Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 28
32 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Sviðsljós Christina Sanchez, 24 ára: Fyrsti kven- nautabaninn Spænska nautabananum Christ- inu Sanchez, 24 ára, var fagnað óg- urlega í Nimes í Frakklandi um helgina en þá varð hún fyrst kvenna til að verða nautabani. Christina mætti um 500 kílóa nauti í hringnum og virtist hún þurfa á allri sinni kunnmáttu og leikni að halda ef hún ætlaði að sleppa ósködduð frá þeirri viðureign. En Christina er-snjall nautabani og lék sér hreinlega að bola sem setti und- ir sig hausinn og ógnaði með stór- um og beittum homunum. Fór svo að Christina lagði bola með tilþrif- um. Að launum hlaut hún bæði eyrun og þann heiður að vera fyrsta konan i Evrópu sem hlýtur titilinn nautabani. Christina hefur stundað nautaat um nokkurt skeið. Þar hefur hún ekki aðeins átt i höggi við mannýg naut heldur einnig fordóma og karlrembu enda er nautaat nær einokað af körlum. Hún hefur starf- að sem ungnautabani fram til þessa en getur nú skipað sér á bekk með helstu nautabönum Spánar, við misjafna hrifningu þeirra. Þannig hefur einn þekktasti nautabani Spánar neitað að fara með henni í hringinn. Eftir að Christina hafði lagt nautið hlaut hún bæði eyrun að launum sam- kvæmt venju en þau eru tákn um hugrekki og þor í hringnum. Christinu Sanchez hlotnaðist sá heiður um helgina að verða fyrsti viðurkenndi kvennautabaninn í Evrópu. Þann heiður hlaut hún eftir að hafa lagt um 500 kílóa naut í Nimes í Frakklandi, við mikinn fögnuð áhorfenda. Christina lék sér hreinlega að bola og lagði hann að lokum með tilþrifum. Myndin er frá viðureign Christinu og nautsins og ekki annað að sjá en hún beri sig fagmannlega. Símamyndir Reuter /# Aukablað um HUS og Miðvikudaginn 5. júní mun aukablað um hús og garða fylgja D V. Meðal efnis: Fánastangir, hellulagnir, grjót í görðum, sumar blómakörfur og ker, leiktæki, vatn í garðinum. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega atliugið ab síöasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 30. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727 Riddaraliðsforinginn James Hewitt: Forréttindi að fá að njóta ástar Díönu < „Ast Díönu er alltumfaömandi og veitir fullnægingu og ég naut þeirra miklu forréttinda aö veröa hennar að- njótandi." Það munar ekki um það. Sá sem talar svona fjálglega er enginn annar en riddaraliðsforinginn James Hew- itt, sem átti í eldheitu fimm ára ástar- sambandi við Díönu prinsessu, eigin- konu Karls ríkisarfa á Bretlandi og móður litlu prinsanna Viihjálms og Harrýs. Orð þessi lét riddaraliðsfor- inginn falia í sjónvarpsviðtali sem sýnt var á lítiili kapalstöð breskri um helgina. „Það er mjög erfitt að segja hversú líkamlegt hún vildi að sambandið yrði og ég ætla ekki að reyna að koma sök- inni á einn eða neinn, það þroskaðist bara og dafnaði og tifmningarnar voru gagnkvæmar," sagði Hewitt, sem að eigin sögn er aðeins góður í tvennu, að ríða hestum og elska konur. Díana viðurkenndi í frægu sjón- varpsviðtali að hafa átt í ástarsam- bandi við Hewitt. Þar sagði hún m.a. þessi fleygu orð: „Já, ég dýrkaði hann og dáði, já, ég var ástfangin af hon- um. En ég var illilega svikin.“ Ekki líst öllum jafn vel á uppátæki riddaraliðsforingjans. Virðulegir kóngafréttaritarar hæða drenginn og spotta og segja að hann sé aðeins að þessu peninganna vegna. „Hann fer illa með konu sem hann segist hafa elskað mikið og dáð. Þetta er ekkert annað en svik af verstu teg- und,“ segir James Whittaker, þekkt- astur þeirra blaðamanna Bretlands sem galla um konungsfjölskylduna. Díana prinsessa, hin alltumfaðmandi ástkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.