Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Side 30
34 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 Afmæli Jón Ingi Árnason söluráðgjafi, Hraunbæ 18, Reykjavík, verður fer- tugur á morgun. Starfsferill Jón Ingi er fæddur á Akureyri en ólst upp í Þorlákshöfn. Hann lauk námi frá Iðnskólanum á Selfossi 1976, sveinsprófl í blikksmíði 1978 hjá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri og fékk meistararéttindi í blikk- smíði 1980. Jón Ingi lauk námi frá Vélskóla íslands 1982, sveinsprófi í vélvirkjun 1983 og varð vélfræðing- ur 1987. Jón Ingi Arnason Jón Ingi var vélstjóri á ýmsum skipum frá 1980-84 og rak eigin blikksmiðju í Hvéragerði um tveggja ára skeið. Hann hóf sölumennsku- störf 1989 og hefur stund- að þau síðan og sótt ýmis námskeið sem þeim tengjast. Jón Ingi starfar nú sem söluráðgjafí hjá Wiirth á íslandi. Jón Ingi bjó í Óðinsvé- um í Danmörku um Jón, , Árnason. tveggja ara timabil og var í stjórn íslendingafé- lagsins þar. Hann var í Foreldrafélagi Kársnes- skóla 1988-89 og í stjórn Hrygggigtarfélagsins frá 1992, sem formaður þess 1994-96. Fjölskylda Jon Ingi Kvæntist 1.10. 1982 Bryndísi Sigurðar- dóttur, f. 9.3. 1962, þau skildu 1988. Dætur Jóns Inga og Bryn- dísar: Lotta Bryndísar- dóttir Jónsdóttir, f. 28.6. 1982; Sigrún Bryndísardóttir Jóns- dóttir, f. 25.11. 1983. Systkini Jóns Inga: Jóhanna Lára, f. 5.1. 1948, pökkunarstarfs- maður, gift Ólafi Lárusi Baldurs- syni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; Magnea Ásdís, f. 31.8. 1950, garðyrkjubóndi, gift Sveini Gíslasyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; Ölafur, f. 15.10.1951, vél- fræðingur, kvæntur Rannveigu Ágústu Guðjónsdóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; Sigur- laug, f. 4.4. 1955, bóndi, gift Árni Jóni Eyþórssyni, þau eiga þrjú börn; Hermann Valur, f. 30.5. 1956, Friðrik Kristjánsson Friðrik Kristjánsson, húsgagnasmiður og hús- vörður við Hrafnagils- skóla, Vallartröð 2, Eyja- fjarðarsveit, er sjötugur í dag. Starfsferill Friðrik er fæddur að Ytri: Tjörnum, Önguls- staðahreppi í Eyjafirði, og ólst þar upp. Hann lærði húsgagnasmíði á Akureyri. Friðrik starfaði í nokkur ár eftir nám við húsgagna- verkstæðið Valbjörk á Akureyri. Hann hóf störf sem verkstjóri'við vinnustofur SÍBS í Kristnesi árið 1954 og var síðan framkvæmdastjóri þar uns þær voru lagðar niður árið 1977. Friðrik hefUr verið húsvörður við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar- sveit frá þeim tíma. Fjölskylda Friðrik Kvæntist 10.9. 1949 Kol- finnu Gerði Pálsdóttur, f. 12.8. 1924, húsmæðrakennara að Laugalandi í Eyjafirði, Laugum í Reykjadal, Ak- ureyri og síðast við Verkmennta- skólann á Akureyri. For- eldrar hennar: Páll Guð- mundsson, innheimtu- maður hjá Ríkisútvarp- inu, og Anna Halldórs- dóttir, húsfreyja í Reykja- vík. Þau eru bæði látin. Börn Friðriks og Kol- finnu: Ingibjörg, f. 18.4. 1950, sjúkraliði í Reykja- vík, maki Helgi Bjarna- son, þau eiga þrjú börn, Ingibjörg átti dóttur fyrir með Friðriki G. Trausta- syni; Fanney, f. 13.6. 