Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. MAI1996 Spurningin Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Svava Pétursdóttir, fulltrúi hjá Reykjavíkurborg: Ég veit þaö ekki. Einar Þór Jónsson: Frekja og ós- anngirni. Valgeir semi. lafsson nemi: Afskipta- Hrafnhildur María Axelsdóttir verslunarmaður: Óheiðarleiki. Inga Reykdal verslunarmaður: Brjálað veður. Lesendur Freyja Ingimarsdóttir húsmóðir: Vont veður. Forsetaefnin f imm - hvað vilja þau? Forsetaframbjóðendurnir fimm. - Hljóta að hafa skoðanir á allflestu sem varðar land og þjóð, segir bréfritari m.a. Kjartan Guðmundsson skrifar: Það er ekkert sjálfgefið að lands- menn, svona upp til hópa, þekki for- setaefnin fimm sem nú hefja bar- áttu um hylli kjósendanna. Og það- an af síður hvað frambjóðendurnir standa fyrir. Verður ekki að ætlast til þess að þeir, líkt og aðrir lands- menn hafi skoðun á allflestu sem varðar land og þjóð? Raunar vita menn ekki mikið hvaða viðhorf frambjóðendurnir hafa í sumum þeim málum sem heitust hafa orðið í þjóðmálaumræðunni. - Það er ekk- ert sjálfgefið að forsetaframbjóðend- urnir eigi að vera hlutlausir þótt forsetaembættið sé ekki burðugra en svo að vera nánast kastali utan um kostulegt prjál og praktugheit, sem svo eru nánast að hverfa meðal flestra menningarþjóða. Það er því að vonum aö frambjóð- endunum sjálfum blöskri að fá ekki tækifæri tilað kynna sig miklu bet- ur en hingað til, og beina því orðum sínum að fjölmiðlunum - ekki síst ríkisfjölmiðlunum - sem hafa svo sem ekki gert mikið að þvi enn sem komið er að taka rispur með fram- bjóðendunum og leyfa þeim að sýna sig og kjósendum að heyra skoðanir sínar, og hvað þeir vilja. Frambjóð- endurnir eru sammála um að meiri kynning sé nauðsynleg - allir utan einn, sá sem telur sig vera kominn með nægilega mikið forskot nú þeg- ar. En málið er einfaldlega það að kosningabaráttan er nú fyrst að byrja og ef að líkum lætur á hún eft- ir að leiða ýmislegt i ljós. Það er eftir að spyrja margra spurninga. Um trúmál, um fjármál, um hvernig sitja eigi Bessastaði, um viðhorf frambjóðenda til friðar- mála, dómsmála, réttarkerfisins, neytendamála, skattamála, hafrétt- armála og heimsmála almennt. - Um allt þetta og miklu fleira verður að spyrja forsetaframbjóðendur, auk þess sem þeim sjálfum verður að gefast kostur á að spyrja mót- frambjóðendur sína og eiga kröfu á að fá svör frá þeim. Þetta allt mun gefa áheyrendum (áhorfendum) mjög góða mynd af sérhverjum for- setaframbjóðendanna. Verkalýðsforustan - heldur launafólki niðri Gunnar Halldórsson skrifar: Verkalýðsforustan á íslandi er orðin að skriffinnskubákni sem heldur launafólki niðri og kemur í veg fyrir að fólk geti verið virkt í eigin baráttu. Launafólk á íslandi stendur frammi fyrir því að missa allt það úr höndunum sem gengnar kynslóðir hafa barist fyrir. Kjaraskerðing, fátækt, atvinnu- leysi og gjaldþrot eru algengasti veruleiki islensks alþýðufólks og verkalýðsforustan er ráðþrota og gjörsamlega máttlaus. Svonefnd þjóðarsátt, sem ég því miður samþykkti á sínum tíma á fé- lagsfundi í Bíóborginni, hefur orðið til þess að launamunur hefur aukist stórlega. Stéttaskipting hefur fest í sessi í samfélagi okkar og eykst verulega, því miður. Lágmarkslaun eru langt frá því að duga til framfærslu og launafólk horfir upp á ýmsa hópa I þjóðfélagínu lifa í vellystingum - og það pragtuglega. Vilja verkamenn halda áfram á þessari braut? Vilja þeir láta hlut- skipti vonleysis og fátæktar ásamt atvinnuleysi verða að veruleika barna sinna? Ég tel að nú sé kominn tími til að vinnandi fólk í þessu landi standi upp og krefjist þess að siðleysi og spilling, sem viðgengst hvarvetna í þjóðfélaginu, verði upprætt. - Krefj- umst réttlætis okkur til handa, það gerir það enginn fyrir okkur. Bílar sem skemmast mest - um þá þarf upplýsingar Sveinbjörn Sigurðsson skrifar: Sífellt berast óhugnanlegar frétt- ir um meiri háttar slys af völdum bifreiðaárekstra. Því miður stand- ast bifreiðarnar ekki hnjaskið og því verða menn fyrir miklum skakkaföllum og stundum langtíma örkumli. Þetta er að verða óþolandi ástand í umferðinni hér á landi. AU- ir vilja leggja hönd á plóginn til að afstýra slysum, en það gengur þó á ýmsu. Ég hef mínar hugmyndir um hvers vegna bílslys verða svo hörmuleg hér sem raun ber vitni - og svona mörg með ekki fleira fólki en hér býr. Ég tel að allt of mikið sé hér í gangi af litlum og lélegum bifreið- um, sem ekki standast minnsta hnjask. Jafnvel minni háttar árekst- ur veldur oft stórslysi á ökumanni eða öllum sem í bílnum eru. Og það UIÍÍPi þjónusta allan sólarhringii sima 5000 millikl. 