Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Könnuður á hálum ís Eitt fyrirtækið, sem stundar skoðanakannanir, spurði um daginn fyrir félagsmálaráðuneytið, hvort menn vildu auka völd almennra félagsmanna í stéttarfélögum á kostnað valdamanna í þeim félögum „eins og lagt er til í nýju frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur“. Vandinn við þessa villandi og leiðandi spumingu er sá, að ekki er samkomulag um, hvort nýja frumvarpið auki völd almennra félagsmanna eins og fullyrt er í síð- ari hluta spurningarinnar. Það fer eftir hugsanabrautum hvers fyrir sig, hvort hann telur svo vera eða ekki. í leiðurum þessa blaðs hefur frumvarpið fengið stuðn- ing. Ráðamenn stéttarfélaga eru því hins vegar afar and- vígir og fullyrða, að andstaðan stafi ekki af því, að þeir missi völd til almennra félagsmanna. Röksemdir þeirra eru ekki traustvekjandi, en þær eru samt til. Stjórnendur Gallup halda því fram, að orðalag spurn- ingarinnar komi því ekkert við, að það var félagsmála- ráðuneytið, sem borgaði fyrir spurninguna og taldi nið- urstöðu hennar henta sér vel. Þetta getur svo sem verið rétt, en breytir því ekki, að spurningin er leiðandi. Könnunarfyrirtæki er á hálum ís, þegar það leggur fram spurningu, er felur í sér fullyrðingu, sem er um- deild á þann hátt, að hópur manna telur hana ranga, að vísu á veikum forsendum, og þegar það fær á þann hátt niðurstöðu, sem er í þágu umbjóðandans. Með spurningunni gaf Gallup-fyrirtækið ekki aðeins höggstað á sér, heldur einnig á öðrum stofnunum og fyr- irtækjum, sem fást við að kanna hugi og skoðanir fólks. Það skaðar þessa aðila, þegar unnt er að kasta almennt rýrð á skoðanakannanir vegna augljósra mistaka. Traust fólks á skoðanakönnunum hefur byggzt upp á löngum tíma. Áratugum saman hafa niðurstöður síðustu kannana fyrir kosningar verið bornar saman við niður- stöður kosninganna sjálfra. Samanburðurinn hefur stuðlað að eflingu og viðhaldi þessa almenna trausts. Raunar er ekki örgrannt um, að traust stjórnmála- manna á slíkum könnunum keyri um þverbak, þegar þeir eru famir að velta fyrir sér tilfærslum, sem eru inn- an skekkjumarka, sem birt eru með niðurstöðutölunum. En þetta traust byggist á langri og góðri reynslu. Auðvitað fer það í taugar þeirra, sem áratugum sam- an hafa staðið fyrir ábyrgum skoðanakönnunum, þegar til skjalanna koma viðskiptafíknir menn, sem höggva í þetta gróna traust með vinnubrögðum, er samræmast ekki góðum og gildum hefðum á þessu viðkvæma sviði. Nauðsynlegt er að gera skarpan greinarmun á könnuð- um, sem fara hefðbundnar leiðir, og hinum, sem spyrja spurninga, er fela í sér forsendur, sem kunna að vera umdeildar. Síðari hópurinn fær auðvitað í bili viðskipti þeirra aðila, sem vilja panta sér niðurstöður. Þetta hefnir sín svo auðvitað, þegar allt dæmið er ve- fengt, svo sem gert hefur verið í þessu tilviki. Félags- málaráðuneytið hefur ekki fengið þá útkomu, sem það sóttist eftir, því að það hefur verið sakað um aðild að óvísindalegum vinnubrögðum. Spurning þess ónýttist með öllu. Til langs tíma litið er affarasælast fyrir alla, að gömlu hefðunum sé fylgt og menn hætti sér ekki út á þann hála ís, sem hér hefur verið gerður að umræðuefni. Heildar- viðskipti