Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 9 Utlönd Bill Clinton í vörn eftir úrskurö kviödóms í Whitewater-málinu: Fyrrum viðskiptafélagar fundnir sekir um fjársvik Bill Clinton Bandaríkjaforseti varð fyrir harðorðum árásum repúblikana í gærkvöldi eftir að kviðdómur í Little Rock í ríkinu Arkansas hafði fundið tvo fyrrum viðskiptafélaga hans og eftirmann í ríkisstjórastóli seka um fjársvik. James McDougal, fyrrum við- skiptafélagi Clintons í hinu gjald- þrota Whitewater-byggingafélagi og eigandi ríkistryggðs sparisjóðs sem fór á hausinn með um íjögurra milljarða króna tapi sem féll á bandaríska skattgreiðendur, var dæmdur sekur í 18 af 19 ákærum. Fyrrum eiginkona hans var fundin sek í öllum fjórum ákærum gegn henni. Þá fann kviðdómurinn Jim Guy Tucker, ríkisstjóra Arkansas, sekan í tveimur af sjö ákærum um fjársvik en hann átti þátt í að svíkja um 200 milljónir króna út úr tveim- ur ríkistryggðum sparisjóöum. Bill Clinton. Tucker sagði strax af sér í kjölfar úrskurðar kviðdómsins. Clinton hafði borið vitni á mynd- bandi fyrir verjendur í málinu og geta sakfellingarnar því skaðað mjög baráttu hans fyrir endurkjöri í nóvember. Má búast við frekari árásum af hálfu andstæðinga hans og frekari rannsókna á persónuleg- um fjárhag hans og fjármögnun kosningabaráttunnar. Talsmenn repúblikana voru ekki lengi að láta í sér heyra, margítrek- uðu alvarleika málsins og tengsl forsetans við það. En þó Clinton hafi sjálfur ekki verið ákærður og talið sé að frekar fáir Bandaríkja- menn skilji yfirhöfuð um hvað Whitewater-málið fjallar telja stjórnmálaskýrendur að sakfelling- arnar muni hafa þau áhrif að al- menningur telji forsetann hafa ver- ið viðriðinn eitthvaö sem ekki þolir dagsins ljós. Og þar sem vitnisburður Clintons kom sakborningunum ekki að gagni í vörn þeirra getur staða hans í kosningabaráttunni versnað mjög, ekki sist ef repúblikanar komast yfir myndbandsupptökur af vitnis- burðinum og nota þær í kosninga- baráttu sinni. Frá Hvíta húsinu barst yfirlýsing þess efnis að forsetinn hefði á engan hátt tengst þeim ásökunum sem þar voru uppi. Clinton sjálfur sagði nið- urstöðu kviðdómsins ekki vera merki um að menn hefðu ekki trúað vitnisburði hans. Kviðdómendur tóku undir þau orð. Þeir sögðu Clin- ton hafa verið stórkostlegan í vitnis- burði sínum og að sakfelling þrem- menninganna hefði eingöngu byggst á framlögðum sönnunargögnum. En þó dómur sé fallinn i þessum þætti málsins er Clinton síður en svo laus allra mála. í næsta mánuði munu tveir bankastjórar fara fyrir rétt vegna ásakana um að þeir hafi beint fjármagni í eigu banka í kosn- ingasjóði Clintons þegar hann barð- ist fyrir kjöri sem ríkisstjóri Arkansas 1990. Reuter Myndbandiö hans Simpsons algjört klúður Myndbandið þar sem ruðn- ingshetjan O.J. Simpson held- ur fram sak- leysi sínu vegna morðsins á fyrrum eigin- konu hans og elskhuga henn- ar er gjörsamlega misheppnað ef litið er til dræmrar sölu. Spólan er aðeins seld í póstverslun. Að sögn fyrirtækis sem fylgist með myndbandasölu, hafa milli þrjátíu og fjörutíu þúsund eintök af spólunni selst frá þvi hún var sett á markaðinn fyrir þremur mánuðum. Simpson auglýsti myndbandið hvar sem hann gat, í viðtölum í út- varpi og sjónvarpi, og hvatti fólk til aö kaupa það en sérfræðingar segja að almenningur hafi hrein- lega ekki viljað dæla peningum í vasa Simpsons. í október síðastliðnum var Simpson sýknaður af ákæru um að hafa framið morðin tvö. Reuter Norður-kóreskir bændur standa hér í röð eftir hrísgrjónum og jurtaolíu í þorpi skammt suður af höfuðborg landsins, Pyongyang. Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir ríflega 300 miiljóna króna fjárframlagi til handa Norður-Kóreu svo hindra megi yfirvofandi hungursneyð og hjálpa megi 130 þúsund fórn- arlömbum gífurlegra flóða sem gengu yfir landið í fyrra. Símamynd Reuter Þetta er draumavélin. Hún sýður vatnið fyrir uppáhellingu KA 5700 kaffivélin er margverðlaunuð fyrir úrvalskaffi og glæsilega hönnun. Tilboðsverð: 9.975 stgr. THU Bnar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Simi 5622901 og 5622900 Þurrmjólkurmálið veldur áhyggjum í Bretlandi: Læknar og foreldrar krefjast upplýsinga Gömul kvik- mynd frá morð- degi Kennedys komin í leitirnar Löngu týndar sjónvarpsmynd- ir, sem teknar voru fyrir og eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas árið 1963, hafa nú komið í leitirnar. Á filmubútinum, sem er 45 mín- útna langur og í svarthvítu, eru einstakar myndir af morðingja Kennedys og átakanlegar myndir af forsetanum og eiginkonu hans, Jacqueline Kennedy, þar sem þau haldast í hendur skömmu áður en hann lést. Filman sýnir hins vegar ekki bílalest forsetans þegar skotin riðu af og þar er heldur ekki að sjá neinar vísbendingar um að skotmennimir hafi verið tveir. Það var kona nokkur í Dallas sem kom með filmubútana á skjalasafnið í borginni en þeir höfðu verið grafnir undir húsi í fjölmörg ár. Að sögn sérfræðirtga leysir filman ekki neinar ráðgátur um morðið á Kennedy en hún er engu að síður mikúvæg. Reuter Símar lækna og ráðgjafarsamtaka á Bretlandi loguðu í gær vegna hringinga frá áhyggjufullum for- eldrum í leit aö upplýsingum um hvaða þurrmjólk væri óhætt að gefa ungbömum. Stjórnvöld og matvæla- framleiðendur neituðu að gefa upp nöfn níu tegunda mjólkurdufts fyrir ungbörn sem nýjar rannsóknir sýna að innihaldi lítið magn efnis sem kann að draga úr frjósemi. Mál þetta kemur sér afar illa fyr- ir bresk stjórnvöld, sem eiga nú mjög undir högg að sækja vegna kúafársins. Heilbrigðis- og landbúnaðarráðu- neytin héldu því statt og stöðugt fram í gær að ekki væri nein ástæða til að hafa áhyggjur af magni efnis þessa, phthalates, sem hefur dregið úr sæðisfrumuframleiðslu hjá rott- um í tilraunastofum. „Allar tegundirnar, sem voru prófaðar, voru vel innan þeirra marka sem stjórnin setur um leyfi- legt hámark og magnið er hundrað sinnum minna en er við hættu- mörkin," sagði talsmaður fyrir mjólkurduftsframleiðandann SMA. Margir læknar og foreldrar sögð- ust hins vegar ekki vera áfjáðir í að treysta slíkum yfirlýsingum eftir að stjórnvöld höfðu um margra ára bil neitað því að nokkur tengsl væru milli kúafárs og banvæns heilarým- unarsjúkdóms í mönnum. Annað kom þó á daginn. „Læknar og almenningur þurfa á þessum upplýsingum aö halda. Viö viljum að stjórnvöld birti niðurstöð- urnar í heild og nöfnin á tegundum þessum svo hægt sé að veita fólki skýrar ráðleggingar sem byggðar eru á nýjustu upplýsingum," sagði í yfirlýsingu breska læknafélagsins. Nýlegar tölur sýna að um 80 pró- sent breskra kvenna gefa börnum sínum þurrmjólk fremur en þrjósta- mjólk þegar þau hafa náð sex mán- aða aldri. Framleiðendur kanna nú hvernig umrætt efni, sem notað er til að mýkja plastefnið PVC, komst í mjólkurduftið. Reuter M"M" Einar M*M Farestveit & Co. hf. Borgartúni 2Í Tt 562 2901 og 562 2900 ÞJÓFAVARNARKERFI fýrir heimili, fyrirtæki og stofnanir Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRAÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.