Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 32
36 MIDVIKUDAGUR 29. MAI 1996 nn Fá „vinir" spón í askinn þegar Póstur og sími verður hlutafé- lag? Stórbrotnásta einkavina- væðinein „Það skyldi þó aHrei vera að hér væri að hefjast einhver stór- brotnasta einkavinavæðing ís- landssögunnar." Ögmundur Jónasson, í DV, um einka- væðingu Pósts og síma. Sigrum ekki á annarri löppinni „Þáð er ekki hægt að taka þessi lið á annarri löppinni." Jón Bragi Arnarsson, leikmaður ÍBV, í DV. Ummæli Ekki taugatrekkjandi „Ég hélt að svona keppni væri mjög taugatrekkjandi, en í raun "er hún ótrúlega skemmtileg." Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, fegurð- ardrottning íslands, í Morgunblaðinu. Á barmi sundrungar „Það þýðir ekkert að vera að reyna að fela það. í morgun var ASÍ á barmi sundrungar." Hervar Gunnarsson, í DV. Ungir fiðluleikarar að hefja feril sinn. Úthaldsgóðir fiðluleikarar Fiðluleikarar hafa margir starf- að lengi í sömu hljómsveit, en eng- inn þó lengur en Rolland S. Tap- ley, sem lék i Sinfóníuhljómsveit- inni í Boston í 58 ár, frá því í febr- úarmánuði árið 1920 þar til í ágúst 1978. Eitt furðulegasta afrek fiðlu- leikara er þegar hinn 62 ára gamli Otto E. Funk gekk þvert yfir Bandaríkin, frá New York til San Francisco, samtals 6702 kílómetra og lék á fiðlu sína alla leiðina. Gangan tók hann 183 daga og hann komst á leiðarenda 16. júní 1929. Blessuð veröldin Fyrsta túban Túban er stærsta blásturshljóð- færið sem er í almennri notkun. Það er yfirleitt 2,28 m á hæð með 11,8 m löng pípugöng. Bjallan er merri í þvermál. Fyrsta túban var smíðuð fyrir tónskáldið John Phil- ip Sousa (1854-1932) í kringum aldamótin þegar hann hóf heims- reisu með hljómsveit sinni. Sú túba er nú eign fjölleikahússtjóra í Suður-Afríku og er enn í nofkun. Auðveldasta og erfið- asta hljóðfærið Sjálfsagt eru ekki allir sammála hvaða hljóðfæri sé auðveldast að leika á og hvert erfiðast. Á ráð- stefnunni The American Music Conferance í september árið 1977 var tilkynnt að auðveldast væri aö leika á ukulele, sem er lítil fjög- urra strengja gítar frá Hawaii, og erfiðast væri að leika á franskt horn og óbó. Skýjað með köflum víðast hvar í dag verður Norðaustlæg eða breytileg átt, víðast fremur hæg. Með norðaustur- og austurströnd- inni verður þokuloft, jafnvel súld og fjógurra til sex stiga hiti. Að öðru leyti verður skýjað með köflum víð- Veðrið í dag ast hvar á landinu, síðdegisskúrir sunnan og suðvestanlands og ef til vill víðar. Þó verður úrkomulaust við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Hiti 7 til 12 stig að deginum. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustlæg eða breytileg átt, lengst af gola. Skýjað með köflum, en hætt við síðdegisskúrum. Hiti 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.11 Sólarupprás á morgun: 3.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.20 Árdegisflóð á morgun: 00.20 Veórió kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 8 Akurnes rign. á síö.klst. 8 Bergsstaðir skýjað 7 Bolungarvík skýjaó 7 Egilsstaðir léttskýjað 7 Keflavíkurflugv. úrkoma i grennd 6 Kirkjubkl. léttskýjað 7 Raufarhófn skýjaó 4 Reykjavík skúr 7 Stórhöfói úrkoma í grennd 7 Helsinki skúr 9 Kaupmannah. rigning 8 Ósló rigning 8 Stokkhólmur léttskýjað 10 Þórshöfn léttskýjað 8 Amsterdam skýjað 14 Barcelona þokumóða 16 Chicago heiðskírt 8 Frankfurt skýjað 9 Glasgow skýjað 11 Hamborg skýjaó 9 London alskýjað 13 Los Angeles heiðskírt 15 Lúxemborg skýjaó 9 Madrid heiðskírt 15 París léttskýjað 13 Róm heiðskírt 13 Valencia hálfskýjað 27 New York alskýjað 13 Nuuk skýjaö -1 Vín hálfskýjað 8 Washington alskýjaó 14 Winnipeg heióskírt 14 Bjarni Guðjónsson, markaskorari á Skaganum: Frábær tilfinning að skora mark DV, Akranesi: „Eg þakka það fyrst og fremst strákunum í liðinu að ég hef skor- að þessi fimm mörk í tveimur leikjum. Þeir spila betur, það er ekki neinn sóknarmaður sem ger- ir allt heldur er það fyrst og fremst allt liðið sem hefur spilað vel," segir Bjarni Guðjónsson, 17 ára Akurnesingur sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikj- um Skagamanna. Þá varð hann fyrstur leikmanna til að krækja sér í 100.000 krónur sem eru þau verðlaun sem Lengjan og Bylgjan veita þeim leikmanni sem skorar þrjú mörk í leik. Bjarni er sonur Maður dagsins Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara ÍA og sigursælasta þjálfara á íslandi í dag, og bróðir hans, Þórður Guð- jónsson, spilar i atvinnumennsk- unni með Bochum í Þýskalandi. Það er frábær tilfinning að skora og enn þá