þjóðfélagsins við skoðanakönnuði hljóta að fara eftir trúverðugleika greinarinnar í heild. Eins og skoðanakannanir hafa hingað til verið, gera þær oftast gagn með því að auka þekkingu almennings á innviðum þjóðfélagsins og gangverki þjóðlífsins. Jónas Kristjánsson „Símaþjónusta er í raun oröin aö ósköp venjulegri markaösvöru ...,“ segir m.a. í greininni. Nýr atvinnuvegur í uppsiglingu? Eitt helsta baráttumál Alþjóða verslunarráðsins hefur um langt árabil verið að fjarskipti (telecom- munications) fái að þróast og dafna á frjálsum markaði. Eitt erf- iðasta vígið í þessari baráttu hefur verið Evrópusambandið en með ákvörðun framkvæmdastjórnar þess um að gefa rekstur opinberra póst- og símamálastofnana frjálsan 1. janúar 1998 má segja að þaö sé fallið. Búist er við mikilli grósku ef ekki sprengingu í upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu sem kemur ekki aðeins almennum símnotend- um til góða heldur mun leggja grunninn aö nýrri atvinnugrein með þeirri nýsköpun og þeim aukna hagvexti sem því fylgir. Ýmislegt bendir þó til að Evrópu- sambandið hafi ekki verið reiðu- búið að ganga nógu langt til að þessi framtíðarsýn .geti gengið snurðulaust eftir. Ósköp venjuleg markaösvara Þessi ákvörðun ESB sýnir í hnotskurn þá grundvallarbreyt- ingu sem orðið hefur á inntaki og eðli gömlu, góðu símaþjónustunn- ar, meö samruna símans og tölv- unnar. Þar er á ferð bráðör tækni- þróun sem við höfum aðallega orð- ið vör við í nýyrðinu „margmiðl- un“ og glæsilegum auglýsingum tölvufyrirtækja um nánast óend- anlega. möguleika stafrænu tækn- innar. Símaþjónusta er í raun orðin að ósköp venjulegri markaðsvöru, andstætt því sem við, ásamt flest- um grannþjóðum, áttum að venj- ast; vöru sem lýtur sömu mark- aðslögmálum og hver önnur hand- sápa eða pakkasúpa. Markaösleg endurhæfing Segja má að opinberu póst- og símamálastofnanirnar innan ESB, og víðar, séu að vakna upp við þann vonda draum að hafa dregist aftur úr þróuninni, tæknilega en þó aðallega markaðslega. Vöru- og þjónustuþróun hefur setið á hak- anum með þeim afleiðingum að evrópskir neytendur hafa ekki að- gang að nema hluta af því sem t.d. Kjallarinn Helga Guörún Jónasdóttir framkvæmdastjóri Alþjóölega verslunarráösins á Islandi bandarískum neytendum býðst. Hættan sem opinberu stofnan- irnar standa frammi fyrir er að missa nánast öll viðskipti til leið- andi bandarískra og alþjóðlegra fjarskiptafyrirtækja, auk minni spámanna, sem bjóða meira fyrir minna. Til að auðvelda þeim að takast á við hina auknu sam- keppni hefur stofnunum t.a.m. verið gert að laga gjaldskrár sínar að raunverulegum kostnaði en um áratugaskeið hefur það t.d. verið meginreglan aö greiða innanlands- símtöl niður með hárri gjaldtöku á utanlandssímtölum. Ekki seinna vænna þar sem fyrirtæki og ein- staklingar innan ESB hafa unn- vörpum verið að nýta sér svokall- aða call-back þjónustu bánda- rískra fyrirtækja í millilandasím- tölum. Yfirboröskennd einkavæðing Sem næsta skref í markaðsað- löguninni hafa velflest ESB- ríkin ákveðið að einkavæða þær, skipta P&S-stofnununum upp í fleiri rekstrareiningar og fækka starfs- fólki. Við nánari athugun kemur þó í ljós að þessi einkavæðing er aðeins á yfirborðinu. Sá hluti þeirra sem að mestu leyti liggur neðan jarðar, sjálft grunnkerflð, lýtur áfram einkarétti nýju hluta- félaganna. Flest bendir til að þau muni m.