Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 Fréttir____________________________________________________________________________________________dv Reykvíkingur ákærður í gríðarlega umfangsmiklu svikamáll sem teygir anga sína um allt höfuðborgarsvæðið: Margmilljónafjársvik gegn á fimmta tug aðila - keypti vörur í fyrirtækjum fyrir milljónir meö því að gefa út ógrynni tiltölulega hárra geymslutékka Ríkissaksóknari hefur gefið út umfangsmikla ákæru á hendur tæp- lega þrítugum Reykvíkingi fyrir stórfeUd og kerfisbundin fjársvik gagnvart á fimmta tug verslana og aðila á höfuðb'orgarsvæðinu með því aðaUega að hafa keypt vörur og þjónustu með innstæðulausum tékkum en hagnýta sér það síðan með því að selja það sem hann keypti fyrir miklu lægra verð. Tugir fyrirtækja töpuðu fé á við- skiptum sínum við manninn - oftast vegna þess að þau tóku geymslu- tékka mannsins góða og gUda. 34 að- ilar fara fram á samtals tæplega 8 milljónir króna í skaðabætur vegna málsins. Ákæran nær hins vegar tU 43 tUvika og nema ætluð svik sam- tals á níundu miUjón króna. Miðað við sakargiftir tókst manninum ótrauðum að svíkja út fé úr fyrir- tækjum á 14 mánaða tímabUi - frá aprU 1994 til júní 1995. Sem dæmi tókst manninum sam- kvæmt sakargiftum í eitt skiptið að blekkja starfsmenn Rúmfatalagers- ins í Hafnarfirði tU að selja sér hús- búnað tU hótelrekstrar að andvirði 560 þúsund krónur. Vörurnar voru afhentar þann 5. maí 1995 gegn þremur geymslutékkum, einum upp á 180 þúsund krónur dagsettum 1. júní sama ár og tveimur upp á 190 þúsund dagsettum 1. júlí og 1. ágúst. Manninum er síðan gefið að sök að hafa vitað að tékkarnir yrðu inn- stæðulausir á sýningardegi og hann sjálfur ógjaldfær. Eins og í flestum öðrum ákæruliðunum 43 er mann- inum síðan gefið að sök að hafa end- urselt húsbúnaðinn eða vörurnar og hagnýtt sér andvirðið. í öðrum ákæruliðum má nefna kaup mannsins á bílum og vélsleð- um upp á hundruð þúsunda, mál- verkum, sjónvarpi, myndbands- tæki, fjölmörgum gasgrillum, fatn- aði, ógrynni húsgagna, farsímum, flugfarseðli, tölvum, Gucci arm- bandsúri, áfengi og ýmsu fleiru. -Ótt Forseti írlands: Margt sameigin- legt með íslandi og írlandi „Ég hef hlakkað mikið til íslands- heimsóknarinnar. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, var fyrsti þjóðhöfðinginn sem heimsótti ír- land eftir að ég var kjörin forseti og ég minnist þess hversu vel hún var að sér í sögu og menningu ira og opin fyrir öllu sem varðaði land og þjóð. Heimsókn mín hingað hefur staðfest það sem ég vonaði að ég myndi flnna hér, þjóð sem hefur sterkar rætur í sögu og menningu sem hún aðlagar nútímanum. Ég hef komist að því að ísland og ír- land eiga margt sameiginlegt," sagði Mary Robinson, forseti ír- lands, á fundi með fréttamönnum í gær. Forsetinn gat þess að írar væru ánægðir með innkaupaferðir íslend- inga tU írlands en kvaðst vonast til að menningarsamskipti landanna styrktust einnig. Mary Robinson, sem varð laga- prófessor um 25 ára aldur, heimsótti í gær lagadeild Háskóla íslands og skoðaði listsýninguna Náttúra Is- lands á Kjarvalsstöðum. í gærkvöld héldu írsku forseta- hjónin, Mary og Nicholas Robinson, kvöldverðarboð tU heiðurs forseta íslands á Hótel Borg. Á matseðlin- um var apelsínu- og engifermariner- að kalkúnasalat, hrár lax, sneiddur í þunnar sneiðar, rósmarínsorbet, nautalundir með vUlisveppum og volg peruterta með vanillusósu og kanUís. í dag er fyrirhuguð skoðunarferð til Gullfoss, Geysis og ÞingvaUa. Að skoðunarferðinni lokinni halda borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, og Hjörleif- ur Sveinbjömsson hádegisverðar- boð í Höfða til heiðurs írsku forseta- hjónunum. Á matseðlinum er grafið lamb, reykt hreindýrarúlla og heit- reykt gæs með blönduðu salati og rauðrófusósu í forrétt. I aðalrétt er griUaður skötuselur með ólafssúru- sósu, heitreykt bleikja með sítrussósu og gufusoðin smálúða með graslaukssósu. Eftirrétturinn er pönnukökuterta, rabarbarabaka með möndlu- og gráfíkjuís, blandað- ir ávextir og beijasósa. Irsku forsetahjónin halda af landi brott síðdegis í dag. Um næstu helgi fer Mary Robinson í opinbera heim- sókn til Bretlands. Hún er fyrsti