1952, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, maki Guðmundur Halldórsson, þau eiga einn son. Fyrri maður Fanneyj- ar var Þórður G. Sigurjónsson, þau skildu, þau eiga þrjú börn; Snæ- björn, f. 21.1. 1954, BA í stærðfræði og eðlisfræði, maki Elsa Guðmunds- dóttir, þau eiga þrjú börn; Anna, f. 10.4. 1955, lyfjafræðingur í Reykja- vik, maki Guðmundur Guðmunds- son, þau eiga þrjá syni; Baldur Helgi, f. 16.11. 1958, héraðslæknir á Vopnafirði, maki Sólbjört Gunnars- dóttir, þau eiga fjögur börn; Theo- dór, f. 20.4.1960, bamalæknir. Systkini Friðriks: Laufey Sigríð- ur, f. 2.11. 1899, látin, húsfreyja á Akureyri, maki var Þórður Daníels- son, látinn, bóndi að Sílastöðum, Kræklingahlíð, þau eignuðust flmm böm; Benjamín, f. 11.6. 1901, látinn, prestur og prófastur í Grundarþing- um, maki var Jónína Björnsdóttir, látin, þau áttu eina fósturdóttur; Inga, f. 29.7. 1903, látin, kaupkona i Reykjavík, Inga eignaðist eina dótt- ur; Auður, f. 14.12. 1905, látin, hús- móðir í Gimli í Manitoba í Kanada, maki Adólf Hólm, þau eignuðust flöpr börn; Theodór, f. 12.3. 1908, látinn, vélamaður og síðar bóndi á Tjarnarlandi í Eyjafirði, maki Guð- munda Finnbogadóttir, þau eignuð- ■ ust níu börn; Svafa, f. 26.5.1910, hús- freyja á Akureyri, maki var Tryggvi Ragnar Guðmundsson, látinn, sjó- maður; Baldur Helgi, f. 7.6. 1912, bóndi að Ytri-Tjörnum, Eyjafirði, maki Þuríður Helga Kristjánsdóttir, þau eiga sex börn; Bjartmar, f. 14.4. 1915, látinn, prestur að Mælifelli í Skagafirði og síðar prestur og pró- fastur i Laugalandsprestakalli í Eyjafirði, maki Hrefna Magnúsdótt- ir, þau eignuðust sex börn; Valgarð- ur, f. 15.4.1917, fyrrv. borgardómari í Reykjavík, maki Björg ívarsdóttir, þau eiga sex börn; Hrund, f. 20.2. 1919, húsfreyja á Akureyri, maki Einar Thorlacius, þau eiga tvö börn; Dagrún, f. 1.5. 1921, fyrrv. hús- mæðrakennari á Akureyri. Foreldrar Friðriks: Kristján Helgi Benjamínsson, f. 24.10. 1866, d. 10.1. 1956, hreppstjóri og bóndi á Ytri- Tjörnum í Eyjafirði, og Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1. 1881, d. 13.8. 1955, húsfreyja. Ætt Fanney var dóttir Friðriks Páls- sonar, b. á Brekku i Kaupvangs- sveit, og Yngveldar Bjarnadóttur. Kristján var sonur Benjamíns, b. og hreppstjóra á Ytri-Tjörnum, Fló- ventssonar, b. á Hömrum í Eyja- firði, Þorsteinssonar, b. á Hömrum, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Bringu, Gott- skálkssonar, b. í Bitru, Oddssonar, b. í Hólshúsum, Gottskálkssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Stefáns- dóttir, b. í Bringu, Jónssonar halta Eyjólfssonar. Móðir Stefáns var Sig- ríður Tómasdóttir, b. og hreppstjóra á Tjörnum, Egilssonar, b. í Stóra- Dal, Sveinssonar, b. á Guðrúnar- stöðum, Magnússonar. Móðir Sig- ríðar var Katrín Sigurðardóttir, b. í Kristnesi, Þorlákssonar. Friðrik Kristjánsson. Vigdís Stefánsdóttir Vigdís Stefánsdóttir, ritstjóri og kaupkona, Dofraborgum 15, Reykja- vík, er fertug í dag. Starfsferill Vigdis ólst upp í miðbænum fyrstu fimm árin, næstu sjö ár þar á eftir í Smáíbúðahverfinu og svo á Kleppsholtinu. Hún gekk í Breiða- gerðisskóla, Réttarholtsskóla, Laugalækjar- og Vogaskóla. Síðar fór Vigdís í Lindargötuskóla og Hamrahlíð. Vigdís vann um skeið hjá Skýrsluvélum og svo á Flókadeild Kleppsspitala. Hún hefur rekið eigið fyrirtæki, verslunina Allt í Breið- holti, í sautján ár. Vigdís hefur gefið út og ritstýrt prjónablaðinu „Allt prjónað" og bútasaumsblaðinu „Allt Bútasaum- ur“. Hún hefur einnig ritstýrt „Lopa og bandi“. Þá hefur Vigdís skrifað og gefið út tvær bækur um sparnað í heimilishaldi (Viltu spara?). Fiölskylda Vigdís giftist 29.11. 