir Jóns- son, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins, í samtali við DV. Óánægja hefur verið meðal sjó- manna vegna þess að frí um sjó- mannadaginn sé ekki virt. Síðdegis í gær lét Freri RE, í eigu Ögurvíkur, úr höfn í Reykjavík þegar skammur tími er til sjómannadagsins. Hjá Ög- urvík vilja menn ekkert gefa upp um ferðir skipsins en ef ætlunin er að veiða karfa á Reykjaneshrygg, eins og í síðasta túr, getur skipið várt verið meira en sólarhring að veiðum áður en halda verður í land áný. „Ég er engin ríkisstjórn og er ekki með stefnuyfirlýsingar. Ætli skipstjórinn ráði ekki hvert hann fer en það hefur verið efnilegast fiskiríið á Reykjaneshryggnum," sagði Gísli Jón Hermannsson hjá Ögurvík í gær. Heldur var að skilja á honum að hann ætlaði ekki að gerast lögbrjót- ur og sagði að ef samkomulag væri um borð að fara ekki í land á sjó- mannadag þá yrði ekki farið í land. „Við sjáum bara til á sjómanna- daginn," sagði Gísli Jón. „Ef samningarnir verða brotnir þá munum við að sjálfsögðu taka á því," sagði Hólmgeir. í samningnum er gert ráð fyrir að sjómenn hafi 48 tíma frí um sjómannadagshelgina. Er þá miðað við tímann frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. Gísli Jón Hermannsson hjá Ögurvík og Jónas Garóarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, á hafnarbakkanum í gær. Freri RE lét til veiða þar úr höfn eftir hádegið áður en haldið verður gær. Verði farið til veiða á Reykjaneshrygg hefur togarinn aðeins einn sólarhring til lands í sjómannadagsfrí eins og lög kveða á um. DV-myndir S Undantekning frá þessu eru sigling- ar ísfisktogara til erlendra hafna en ef siglt er á sjómannadegi verður að bæta 36 tímum við fríið þegar kom- ið er úr siglingunni. Þá hefur og verið mælt með því af hálfu Sjómannasambandsins að sjó- menn á togurum á Flæmska hattin- um geymi að taka út frí vegna sjó- mannadagsins þar til komið er í land. Samningar gera ráð fyrir að hægt sé að krefjast þess að siglt sé til næstu erlendrar hafnar. Hólm- geir sagði að borið hefði á óánægju vegna þessa. „Það gilda engar sérreglur um Flæmska hattinn. Það er ekkert sérstakt friðland fyrir íslenskum lögum þótt Sjómannasambandið virðist halda það. Það getur lika vel verið að skipið fari bara í siglingu," sagði Gísli Jón. -GK Bíll eyðilagður í meðan eigandinn fór í frí: Skemmdarfýsnin ein hefur ráðið - viðgerð svarar ekki kostnaði, segir Pétur Kristjánsson Volvoinn hans Péturs Kristjánssonar er ónýtur eftir að skemmdarvargar lögðu hann í rúst um helgina. Engu var stolið. DV-mynd S „Það er greinilegt að skemmdar- fýsnin ein hefur ráðið. Það er allt brotið sem hægt er að brjóta, allar rúður, ljós, útvarp og mælaborð en engu stolið að því er ég fæ best séð," segir Pétur Kristjánsson, starfsmaður Iþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavíkur, í samtali við DV. Hann brá sér úr bænum um hvítasunnuhelgina og skildi Volvo sem hann á eftir á stæði I Laugar- dalnum. Þegar hann kom aftur að vitja bílsins að kvöldi annars í hvítasunnu var bíllinn í rúst. „Þaö svarar engan veginn kostn- aði að gera við bílinn. Þetta var ár- gerð 1982 en í ágætu standi. Núna er ekkert annað að gera en henda hon- um," segir Pétur. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir hafa verið að verki. Það hafa þó ekki verið innbrotsþjóf- ar því bíllinn var bara eyðilagður en engu stolið. -GK Opnun sundstaða á hvítasunnudag: Engin kæra komin fram - ein kæra vegna sjoppu Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Gunnarssonar hjá rannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík hafði 1 gær engin kæra borist vegna opnunar sundstaða á hvíta- sunnudag. Hins vegar hafði ein kæra borist vegna þess að sjoppa viö einn sundstaðanna var opin. Sundgestur í Laugardalslaug á hvitasunnudag varð vitni að því aö maður nokkur hótaði starfs- fólki laugarinnar því að kæra til lögreglu að sundlaugin væri opin á helgidegi. Ómar Einarsson, forstöðumaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði í gær að engin kvörtun af þessu tagi hefði borist honum, enda væri málið fáránlegt í hans huga. Ekki hefði það verið í fyrsta sinn nú sem sundstaðir borgarinnar hefðu verið opnir um hvítasunnuna en eins og áður hefði verið haft sam- band við m.a. lögreglu og biskups- stofu sem ekki hefðu gert athuga- semdir. „Fyrst þegar við gerðum þetta leituðum við sérstaklega eft- ir áliti nokkurra aðila, þar á með- al biskupsstofu og lögreglu, og fengum skriflegt álit þeirra og yfir- lýsingar um að ekki yrðu gerðar athugasemdir. Baldur Kristjánsson biskupsrit- ari segir að lög um helgidaga séu orðin gömul og þjóðfélagsaðstæður aðrar en þegar þau voru sett. Þeg- ar kirkjan hafi verið spurð um álit vegna t.d. opnunar sundstaða og útivistarsvæða á helgidögum und- anfarin ár þá hafi hún yfirleitt ekki gert athugasemdir við það. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.