Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 6
MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Viðskipti 10 milljarða viðskipti í apríl Heildarviðskipti á Verðbréfa- þingi íslands í apríl sl. námu um 10 milljörðum króna og hafa þau aðeins fjórum sinnum verið meiri í einum mánuði. Viðskipti með spariskirteini ríkissjóðs námu um 2,3 milljörðum og hafa ekki orðið meiri í einum mán- uði frá nóvember 1993, að októ- ber 1995 undanskildum. Af ein- stökum fiokkum urðu viðskipt- in mest með spariskírteini til 20 ára eða um 1,2 milljarðar. Viðskipti með hlutabréf námu 243 milljónum í aprílmánuði og hækkaði þingvísitalan um 3% frá mars. Siðustu 12 mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 61%. Hugbúnaður semur við Norðmenn Hugbúnaður hf. í Kópavogi gerði nýlega samning við einn stærsta söluaðila í Noregi á af- greiðslukerfum, Rástvold AS, um að þeir síðarnefndu selji verslunarkerfi frá Hugbúnaði á öll PC-afgreiðslukerfi sem Rástvold selur. Rastvold er með um 25% markaðshlutdeild í sölu upplýs- ingakerfa til almennra verslana í Noregi og áætla að velta um 700 milljónum króna í ár. Bönkum skylt að veita upplýsingar Vegna fyrirspurnar Tryggva Agnarssonar lögmanns hefur bankaeftirlitið kveðið upp þann úrskurð að bönkum og spari- sjóðum sé rétt og skylt að veita viðskiptamönnum sínum, eða umboðsmönnum þeirra með lög- fullt umboð, upplýsingar um skuldastöðu þeirra gagnvart viðkomandi stofnun. Tryggvi Agnarsson lenti í því að honum var neitað í banka um reikningsstöðu skjólstæð- ings síns sem var kominn með útistandandi kröfur í inn- heimtu. Tryggvi var ósáttur við þetta og kvartaði við bankaeftir- lit Seölabankans með ofan- greindum árangri. -bjb Fjármunaeign útlendinga i atvinnurekstri á íslandi: Níu milljarðar um síðustu áramót Samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans var bein fjármuna- eign útlendinga í atvinnurekstri á tslandi 9,3 milljarðar um síðustu áramót. Það er aukning um 500 milljónir frá árinu áður, miðað við fast verðlag. Nær 70% af eignum út- lendinga er bundið í rekstri tveggja stóriðjufyrirtækja, álverinu og járn- blendiverksmiðjunni. Tekjur er- lendra aðila af fjárfestingu á tslandi voru um 1,1 milljarður á síðasta ári sem er örlítil lækkun frá árinu 1994. Frá þessu er greint í maíhefti Hag- talna mánaðarins frá Seðlabank ts- lands. Seðlabankinn hefur tekið saman fjárfestingar útlendinga í atvinnu- rekstfi hérlendis frá árinu 1988. Verðbréfaviðskipti eru þá undan- skilin, sem hafa verið óveruleg. Mest hefur fjárfestingin verið í stór- iðnaði og verslun. Fjármunaeignin í árslok 1988 var 4,3 milljarðar og fór stighækkandi til ársins 1991, þegar hún nam 9,2 milljörðum í lok þess árs. Árið 1992 minnkaði eignin nið- ur í 7,9 milljarða en hefur stöðugt aukist síðan. Erlendir aðilar hafa fjárfest í 50 fyrirtækjum á íslandi, þar af lang- mest í álverinu og járnblendinu Útlendingar í atvinnurekstri á íslandi - bein fjármunaeign í milljónum króna - Sviss ^ 298 Danmörk Noregur Bretland Bandaríkin Japan Svíþjðð EvropuÍónd eins og áður sagði. Af einstökum löndum eru Svisslendingar hæstir á blaði með 5,5 milljarða eign um síð- ustu áramót af 9,3 milljórðum. Nán- ari skiptingu má sjá á meðfylgjandi grafi. Útlendingar hafa hagnast af fjár- festingum hér á landi ef árin 1991- 1993 eru undanskilin. Munar þar öllu um tap af rekstri álversins í Straumsvík. í alþjóðlegu samhengi er fjárfest- ing útlendinga hérlendis mjög lítil. Á meðan hún mældist að meðaltali 1,3% af landsframleiðslu OECD-ríkj- anna árin 1990-1994 var hún vart mælanleg á tslandi. -bjb Miðlun samdi nýlega við Telia AB, stærsta símafyrirtæki í Svíþjóð, um að setja upp Gulu línuna þar í landi. Starfsem- in hefst í Jönköping og geta neytendur þar nálgast margháttaðar upplýsingar um vöru og þjónustu, líkt og íslensk- ir neytendur hafa getað síðustu 9 ár hér á landi. Næst fer Gula línan af stað í Malmö og á næsta ári um alla Svíþjóð. Á myndinni er starfsfólk Telia AB og Miðlunar sem hafa undirbúið Gulu línuna í Svíþjóð. Hamagangur í hlutabréfum Hamagangur var í síðustu viku í viðskiptum með hlutabréf, hvort sem það var 1 úfboði, beinni sölu eða