Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 14
14 * veran MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1996 *: k Brúðkaup í tjaldi „Fólk er að átta sig á þessum möguleika í brúökaupum og tjöldin eru mjög vinsæl í afmælum líka. Ef fólk getur farið út í garð og verið þar í tjöldunum verður veislan miklu frjálslegri. Það er mikil ánægja með þetta," segir Þorsteinn Baldursson, framkvæmdastjóri Skemmtilegt hf. sem leigir út há- tíðatjöld. - Skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundnu brúðkaupsveislum í sal er sumarbrúðkaup í tjaldi. Þar sem landið býður ekki upp á að hægt sé að skipuleggja veðrið lengur en tvo klukkutíma í senn er ekki hægt að leggja gott veður í pant og ákveða að halda garðbrúðkaup. Það getur orðið rok og rigning og jafnvel snjó- koma þótt um sumar sé. Þeir sem vilja vera úti en þó inni geta leigt sér tjöld af öllum stærðum og gerð- um, allt eftir því hversu margir gestirnir verða. Tjaldinu er hægt að planta hvort sem er í garðinum eða úti í náttúrunni og þá mega veð- urguðirnir haga sér eins og þá lyst- Tjöldin er hægt að fá í mörgum mismunandi stærðum. ir án þess að trufla brúðkaupsgest- ina hið minnsta. Tjaldað úti í náttúrunni Tjöldunum er hægt að tjalda hvar sem er þar sem rými er nóg. Það er hægt að setja þau upp á alls konar undirlagi, til dæmis bUastæð- um, grasblettum og gangstéttum. Mjög auðvelt er reisa tjöldin. „Það sem er skemmtilegt við þetta er að allir eru svo ánægðir. Við erum hluti af skandinavískri keðju. Fólk á stórum vinnustöðum tekur sig saman, leigir eitt stórt tjald hjá okkur og heldur veislu úti í sveit," segir Þorsteinn. Alla hliðardúkana er hægt að losa alveg eða að hluta og inngöngu er hægt að hafa hvar sem óskað er. í góðu veðri eru hliðarnar teknar úr og tjaldið er ein stór sólhlíf. Hægt er að tengja saman hvaða tjaldstærðir sem er og fá skemmtilega samsetn- ingu. Það kostar 27.500 kr. að leigja meðalstórt tjald, 70-80 manna, með borðum og bekkjum. -em Giftir siíj i jum: Yndislegasti dagur ævi minnar „Hann bað mín í febrúar og þá byrjuðum við örlítið að undirbúa veisluna. Þetta á eftir að verða yndislegasti dagur ævi minnar. Dóttir mín tíu ára ætlar að vera brúðarmey og hún ræður sér ekki fyrir gleði yfir prinsessu- kjólnum sem hún ætlar að vera í," segir Berglind Ólafsdóttir sem DV hitti að máli í Brúðarkjóla- leigu Katrínar Óskarsdóttur. Berglind var þar að skoða fylgi- hluti og brúðarmeyjarkjól á dótt- ur sína. Rakel Ólafsdóttur, sem verður brúðarmey hjá móður sinni þann níunda júní. Brúð- guminn, Helgi Þór Guðbjartsson, var ekki á staðnum en brúðgum- ar mega oft ekki koma með til þess að skoða fylgihluti sem koma eiga á óvart. „Við ætlum að hafa síðdegis- brúðkaup í Dómkirkjunni. Eftir það koma gestirnir 1 grillveislu og borða góðan mat. Það verður frekar létt yfir veislunni og eftir matinn verður leikið fyrir dansi," segir Berglind. Berglind vildi að sjálfsögðu ekki segja neitt um það hvernig kjóllinn hennar liti út því hann á að koma á óvart á brúðkaupsdag- inn. Væntanleg brúðhjón eru búin að vera saman í fjögur ár en eiga engin börn saman. -em Berglind Ólafsdóttir ætlar að gifta sig í júní. Oft eru brúðarmeyjarnar ekki síður spenntar en brúðurin. Brúðarvöndurinn má ekki skyggja á brúðina - daufir og fölir litir undirstrika hátíðleikann „Brúðarvöndur- inn má ekki vera of stór né heldur má hann vera of skraut- legur því þá er um