Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 20
i 24 MIDVIKUDAGUR 29. MAI1996 Fréttir Óvissa um framtíö flugvallarins í Holti: Mun fleiri Isfirðingar nýta völlinn eftir gerð jarðganganna - verða varla 3 áætlunarflugvellir á svæðinu, segir ráðherra OV, Flateyri: „Mér finnst afskaplega heimsku- legt að leggja flugvöllinn af og færa allt flug til ísafjarðar meðan ekki er kominn almennilegur flugvöllur á Sveinseyri. Ég hef rætt þetta við þá íslandsflugmenn. Það hefur sýnt sig í vetur að það eru mjög margir dag- ar sem hefur verið flogið hingað þó ófært hafi verið á ísafjörð. Eftir að jarðgöngin komu hefur flugfarþegum frá ísafirði fjölgað mikið með fluginu héðan. Það kost- ar ekki svo mikið að halda þessum flugvelli í lagi," sagði Kristján J. Jó- hannesson, sveitarstjóri á Flateyri, viö fréttaritara DV. Mikil óvissa ríkir á Flateyri um þessar mundir um framtíð áætlunar- flugvallarins í Holti sem er flugvöll- ur Flateyringa. Reglubundið áætlun- arflug til Flateyrar hefur verið sam- fellt síðustu 25 árin. Undanfarin ár hefur verið um daglegt flug að ræða. Halldór Blöndal samgönguráð- herra var á ferðinni á Flateyri nú nýlega og DV innti hann eftir af- stöðu hans til flugvallarins í Holti. „Eins og nú horfir mun áætlunar- flug falla niður til flugvallarins í Holti en verða haldið uppi til ísa- fjarðar og Þingeyrar. Ef athugun leiðir það í ljós að heppilegra sé að flugvöllurinn sé hér í Holti þá mun það breyta dæminu en það hefur verið lögð áhersla á hina flugvell- ina. Það verða varla þrír áætlunar- flugvellir hér á þessu svæði. Flug- völlurinn mun verða þarna áfram á meðan skipulag kallar ekki á landið til annarra þarfa. Flugvöllurinn mun fá lágmarksviðhald eins og aðrir slíkir. Við erum að reyna að ná samkomulagi við sveitarfélögin um að taka við þessum flugvöllum þar sem lítið er um að vera," sagði Halldór Blöndal. -GS Vinningshafar í litaleik Krakka- klúbbs DV og Rogga sjóræningja 1. verðlaun: SJÓRÆNINGJASKIPIÐ Vignir Jónsson Hjallavegi 30, 260 Njarðvík 2. verðlaun: HITABELTISEYJA VILLIMANNAN NA Gísli Magnússon Flétturima 21, 112 Reykjavík 3. verðlaun: HAUSKUPUHELLIR Hrafnhildur Erla Guðmundsdóttir Túngötu 22, Tálknafirði Aukaverðlaun: HÁSÆTI VILLIMANNANNA Ingþór Þóreyjarson nr. 8990, Jón Baldur Bogason nr. 8946, Guðlaug Sigfúsdóttir nr. 5580, Guðrún S. Sigurjónsdóttir nr. 6371, Lilja Birgisdóttir nr. 3361, Daði Baldur nr. 3473, Guðlaug I. Þorsteinsdóttir nr. 7079, iris Edda Heimisdóttir nr. 6368, Arnþór Sigfússon nr. 4374, Sindri Sigfússon nr. 5582, Einar Þór nr. 3420, Sindri Ó. Sigurðsson nr. 5305. Krakkaklúbbur DV og Lego þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir frábæra þátttöku. Vinningar verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 auglýsingar Kristján J. Jóhannosson, sveitarstjóri á Flateyri, og Halldór Blöndal samgönguráðherra aö ræöa framtíö áætlunar- flugs til Flateyrar. DV-mynd G. Sig Akranes: Olíumengun ífjörunni Olíumengun varð í Krókalóns- fjöru á Akranesi á þriðjudaginn eft- ir að hitaspíralrör hafði gefið sig í katli á sjúkrahúsinu. „Hitaveitan er með kyndistöð sem er staðsett í sjúkrahúsinu. Þarna eru katlar sem eru kyntir með olíu. Þeir hafa ekki verið not- aðir í fjölda ára en eru keyrðir reglulega. Það þarf að hita svartolí- una sem er kölluð húsaolía og hita- spiralrör í olíutanki gaf sig þannig að heitt vatn rann inn í tankinn. Svartolian flæddi upp um yfirfall og komst út í jarðveginn og seig í yfir- borðsvatnslögn og þaðan út í hol- ræsi," útskýrir Þorvaldur Vest- mann, forstöðumaður tækni- og framkvæmdadeildar Hitaveitu Akraness. Hann segir fljótt hafa uppgötvast að olía var í fjörunni. „Það var strax gengið í það að úða alla olíu sem menn sáu og síðan hafa menn verið að fylgjast með þessu. Menn hafa enga fugla fundið. Þetta varð minna en það hefði getað orðið." -IBS Starfsmaður Pósts og síma vegna símaatsins: Óskaði að fjölskyldan fengi svefnfrið Helga Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma, segir að heimilisfað- irinn, sem varð fyrir símaati að næturlagi og DV sagði frá í siðustu viku, hefði ekki haft rétt eftir vakt- manni hjá bilanatilkynningum. „Starfsmaðurinn sagði að því miður gæti hann ekki aðstoðað en óskaði þess jafnframt að viðskipta- vinurinn fengi svefnfrið. Hann sagði ekki að hann vildi sjálfur fá svefhfrið," bendir Helga Ingólfs- dóttir á. Viðmælandi DV sagði að starfs- maður Pósts og síma hefði látið í ljósi þá ósk að hann fengi að halda áfram að sofa. DV bar þau um- mæli úndir yfirverkfræðing Pósts og sima, Bergþór Halldðrsson. -IBS Þessi fallega stjarna í brekkunni fyrir ofan bæinn Skeiðflöt í Mýrdal blasir viö vegfarendum sem fara um þjóðveg 1. Stjarnan er fagurgræn og sker sig úr umhverfinu en heimilisfólkiö á Skeiðflöt hefur borið áburö á stjörnuna und- anfarin ár. D-mynd Páll, Vík Golfið heillar í Skutulsfirði DV, Suðuieyri: Golfvöllurinn í Tungudal í Skut- ulsfirði nýtur mikilla vinsælda enda í fallegu umhverfi. Sagt er að á hverjum degi bætist nýir áhuga- menn í hópinn og margir hverjir æfa sveifluna á hverju kvöldi. Nú eru Súgfírðingar farnir að heimsækja nágranna sína ísfirðinga til að spila golf. Á dögunum voru þeir Grétar Schmidt, verkstjóri á Suðureyri, og Finnur Magnússon, leikari og afgreiðslumaður á ísa- firði, að glíma við völlinn. Þeir byrj- uðu báðir á sama tíma í fyrrasumar að leika og eru nú miklir dellukall- ar. Segja golfið gefandi - friðsæla íþrótt sem allir geta verið með í. -RS Grétar í sveiflunni en Finnur fylgist með. DV-mynd RS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.