írski forsetinn sem boðið hefur ver- ið í slíka heimsókn og segir hún það tU marks um bætt samskipti land- anna. -IBS írsku forsetahjónin, Mary og Nicholas Robinson, á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu í gær. DV-mynd GVA Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráöherra ætlar ekki að reka séra Flóka: Prestur hugleiði hvernig hann þjónar söfnuði best „Miðað við það sem á undan er gengið ætti presturinn að hugleiða hvernig hann þjónar söfnuði sínum best. Ég hef hins vegar svarað þvi áður þegar mér voru afhentar und- irskriftir gegn þessum presti að ég tæki ekki ákvörðun eftir undir- skriftarlistum. Ég geri ráð fyrir að það sama verði uppi á teningnum varðandi ályktun fúndarins," segir Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð- herra um áskorun safnaðarfundar í Langholtssókn þess efnis að hann víki séra Flóka Kristinssyni úr embætti. Á safnaðarfundinum í fyrrakvöld var áskorunin til ráðherra sam- þykkt með 228 atkvæðum gegn 25. Áður höfðu um 1500 skrifað undir áskorun sama efnis. Þorsteinn sagði að sér hefði enn ekki borist ályktun fundarins og að hann hefði vegna anna ekki haft tíma til að kynna sér nýjustu at- burði. Því yrði að bíða með endan- lega niðurstöðu af sinni hálfu. Séra Flóki sagði í samtali við DV í gær að hann ætlaði ekki að segja af sér þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Hann sagði að það fólk sem var á fundinum væri ekki það fólk sem sækti messur að öllum jafnaði og hann kannaðist ekki við það. „Sannleikurinn er sá að það er látið eins og fjandinn sé laus í Langholtssöfnuði. En það er ekki rétt. Kirkjusókn er ágæt og flestir eru ánægðir," sagði séra Flóki. Hann var spurður álits á þeim orðum Þorsteins Pálssonar aö „presturinn ætti að hugleiða hvern- ig hann þjónaði söfnuði sínum best“. Sagði séra Flóki að ráðherra yrði að túlka þau orð sjálfur. „Ég lít svo á að þjónusta mín við söfnuðinn sé að boða trúna og styðja fólk sem lendir í raunum. Við þetta hef ég staðið og mun reyna að gera það áfram,“ sagði séra Flóki. -GK Þú getur svaraö þessarí spurningu meö því aö hríngja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já 1 1 ,r ö d d \ FOLKSINS^ J Nei _2j 904-1600 Á ráðherra að víkja séra Flóka úr prestsembætti? Stuttar fréttir Haraldur vanhæfur Haraldur Blöndal, varamaður í yfirkjörstjórn, hefur sakað Ólaf Ragnar um að Ijúga fyrir rétti. Haraldur telst vanhæfur í yfir- kjörstjórn því hann og Guðrún Pétursdóttir eru systkinabörn, skv. RÚV. Rússar hóta Rússar hóta að senda 150 togara til veiða skammt utan lögsögu ís- lands veröi Smuguveiðum ekki hætt. Þeir hafa velt fyrir sér að senda herskip. Stöð 2 greindi frá. Kennari bjargaði lífi Stúlkan, sem slasaðist í fall- hlífarstökki, telur að kennari hennar hafi bjargað lífi þeirra beggja, að sögn Stöðvar 2. Afkoma versnaöi Hagfræðistofnup telur að af- koma bókaforlaga hafi versnað eft- ir að virðisaukaskattur var lagður á. Útvarpið greindi frá. Órói og átók? Frumvarp um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna varö að lögum í gær, skv. RÚV. Stjómar- andstaðan telur að ýtt sé undir óróa og átök á vinnumarkaði. Skemur á sjúkrahúsi Sjúklingar liggja skemur á sjúkrahúsum en áður. Sjúklingar eru oftar lagðir inn aftur því þeir voru útskrifaðir of snemma. RÚV sagði frá. Kennsludögum ekki fjölgað Lög um framhaldsskóla voru samþykkt á Alþingi í gær. Kennsludögum verður ekki fjölgað fyrr en 1997Ú1998. RÚV greindi frá. Bera ekki skaða Tryggt verður aö sveitarfélög beri ekki fjárhagsskaða af lögum um fjármagnstekjuskatt, að sögn Útvarps. Sveitarfélög óttast að tapa 240 milljónum á ári. Bensínverð lækkaði Bensínverð lækkaði hjá Skelj- ungi og Esso í gær. 95 oktana bensín hjá Skeljungi og 98 oktana hjá Esso lækkaöi um krónu. Út- varpið sagði frá. Hreindýr til sýnis Bændur á Austurlandi halda hreindýr til að sýna ferðafólki og vonast til að geta tamið þau og beitt fyrir sleða. Moggi sagði frá. Samkeppni í símanum Nýja íslenska símafélagið, dótt- urfélag íslenska útvarpsfélagsins, ætlar að reka símaþjónustu þegar einkaleyfi Pósts og síma fellur úr gildi 1998. Sjónvarpið sagði frá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.