Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 33 Fréttir Leikhús Félag úthafsútgerða að hefja þrýstiaðgerðir gegn úthafsveiðifrumvarpinu: Eigum að greiða 15 þúsund á dag fýrir eftirlitsmann auk uppihaldskostnaðar - þetta er út í hött, segir Óttar Yngvason „Það er ekki bara að við eigum að standa straum af öllum kostnaði við eftirlitsmenn um borð í skipum okkar heldur hitt aö það skapar óþolandi ástand um borð í skipi, sem er mánuð úti í sjó, að hafa um borð mann sem hefur eftirlit með hverri hreyfingu manna. í svo þröngu samfélagi er þetta óþolandi. Síðan held ég því fram að með þess- ari aðferð sé verið að kasta pening- unum út um glugga. Færeyingarnir gera þetta þannig-að eftirlitsmenn- irnir eru löggiltir og eru síðan ráðn- ir í áhöfn skipsins og vinna hjá út- gerðinni. Þannig er það líka hér hjá okkur varðandi fiskmatsmenn og annað eftirlit," sagði Óttar Yngva- son útgerðarmaður í samtali við DV. Útgerðarmenn rækjuveiðiskip- anna á Flæmska hattinum segja að það muni kosta þá 15 þúsund krón- ur á dag, auk uppihalds, að hafa eft- irlitsmann um borð en samkvæmt frumvarpinu um úthafsveiðar ber þeim að greiða kostnað af eftirlit- inu. Miðað við 7.600 króna uppi- haldskostnað á dag nemi þessi nýi skattur á þá 678 þúsund krónum á mánuði og losi því kostnaðurinn á sex mánaða úthaldi 4 milljónir króna. í bréfi, sem Félag úthafsútgerða hefur sent til útgerðarmanna skipa á Flæmingjagrunni, er skorað á menn að hafa samband við þing- menn kjördæmis viðkomandi, sím- leiðis eða með skeyti, og hvetja þá til að mótmæla strax þessari ein- stæðu skattlagningu. Bent á er að það sé skammur tími til stefnu ef frumvarpið kemur til 2. umræðu í vikunni. Þá eru útgerðarmenn hvattir til að senda sjávarútvegsráðherra skeyti til að taka undir mótmæli Fé- lags úthafsútgerða. -S.dór SSWW' LONDUN hf Frumvarpið um úthafsveiðarnar: Frekar of seint á ferö en of snemma - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Ég tel mjög brýnt að fá leikregl- ur um úthafsveiðarnar nú þegar. Það má miklu fremúr segja að við séum of seinir að koma fram með þetta frumvarp en að það komi of snemma. Það má segja að leikregl- urnar hefðu þurft að vera komnar. Þess vegna er gagnrýni á að af- greiða frumvarpið nú á vorþinginu ekki á rökum reist,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um gagnrýni Félags úthafsútgerða á að afgreiða frumvarpið nú og ósk um að því verði frestað til haustsins. Frumvarpiö kemur til 2. umræðu í dag ef að líkum lætur. Þá kemur fram mikil gagnrýni út- hafsútgerðarmanna á að þurfa að greiða kostnaðinn af eftirlitsmönn- um um borð í skipunum þeirra á Flæmska hattinum. „Það er meginregla hér á landi að útgerðir beri eftirlitskostnað. Það gildir um eftirlit innan lögsögunnar og þvi hlýtur það líka að gilda um eftirlit utan lögsögunnar. Við erum hins vegar sammála því, varðandi samþykktir sem gerðar hafa verið í NAFO um rækjuveiðarnar, að það eftirlit sem með þeim er sé of um- fangsmikið og kostnaðarsamt. En það þurfum við að taka upp á þeim vettvangi, það er að segja hjá NAFO. Það ræðst ekki af íslenskri löggjöf hvaða niðurstaða verður þar. Það er á misskilningi byggt hjá þeim sem halda það,“ sagði Þor- steinn Pálsson. -S.dór Akranes: Munaði 200% á tilboðum DV, Akranesi: Nýlega voru opnuð tilboð í urðun sorps fyrir Akraneskaupstað og bár- ust níu tilboð í verkið. Það lægsta var frá Ragnari ValgeirSsyni á Akranési upp á rúmlega 2,2 millj- ónir króna. Næstur var Gunnar Þ. Garðarsson með 3 milljónir en hæstur var Júlíus M. Ólafsson með 7,3 milljónir. Gengið verður frá mál- inu á næstu vikum. í nýlegum ársreikningi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar kemur fram að tekjur veitunnar á síðasta ári voru 240 millj. króna og gjöld 216 milljónir. Hagnaður án fjármagns- liða 24 milljónir og íjármagnskostn- aður nettó 58 milljónir. Tap á árinu var því 34 milljónir. Eignir eru upp á 1,1 milljarð, - skammtlmaskuldir 111 milljónir og langtímaskuldir 1764 milljónir. Skuldir eru samtals 1877 milljónir. Eigið fé er því neikvætt um 766 milljónir og skuldir og eigið fé 1111 milljónir. -DÓ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Föd. 31/5, síðasta sýning. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 1/6, siðasta sýning. Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur Fid. 30/5, laus sæti, föd. 31/5, laud. 1/6, laus sæti. Einungis þessar sýningar ettir! Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Fd. 31/5, fáein sæti laus. Síðustu sýningar! HÖFUNDASMIÐJA L.R. Laud. 1/6. Kl. 14.00 ÆVINTÝRIÐ leikrit fyrir börn eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur. Kl. 16.00. HINN DÆMIGERÐI TUKTHÚSMAÐUR - sjónarspil í einum þætti eftir Anton Helga Jónsson. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Ferðalag Kvenfélag Óháða safnaðarins Vorferðalagið verður farið að Reynivöllum í Kjós mánudagskvöld- ið 3. júní kl. 20.00 frá Kirkjubæ. Lát- ið vita í síma 554 0409, hjá Ester, og 553 2725, hjá Halldóru. ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, nokkur sæti laus, Id. 1/6, nokkur sæti laus, Id. 8/6, Id. 15/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SEM YÐUR PÓKNAST eftir William Shakespeare 8. sýn. föd. 31/5, 9. sýn. sud. 2/6, föd. 7/6, föd. 14/6. Síðustu sýningar. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 1/6, sud. 2/6, Id. 8/6, sud. 9/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Föd. 31/5., nokkur sæti laus, sud. 2/6, nokkur sæti laus, föd. 7/6, sud. 9/6, föd. 14/6, sud. 16/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. Ath. frjálst sætaval. í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Forsýningar á Llstahátíð: Fid. 6/6 og föd. 7/6. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkynningar Listasmiðjan Úti og inni 1 sumar ætlar Listaskólinn við Hamarinn að starfrækja listasmiöju fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Verður þetta tveggja vikna nám- skeið sem stendur 3. júní til 14. júní kl. 13-16. Innritun fer fram dagana 27.-29. maí kl. 16-19 í Listaskólanum við Hamarinn. aukaafslátt af smáauglýsingum DV -----------j r Askrifendur fá Smá- auglýsingar 5505000 ■ComSl ny opeila EFtÍRjón ÁscEÍRjson miÐOSALón OPÍn Ki. 15-19 nEmö món. sími 551-1475 ísLEnsNO ÓRERön . iúni VPPSELt OG 4, iúní UPPSELt nÆstu sÝnincQR^j. júní s. júní 11. júní oc 14. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.