Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 33 < í 4 « ; i € Fréttir Félag úthafsútgerða aö hefja þrýstiaðgerðir gegn úthafsveiðifrumvarpinu: Eigum að greiða 15 þúsund á dag ffýrir eftirlitsmann auk uppihaldskostnaðar - þetta er út í hött, „Það er ekki bara að við eigum að standa straum af öllum kostnaði við eftirlitsmenn um borð í skipum okkar heldur hitt að það skapar óþolandi ástand um borð í skipi, sem er mánuð úti í sjó, að hafa um borð mann sem hefur eftirlit með hverri hreyfingu manna. í svo þröngu samfélagi er þetta óþolandi. Siðan held ég því fram að með þess- ari aðferð sé verið að kasta pening- unum út um glugga. Færeyingarnir gera þetta þannig-að eftirlitsmenn- irnir eni löggiltir og eru síðan ráðn- ir í áhöfn skipsins og vinna hjá út- gerðinni. Þannig er það líka hér hjá okkur varðandi fiskmatsmenn og annað eftirlit," sagði Óttar Yngva- son útgerðarmaður í samtali við DV. Útgerðarmenn rækjuveiðiskip- anna á Flæmska hattinum segja að það muni kosta þá 15 þúsund krón- ur á dag, auk uppihalds, að hafa eft- irlitsmann um borð en samkvæmt frumvarpinu mn úthafsveiðar ber þeim að greiða kostnað af eftirlit- inu. Miðað við 7.600 króna uppi- haldskostnað á dag nemi þessi nýi skattur á þá 678 þúsund krónum á mánuði og losi því kostnaðurinn á sex mánaða úthaldi 4 milljónir segir Óttar Yngvason króna. í bréfi, sem Félag úthafsútgerða hefur sent til útgerðarmanna skipa á Flæmingjagrunni, er skorað á menn að hafa samband við þing- menn kjórdæmis viðkomandi, sím- leiðis eða með skeyti, og hvetja þá til að mótmæla strax þessari ein- stæðu skattlagningu. Bent á er að það sé skammur tími til stefnu ef frumvarpið kemur til 2. umræðu í vikunni. Þá eru útgerðarmenn hvattir til að senda sjávarútvegsráðherra skeyti til að taka undir mótmæli Fé- lags úthafsútgerða. -S.dór Frumvarpið um úthafsveiðarnar: Frekar of seint á ferð en of snemma - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Eg tel mjög brýnt að fá leikregl- ur um úthafsveiðarnar nú Jiegar. Það jná-miklu fremuFsegja að við ~seum of seinir að koma fram með þetta frumvarp en að það komi of snemma. Það má segja að leikregl- urnar hefðu þurft að vera komnar. Þess vegna er gagnrýni á að af- greiða frumvarpið nú á vorþinginu ekki á rökum reist," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um gagnrýni Félags úthafsútgerða á að afgreiða frumvarpið nú og ósk um að því verði frestað til haustsins. FrumvarpiðJœmur til-2.-umræðiLJ_. dag ef að líkum lætur. Þá kemur fram mikil gagnrýni út- hafsútgerðarmanna á að þurfa að greiða kostnaðinn af eftirlitsmónn- um um borð í skipunum þeirra á Flæmska hattinum. „Það er meginregla hér á landi að útgerðir beri eftirlitskostnað. Það gildir um eftirlit innan lögsögunnar og því hlýtur það líka að gilda um eftirlit utan lögsögunnar. Við erum hins vegar sammála því, varðandi _smriþykktir sem gerðar hafa verið í NAFO um rækjuveiðarnar, að það eftirlit sem með þeim er sé of um- fangsmikið og kostnaðarsamt. En það þurfum við að taka upp á þeim vettvangi, það er að segja hjá NAFO. Það ræðst ekki af íslenskri löggjöf hvaða niðurstaða verður þar. Það er á misskilningi byggt hjá þeim sem halda það," sagði Þor- steinn Pálsson. -S.dór Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 i<i STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Föd. 31/5, síöasta sýning. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 1/6, síöasta sýning. Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur Fid. 30/5, laus sæti, föd. 31/5, laud. 1/6, laus sæti. Einungis þessar sýningar eftirl Barflugurnar sýna á Leynibamum kl. 20.30. BARPAR eftir Jim Cartwright Fd. 31/5, fáein sæti laus. Siðustu sýningar! HÖFUNDASMIÐJA L.R. Laud. 1/6. Kl. 14.00 ÆVINTÝRIÐ leikrit fyrir börn eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur. Kl. 16.00. HINN DÆMIGERÐI TUKTHÚSMAÐUR - sjónarspil íeinum þætti eftir Anton Helga Jónsson. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapóntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Ferðalag Kvenfélag Óháða safnaöarins Vorferðalagið verður farið að Reynivöllum í Kjós mánudagskvöld- ið 3. júní kl. 20.00 frá Kirkjubæ. Lát- ið vita í síma 554 0409, hjá Ester, og 553 2725, hjá Halldóru. (JB)í ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: l>REK OG TÁR cftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, nokkur sæti laus, Id. 1/6, nokkur sæti laus, Id. 8/6, Id. 15/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 8. sýn. föd. 31/5, 9. sýn. sud. 2/6, föd. 7/6, föd. 14/6. Síðustu sýningar. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 1/6, sud. 2/6, Id. 8/6, sud. 9/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Föd. 31/5., nokkur sæti laus, sud. 2/6, nokkur sæti laus, föd. 7/6, sud. 9/6, föd. 14/6, sud. 16/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. Ath. frjálst sætaval. í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Forsýningar á Listahátíð: Fid. 6/6 og föd. 7/6. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: SS1 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkynningar Listasmiðjan Úti og inni í sumar ætlar Listaskólinn við Hamarinn að starfrækja listasmiðju fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Verður þefta tveggja vikna nám- skeið sem stendur 3. júní til 14. júní kl. 13-16. Innritun fer fram dagana 27.-29. maí kl. 16-19 í Listaskólanum við Hamarinn. Askrifendurfá J aukaafslátt af smáauglýsingum DV 5505000 auglýsingar Akranes: 1 i Munaði 200% á tilboðum DVi Akranesi: Nýlega voru opnuð tilboð í urðun sorps fyrir Akraneskaupstað og bár- ust níu tilboð í verkið. Það lægsta var frá Ragnari Valgeirssyni á Akranési upp á rúmlega 2,2 millj- ónir króna. Næstur var Gunnar Þ. Garðarsson með 3 milljónir en hæstur var Júlíus M. Ólafsson með 7,3 milljónir. Gengið verður frá mál- inu á næstu vikum. í nýlegum ársreikningi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar kemur fram að tekjur veitunnar á síðasta ári voru 240 millj. króna og gjöld 216 miUjónir. Hagnaður án fjármagns- liða 24 milljónir og fjármagnskostn- aður nettó 58 milljónir. Tap á árinu var því 34 milljónir. Eignir eru upp á 1,1 milljarð, - skammtímaskuldir 111 milljónir og langtímaskuldir 1764 milljónir. Skuldir eru samtals 1877 milljónir. Eigið fé er þvl neikvætt um 766 milljónir og skuldir og eigið fé 1111 milljónir. -DÓ nÝ ÓPERi> EFtÍR jón ÁSCEÍRSSOn miDASALAn OPÍn K4. 15-19 nEinö món. Sími 551-1475 ÍSLEnSKfl ÓPERAn iúni uppsELtoc 4, iúní UPPSELt nÆstu sYnincör^j. júní 8. |uni oc 14. iuni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.