Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 ^Stveraa Álagskvillar: Þrjú stig Baráttan gegn álagseinkenn- um verður að vera á mörgum vígstöðvum og hér á eftir verð- ur minnst á fáein atriði sem gott getur verið fyrir fólk að hafa í huga. Segja má að ein- kennunum megi skipta niður í 3 stig. Fyrst koma eymsli í hnakka, handlegg og úlnlið við vinnu. Fólki líður betur í hvíld og þegar það er ekki í staða vinnunm. Á öðru stigi er mikil, eymsli og verkir í úlnlið, handlegg og öxl. Enginn bati fæst með hvíld. Stöðugir verkir og eymsli fylgja þriðja stiginu allan vinnudaginn og fólk á vanda til svefntruflana vegna verkja. Erfitt verður að vinna vegna verkja og standi þetta í marga mánuði getur vandinn orðiö krónískur. Hvað er til ráða? Segja má að álagið á stoð- og hreyfikerfið sé vandamál tím- ans. Allt er undir því komið hversu lengi unnið er undir álagi. Mjög mikilvægt er að fólk taki sér reglulega hlé og geri hléæfingar til þess að fá blóð- streymið til þess að flytja úr- gangsefni burtu úr vöðvunum. Er ég hokinn? Mikilvægt er að fólk sé með- vitað um líkamsstöðu sína. Ef þú situr hokinn er hætt við að brjóstvöðvamir styttist. Er skjárinn rétt stilltur fyrir fólk sem notar tvískipt gleraugu? Þarf það kannski að reigja höf- uöið aftur til þess að sjá á hann. spegil til þess að minna sig á að rétta úr sér. Haltu á músinni eins hún sé lítill fugl. Ekki hamra á lykla- borðið. Notarðu fáa fingur tfl þess að slá á lyklaborðið og spennir þá sem þú ekki notar? Líkamlegt form Það er mikilvægt fyrir fólk að vera i góðu líkamlegu formi. Því er síður hætta búin að fá álagseinkenni. Sund og heitir pottar eru gott ráö til þess að mýkja upp stífa vöðva. Of mikið álag í vinnunni hef- ur slæm áhrif og æskilegt er því að ráða afleysingafólk á álagstímum. Starfsfólkið er of dýrmætt og vinnuveitendur ættu því að huga aö áhættunni við að sitja uppi með margt fólk með álagseinkenni. Langar neglur Fólk með of langar neglur notar fingurgómana tU ásláttar á lyklaborðið í stað fremsta hluta fingranna. Það veldur miklu álagi á sinar og fingur- liði. -sv Heimsfrægur iæknir og prófessor í iðjuþjálfun með námskeið á íslandi: F Alagskvillar em orðnir mikið vandamál segja iðjuþjálfarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir „Vaxandi vinna við tölvur hefur leitt af sér aukningu í óþægindum og álagsmeinum og það er alveg ljóst að vandinn á eftir aö vaxa enn frekar ef ekkert verður að gert. Þetta er stórt vandamál I Bandaríkj- unum og síst minna hér á landi en annars staöar á Norðurlöndum. Einhæfar endurteknar hreyfingar eru stærsti skaðvaldurinn og við viljum reyna að vekja fólk til um- hugsunar um þessa hluti áður en í óefni er komið. Álagskvillana sérðu ekki á mynd og því er hætt við því að fólk fái ekki rétta greiningu," segja iðjuþjálfarnir Guðrún Haf- steinsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir. Margir þjást Guðrún og Lovísa eru í undirbún- ingshópi sem unnið hefur að því að fá hingað til lands heimsþekktan lækni og prófessor, dr. Emil Pascarelli. Hann mun, ásamt Jane Bear-Lehman, prófessor í iðjuþjálf- un, halda fyrirlestur um álagsein- kenni á liði og stoðkerfi líkamans. Haldið verður námskeið fyrir fag- fólk 31. maí en síðan verða þau með fyrirlestur fyrir almenning daginn eftir. Lovísa og Guðrún segja mjög marga þjást af þessum álagsein- kennum, þrautum í hnakka og öxl- um, verkjum í olnboga og úlnlið og doða, pirringi og náladofa í höndum og eymslum í beygjusinum vísifing- urs. Vinnuaðstaðan „Danskur iðjuþjálfi segist á und- anfórnum árum hafa orðiö var við nýjan hóp sem kvartað hafi undan t.d. ekki að borð sé of hátt, skjárinn í rangri hæð, músin of langt í burtu og stillingar stólsins ekki nýttar. Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í því að vinnuaðstaða starfsfólks sé þannig að hún valdi því ekki óþæg- indum,“ segir Guðrún. -sv megi þar til dæmis nefna fólk í fata- og kjötiðnaði og hljóðfæraleikara. „Fólk getur gert margt sjálft til að fyrirbyggja rangt álag. Það eitt að standa upp úr stólnum, koma blóð- inu á hreyfingu og teygja lítillega á höndum og fingrum getur komið sér vel. Vinnuað- staða skiptir álagseinkennum í öxlum og hönd- um. Þetta hafi aðallega verið karlar á aldrinum 30-50 ára sem unnið hafi við tölvur. Ástæðan er að stórum hluta slæm vinnuaðstaða og röng líkamsbeiting við tölvurnar," segir Lovísa og Guð- rún bætir við að áhættu- hóparnir séu marg- ir, auk þeirra sem vinni við tölv- ur, og Lovísa Ólafsdóttir iðjuþálfi segir fólk huga allt of lítið að vinnuaðstöðu sinni, hvort stóllinn sé rétt stilltur, tölvuskjár- inn í réttri hæð o.s.frv. Hér sýnir hún Ásgerði M. Hólmbertsdóttur, á smáauglýsingadeild DV, hvað betur megi fara. DV-mynd BG Sárþjáð á þriðja ár vegna álagseinkenna: Hélt ég væri orðin öryrki - segir Ágústa Hrefna Lárusdóttir „Eg vann í Alþingi, var mikið að burðast með þungar möppur og eft- ir að hafa kippt þeim niður úr hill- um í nokkurn tíma var ég farin að finna Þegar þetta síðan ágerðist leitaði ég til yfirmanna minna en var sagt að fara að æfa lyftingar. Læknirinn minn fann ekkert að mér því svona nokkuð sést ekki á myndum. Eina ráðið sem hann gat gefið mér var að taka þunglyndislyf," segir Ágústa Hrefna Lárusdóttir. Hún þjáist nú af stanslausum verkjum í handlegg en heldur í þá von að með því að laga vinnustellingar geti þetta lagast af sjálfu sér. „Ég er sprautuð reglulega vegna verkjanna og mér er sagt að ef til vill lagist þetta af sjálfu sér eftir ein- hvern tíma. í byrjun var ég send í sjúkraþjálfun og læknir likti þvi síö- ar við það að fótbrotinn maður hefði verið sendur út í göngutúr. Menn vita svo lítið um þetta. Ég fékk mjög slæmt kast í vetur og þá hélt ég hreinlega að ég væri orðin öryrki.“ Ágústa er nú með spelkur um Ágústa Hrefna Lárusdóttir þjáist af álagseinkennum eftir að hún þurfti að burðast með þungar möppur. Einu leiðina til þess að fá bata segir hún vera þá að reyna að laga vinnu- stellingarnar. DV-mynd BG úlnlið og handlegg og segir að með tilkomu spelknanna sé fólk nú fyrst farið að taka tillit til hennar. Fólki finnist ekkert vera að þegar engir áverkar sjáist og engar umbúðir. „Ég skora á fólk að leita sér hjálp- ar um leið og þaö fer að finna að eitthvað er að. Við verð- um að hlusta á skila- boð frá líkamanum. Ég nýt leiðsagnar iðjuþálfa og ætla mér að reyna að laga þetta með þeirra aðstoð. Það er eina leið- in. Ef mér tekst að laga allar vinnustelling- ar er hugsan- legt að þetta geti skánað. Þetta er mannskemm- andi og ég verð að fá mig góða,“ segir Ágústa Hrefna. -sv Ert þú með músar- mein? - á þetta við um þig? Forðastu að nota veiku höndina? Missirðu hluti út út höndunum á þér? Hristirðu höndina af því að hún dofnar? Áttu erfitt með að afhýða eða skera matvöru? Áttu erfitt með að bursta tennurnar eða að opna með lykli? Áttu erfitt með að halda á bók eða dagblaði? Áttu í erfiðleikum með einhverj- ar daglegar athafnir sem þú gerðir án umhugsunar áður? -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.