1985 Joseph Lee Le Macks, f. 19.3. 1944, kaup- manni í Allt, en þau hófu búskap 29.6. 1973. Foreldrar hans: Sr. Jos- eph Lee Le Macks og Fanney Tryggvadóttir, en hún vann á launa- deild Ríkisspítala. Börn Vigdísar og Joseph: Agnar Tryggvi, f. 24.8. 1975; Steinar Bragi, f. 23.3. 1978; Ámý Elsa, f. 1.9. 1979; Böðvar Darri, f. 13.3 1986. Dóttir Jos- eph: Eygló Jósepsdóttir, f. 26.2.1972. Systkini Vigdísar: Gunnar Héð- inn, f. 7.6. 1957, kvæntur Málfríði Jóhannsdóttur, þau eru búsett á Skagaströnd; Ríkharður Jón, f. 3.11. 1959, kvæntur Matthildi Einarsdótt- ur, þau eru búsett í Vestmannaeyj- um; Hildur Hrönn, f. 14.10.1962, gift Óskari Elíasi Óskarssyni, þau eru búsett í Vestmannaeyjum; Hreiðar Örn, f. 14.10. 1962, hann er búsettur i Vestmannaeyjum; Kaj, f. 21.3.1964, hann er búsettur í Noregi en dvelur nú í Vestmannaeyjum. Hálfsystir Vigdísar, samfeðra: Kristín Stefáns- dóttir, f. 1944. Hálfsystir Vigdísar, sammæðra: Þuríður Margrét Ge- orgsdóttir, f. 1948, gift Páli Róbert Óskarssyni, þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Vigdísar: Stefán Agnar Magnússon, f. 29.11. 1916, látinn, og Árný Fjóla Stefánsdóttir, f. 23.12. 1923, húsmóðir, hún er búsett í Vest- mannaeyjum. Ætt Systkini Stefáns Agnars: Jón; Jó- hannes; Stella; Sigurður. Stefán Agnar var sonur Magnúsar Magn- ússonar prentara og Jóhönnu Zoéga, sem lengst af bjuggu í Ing- ólfsstræti 7b. Systkini Árnýjar Fjólu: Guðný; Margrét; Þórhallur; Gunnar; Skafti. Árný Fjóla er dóttir Stefáns Guðna- sonar skósmiðs og Vigdísar Sæ- mundsdóttur, en þau bjuggu lengi á Bergstaðastræti 17. Lydía Guðjónsdóttir Lydía Guðjónsdóttir hús- móðir, Austurbrún 6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Fjölskylda Lydia er fædd í Reykja- vík og ólst þar upp. Lydía giftist 18.5. 1940 Guðjóni Theódórssyni, f. 5.9. 1915, d. 23.4. 1986, bú- fræðingi. Foreldrar hans; Theódór Jónsson, verka- maður og sjómaður, og Heiga Bjarnadóttir, þau eru bæði látin, þau bjuggu í Reykjavík. Börn Lydíu og Guðjóns: Rúnar Guðjón, f. 16.9. 1940, prentari, kvæntur Birnu Vai- geirsdóttur, þau eiga flögur börn; stúlka, f. 11.4. 1942, dó þriggja mánaða gömul; Theó- dór Helgi, f. 24.7. 1943, d. 1.4. 1973 (drukknaði), sjómaður, hann eignað- ist eitt barn; Jóhann Sveinn, f. 27.6. 1948, kvæntur Elísabetu Bjarnadóttur, þau eiga flögur börn; Guðbjörg, f. 6.7. 1950, gift Helga Sigurðssyni, þau eiga þrjú börn; Kjartan Sveinn, f. 10.12. 1958, hans kona er Bára Samúels, þau eiga tvö börn. Systkini Lydíu: Kjartan Steinn, f. Lydía Guöjónsdóttir. 2.9. 1925, verslunarmaður í Reykja- vík; Bjarndís Kristrún, f. 20.11.1926, húsfreyja í Reykjavík. Hálfsystkini Lydíu, samfeðra: Lilly Erla Sjöfn, f. 6.3. 1930, húsfreyja í Reykjavík; Sig- urður Rúnar, f. 8.8. 