Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV á viðhorfi kjósenda til forsetaembættisins: Flestir vilja meira frum- kvæði til eflingar friði - þriðjungur kjósenda vill meira frumkvæði í utanríkisviðskiptum Tæplega helmingur kjósenda vill að væntanlegur forseti íslands hafi meira frumkvæði til eflingar friði og mannréttindum erlendis en verið hefur í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Langflestir vilja að næsti forseti verði svipað mikið í sviðsljósinu og Vigdís og þriðjungur kjósenda vilja sjá meira frumkvæði forsetans í ut- anríkisviðskiptum en verið hefur. Þetta eru meðal niðurstaðna skoð- anakönnunar DV um viðhorf kjós- enda til embættis forseta íslands og væntinga til næsta forseta. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á mOli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð- ar, sem og kynja. Spurningarnar voru í þrennu lagi. t fyrsta lagi var spurt: „Vilt þú, að væntanlegur for- seti verði svipað í sviðsljósinu og Vigdís, meira en hún eða minna?" í öðru lagi var spurt: „Vilt þú, að væntanlegur forseti hafi svipað frumkvæði í utanríkisviðskiptum og verið hefur, meira eða minna?“ í þriðja lagi var spurt: „Vilt þú, að væntanlegur forseti hafi svipað frumkvæði til eflingar friði og ■ mannréttindum erlendis og verið hefur, meira eða minna?“ Skekkju- mörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. 78 prósent vilja óbreytt sviðsljós Sé litið á niðurstöður fyrstu DV, Kaupmannahöfn: íslenski tenórinn Jón Rúnar Ara- son komst í fyrrakvöld í undanúr- slit í hinni virtu Copenhagen Sing- ing Competition. Keppnin er kennd spurningarinnar þá vildu 78 prósent svarenda að væntanlegur forseti yrði svipað í sviðsljósinu og Vigdís Finnbogadóttir, 10 prósent vildu sjá meira af forsetanum, 7 prósent vildu sjá minna af honum og 5 pró- við Lauritz Melchior og er haldin í tilefni þess að Kaupmannahöfn er menningarborg Evrópu. Alls voru 130 óperusöngvarar í Evvrópu sem tóku þátt í keppninni en 54 voru valdir í lokakeppnina. sent voru óákveðin eða neituðu að svara spurningunni. Viðhorf til þessarar spurningar voru nákvæm- lega þau sömu hvort heldur sem fólk bjó á landsbyggðinni eða höfuð- borgarsvæðinu. Hvað kynin varðar Jón Rúnar hefur þegar farið í gegn- um þrjár umferðir og er nú kominn í 12 manna úrslit. Undanúrslit fara fram í dag og á morgun og úrslitin á laugardagskvöld. Hinn íslenski þátttakandinn, Rannveig Fríða þá voru það frekar konur sem vildu að næsti forseti yrði svipað í sviðs- ljósinu en karlar vildu sjá hann meira í sviðsljósinu en Vigdís hefur gert. Bragadóttir messósópran, komst í 24 manna úrslit en féll úr keppni. -Pj Karlar vilja meira frumkvæði í utanríkisviðskiptum Hvort væntanlegur forseti eigi að hafa meira frumkvæði í utanríkis- viðskiptum en Vigdís Finnbogadótt- ir þá voru 37 prósent svarenda þeirrar skoðunar. Um 50 prósent vildu svipað frumkvæði, 6 prósent nefndu minna og 7 prósent voru óá- kveðin eða gáfu ekki upp afstöðu sína. Sé litið á niðurstöðurnar eftir búsetu og kynjum þá voru þær svip- aðar og við fyrstu spurninguna. Viðhorf kjósenda var svipað eftir búsetu en langtum fleiri karlar vildu sjá meira frumkvæði forset- ans í þessum efnum um leið og fleiri konur vildu óbreytt eða svipað ástand. Skiptar skoðanir um friðar- og mannréttindabaráttu Skoðanir kjósenda virðast vera skiptari gagnvart þriðju spurning- unni, þ.e. hvort næsti forseti eigi að hafa meira frumkvæði til eflingar friði og mannréttindum erlendis en verið hefur í tíð Vigdísar. Alls vildu 44 prósent svarenda svipað frum- kvæði, 48 prósent vildu sjá meira frumkvæði, 4 prósent minna frum- kvæði og 4 prósent voru óákveðin. Búseta eða kyn kjósenda skipti ekki máli gagnvart þessari spurningu. Niðurstaða spurninganna þriggja sést nánar á meðfylgjandi grafi. -bjb Maður hrapaöi Maður var fluttur með þyrlu ffá Norðfirði til Reykjavíkm- í fyrradag eftir að hann hrapaði á göngu í Barðshomi sunnan