Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 7 Fréttir Fylgi frambjóðenda eftir flokkum - samkvæmt skoðanakönnun DV 28/5 '96 - Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttlr Guðrún Pétursdóttir □ a IbIdQg Qj □ v □ Óákv./svara ekki Ástþór Magnússon Forsetafylgi eftir flokkum: Einlitast fylgi Péturs Hafstein - Ólafur Ragnar „dreifðastur“ Pétur Kr. Hafstein forsetafram- bjóðandi hefur aðallega stuðning fólks úr Sjálfstæðisflokknum á með- an fylgi annarra frambjóðenda skiptist meira á milli flokka. Ólafur Ragnar Grímsson hefur einn fram- bjóðenda stuðning úr öllum flokk- um en þó aðallega úr Sjálfstæðis- flokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum. Þetta má m.a. lesa úr nýrri skoðanakönnun DV um fylgi við forsetaframbjóð- endur sem birtist í blaðinu í gær. Tekið skal fram að þessi greining er meira til gamans gerð. Frekar skal líta á þessar niðurstöður sem vísbendingar, sérstaklega hvað varðar fylgi Ólafs Ragnars, sem naut 52,3 prósenta fylgis þeirra sem afstöðu tóku, og Péturs Hafstein sem fékk 26,6 prósenta stuðning. Flokkaskipting annarra frambjóð- enda er ekki eins marktæk. Óákveðnir kjósendur eða þeir sem neita að gefa upp afstöðu sína til stjórnmálaflokka eru fjölmennir í stuðningsliðum frambjóðendanna, yfirleitt í kringum þriðjungur. Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun DV í apríl sl. nema hvað ópólitísk- um stuðningsmönnum Péturs hefur fjölgað verulega. Tæplega helming- ur fylgismanna Péturs kemur úr Sjálfstæöisflokknum. Guðrún Agnarsdóttir er með flesta fylgismenn úr Sjálfstæðis- flokknum og Kvennalistanum. Um þriðjungur stuðningsmanna Guð- rúnar Pétursdóttur kemur úr Sjáif- stæðisflokknum og svipað margir úr Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum. Framsóknarmenn virð- ast helst halla sér að Ástþóri Magn- ússyni. FVlgisskipting eftir flokkum sést nánar á meðfylgjandi grafi. Sem kunnugt er stendur A fyrir Alþýðu- flokk, B fyrir Framsóknarflokk, D fýrir Sjálfstæðisflokk, G fyrir Al- þýðubandalag, J fyrir Þjóðvaka og V fyrir Kvennalista. -bjb Hlutafélagið Póstur og sími: Vilja fresta frumvarpinu Frumvarpið um að gera Póst og síma að hlutafélagi var til 2. um- ræðu á Alþingi í gær. Ásta R Jó- hannesdóttir og fleiri stjómarand- stöðuþingmenn lögðu þá til að frumvarpinu yrði frestað til haustsins og tíminn þangað til not- aður til að ganga betur frá þeim málum sem að starfsfólkinu snýr. Ásta R. og Ögmundur Jónasson sögöu að of margir lausir endar væru varðandi réttindi um 2.500 starfsmanna Pósts og síma eftir að fyrirtækinu hefur verið breytt í hlutafélag. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar, sagði þetta rangt. Það hefði verið vel og tryggilega gengið frá réttindamál- um starfsfólks. Þó væri það svo að í svo stónun hópi sem starfsmenn Þósts og sima væm færi ekki hjá þvi að einhver vafaatriði gætu komið upp. Sagði hann að þriggja manna undirbúningsstjórn myndi verða skipuð til að ganga endan- lega frá réttindamálum starfs- fólksins. Sagði hann að starfsfólk- ið myndi í engu missa áunnin og samningsbundin réttindi. -S.dór iii Þtfí þá efna Bónus Radíó 09 fþróttir fyrir alla, til fjölskyldu-skokks 09 þú gætir jafntfel unnið þér inn tfegleg tæki - bara fýrir að tfera með - sama htforf þú er fyrstur eða síðastur! Til dæmis: • Samsung-sjónvarpstæki með innbyggðu myndbandstæki • Siemens GSM-síma • Samsung-hljómflutningstæki • Ferðatæki með geislaspilara • Og fullt, fullt af fleiri góðum vinningum... Vertu með ! Þú þarft ekki að vera göður hlaupari til að vinna... því það verður ekkert kapphlaup - Eitthvað fyrir alla fjölskylduna og svo verður skemmtun og grillveisla að skokkinu loknu. \A >3 * *$$$ iosásí ÍÞRÖTTIR FVHIR RLLR Símaskráin 1996 er komin út Mýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmiðanum og náðu í nýju símaskrána strax í dag ■ Mýja símaskráin -útbreiddasta bók á íslandi PÓSTUR OG SlMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.