Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 33
MIDVIKUDAGUR 29. MAI 1996 Jóhannes Jóhannesson með eitt verka sinna i' bakgrunninum. Myndir Jóhann- esar og Karólínu í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg var opnuð um síðustu helgi sýning á oliumálverkum Jð- hannesar Jóhannessonar. Á sama tíma sýnir Karólína Lár- usdóttir ný þrykk í kynningar- horni gallerísins. Sýningin stendur til 9. júnL Jóhannes er Reykvíkingur og tók sveinspróf í gull- og silfur- smíði áður en hann hélt tO Bandaríkjanna í listnám árið 1945. Ári siðar hélt hann sína Sýningar fyrstu einkasýningu í Lista- mannaskálanum og ári síðar tók hann þátt í fyrstu Septem- bersýningunni ásamt félögum sínum sem síðar mynduðu Sept- emberhópinn svokallaða. Jó- hannes stundaði síðan fram- haldsnám á ítalíu, Frakklandi og fleiri löndum. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Karólína Lárusdóttir er eins og Jóhannes fædd í Reykjavík. Hún nam list sína i Englandi og hefur búið þar. Hún hefur feng- ið margar viðurkenningar fyrir liststörf sín.' Ferða- þjónusta í sátt við umhverfið er yfirskrift ráðstefnu á veg- um umhverfisráðuneytisins og Ferðamálasamtaka tslands sem verður i Háskólabíói í dag í sal 3. Vináttufélag í slands og Kanada Aðalfundur Vináttufélags ís- lands og Kanada verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku í kvöld kl, 20. Samkomur Vímuefnafræðsla Alla miðvikudaga, kl. 17.30-19, eru umræður fyrir for- eldra um vímuefnafræðslu að Hverfisgötu 4a. Fjölskylduráö- gjafi Tinda, Ragnheiður Óladótt- ir, heldur fyrirlestra og stjórnar umræðum. Borgarafundur á Austurlandi Guðrún Agnarsdðttir forseta- frambjóðandi verður með borg- arafund í Verkalýðshúsinu á Fá- skrúðsfirði í kvöld kl. 20. Tríö Björns Thoroddsen og Egill á Kringlukránni: Klassískur djass og frumsaminn Sem fyrr á miðvikudögum verð- ur djass á boðstólum í Kringlu- kránni sem er á efri hæð Borgar- kringlunnar. í kvöld er það Tríó Björns Thoroddsens ásamt Agli Ólafssyni sem skemmtir gestum staðarins. Stutt er síðan út kom plata með þeim félögum sem heit- Skemmtanir ir Híf hopp, þar fara þeir á kostum í fjölbreyttu lagavali og hefur plat- an fengið afbragðs viðtökur. Þá hafa þeir Björn og Egill einnig leikið saman í Tamlasveitinni og frá þeirri sveit kom út plata fyrir jólin sem einnig fékk góðar viðtök- ur. Þeir félagar leika í kvöld lög af plötum þeirra en uppstaðan er klassísk djasslög ásamt frum- Þeir skemmta á Kringlukránni í kvöld, talið frá vinstri: Gunnar Hrafnsson, Björn Thoroddsen, Egill Ólafsson og Ásgeir Óskarsson. sömdu efni. I tríói Björns, sem leikur á gitar, eru einnig Gunnar Hrafnsson á bassa og Ásgeir Ósk- arsson á trommur. Hálendisvegir enn óf ærir Greiðfært er nú um alla helstu þjóðvegi landsins. Vegavinnuflokk- ar eru víða að gera við vegi eftir veturinn og setja nýja klæðingu þar sem þarf. Hálendisvegir eru enn ófærir vegna snjóa og er ólíklegt að Færð á vegum þeir opni í bráð, þó gætu einstaka leiðir opnast í næstu viku. Sums staðar er mikil aurbleyta á vegum, einkanlega þeim sem liggja hátt og þar er öxulþungi bifreiða takmark- aður. Þar sem vegavinnuflokkar eru að störfum ber að sýna aðgát og