um Verðbréfaþing íslands og Opna tilboðsmarkaðinn, OTM. Út- boð fóru fram með hlutabréf Jarð- borana, Þróunarfélagsins, Sláturfé- lags Suðurlands og Vinnslustöðvar- innar, alls fyrir hátt í 500 milljónir króna. Skráð viðskipti um Verðbréfa- þing og OTM námu 195 milljónum króna. Fjögur hlutafélóg skáru sig úr. Mest var keypt af bréfum Jarð- borana, eða fyrir 33,7 milljónir, næst komu bréf Þormóðs ramma með 29,7 milljóna viðskipti, þá Grandabréf með 29,6 milljóna við- skipti og loks skiptu bréf í Haraldi Böðvarssyni hf. um eigendur fyrir rúmar 27 milljónir króna. Hlutabréfaverð fór stighækkandi. Þingvisitalan var komin í 1816 stig sl. fóstudag en viðskipti gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Álverð á heimsmarkaði fór lítil- lega upp á við 1 siðustu viku eftir nokkurt fall í vikunni þar áður. Mikil birgðaaukning hafði ekki frekari áhrif til lækkunar. Sérfræð- ingar spá svipuðu verði og var þeg- ar viðskipti hófust í London í gær- morgun, eða um 1.560 dollurum tonnið. Gengi marksins og jensins hefur haldist nær óbreytt en dollar og pund hækkuðu j'afnt og þétt í síð- ustu viku. -bjb --------------------,------------,---------------------------------------;-------------------------------------------------------------------- ^M Þróunarfé- lagsbréf seldust upp Hlutabréf í Þróunarfélagi ís- lands fyrir um 50 milljónir króna að söluvirði seldust upp á tveimur tímum eftir að útboð hófst hjá Kaupþingi í síðustu viku. Boðin voru út bréf að nafn- virði 43 milljóna á genginu 1,16. Markmið útboðsins var fyrst og fremst að fjölga hluthöfum um a.m.k. 150 svo unnt væri að skrá félagið á Verðbréfaþingi íslands. Það markmið náðist og gott bet- ur. Búast má við að hlutabréf Þróunarfélagsins verði til við- skipta á Verðbréfaþingi strax í þessari viku. Ný stjórn VSÍ Á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands tslands, VSÍ, á dögun- um var kjörin ný framkvæmda- srjórn. ólafur B. Ólafsson var endurkjórinn formaður og Viglundur Þorsteinsson sömu- leiðis sem varaformaður. Aðrir í stjórn eru Arnar Sigurmunds- son, Benedikt Kristjánsson, Bjarnar Ingimarsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Sveinsson, Geir Gunnarsson, Gísli Þór Gíslason, Gunnar Svavarsson, Kolbeinn Kristinsson, Konráð Guðmundsson, Kristinn Björns- son, Magnús Jóhannsson, Sig- urður Helgason, Sigurður Gísli Pálmason, Stefán Friðfinnsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Víglundur Þorsteinsson, Þórður Magnússon og Örn Jóhannsson. Fimm milljarða vöruskipta- afgangur Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 32,4 milljarða króna en inn fyrir 27,2 milljarða. Afgangur var því á vóruviðskiptunum við útlönd sem nam 5,2 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 6,1 millarð. í mars- mánuði einum var vöruskiptaaf- gangurinn 2,7 milljarðar þegar flutt var út fyrir 13,2 milljarða en inn fyrir 10,5 milljarða. Verðmæti útflutningsins fyrstu þrjá mánuðina var 12% meira en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurð- ir voru 79% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 26% meira en á sama tíma árið áður. Verð- mæti útflutts áls jókst um 6% og verðmæti kísiljárns um 37%. Sé litið til innflutningsins þá var verðmæti hans 18% meira en eft- ir sama tímabili í fyrra. Mestu munaði að innflutningur á mat og drykk jókst um 19% og fólks- bflainnflutningur jókst um 61% fyrstu þrjá mánuðina. Heimsins flestu posar Visa ísland fékk á dögunum viðurkenningu frá bandaríska fyrirtækinu VeriFone, stærsta posa- framleiðanda heims, fyrir góðan árangur við þróun rafrænna greiðslu- kortaviðskipta hér á landi síð- ustu 5 ár. Hvergi í heiminu eru hlutfallslega fleiri posar á hvert mannsbarn, eða 2.500 á hverja 100 þúsund íbúa. Næst á eftir koma Frakkar með 800 posa mið- að við sama kvarða. í viðurkenningarskyni fékk Visa . ísland forkunnafagra Kleópötrunál úr kristal, sem myndin er af hér- að ofan, með áletruninni „frábær frammi- staða". Við afhendingu gripsins sagði forstjóri VeriFone að ís- land ætti bestu möguleikana á því að verða fyrsta seðlalausa þjóðfélagið í heiminum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.