1949, landfræð- ingur og kennari í Reykjavík; Hulda Kolbrún, f. 22.9. 1952, kennari og skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Lydíu: Guðjón Bjarna- son, f. 6.11. 1898 í Óseyrarnesi, Eyr- arbakkahreppi, Árnessýslu, d. 11.9. 1983 í Reykjavík, múrari, og fyrsta kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, f. 6.9. 1895 á Torfastöðum, Grafnings- hreppi í Árnessýslu, d. 14.4. 1942 á Vífilsstaðahæli, húsmóðir, þau bjuggu aö Austurbrún 6 í Reykja- vík. Guðjón kvæntist síðar (1943) Önnu Salóme Þorsteinsdóttur Lín- dal, þau skildu, og (1948) Huldu Long Gunnarsdóttur. Ætt Guðjón var sonur Bjarna Símon- arsonar, f. 30.7. 1864 í Hallstúni, Holtahreppi, Rangárvallasýslu, d. 28.4. 1940 í Reykjavík, járnsmiðs í Reykjavík, og konu hans, Kristgerð- ar Oddsdóttur, f. 1.6.1863 í Hvammi, Holtahreppi, d. 10.11. 1936 í Holta- hreppi. Guðrún var dóttir Sveins Arn- finnssonar, f. 29.5.1850 á Litla-Fljóti, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu, d. 1.7.1915, bónda á Torfastöðum, og konu hans, Katrínar Jónsdóttur, f. 5.4. 1855, d. 1.12. 1921. lagermaður; Þórunn, f. 22.9. 1957, fulltrúi, sambýlismaður hennar er Guðni Ársæll Indriðason, þau eiga eitt barn, Þórunn á þrjú börn af fyrra hjónabandi; Sædís María Hilmarsdóttir, f. 5.5.1960 (var gefin). Hálfbróðir Jóns Inga, sammæðra: Eðvarð P. Ólafsson, f. 23.6. 1939, blikksmiður, var kvæntur Báru Ólafsdóttur, þau skildu, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Jóns Inga: Árni St. Her- mannsson, f. 28.7. 1929, lengst af út- gerðarstjóri í Þorlákshöfn en síðar verslunarmaður hjá Ellingsen, og Anna Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 4.2. 1920, d. 17.9. 1993, húsmóðir. Tll hamingju með afmælið 29. maí 75 ára Aðalsteinn Guðmundsson, Ráðhússtíg 8, Akureyri. Kjartan Markússon, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Pálína Theódórsdóttir, Stafnesvegi 2, Sandgerði. Hún er að heiman. 70 ára Guðríður Gunnarsdóttir, Gnoðarvogi 82, Reykjavík. Jóna Þorsteinsdóttir, Laxakvísl 8, Reykjavík. Gunnlaugur Ámason, Fornuströnd 8, Seltjamarnesi. Hann er að heiman. 60 ára Hallbera Ólafsdóttir, Barmahlið 48, Reykjavík. Rakel Ólafsdóttir, Njálsgötu 49, Reykjavík. 5Íára Jóhanna Þórðardóttir, Borgarbraut 34, Borgarbyggð. Kristmann Klemensson, Heiðargerði 18, Vogum. Guðfinna Sigurþórsdóttir, Faxabraut 55, Keflavík. Ólöf Bjömsdóttir, Drangavöllum 6, Keflavík. Steinunn Margrét Tómasdóttir, Flókagötu 59, Reykjavík. Sigurður Már A. Sigurgeirsson, Fannafold 115, Reykjavík. Yinian Ye, Álfhólsvegi 109, Kópavogi. 40 ára Bjami I. Steinarsson, Borgarbraut 25, Borgarbyggð. Ægir Öm Ármannsson, Búhamri 24, Vestmannaeyjum. Linda Einarsdóttir, Þóroddarkoti 1, Bessastaðahreppi. Friðgeir Þór Þorgeirsson, Foldahrauni 5, Vestmannaeyjum. Ethel Brynja Sigurvinsdóttir, Goðatúni 20, Garðabæ. Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir, Tjamarhólmi 2, Stykkishólmsbæ. Anna Guðrún Guðnadóttir, Hátúni 6, Reykjavík. Brúðkaup Höfimn sali fyrri minni og staerri brúðkaup Látið okkur sjá um brúðkaupsveisluna. HÓTEL \Wm 5687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.