Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Spurningin Hver veröur næsti forseti? Þorleifur Grétarsson: Ólafur Ragnar Grímsson. Helen Long, vinnur á skyndibita- stað: Ólafur Ragnar. Sigríður Nielsen skrifstofumað- ur: Það veit ég ekki. Björgyin Gestsson ellilífeyris- þegi: Ólafur Ragnar. Ólafur Hafsteinsson vélfræðing- ur: Verður það ekki Ólafur Ragnar Grímsson? Kristín Eggertsdóttir, vinnur hjá Össuri: Ég vona að það verði Ólaf- ur Ragnar. Lesendur____________ Forseti á öld margmiðlunar Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi og frú Guörún Þorbergsdótt- ir, kona hans. - „Ólafur Ragnar Grímsson er langhæfasti frambjóðandinn til þess að takast á við nýjar skyldur forsetaembættisins," segir m.a. í bréfinu. Brynja Gunnarsdóttir skrifar: Hugsum aftur til þess tíma er Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands. Síðan eru liðin rétt 16 ár. Þá skrifuðu flestir ennþá á raf- magnsritvélar en ekki á tölvu. Þá var ekki Stöð 2, ekki rás 2 eða Bylgj- an. Þá var ekkert Internet og þá fór forsetinn helst ekki lengra í heim- sókn en til Norðurlanda. - Þá var sannarlega öldin önnur. Frú Vigdísi Finnbogadóttur auðn- aðist að verða heimsnafn á forseta- stóli. Hún var fyrsta konan sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Það þarf meira en meðalmann til þess að feta í fótspor hennar og verða eftirsótt manneskja til að sinna opinberum verkum á vegum alþjóðastofnana og þess umkomin að koma á framfæri boðskap við heimsbyggðina. Dr. Óiafur Ragnar Grímsson, sem býður sig fram til forseta íslands, hefur bent á að enda þótt stjórnskip- unarlegt hlutverk forsetaembættis- ins hafi ekki breyst og hlutur forset- ans við stjórnarmyndanir jafnvel rýrnað þá hafi örar þjóðfélagsbreyt- ingar og tæknibyltingin í alþjóðlegu umhverfi og samskiptum að sama skapi aukið þýðingu embættisins á mörgum sviðum. Sem sameiningartákn, gæslumað- ur þjóðarvitundar, merkisberi á al- þjóðavettvangi, áhrifamaður í opin- berri umræðu heima og erlendis, gestgjafi þjóðhöfðingja og velvildar- maður íslenskra útflutningsaðila hafi forsetinn æ fleiri skyldum að gegna. Nú er öldin önnur, og sem fram- tíðarmaður er Ólafur Ragnar Grímsson langhæfasti frambjóðand- inn til þess að takast á við nýjar skyldur forsetaembættisins og til að þróa það áfram fram á næstu öld margmiðlunar. Biskup og ákæruvaldið Einar Magnússon skrifar: Sifellt tekur biskupsmálið á sig einkennilegri mynd. Nú er biskup sjálfur sem stjórnar framvindu hjá ríkissaksóknara og dregur til baka kæru sína á hendur konunum fjór- um um áburð og ærumeiðandi að- dróttanir um meinta kynferðislega áreitni! Ríkissaksóknari brást snar- lega við og hlýddi „erkibiskups boð- skap“ eftir að hafa beðið og beðið með að ákæra æðsta mann þjóð- kirkjunnar. Málið er búið að vera mesta vand- ræðamál íslensku stjórnsýslunnar á síðustu áratugum. Þar hefur málið verið þæft svo herfilega að blaðales- endur hlæja sig máttlausa við hverja nýja frétt. - Prófastur og full- trúi í siðanefnd presta skrifaði t.d. rétt nýlega í Mbl. grein og reifar málið enn einu sinni. Þar ræðir hann „trúnaöarbrotsmál" og forðast að ræða sjálft aðalmálið - nefnilega ákæru kvennanna á hendur bisk- upi. í grein sinni segir prófasturinn t.d. að andi fyrirgefningar sé ekki einkenni á öUum prestum (og á þá við trúnaðarbrotsmálið og afsökun- arbeiðni biskups) og nokkur hópur presta hafi notað þau mistök til að ásaka biskup og Jafnvel krefjast af- sagnar hans“. - Prófasturinn veit fuUvel að afsagnarkröfur presta og almennings á hendur biskupi eru ekki vegna neins „trúnaðarfundar". Þær eru vegna ásakana kvennanna um meinta kynferðislega áreitni. Það er mergurinn málsins. Þess vegna hræðist biskup, þess vegna hikaði ríkissaksóknari og þess vegna vofir Demoklesarsverð stöðugt yfir íslenskri stjórnsýslu. Forseta allrar þjóðarinnar Kristinn Jónsson skrifar: Mikil ábyrgð er nú lögð á herðar okkar íslendinga. Við þurfum að velja okkur þjóðhöfðingja til að setj- ast í stól frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Þegar að því vali kemur er að mörgu að hyggja og mikilvægt að leita ekki langt yfir skammt. Forseti verður að vera maður sem ávinnur sér traust og virðingu þar sem hann kemur. Erlendar þjóöir munu t.a.m. aldrei bera virð- ingu fyrir íslenskum forseta sem ekki