Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Side 11
11 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996____________________________________________________________________ i>v Fréttir Stjórnmálamenn og úthlutun vegaQár: Landvegur vandamal Suðurlandsþingmanna - segir formaður samgöngumálanefndar Alþingis í sambandi viö frétt DV í gær um hina miklu vikurflutninga á Land- vegi og gerbreytta notkun vegarins miðað við upphaflegar forsendur var Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngumálanefndar Alþingis, spurður hvers konar svigrúm væri til staðar til úrbóta þegar jafn af- drifaríkar breytingar yrðu eins þarna hafa orðið. „Ég held að ekki sé svigrúm til að leysa þetta öðruvísi en á grundvelli þess samkomulags sem verður á milli þingmanna kjördæmisins," segir Einar við DV. Einar segir að framlög til vega- framkvæmda séu ákveðin í vegaá- ætlun sem gerð er til fjögurra ára i senn en endurskoðuð annað hvert ár. Ef það síðan gerist að sá fjár- hagsrammi til vegaframkvæmda sem ákveðinn er í fjárlögum hvers árs er ekki í samræmi við gildandi vegaáætlun á hverjum tíma, eins og t.d. nú, m.ö.o. að framkvæmdafé er minna en ætlunin er að framkvæma fyrir, þá eru framkvæmdir skornar niður. Það gerist þannig að lagðar eru fram tillögur um breytingar á gildandi vegaáætlun. Þegar búið er að samþykkja nið- urskurðinn kemur samgöngunefnd sér saman um hlutfallslegar skerð- ingar og skerðingar einstakra fram- kvæmda og þegar þær eru afgreidd- ar fá þingmenn einstakra kjördæma loks það hlutverk að forgangsraða því fé sem þannig hefur verið ákveðið til vegaframkvæmda í kjör- dæminu. „Það er ekkert svigrúm sérstak- lega til þess að gera þetta öðruvísi. Það liggur fyrir ákveðin regla sem hefur gilt um skiptingu vegaíjár milli kjördæma. Síðan er ákveðnum fjárveitingum varið til stórverkefna og ég sé í sjálfu sér enga möguleika á að taka þennan sérstaka veg út fyrir sviga öðruvísi en innan við- komandi kjördæmis," segir formað- ur samgöngunefndar. Einar var spurður að því hvort þetta pólitíska fyrirkomulag við út- hlutun vegafjár og forgangsröðun framkvæmda bæri keim af misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann neitaði því og benti í því sambandi á að í þeim niðurskurði sem nýlega var ákveðinn hafi framlög til vega- gerðar á höfuðborgarsvæðinu aldrei verið meiri heldur en síðustu tvö árin. - En miðað við íbúafjölda höfuð- borgarsvæðisins, samanborið við t.d. íbúatölu Vestfjarða, þá eru vega- gerðarframlög á fyrrnefnda svæð- inu mjög lág: „Kostnaður við vegaframkvæmd- ir ræðst ekki af höfðatölu íbúanna heldur auðvitað af aðstæðum á hverjum stað. Því er mjög villandi að nálgast málin með þessum hætti vegna þess að stórframkvæmdir eins og Vestfjarðagöng lyfta fram- lögum til vegaframkvæmda mjög um tímabundið skeið. Hinu er ekki að neita að það var tekin pólitísk ákvörðun um það að deila út stærri hluta af fjárveitingum til vegamála á grundvelli höfðatölureglunnar. Fyrir vikið er höfuðborgarsvæðið nú með langsamlega mestu fjárveit- ingar sem þar hafa sést, tvo millj- arða á tveimur árum,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. -SÁ Þungaflutningar á Landvegi eru mjög miklir meö viöeigandi rykmekki. DV mynd JB Svör frá Bangkok: Danir kannast ekki við illa haldna íslendinga íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið svör frá danska sendiráðinu í Bangkok þess efnis að engin aðstoð hafi verið veitt tveimur íslendingum sem ferða- menn sögðu nýlega að hefðu leg- ið nær dauða en lífi fyrir utan sendiráðsbygginguna. Tove Wilborg Andersen, full- trúi í sendiráðinu, segir að ekk- ert sé hæft í því að mennimir sem talað var um hafi fengið tjald lánað hjá sendiráðinu eins og ferðamennimir héldu fram. Eng- in aðstoð hafi verið veitt á því tímabili sem um ræddi vegna annarra tilfella en dauða íslend- ings sem fórst í járnbrautarslysi ytra og aðstoð við að senda ann- an mann heim vegna ofneyslu fikniefna. Að sögn Bjarna Sigtryggssonar hjá utanríkisráðuneytinu er mál hinna tveggja „óþekktu" tslend- inga samkvæmt þessu úr sög- unni gagnvart ráöuneytinu. Kirkjukór Keflavíkur í söngför fre:DV, Suðurnesjum: Kór Keflavíkurkirkju Jer í söng- ferð til Svíþjóðar og Danmerkur 1. júní. í tilefni þess heldur kórinn tón- leika í Keflavíkurkirkju 30. maí. „Kórinn er að endurgjalda heim- sókn kórs kirkjunnar í Trollháttan, vinabæ Keflavíkur í Svíþjóð, og held- ur tónleika í kirkjunni í Trollhattan og i Gautaborg í samvinnu við ís- lendingafélagið þar. Þá fer kórinn til Danmerkur og dvelst í vinabæ Kefla- víkur, Hjorring. Þar verður sungið og einnig í Hirtshals. Þar búa marg- ir íslendingar. Þá syngur kórinn í Jónshúsi í Kaupmannahöfn," segir Sigríður Þorsteinsdóttir, formaður kórsins. -ÆMK AÐEINS KR. UDDc ÞÚ GETUR VALIÐ UM: VIKAN • HÚS OG HÝBÝLI • SANNAR SÖGUR • SAMÚEL • FRÍSTUND • BLEIKT OG BLÁTT • HULINN HEIMUR OG FLEIRA OG FLEIRA KVENSKOR 2 VERÐ 1.490,- EÐA 1.990,- SPÁKONA SPÁIR í SPIL, LÓFA, RÚNIR 06 BOLLA r ■■ RAFMAGNSBILAAKSTUR FYRIR BORNIN MARKADIIRINN Faxafeni 10 • Sími: 533 2 533 Nýr og ferskur drykkur! Súkkulaðimjólk er fituskert mjólk með súkkulaðibragði - glænýr og.spennandi drykkur. Súkkulaðimjólkin er kælivara og alltaf fersk. Hún er ljúffeng og svalandi, beint úr ísskápnum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.