einnig er vissarar að aka hægt þar sem ný klæðing er vegna steinkasts. Ástand vega 0 Hálka og snjór H Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C>) LokaðirStöÖU ^ Þungfært (g) Fært fjallabílum Sonur Ingu og Ragnars Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- Barn dagsins spitalans 26. maí, kl. 14.26. Hann var við fæðingu 3800 grömm að þyngd og 54 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Inga Dís Þórðar- dóttir og Ragnar Dagur Guðmunds- son og er hann fyrsta barn þeirra. Al Pacino leikur borgarstjórann f New York, sem kann að koma fyrir sig oröi. Spilling Stjörnubíó hóf um siðustu helgi sýningar á Spillingu (City Hall). í henni leikur Al Pacino borgar- stjóra New York borgar, John Pappas sem stendur í ströngu við ýmis mál. Hann er refur í stjórn- málunum og hefur kænsku til að komast hjá beinum átökum á því sviði, en að mörgu er að huga og honum til hjálpar er aðstoðar- maður hans, Kevin Calhoun sem lítur upp til yfirmanns síns. Þótt þeir hafi ólíkar skoðanir á hlut- unum vinna þeir vel saman. Allt gengur upp hjá þeim félögum þar til morgun einn að til skotbar- daga kemur milli lögreglumanns og eiturlyfjasala og sex ára svart- ur drengur verður fyrir skoti og Kvikmyndir deyr. Upp úr þessu máli spinnst ótrúlegur söguþráður þar sem spillingarvefurinn nær til æðstu embætta borgarinnar. Auk Pacino leika í myndinni John Cusack, Bridget Fonda og Danny Aiello. Leikstjóri City Hall er Harold Becker.en hann og Al Pacino gerðu saman hina ágætu spennumynd,.Sea of Love. Nýjar myndir Háskólabíó: Lán i óláni Laugarásbíó: Tölvurefir Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Barist í Bronx Stjörnubíó: Spilling Gengið Eining Almennt gengi Ll nr. 105 29. maí 1996 kl. 9.15 Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,570 67,910 66,630 Pund 102,380 102,910 101,060 Kan. dollar 49,120 49,420 48,890 Dönsk kr. 11,3220 11,3820 11,6250 Norsk kr. 10,2320 10,2890 10,3260 Sænsk kr. 9,9150 9,9700 9,9790 Fi. mark 14,1800 14,2630 14,3190 Fra. franki 12,9180 12,9920 13,1530 Belg. franki 2,1274 2,1398 2,1854 Sviss. franki 53,1700 53,4700 55,5700 Holl. gyllini 39,0600 39,2900 40,1300 Þýskt mark 43,7400 43,9700 44,8700 It. líra 0,04341 0,04367 0,04226 Aust. sch. 6,2140 6,2530 6,3850 Port. escudo 0,4259 0,4285 0,4346 Spá. peseti 0,5250 0,5282 0,5340 Jap. yen 0,62170 0,62550 0,62540 Irskt pund 105,470 106,130 104,310 SDR/t 96,85000 97,43000 97,15000 ECU/t 82,7000 83,1900 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan T~~ i " 3 fí- 5» L ? § r rr lö w- II !T" is- /6 w W 2.) k Lárétt: 1 morgunn, 8 fita, 9 vonda, 10 hlassið, 11 frískur, 13 smátt, 15 innan, 16 bardagi, 17 lögun, 18 sjávargróður, 19 fjær, 21 himna, 22 aftur. Lóðrétt: 1 skamma, 2 blaut, 3 skítur, 4 grandanum, 5 ánægja, 6 gangflötur, 7 brún, 12 glerið, 14 áhrif, 17 berja, 18 eins, 20 drykkur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kvöl, 5 ess, 8 risar, 9 ká, 10 álkuna, 10 sjá, 13 niða, 15 viku, 16 haf, 17 Einar, 19 grugg, 20. grugg. Lóðrétt: 1 krá, 2 vilji, 3 ös, 4 launung, 5 erni, 6 skaða, 7 sáð, 11 káki, 12 svög, 14 afar, 16 hag, 17 er, 18 rú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.