Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 29. MAI1996 Utlönd Stuttar fréttir i>v ísraelsmenn ganga að kjörboröinu í dag til að velja sér nýja stjórn: Leiðtogi stjórnarand unnar sigurviss Benjamin Netanyahu, hinn hægrisinnaði leiðtogi stjómarand- stöðunnar í ísrael, var sigurviss þegar hann kom til að greiða at- kvæði í þingkosningunum í morgun og taldi næsta víst að Símon Peres forsætisráðherra mundi tapa. „Ósigur? Ég tel að andstæðingur minn sé sennilega að velta slíku fyr- ir sér. Ég hef ekki gert það. Ég held að við munum sigra," sagði leiðtogi Likudflokksins við fréttamenn á kjörstað í skóla í Jerúsalem. Netanyahu og Sarah, eiginkona hans, fóru inn um bakdyrnar á kjör- staðnum þar sem öryggisverðir vopnaðir vélbyssum höfðu gætur á öllu. „Ég get sagt ykkur hvað ég kaus. Ég kaus Netanyahu og Likud og ég held að Sarah hafl kosið eins," sagði Netanyahu og faðmaði eiginkonu sína, sem staðfesti orð hans. Israelskir kjósendur flykktust á kjörstaði í morgun, enda kosning- arnar ákaflega mikilvægar fyrir framhald friðarviðræðna ísraels og arabaríkjanna. Netanyahu hefur heitið því að taka harðari afstöðu í viðræðunum við Palestínumenn og Sýrlendinga. Símon Peres nýtur stuðnings Bandaríkjanna og arabaríkjanna, sem telja hann best til þess fallinn að ljúka friðarferlinu sem hófst fyr- Benjamin Netanyahu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Israel, og Sarah eiginkona hans á kjörstað í Jerúsalem í morg- un. Netanyahu kaus sjálfan sig og konan kaus eiginmanninn. Símamynd Reuter ir fimm árum. „Ég tel að þetta verði söguleg ákvörðun. Ég vona að þjóðin velji friðinn," sagði Peres við fréttamenn á kjörstað í Tel Aviv. f kosningunum í dag eru í fyrsta sinn greidd atkvæði sérstaklega um næsta forsætisráðherra, auk þess sem hefðbundnar þingkosningar fara fram. Búist er við fyrstu spá um kvöldmatarleytið í kvöld. Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftírfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álfatún 7, 0402, þingl. eig. Gunnar Þór Árnason, gerðarbeiðandi KPMG Endurskoðu'n hf., þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 13.00. Digranesheiði 31, þingl. eig. Þórir Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og Landsbanki íslands, mánudag- inn 3. júru' 1996 kl. 15.45.__________ Engihjalli 19,3. hæð C, þingl. eig. Ein- ar Ingi Jónsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, þriðjudag- inn 4. júru' 1996 kl. 14.00. Engihjalli 3, 4. hæð A, þingl. eig. Ingvar Ingvarsson og Sigríður Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og Innheimtustofnun sveitarfé- laga, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 13.45._________________________ Furugrund 42, 2. hæð C, þingl. eig. Rúnar Guðmundsson og Ingibjörg Gylfadóttir, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki íslands, Landsbanki íslands, fslandsbanki hf. og Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 14.45. __________________ Gnípuheiði 9, 03-02-01, þingl. eig. Kristján Stefánsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 15.30. ______________________ Hlíðarhjalli 63. 