14 og 16 Líklega eru þeir amerísku nú talsvert sem verra er; tryggingafélögin leggja þyngstu álögur á góða og trausta bíla sem ólíklegir eru til að skilja eftir sig slasaða ökumenn og farþega. Ég tel t.d. að mun minni líkur séu á því að slasast jafn illa í traustum og góðum amerískum fólksbíl en litlum japönskum „pútum", sem ég kalla svo. Ég þori satt áð segja ekki að aka mikið um í þeim síðar- nefndu. - Málið allt er þó erfitt. Það er sjaldan og oftast nær ekki getið um hvaða bíltegund á í hlut þegar öruggari. umferðarslys verða, þótt greint sé frá öðrum staðreyndum málsins út í hörgul. Ég skora á fjölmiðla sem flytja slysafréttirnar úr umferðinni að greina frá tegund bíla sem lentu í óhappinu, og jafnvel aðstæðum öll- um, svo sem því hve margir slösuð- ust í hvorri bíltegundinni ef um tvö ökutæki er að ræða og svo að sjálf- sögðu hvor bíltegundin olli slysinu. Mikilvægast er að fá upplýsingar um hvaða bíltegundir verða fyrir mestum áföllunum í umferðinni. Allt önnur og meiri messa Ragnar skrifar:' Ég hlustaði á útvarpsguðs- þjónustu hjá Fíladelfiu á annan í hvítasunnu. Það fer ekki hjá því að maður hugsi sem svo: Þetta er einfaldlega allt önnur og meiri messa, betri messa en þessar venjulegu. Prédikunin nær betur til fólksins, þarna er meiri kraft- ur, meiri sannfæring. Tónlistin er nútímaleg, án þess að vera skrankennd, hávær og skerandi, þetta eru svokallaðir „gospel- söngvar" og falla vel að boðskap trúar og hugleiðingar. Það er engin furða þótt maður hugsi sem svo: „Handhafar" íslensku þjððkirkjunnar, eruð þið stein- blindir? Nýju, Ijótu karl- mannafötin Sigurður Stefánsson skrifar: Það er varla hægt að segja að vel hafi tekist til með nýjasta sniðið á karlmannafötunum sem sumir eru famir að flagga hér á landi. Þessi „upp-í-háls" vesti og jakkar eru hreint hörmuleg á að líta og óklæðilegt á vesalings mönnunum sem klæðast þessum þrengingarfatnaði. Líkist mest íslenska karlmannabúningnum sem er líka alveg misheppnaður. Þessi nýja tíska verður aldrei vinsæl, að mínu mati. Mér finnst jakkafötin tvíhnepptu og svo eki- hnepptu jakkarnir sígildu vera ásjálegustu fótin og þægilegustu um leið. Barist um blóð- dropana Hiki hringdi: Nú fer að færast líf og fjór í forsetakosningarnar. Einn fram- bjóðandinn hefur lýst því yfir að hann muni berjast til síðasta blóðdropa ef þörf krefjist. Og ég sé nú ekki annað en að hann muni þurfa að efna heitið. Raun- ar allir frambjóðendurnir, þvi að þeim er nú sótt úr allt annarri átt en með hefðbundnum andlit- um stjórnmálanna og öðrum „landsþekktum" úr röðum emb- ættis- og ofurmenna stjórnsýsl- unnar. Nú er það friðarsinninn Ástþór sem vegur ótt og títt að mótframbjóðendum sínum fjór- um og særir þá til samstarfs um að virkja Bessastaði til friðarset- urs. Það má því ætla að blóðleysi fari að há einhverjum undir lok baráttunnar. Teppadruslur . Sigrún Ólafedóttir skrifar: Ég vil taka undir þau skrif sem ég hef lesið um ómerkileg teppi í teppaverslunum landsins. Hérna er mestmegnis að ræða sömu gæðaflokkana og mikið til sömu verðin. Engin verulega góð og efnismikil teppi eru fáanleg, líkt og þau amerísku sem bréfrit- arar í DV hafa verið að vitna í. Manni er efst í huga að halda að teppaverslanir hér séu með ein- hvers konar samráð um að selja teppi af meðal- eða Iélegum gæð- um svo að fólk sé ekki með sömu teppin allt of lengi. Sitjum heima í forsetakjöri Anna skrifar: Ég er yfir mig undrandi á að enn skuli vera railli 30 og 40% kjósenda sem segjast vera óá- kveðnir hvern forsetaframbjðð- andann þeir ætla að kjósa. Bend- ir þetta til nokkurs annars en þess að fólk sé óánægt með for- setaembættið yfirleitt? Ekki virðast menn vilja hafa konu áfram og er það eitt og sér afar athyglisvert. Ég ætla að sitja heima á kjördag, og skora á fólk að gera hið sama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.