brúðkaupið. „Það hefur verið hefð fyrir því í gegn- um árin að brúðguminn velji vöndinn og hefur hann hann farinn að draga athygl- ina frá brúð- inni. Bestu brúð arvendirnir eru þannig úr garði gerðir að gott jafnvægi skap- ast milli brúðarinnar, brúðarvandarins og kjólsins," segir Halla Margeirsdóttir hjá blómabúðinni Lífs- blómi í lokaritgerð um brúðkaupsblóm sem hún skrifaði í Garðyrkjuskóla ríkisins aö Reykj- um, Ölfusi. Halla segir í rit- ¦ gerðinni að daufir og fölir litir komi mjög vel út þar sem þeir undirstriki há- tíðleikann í kring- verið gjöf til brúðar- innar frá brúðguma. Þetta hefur ver- ið að breytast og á seinni árum heyrir það til undantekninga að brúðguminn velji blómin sjálfur. í dag er sú hefð að skapast að hin til- vonandi brúðhjón komi og velji brúðarvöndinn og skreytingarnar í. sameiningu. Það er svo fagmannsins að leiðbeina viðskipta- vinum sínum um lita- val m.t.t. hæðar brúðar- innar, persónugerðar, ald- urs, litarháttar og brúðar- kjólsins," segir Halla Mar- geirsdóttir. -sv Njótíu dagsins Það fer eftir því hversu vel brúðkaupið er undirbúið hvernig til tekst á bruðkaups- daginn. Það hefur einnig sitt að segja hvaða persónur eru að gifta sig því brúðkaup eru jafn ólik og fólkið sem giftir sig. Því meira og betur sem brúðhjónin undirbúa daginn því skemmti- legri og afslappaðri verður hann fyrir þau, Þau þurfa eng- ar áhyggjur að hafa og geta not- ið dagsins ef allt er tilbúið. Undirbúningur Það er mjög mikilvægt að undirbúa daginn þannig að brúðhjónin þurfi ekkert að gera annað en njóta dagsins á sjálfan brúðkaupsdaginn. Best er að vera svo raunsær að vera bú- inn að fá aðstoð við allt sem þarf að gera þann dag. Dagbók Gott er að setjast niður nokkrum vikum fyrir brúð- kaupsdaginn og skrifa niður frá a til ö hvernig óskabrúðkaups- dagurinn lítur úr. Skrifaðu nið- ur allt sem gerist yfir daginn frá morgni til kvölds og farðu yfir hvort aHir vita hvar þeir eiga að vera og hvað þeir eiga að gera. Hafðu á hreinu alla tíma sem þarf að passa. Flutningur Hafðu á hreinu hvenær brúð- hjónum verður ekiö og hvert. Það er ekki skipu- leggja bara fyrsta akstur dagsins. Einnig er mikilvægt að muna eftir að sækja ættingja utan af landi. Best er að kynna sér hvenær þeir koma og vera fyrir fram búinn að ákveða hver sækir þá. Munið tappatogara Það hræðúegasta sem höf- undur greinarinnar Confident Bride, Carroll Stoner, hefur lent í var þegar tappatogarann vantaði þegar opna átti vín- flöskurnar. Það má ekki heldur gleyma að láta þann sem stjórn- ar veislunni vita að veita eigi vín en ekki kampavín. Dekrið við ykkur Mikilvægt er að ætla sér nægilegan tíma í greiðslu og förðun til þess að lenda ekki í tímahraki. Sumar brúðir velja að vakna snemma á brúðkaups- daginn og slaka á í góðu baði. Það er mjög mikilvægt að muna að borða eitthvað gðmsætt því oft gefst ekki tími til þess fyrr en í veislunni sjálfri. Þá eru garnirnar farnar að gaula af krafti. Gestalistar Þegar bjóða á í brúðkaup er gott að ákveða fyrir- fram hversu miklu á að eyða í bruð- kaupið ogstanda við það. Þegar tvær fjölskyldur ásamt brúðar- parinu bítast um það hverjum eigi að bjóða og hverjum ekki er gott að rað'a gestum niður á lista eftir mikilvægi þeirra. Þegar niðurstaða um ákveðinn fjölda gesta í brúðkaupinu er fengin er best að strika þá sem eru um fram út. Þýtt og endursagt úr Bridal Guide

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.