0202, þingl. eig. Dalla Rannveig Jónsdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður verkamanna og Hlíðarhjalli 63, húsfélag, þriðjudag- irmA. júm' 1996 kl. 16.15. :_______ Hlíðarhjalli 76, 0201, þingl. eig. Guð- rún Lilja Guðmundsdóttir og Stefán Stefánsson, gerðarbeiðandi Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 16.30. _____________________ Holtagerði 57, þingl. eig. Gunnar Kristján Finnbogason, gerðarbeið- endur íslandsbanki hf., Kaupþing hf., Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóð- ur verksmiðjufólks og Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 3. júm' 1996 kl. 14.15. Kjarrhólmi 24, 3. hæð B, þingl. eig. Ingibjörg Erna Helgadóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður verka- manna og Bæjarsjóður Kópavogs, þriðjudaginn 4. júru' 1996 kl. 17.15. Lindasmári 9, 0101, þingl. eig. Sigríð- ur ísaksdóttir, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 18.00._____________ Lækjasmári 11, 0101, þingl. kaup- samningshafi Örn Valberg Ulfarsson, gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyris- sjóðurinn, mánudaginn 3. júru' 1996 kl. 16.30._______________________ Lækjasmári 15, 0101, þingl. kaup- samningshafi Örn Valberg Ulfarsson, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 3. júní 1996 kl. 16.40.____________ Lækjasmári 15, 0201, þingl. kaup- samningshafi Örn Valberg Ulfarsson, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 3. júní 1996 kl. 16.50._____________ Lækjasmári 86, íbúð 0202, þingl. eig. Erla Lára Guðjónsdóttir og Guðrún Ósk Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Markholt hf., mánudag- inn 3. júní 1996 kl. 17.10.__________ Nýbýlavegur 20, 1. hæð, þingl. eig. Alexander Sigurðsson, gerðarbeið- endur Landsbanki íslands, Lífeyris- sjóður hjúkrunarkvenna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, mánudag- inn 3. júní 1996 kl. 15.00.__________ Smiðjuvegur 14, austur- og vestur- hluti, þingl. eig. Veitingamaðurinn hf., gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópavogs og Hýsir hf., mánudaginn 3. júm' 1996 kl. 13.30._____________ Smiðjuvegur 4a, 0201, þingl. eig. Húsprýði hf., gerðarbeiðandi Húsa- smiðjan hf., föstudaginn 31. maí 1996 kl. 15.00. _____________________ SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Borís Jeltsín heimsækir Tsjetsjeníu: Rússneskir dátar heim i afongum Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur gert nýja frið- aráætlun með upp- reisnarmönnum í Tsjetsjeníu og heimsótt fjöllótt land þeirra en helstu ágreinings- efnin í sautján mánaða löngum átökum í lýðveld- inu eru enn óleyst. „Ég er viss um að friður er raunveru- lega kominn á í Tsjetsjeníu, ekki bara á pappírnum," hafði Itar-Tass fréttastofan eftir Jeltsín í gær á fjög- urra klukkustunda löngu ferðalagi hans til landsins. „Hinn mikli Allah hefur gefið Jeltsín og fylgdarliði hans tækifæri á að koma sér út úr skítugu striðinu sem rússnesk stjórnvöld hafa háð gegn tsjetsjensku þjóðinhi," sagði Zelímkhan Jandarbíjev, leiðtogi uppreisnarmanna, þegar hann kom aftur heim frá Moskvu þar sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti. Símamynd Reuter hann ræddi við Jeltsín og gerði við hann friðarsamn- ing. „Ef þeir nota þetta tækifæri munu þeir horfa fram á eðlileg sam- skipti ríkjanna tveggja í framtíð- inni." Jeltsín stendur hins vegar á því fastar en fótunum að ekki komi til greina að Tsjetsjenía öðlist sjálf- stæði og í friðarsamningnum, sem gerður var í Moskvu á mánudag, var ekki gengið frá framtíðarskipan mála í lýðveldinu. Það var heldur ekki gert í gær þegar skjöl um hvernig framfylgja bæri friðar- samningnum voru undirrituð. Tass-fréttastofan sagði að Jeltsín hefði sagt hermönnum sínum að þeir yrðu kallaðir heim í áföngum og