fjarðarins. Var maðurinn einn á ferð og er ekki vitað nákvæmlega hvemig slysið vildi til. Maðurinn rifbeinsbrotnaði og annað lungað féll saman. Hann fór í aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. -GK Copenhagen Singing Competition: Jón Rúnar komst í undanúrslit Dagfari Vanhæfni vegna vanhæfni Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður er góður lög- maður. Og hann hefur líka verið góður formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Nú síðast hefur það komið í ljós að Jón Steinar er ekki aðeins góður lögmaður og góður formaður heldur er hann afskap- lega góður maður. Hann hefur sem sé ákveðið að víkja sæti úr yfir- kjörstjórninni af tillitssemi við Ólaf Ragnar Grímsson. Jón Steinar segist vera vanhæf- ur vegna þess að honum er kunn- ugt um að Ólafur Ragnar er van- hæfur til að vera forseti lýðveldis- ins. Jón segir það jaðra við hneisu fyrir þjóðina að kjósa Ólaf Ragnar og vegna þess að hann telur Ólaf Ragnar vanhæfan telur Jón Stein- ar sjálfan sig vanhæfan og víkur sæti. Ekki hyggst hann notfæra sér þá vitneskju sína að Ólafur Ragnar sé vanhæfur til að úrskurða Ólaf Ragnar vanhæfan þegar búið er að kjósa hann sem forseta heldur er góðmennska Jóns Steinars einmitt fólgin í því að eiga þessa skoðun sína og vitneskju við sjálfan sig og dregur sig í hlé. Hann ætlar ekki að misnota hana í yfirkjörstjórn- inni og hann ætlar ekki að koma í veg fyrir kosningu Ólafs Ragnars með áframhaldandi setú sinni í yf- irkjörstjórn. Talsmaður Ólafs Ragnars hefur misskilið hrein- skilni og heiðarleika Jóns Steinars. Lögmaðurinn segir að Jón sé að gera þetta til að koma höggi á Ólaf Ragnar. Talsmaðurinn vill greini- lega að Jón Steinar hefði þagað yfir þessari vitneskju sinni um van- hæfni Ólafs og setið áfram í yfir- kjörstjórn. Það er skrítin afstaða í ljósi þess að ef Jón Steinar hefði setið áfram í yfirkjörstjórn hefði hann skrökvað til um sannfæringu sína og þurft að úrskurða um rétt- mæti kosningar Ólafs og hæfni hans til að verða forseti, gegn betri vitund. Jón Steinar nefnir það meðal annars til um vanhæfni Ólafs Ragnars að hann hafi skrökvað þegar hann var kallaður fyrir rétt sem fjármálaráðherra og svarið þess eið að hann tryði ekki á Guð. Seinna hefur það komið í ljós að Ólafur Ragnar segist trúa á Guð. Og Jón Steinar trúir því auðvitað að Ólafur Ragnar trúi á Guð og kemst að þeirri niðurstöðu að Ól- afur geti ekki verið forseti meðan hann trúir á Guð en skrökvar því neita guðstrú meðan þeir segjast þó trúa á Guð. Annaðhvort standa menn með Guði eða ekki, þegar þeir eru komnir í forsetaframboð. Það sýnir góðmennsku Jóns Stein- ars að í stað þess að krefiast þess að Ólafur hætti sem frambjóðandi hættir Jón Steinar í staðinn sem formaður yfirkjörstjórnar. Nú þegar það liggur fyrir að Jón Steinar er vanhæfur og Ólafur Ragnar er vanhæfur snýr sú spurn- ing að þjóðinni sjálfri hvort hún sé hæf eða vanhæf til að kiósa sér for- seta. Jón Steinar segir að það nálgist hneisu ef Ólafur Ragnar verður kosinn forseti. Ef þjóðin kýs sér vanhæfan forseta er þjóðin sjálfsagt vanhæf til að taka þátt í þessum kosningum nema náttúr- lega ef hún greiðir ekki atkvæði í ljósi vanhæfni sinnar en þá verður heldur ekki neinn annar kosinn forseti sem hugsanlega er hæfur. Og þá kemur að yfirkjörstjórn að úrskurða um réttmæti kosningar þar sem þeir einir hafa greitt at- kvæði sem eru vanhæfir til að kjósa! Verður ekki að aflýsa þessum kosningum og byrja upp á nýtt? Dagfari samt að hann trúi ekki á Guð. Þetta er sem sé samviskuspurn- ing sem snýr ekki að þjóðinni og kjósendum heldur að Guði og Jón Steinar er mikill og vinsæll lög- maður og hefur nú tekið að sér að gæta hagsmuna Guðs í þessum for- setakosningum og umboðsmaður Ólafs Ragnars verður að átta sig á að löggiltir fulltrúar guðsvaldsins sitja ekki þegjandi undir því í yfir- kjörstjórn þegar frambjóðendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.