hefur óskoraða virðingu þjóðar sinnar á bak við sig. Forsetinn verð- ur að hafa innsýn í kjör lands- manna, jafnt höfuðborgarbúa sem íbúa landsbyggðarinnar, og hann verður að hafa trausta þekkingu á stjórnskipan ríkisins og þrek til að standast áskoranir um að misnota það takmarkaða vald sem embætti hans er falið. Þýðingarmest er þó að eftir kosn- ingar geti öll þjóðin - líka þeir sem kusu aðra - sætt sig við hann sem fulltrúa sinn og sameiningartákn þjóðarinnar. íslenska þjóðin hefur hingað til, hvað sem nú verður, bor- ið gæfu til að velja sér þjóðhöfðingja sem allir hafa getað hyÚt með góðri samvisku. - Þó að aðeins rúmlega 30% landsmanna hafi kosið frú Vig- dísi Finnbogadóttur á sínum tíma skipuðu þeir sem kusu einhvern hinna þriggja ágætu mótframbjóð- enda hennar sér þegar að baki henni, að kosningu lokinni. Von- andi verður íslenska þjóðin enn á ný jafn gæfusöm. Það yrði mikið ógæfuspor ef menn kysu sér forseta sem vitað er að mjög stór hluti landsmanna get- ur með gildum rökum aldrei sætt sig við. Þá væri búið að breyta eðli embættisins mjög. Það væri ekki lengur sameiningartákn þjóðarinn- ar, heldur myndu menn óhjákvæmi- lega fljótt skipast í fylkingar, með og á móti forsetanum. Forsetinn yrði forseti þeirra sem kusu hann, en ekki forseti allrar þjóðarinnar. - Slíkur forseti á ekki að setjast í stól frú Vigdísar. Mikil er ábyrgð landsmanna aö velja þjóöhöfðingja til aö setjast í stól frú Vig- dísar Finnbogadóttur. I>V Mávarnir éta ungviöið Grímur skrifar: Um næstsíðustu helgi var ég á gangi niðri við Tjörn. Mér of- bauð að sjá allt það mávager sem þar er viðloðandi. Það er erfitt að sjá fyrir sér að nokkrir andar- eða æöarungar nái að vaxa upp. Ég vil nú rökstyðja þessa skoðun mína. í fyrrasumar gekk ég nokkrum sinnum kringum Tjörnina með svo sem viku millibili. Verð ég að segja að það kemur við mann að sjá veiði- bjölluna taka ungana og gleypa þá lifandi. Það fór líka svo að í síðustu eða næstsíðustu hring- ferð minni með fram Tjörninni sá ég enga unga. Þeir náðu ein- faldlega ekki að vaxa upp nema aö óverulegu leyti. Er nú ekki rétt að gera eitthvað til að halda vargfuglinum í skefjum, eða a.m.k. frá Tjörninni? Hemmi Gunn talar of mikið ívar Jónsson hringdi: Ég er ekki ánægður með hve mikið Hemmi Gunn talar í lýs- ingum sínum á knattspyrnunni. Ég tek sem dæmi leikinn Ajax-Juventus sl. miðvikudag. Þetta var bara flæði af orðum án þess að svo sem nokkur raun- veruleg lýsing væri á ferðinni. Þetta er ekki nógu gott fyrir okk- ur knattspymuunnendur. Best er að tala lítið en skýrt og halda sig á jörðinni, þar fer leikurinn fram. Saltverksmíðjan Suðurnesjamaður skrifar: Stundum hefur ríkisvaldið fé af fólki en það látið átölulaust. Þetta kom mér í hug varðandi þær framkvæmdir á Reykjanesi sem nú eru í umræðunni. Magnesíumverksmiðja og þátt- taka Þjóðverja í þeim rekstri. Saltverksmiðja á Reykjanesi var eitt verkefnið sem ríkið efndi til með þátttöku almennings. Það fyrirtæki var svo gert gjaldþrota og hinn auðtrúa álmenningur, sem lagt hafði fé í hlutabréf að undirbúningsverkefninu, tapaði þar sínu fé. Hitaveita Suðurnesja tók svo yfir málið en almenning- ur var látinn lönd og leiö. Sögu undirbúningsfélags saltverk- smiðjunnar þyrfti að upplýsa nánar. VR sniögengið Agnar hringdi: Maður er orðlaus yfir þeim yf- irgangi sem ASÍ-þingið sýnir verslunarmönnum með því í fyrsta lagi að færa Ingibjörgu Guðmundsdóttur niður um eitt sæti og gera hana aö 2. varafor- seta ASÍ. Einnig finnst mér hlut- ur formanns VR vera fremur rýr en hann er þó formaður eins stærsta verkalýðfélags landsins og félagar þess með einna jafn- lægstu laun sem bjóðast á vinnu- markaöinum. Þetta allt sýnir að ASÍ-þing verður ekki litið alvar- legum augum í framtíðinni. Kolbeinsey á kortið Ágúst skrifar: Nú er farið að tala um að flikka upp á Kolbeinsey. Þessu hefur skotið upp áður og menn endilega viljaö hefjast handa um að koma Kolbeinsey á kortið eins og til að víkka út landhelg- ina, þótt ekki sé annað. Ég tel þetta vel geta samrýmst t.d. verkefni verðandi forseta okkar (þeim sem yfirburði hefur í skoð- anakönnunum) og hefur lýst því yfir að hann ætli að koma ís- landi á heimskortið. Þá má hann heldur ekki gleyma Kolbeinsey. - Fyrir alla muni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.