ö.o. selja aðgang að grunnkerfunum til samkeppnisað- ila sinna! Opinber gjaldtaka af samgöngu- og flutningskerfum, grunnkerfum í fjarskiptum, er yf- irleiít líkt við „super highways" eða ofurhraðbrautir. Þessi samlík- ing er réttmætari en halda mætti við fyrstu sýn þar sem um þær fara rafrænar vörur og þjónusta meö ljóshraða. Baráttan fyrir einkavæðingunni hefur af þessum sökum fyrst og fremst snúist um það að veita fyrirtækjum og ein- staklingum jafnan aðgang að þessum kerfum á kostnaðarverði þvf að gjaldtöku fyrir aðgang að þeim má í raun og veru leggja að jöfnu við gjaldtöku af almennum samgöngu- og flutningskerfum. Vissulega er það jákvætt skref að koma Póst- og símamálastofn- unum undir almenn samkeppnis- lög með einkavæðingu. Menn geta hins vegar tæplega vænst mikilla breytinga, hvað þá að nýir at- vinnuvegir vaxi upp, verði að- gangurinn að grunnkerfunum ekki á jafnréttisgrunni. Eða hverj- ir skyldu afkomumöguleikar fyrir- tækja og einstaklinga verða ef að- gangur að almennum samgöngu- og flutningskerfum yrði felldur undir opinbera gjaldskrá? Helga Guðrún Jónasdóttir „Hættan sem opinberu stofnanirnar standa frammi fyrir er að missa nánast öll viðskipti til leiðandi bandarískra og al- þjóðlegra Qarskiptafyrirtækja.“ Skoðanir annarra Kvótakerfi - bótaábyrgð „Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar lög- um samkvæmt, en aðeins fáir útvaldir fá að njóta þeirrar eignar samkvæmt núgildandi kerfi. Þegar skera þarf úr um hvort útgerðarmaður eigi rétt á bótum vegna sviptingar véiðiheimilda hefur þessi yf- irlýsing hins vegar litla þýðingu. Það sem raunveru- lega skiptir máli eru þeir fjárhagslegu hagsmunir sem glatast við brottfall leyfisins. Ætla má að því lengur sem kvótakerfið er við lýði, því meiri hags- munir muni tengjast því, og því meiri líkur eru á því að afnám kerfisins baki ríkinu bótaábyrgð." Ágúst Sindri Karlsson í Mbl. 25. maí. Feröamannaútgerðin „Að íslendingar í „ferðamannaútgerð" skuli plana að hala inn allt að 1 milljón á mánuði fyrir hálfan kjallarann hjá sér, með því að troða hann fullan af örmjóum trébekkjum og kojum, er nokkuð sem und- irritaða hefði ekki órað fyrir að óreyndu. Að „ferða- mannaútgerðarmaður" skuli með þessum hætti raunverulega verðleggja þægindasnauðar 1-12 fer- metra niðurgrafnar kjallarakompur dýrar heldur en helstu hótelin í Reykjavík fara fram á fyrir herbergi með öllum þægindum er lyginni líkast." Heiður Helgadóttir í Tímanum 25. maí. Forsetakjörið „Vissulega geta mál skipast öðruvísi en nú virðist liggja beinast við, en hugmyndir manna um hvað sé rétt að setja á oddinn núna í vali á frambjóðanda sýnast hins vegar ekki líklegar til þess að breytast að ráði. Æði mörgum virðist þannig farið núna að þeir ætla sér ekki að kjósa um manngildi þess fólks sem er í framboði til forsetakjörs, heldur um hæfi- leika þess til þess að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar - út frá þeim forsendum sem þeir álíta sam- tímann kalla á.“ Guðrún Guðlaugsdóttir í Mbl. 26. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.