Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 7
MIÐVKUDAGUR 29. MAÍ 1996 7 DV Sandkorn Magnús Schev- ing þolfimi- meistari gerði það gott á Húsa- vik á dögunum þar sem hann kom fram sem skemmtikraftur og gerði kyn- hegðun ýmiss konar m.a. að umtalsefni. Að sögn Víkur- blaðsins sagöi Magnús að það væri einungis á einum vettvangi sem karlar mættu snertast hömlulaust með afar kynferðislegum hætti en þaö væri á fótboltavellinum þegar búiö væri að skora mark. Magnús sagði að þá stykki næsti maður á markaskorarann og riðlaðist á hon- um góða stund, síðan kæmi sá næsti aftan á hann og svo koll af kolli. Endirinn á öllu þessu yrði sá að allir leikmenn viðkomandi liðs veltust um á vellinum og hnoöuðust hveijir á öðrum með hvínandi píkuskrækjum! Skoruðu lítið Þettaminnir mann á að eitt sumarið fyrir alllöngu gekk knattspymu- mönnum Vik- ings í Reykjavík ákaflega illa að koma boltanum í mark andstæð- inganna. Liðið lék leik eftir leik án þess að skora eitt ein- asta mark þrátt fyrir svokölluð dauðafæri sem komu í Iöngum bunum. Þjálfari liðsins, sem reif hár sitt á hliðarlínunni, vissi ekki sitt rjúkandi ráð en ákvað um síðir að ræða einslega við sókn- armenn liösins og reyna að komast að rótum vandamálsins. Þegar hann hafði þjarmað hressilega að einum þeirra kom ástæðan svo í Ijós en sá viöurkenndi feimnislega að hann vildi ekki skora mörk vegna fagnað- arláta eins miðjuleikmanna liðsins. Sá þótti ekki með fríðustu mönnum en hafði það fyrir sið aö kyssa markaskorara liðsins innilega. Treystir Ólafi Kosningabarátt- an vegna for- setakosning- anna hlýtur að fara af hefjast af einhverjum krafti næstu dagana með til- heyrandi Igafta- gangi og sögu- sögnum um frambjóðend- uma. Hið ill- ræmda Víkur- blað á Húsavik segir frá einum ættuðum af Hom- ströndum sem haft var samband viö af stuðningsmönnum Guðrúnar Pét- ursdóttur og var leitað eftir stuðn- ingi hans við framboð Guðrúnar. Hornstrendingurinn lýsti strax yfir stuðningi sinum og var ekkert feim- inn við að segja hvers vegna hann styddi þessa konu til starfans. Hann sagðist nefnilega ekki treysta öðmrn betur til aö annast um æðarvarpið við Bessastaði en Ólafi Hannibals- syni. Þetta ætti að þagga eitthvað niöur í þeim í bili a.m.k. sem segja Ólaf dragbít á framboð konu sinnar. Hinn rólegur Hinn „Ólafur- inn“, sem kem- ur viö sögu kosninganna, nefnilega Ragn- ar Grímsson, hefur valdið mikium von- brigðum síöan hann tilkynnti um framboð sitt. Ólafur Ragnar, sem venjuiega hefúr séö um að halda uppi fjörinu, t.d. í viðræðum í sjónvarpi, í ræðustóli Alþingis eða í öörum fjölmiölum og jafhan farið rnikinn, hefur varla sést eða til hans heyrst. Það er engu líkara en maður- inn sé allt í einu orðinn feiminn. Hver hefði t.d. trúað því að Ólafur Ragnar þyrði ekki að mæta á kosn- ingafund meö öörum frambjóðendum eins og geröist í Háskólanum fyrir einhverjum vikum. Nei, upp með fjörið, Ölafur Ragnar, og aörir sem getið kryddað baráttuna næstu vik- umar. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Riðlastá vellinum Fréttir Forseti írlands í opinberri heimsókn Það var rok og rigning þegar forseti írlands, Mary Robinson, kom til Bessastaða í gær. Á innfelldu myndinni eru írsku forsetahjónin, Mary og Nicholas Robinson, ásamt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. DV-mynd BG Mary Robinson, forseti írlands, kom í gær ásamt eiginmanni sínum', Nicholas Robinson, og fylgdarliði í þriggja daga opinbera heimsókn tO íslands. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hélt í gær hádegisverðarboð að Bessastöðum til heiðurs írsku forsetahjónunum. Boðið var upp á grafið lamb-með jarðsveppasósu og salati, steiktan humar og íslenskar pönnukökur. Að hádegisverðinum loknum heimsótti forseti írlands Al- þingi, Listasafn íslands og Stofnun Áma Magnússonar. í gærkvöldi þáðu svo írsku forsetahjónin hátíð- arkvöldverðarboð forseta íslands að Hótel Sögu. Á matseðlinum voru laxahrogn og gæsalifur í sauternes- hlaupi, humarseyði, hunangs- og sinnepsgljáður lambahryggvöðvi með madeirasósu og mangóís. í dag heimsækir forseti írlands meðal annars Háskóla íslands og Kjarvalsstaði. Davíð Oddsson for- sætisráðherra og frú Ástríður Thor- arensen bjóða írsku forsetahjónun- um