skemmtilegra að vinna leikinn. Aðspurður hvort þaö væri ekki stefnan að ná sér í fleiri hundrað þúsund kalla segir Bjarni að það verði að ráðast í hverjum leik. „Mér finnst Bjarni Guöjónsson. skemmtilegra að vinna leikinn heldur en að skora þrennu, ef ég á að segja eins og er, það er alltaf skemmtilegt að fá peningana en það er samt skemmtilegra að vinna leikinn og það skiptir ekki máli hver skorar." Finnst þér ekki vera mikil pressa á þér þar sem pabbi þinn er þjálfari? „Það er pressa á mér eins og öllum öðrum, það er pressa á honum að velja mig í liðið, ég verð að standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til mín. Eins og kom fram um daginn voru farnar að heyrast raddir um að ég væri í liðinu af því að pabbi væri þjálf- ari. Ég vona að þeim röddum sé nú farið að fækka 'eftir að ég hef skorað fimm mörk í tveimur leikj- um." Bjarni segir að það sé hjá hon- um eins og öðrum knattspyrnu- mönnum að allir stefni þeir að þvl að spila erlendis í atvinnuknatt- spyrnunni og hver veit nema Bjarni feti í fótspor bróður síns, Þórðar, sem gert hefur garðinn frægan hjá Bochum í Þýskalandi. „Mér finnst áhorfendur taka mér mjög vel en svo þegar að aðr- ir leikmenn eru að leggja sig fram, eins og Bibercic, þá eru áhorfend- ur ekki ánægðir með hann. Hann reynir eins og hann getur og það er ekki uppbyggjandi fyrir hann að alltaf er baulað á hann en mér finnst hann besti sóknarmaður á íslandi." í dag er, eins og gefur að skilja, knattspyrna fyrst og fremst aðalá- hugamálið hjá Bjarna og kemst lít- ið annað að en fótboltinn. Áhuga- mál Bjarna, fyrir utan fótboltann, er að að fara í bíó, á leikrit og skemmtanir. Bjarni er ekki kominn með fjöl- skyldu enn þá, enda bara sautján ára, en hann á kærustu. -DÓ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1521: © I6ZI •eYÞÓk' Víkingur - Skallagrímur í 2. deild í kvöld og næstu daga verður fjöldi leikja í neðri deildunum í knattspymu, en leikmenn 1. deildar fá frí í nokkurn tíma þar sem landsleikur er um næstu helgi. Helsti leikur kvöldsins er viðureign Víkings og Skalla- gríms frá Borgarnesi í 2. deOd og Iþróttir er það síðasti leik.urinn í 2. um- ferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 20.00. í þriðju deildinni fara fram fimm leikir. Þróttur N. leikur á heimavelli gegn Fjölni. Reynir S. tekur á móti Hetti, á Selfossi leika Selfoss og Grótta, á Dalvík leika heimamenn við Víði og í Kópavogi leika HK og Ægir. All- ir leikirnir hefjast kl. 20.00. Hluti kórsins ásamt stjórnanda sínum, Marteini H. Friðrikssyni. Þjóðlög, madrí- galar og kórlög Nýstofnaður kór við Mennta- skólann í Reykjavík heldur tón- leika í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. í kórnum eru fimmtíu fé- lagar og stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Kórinn hefur Tónleikar sungið á kvöldvökum skólans i vetur og tekið þátt í kóramótum framhaldsskóla í Reykjavík og á Laugarvatni. Á efnisskrá eru is- lensk þjóðlóg, madrígalar og kór- lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Mozart og Brahms. Bridge Þetta ævintýralega spiladæmi er tekið úr bókinni „Short Bridge Tall Tales" eftir Stanley Burkhoff. Sögu- hetjan í spilinu er suður sem varö sagnhafi í sex hjörtum eftir þessar sagnir, norður gjafari og n-s á hættu: 43 )2 * KG »2 * ÁG987543 * Á5 ? D10Í «» 8765 ? KD1 ? -- N V A S * B54Í! W --•f --* KG10987632 * A973 *ÁKDC * 6 * D4 5109 Norður 1-f 6-f p/h Austu 5* " pass r Su! 5» 6» iur Vestur dobl dobl Fangavist Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Varla er hægt að álasa vestri fyrir seinna doblið og eflaust hefðu flestir doblað fimm hjörtu með hendi vest- urs. Útspil vesturs var tígulkóngur, sagnhafi setti ásinn og þegar austur henti laufi var nokkuð ljóst að austur árti eingöngu svört spil á hendinni. Þar sem vestur hafði ekki spilað út laufi í upphafi, var hægt að gera ráð fyrir því að vestur ætti ekki lauf og austur ætti því 4-0-0-9 skiptingu. Sagnhafl tók því öll trompin sex og vestur fylgdi lit með fýlusvip. Sagn- hafi henti fjórum tíglum í blindum og síðan laufásnum! Næst var spaðagos- anum svínað og sagnhafa létti mjög þegar það gekk. Spaðakóngur var tek- inn og vestur gerði sitt besta með því að henda spaðadrottningunni. Síðan var laufinu spllað úr blindum. Austur fékk á kónginn og spilaði spaða en sagnhafi var með á hreinu hvernig legan væri. Hann stakk upp ásnum, felldi tíu vesturs og fékk tólfta slag- inn á spaðaníuna. Austur hefði ekki spilað spaða ef hann hefði átt tíuna eftir. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.