Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 7
I MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Sandkorn Riðlast á vellinum Magnús Schev- ing þolfimi- meistari gerði það gott á Húsa- vík á dögunum þar sem hann kom fram sem skemmtikraftur og gerði kyn- hegöun ýmiss konar m.a. að umtalsefni. Að sögn Vikur- blaösins sagði Magnús að það væri einungis á einum vettvangi sem karlar mættu snertast hömlulaust með afar kynferðislegum hætti en það væri á fótboltavellinum þegar búið væri að skora mark. Magnús sagði að þá stykki næsti maður á markaskorarann og riölaðist á hon- um góða stund, siðan kæmi sá næsti aftan á hann og svo koll af kolli. Endirinn á öllu þessu yrði sá að allir leikmenn viðkomandi liðs veltust um á vellinum og hnoðuðust hverjir á öðrum með hvínandi píkuskrækjum! Skoruðu lítið Þetta minnir mann á að eitt sumariö fyrir alllöngu gekk knattspyrnu- mönnum Vik- ings í Reykjavík ákaflega illa að koma boltanum í mark andstæð- inganna. Liðið lék leik eftir leik án þess að skora eitt ein- asta mark þrátt fyrir svokölluð dauöafæri sem komu í löngum bunum. Þjálfari liðsins, sem reif hár sitt á hliðarlínunni, vissi ekki-sitt rjúkandi ráð en ákvað um siðir að ræða einslega við sókn- armenn liðsins og reyna að komast að rótum vandamálsins. Þegar hann hafði þjarmað hressilega að einum þeirra kom ástæðan svo í ljós en sá viðurkenndi feimnislega að hann vildi ekki skora mörk vegna fagnað- arláta eins miðjuleikmanna liðsins. Sá þótti ekki með fríðustu mönnum en haföi það fyrir sið að kyssa markaskorara liösins innilega. Treystir Ólafi Kosningabarátt- an vegna for- setakosning- anna hlýtur að fara af hefjast af einhverjum krafti næstu dagana með til- heyrandi kjafta- gangi og sögu- sögnum um frambjóðend- urna. Hið ill- ræmda Víkur- blaö á Húsavík segir frá einum ættuðum af Horn- ströndum sem haft var samband viö af stuðningsmönnum Guðrúnar Pét- ursdóttur og var leitað eftir stuön- íngi hans við framboð Guörúnar. Hornstrendingurinn lýsti strax yfir stuðningi sínum og var ekkert feim- inn við að segja hvers vegna hann styddi þessa konu til starfans. Hann sagðist nefnilega ekki treysta öðrum betur til að annast um æðarvarpið við Bessastaöi en Ólafl Hannibals- syni. Þetta ætti að þagga eitthvað niður í þeim í bili a.m.k. sem segja Ólaf dragbít á framboð konu sinnar. Hinn rólegur Hinn „Ólafur- - -'S&L inn", sem kem- ur við sögu '\*m kosninganna, nefnilega Ragn- ar Grímsson, \-<5 i hefur valdið miklum von- brigðum síðan hann tilkynnti um framboð sitt. Ólafur Ragnar, sem venjulega hefur séö umað halda uppi fjörinu, t.d. i viðræðum í sjónvarpi, I ræðustóli Alþingis eða í öðrum fjölmiðlum og jafnan farið mikinn, hefur varla sést eða til hans heyrst. Þaö er engu líkara en maður- inn sé allt í einu orðinn feiminn. Hver hefði t.d. trúað þvi að Ólafur Ragnar þyrði ekki að mæta á kosn- ingafund meö öðrum frambjóðendum eins og geröist í Háskólanum fyrir einhverjum vikum. Nei, upp með fjörið, Olafur Ragnar, og aðrir sem getið kryddað baráttuna næstu vik- urnar. . . Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Forseti Irlands í opinberri heimsókn Mary Robinson, forseti írlands, kom í gær ásamt eiginmanni sínum', Nicholas Robinson, og fylgdarliði í þriggja daga opinbera heimsókn til íslands. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hélt í gær hádegisveröarboð að Bessastöðum til heiðurs írsku forsetahjónunum. Boðið var upp á grafið lamb-með jarðsveppasósu og salati, steiktan humar og íslenskar pönnukókur. Að hádegisverðinum loknum heimsótti forseti írlands Al- þingi, Listasafh íslands og Stofnun Árna Magnússonar. í gærkvöldi þáðu svo írsku forsetahjónin hátíð- arkvöldverðarboð forseta íslands að Hótel Sögu. Á matseðlinum voru laxahrogn og gæsalifur í sauternes- hlaupi, humarseyði, hunangs- og sinnepsgljáður lambahryggvöðvi með madeirasósu og mangóís. í dag heimsækir forseti írlands meðal annars Háskóla íslands og Kjarvalsstaði. Davíð Oddsson for- sætisráðherra og frú Ástríður Thor- arensen bjóða írsku forsetahjónun- um til hádegisverðar í Perlunni. Á borðum verður heitreyktur silung- ur, spínatfyllt rauðspretta með ferskum aspas og anisfrauð með hnetuís. í kvöld halda írsku forsetahjónin kvöldverðarboð á Hótel Borg til heiðurs forseta íslands. Á morgun