brottflutningi yrði lokið í sept- ember. Reuter Kona er karl og eftirlýst í 17 ára gömlu morðmáli Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að kona nokkur væri í raun karlmaður sem gekkst undir kyn- skiptaaðgerð og er eftirlýstur fyrir morð sem var framið í Suður- Kar- ólínu fyrir sautján árum. „Rétturinn er þeirrar skoðunar að þetta sé manneskjan sem er eftir- lýst," sagði Jacob Adajian dómari eftir að hafa borið saman fingraför manneskjunnar við skrár frá alrik- islögreglunni FBI. Úrskurður hans staðfesti að Valerie Nicole Taylor hefði áður verið Freddie Lee Turn- er, sem liggur undir grun í morðinu á Billy Marshall Posey í bænum Gaffney í Suður-Karólinu árið 1979. Sakborningurinn, sem er fertug- ur, gekkst undir kynskiptaaðgerð fyrir fimm árum og skipti um nafh með löglegum hætti. Hann neitar að snúa aftur til Suður-Karólinu. Dóm- arinn skipaði svo fyrir að konunni skyldi haldið í kvennafangelsi á meðan framsalskrafan væri tekin til athugunar. Handtökuskipun á Turner var gefin út viku eftir að morðið var framið fyrir sautján árum. En Turn- er, sem var klæðskiptingur og hafði sést með fórnarlambinu, gufaði hreinlega upp. Orói á Indlandi Indverjar bjuggust við óróa eftir að nýmynduð ríkisstjórn hindúa sagði af sér en hún sá fram á samþykkt vantrauststil- lögu í þinginu. Hóta refsingum Kínversk yfirvöld hafa hvatt aðskilnaðarsinna í Tíbet til upp- gjafar. Þar segir að þeim sem standi að sprengingum og morð- tilræðum verði harðlega refsaö. Varaður við John Major, forsætisráð- herra Breta, var varaður við því að tæpur meiri- hluti hans væri í hættu ef hann gerði baráttu sína til að fá banni við útflutningi nautakjöts aflétt að víðtækari baráttu gegn Evrópusamband- inu. Vongóður um frið Bandariski þingmaðurinn Bill Richardson hefur viðrað hug- myndir við norður-kóreska emb- ættismenn um viðræður fjög- urra ríkja sem ætlað er að tryggja áframhaldandi frið á Kóreuskaga. Norður-irar kjósa Norður-írar ganga í dag til kosninga sem ryðja eiga braut- ina fyrir viðræður um frið. En kosningarnar eru taldar skapa fleiri vandamál en þær eiga að leysa. Reynir á fylgið í dag reynir á fylgið við Nelson Mand- ela, forseta Suður-Afríku, en þá verður gengið til hér- aðskosninga í Western Cape héraðinu, síð- asta vígi Þjóðarflokksins, flokks hvítra manna. Fögnuðu afmæli 100 ára afmæli Dow Jones vísitölunnar, helstu visbending- ar um gengi bréfa á verðbréfa- markaðnum í New York, var fagnað í gær. Kyniíf 12 ára í Brasilíu er hart deilt um hvort allt niður í 12 ára stúlkur geti haft samfarir með fullum vilja og samþykki. Verði sú nið- urstaðan forða félagar stúlkn- anna sér frá nauðgunarkærum. Tóku njósnara Kanadísk yfirvöld hafa gripið karl og konu sem grunuð eru um njósnir fyrir Rússa. Þeim verður vísað úr landi. Minntust munka Um 10 þúsund manns komu saman við Eiffel-turninn í París og minntust þar sjö franskra munka sem öfgasinnaðir múslímar í Alsír tóku af lífi. Styðja lýðræði Aung San Suu Kyi, leið- togi stjórnar- andstöðunnar í Burma, seg- ist viss um að almenningur í landinu styðji lýðræðisþró- unina. Segir hún síöustu aðgerðir hefsins benda til að srjórnvöld geri sér grein fyrir afstöðu almennings. Ræddu örlög foringja Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, hitti leiðtoga Bosn- íuserba og ræddi örlög Radovans Karadzics og Ratkos Mladics sem báðir eru eftirsóttir fyrir stríðsglæpi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.