til hádegisverðar í Perlunni. Á borðum verður heitreyktur silung- ur, spínatfyllt rauðspretta með ferskum aspas og anisfrauð með hnetuís. í kvöld halda írsku forsetahjónin kvöldverðarboð á Hótel Borg til heiðurs forseta íslands. Á morgun fara irsku gestirnir í skoðunarferð til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Flogið verður með þyrl- um Landhelgisgæslunnar að Gull- fossi. Skoðunarferðin var ráðgerð í dag en henni var frestað vegna veð- urútlits. Að skoðunarferðinni lok- inni þiggja gestirnir hádegisverðar- boð Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra og Hjörleifs Svein- björnssonar í Höfða. -IBS Veðinu ekki aflétt af bílnum þrátt fyrir ákvæði í afsali: Eigandinn er þreyttur á vinnubrögðum bílasalans - trygging löggiltra bifreiðasala borgar skaða af þessu tagi „Ég get ekki látið þennan mann fara svona með okkur áfram og mér finnst rétt að fólk fái að vita hvern- ig okkar mál hafa verið svo það geti varað sig á því að lenda í því sama. Okkur er sagt eitt í dag og annað á morgun og þetta getur ekki gengið lengur," segir Bára Bjamadóttir en hún og maður hennar keyptu bíl á bílasölunni BUatorgi í júlí fyrir tæpu ári. Veð var á bílnum sem átti að greiðast eftir mánuð en enn hef- ur ekkert gerst. Sjóvá- Almennar er kröfuhafi og vill nú fara að sjá ein- hverja aura. Frestur hefur verið veittur í einn mánuð tU þess að ganga frá málinu. í afsali með bU Bjargar segir orð- rétt: „Seljandi afléttir áhvUandi kvöð frá Tryggingastofnun, láni frá Sjóvá- Almennum kr. 450.000 fyrir 25. ágúst 1995.“ „BUasalinn er endalaust að segja okkur að þetta sé að koma og þessu verðið kippt í liðinn. Nú síðast feng- um við tékka upp á 100 þúsund krónur og færa átti veðið á annan bU. Á þeim bU var áhvUandi lán þannig að ekki var unnt að færa veðið. Mér finnst ekki hægt að fara svona með fólk því þetta hefur kost- að mikinn tíma og fyrirhöfn, að ég tali nú ekki ef bíllinn verður boðinn upp,“ segir Bára. DV hafði samband við Ingimar Sigurðsson, formann Félags lög- giltra bifreiðasala, og fékk þær upp- lýsingar að bUasalar í félaginu væri tryggðir fyrir áfóUum sem þessum. Trygging hans myndi því sjá tU þess að fólkið, í þessu tilviki Bára og eig- inmaður hennar, yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Tryggingin kæmi þó ekki í veg fyrir að þau gætu misst bUinn. „Ég ítreka að trygging þessi nær aðeins til löggiltra bUasala, þ.e. þeirra sem eru í félaginu og yfirleitt lendum við ekki í vandræðum þótt veð sé á bílum þegar þeir eru seldir. Yfirleitt leysum við þessi mál með samningum en ég get í raun ekkert tjáö mig um hvað þarna er á ferð- inni,“ segir Ingimar. „Borgað var inn á veðið um helg- ina og uppboðinu frestað. Það var heldur aldrei inni í myndinni að málið færi þá leið. Nú er verið að flytja veðið af bílnum þeirra og yfir á annan bU og það verður gert fyrir helgi,“ sagði Ragnar Laufdal hjá BUatorgi, í samtali við DV í síðustu viku. í gær hafði ekkert verið gert frek- ar tU þess að leysa þetta mál. Ávís- unina átti að leysa út 1. júní og veð- inu hafði ekki verið aflétt af bUn- um. -sv Rottur á Neöri-Skaga DV, Akranesi: Heimilisfaðir á Neðri- Skagan- um hrökk heldur betur við þegar honum fannst skrjáfið ótrúlega mikið í eldhúsinnréttingunni. Hann ákvað að kanna það betur - fékk trésmið sem tók frá hluta innréttingarinnar. Þá kom í Ijós heljarinnar rotta sem var þegar aflífuð á staðnum. Samkvæmt heimildum DV hefur orðið vart við mikið af rottum á Neðri-Skaga undan- farna mánuði en um þrjú ár eru frá því eitrað hefur verið fyrir rottur þar. Virðist því full þörf að eitra þar nú því rotturnar þrífast vel við þær aðstæður sem verið hafa í vetur og vor. -DÓ Héðinn Stefánsson er stöðvarstjóri Sogsstöðva hjá Landsvirkjun. Hann er Vélfrsðindur... Starf hans er fólgið í umsjón með daglegum rekstri þriggja stöðva: Ljósafossstöðvar, Irafossstöðvar og Steingrímsstöðvar. Hann stjórnar eftirliti með vélbúnaði, viðhaldi og keyrslu margbrotinna og flókinna tækja. . ■ ■ * Nánari upplýsingar veitir: Atvinnurehendíir! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar /gjtel Vélstjórafélag fSypj Islands Borgartúni 18,105 Reykjnvíki Sími: 562-9062 Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.