fara írsku gestirnir í Það var rok og rigning þegar forseti Irlands, Mary Robinson, kom til Bessastaða f gær. A innfelldu myndinni eru írsku forsetahjónin, Mary og Nicholas Robinson, ásamt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. DV-mynd BG skoðunarferð til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Flogið verður með þyrl- um Landhelgisgæslunnar að Gull- fossi. Skoðunarferðin var ráðgerð í dag en henni var frestað vegna veð- urútlits. Að skoðunarferðinni lok- inni þiggja gestirnir hádegisverðar- boð Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra og Hjörleifs Svein- björnssonar í Höfða. -IBS Veðinu ekki aflétt af bílnum þrátt fyrir ákvæði í afsali: Eigandinn er þreyttur á vinnubrögðum bílasalans - trygging löggiltra bifreiðasala borgar skaða af þessu tagi „Ég get ekki látið þennan mann fara svona með okkur áfram og mér finnst rétt að fólk fái aö vita hvern- ig okkar mál hafa verið svo það geti varað sig á því að lenda í því sama. Okkur er sagt eitt í dag og annað á morgun og þetta getur ekki gengið lengur," segir Bára Bjarnadóttir en hún og maður hennar keyptu bíl á bílasölunni BOatorgi í júli fyrir tæpu ári. Veð var á bílnum sem árti að greiðast eftir mánuð en enn hef- ur ekkert gerst. Sjóvá- Almennar er kröfuhafi og vUl nú fara að sjá ein- hverja aura. Frestur hefur verið veittur í einn mánuð til þess að ganga frá málinu. í afsali með bíl Bjargar segir orð- rétt: „Seljandi afléttir áhvilandi kvöð frá Tryggingastofnun, láni frá Sjóvá- Almennum kr. 450.000 fyrir 25. ágúst 1995." „Bílasalinn er endalaust að segja okkur að þetta sé að koma og þessu verðið kippt í liðinn. Nú siðast feng- um við tékka upp á 100 þúsund krónur og færa átti veðið á annan bíl. Á þeim bíl var áhvílandi lán þannig að ekki var unnt að færa veðið. Mér finnst ekki hægt að fara svona með fólk því þetta hefur kost- að mikinn tíma og fyrirhöfn, að ég tali nú ekki ef bíllinn verður boðinn upp," segir Bára. DV hafði samband við Ingimar Sigurðsson, formann Félags lög- giltra bifreiðasala, og fékk þær upp- lýsingar að bílasalar í félaginu væri tryggðir fyrir áföllum sem þessum. Trygging hans myndi því sjá til þess að fólkið, í þessu tilviki Bára og eig- inmaður hennar, yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Tryggingin kæmi þó ekki í veg fyrir að þau gætu misst bílinn. „Ég ítreka að trygging þessi nær aðeins til löggiltra bilasala, þ.e. þeirra sem eru í félaginu og yfirleitt lendum við ekki í vandræðum þótt veð sé á bílum þegar þeir eru seldir. Yfirleítt leysum við þessi mál með samningum en ég get í raun ekkert tjáð mig um hvað þarna er á ferð- inni," segir Ingimar. „Borgað var inn á veðið um helg- ina og uppboðinu frestað. Það var heldur aldrei inni í myndinni að málið færi þá leið. Nú er verið að flytja veðið af bílnum þeirra og yfir á annan bíl og það verður gert fyrir helgi," sagði Ragnar Laufdal hjá Bílatorgi, í samtali við DV í síðustu viku. í gær hafði ekkert verið gert frek- ar til þess að leysa þetta mál. Ávís- unina átti að leysa út 1. júní og veð- inu hafði ekki verið aflétt af bíln- um. -sv Rottur á Neðri-Skaga DV, Akranesi: Heimilisfaðir á Neðri- Skagan- um hrökk heldur betur við þegar honum fannst skrjáfið ótrúlega mikið í eldhúsinnréttingunni. Hann ákvað að kanna það betur - fékk trésmið sem tók frá hluta innréttingarinnar. Þá kom í Ijós heljarinnar rotta sem var þegar aflífuð á staðnum. Samkvæmt heimildum DV hefur orðið vart við mikið af rottum á Neðri-Skaga undan- farna mánuði en um þrjú ár eru frá þvi eitrað hefur verið fyrir rottur þar. Virðist því full þörf að eitra þar nú"~því rotturnar þrífast vel við þær aðstæður sem verið hafa í vetur og vor. -DÓ Héðinn Stéf ánsson er stöðvarstjóri Sogsstöðva hjá Landsvirkjun. Hann er Velfræðingur... SPARISJOÐ VELSTJORA Starf hans er fólgið í umsjón með daglegum rekstri þriggja stöðva: Ljósafossstöðvar, írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar. Hann stjórnar eftirliti með vélbúnaði, viðhaldi og keyrslu margbrotinna og flókinna tækja. Nánari upplýsingar veitir: Atvinnurehendíir! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi Nnnari upplýsingar /g|^| Vélstjórafélag '^IMr 's'an(^s Börgartuhl 18,105 Reykjavf Síini: 562-9062 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.